Tíminn - 29.06.1996, Qupperneq 2

Tíminn - 29.06.1996, Qupperneq 2
2 Laugardagur 29. júní 1996 Eimskip fjárfestir fyrir 200 milljónir kr. í nýju skipafélagi: Sóknarfæri í Eystrasaltsríkjum Eimskip hefur stofnaö skipa- félagiö Maras Linija Ltd. sem hefur tekiö yfir rekstur Latvi- an Shipping Association Ltd., LSA, en þaö félag hefur und- anfarin ár annast siglingar á milli hafna í N-Evrópu og Eystrasaltsríkjanna. Þá hefur Eimskip stofnaö nýtt félag, Longship Ltd. í Bretlandi til aö hafa meb höndum um- bobsmennsku og stjórna rekstri Maras Linija Ltd. og skipsfélagsins Kursiu Linija. í tilkynningu frá Eimskip kemur fram aö stofnun Maras Linija Ltd. má rekja til rekstrar- erfiðleika LSA, en heildarfjár- festing Eimskips vegna stofn- unar félagsins nemur alls 200 milljónum króna. Þá er stefnt að því að aðrir fjárfestar komi inn í þann rekstur á næstu misserum. En mikil aukning hefur verib í flutningum á milli Eystrasaltsríkja og V-Evrópu á undanförnum árum. Með þess- um fjárfestingum sínum er Eimskip að styrkja starfsemi sína í Eystrasaltsríkjunum og í Rússlandi og taka um leið þátt í þeirri þróun og uppbyggingu sem þar hefur átt sér stað. Skipafélagið Maras Linija Ltd. rekur fimm meðalstór gáma- skip í siglingum á milli Riga í Lettlandi, Tallin í Eistlandi og St. Pétursborgar í Rússlandi annarsvegar og Rotterdam, Fel- ixstowe, Immingham, Árósa, Kaupmannahafnar og Hels- ingjaborgar hinsvegar. Saman- lagt hafa þessi fimm skip tæp- lega 1100 gáma flutningsgetu. Kursiu Linija Ltd. siglir aftur á móti á milli Klaipeta í Lithá- en, Kaliningrad í Rússlandi og hafna í V-Evrópu. Þá hafa dótt- urfyrirtæki Eimskips í Rotter- dam og í Bretlandi verið um- boðsaðilar fyrir LSA frá stofnun þess árið 1990 og sömuleiðis fyrir Kursiu Linija Ltd. frá stofnun þess árið 1995. -grh grýti og líparít Ærvambir, grá- Til að gefa lesendum færi á að skyggnast inn í dýrðina er hér gripið niður í samkeppni- stillögu Pálmars: „Byggingin samanstendur af tveimur hlutum: skrifstofu- byggingunni og stigahús- kjarnanum. Þeir standa við kyrra vatnsflötina og mynda sín á milli, eins konar gjá að kyrrlátum innri garði. Á garð- inum er gátt að Robinien trénu sem gægist inn um kop- arborðann um leið og það dreifir sólarljósinu um allan garðinn ... Inngangurinn að sendiráðinu opnast manni sem glufa í veggnum milli líp- arítsins og grásteinshlutans, sem brotist hefur út að göt- unni svona rétt til að kynna sig og gefa hrjúft en fagurt fyrirheit um nánari kynni þegar inn er komið." Mikið verður lagt upp úr ís- lensku grjóti og vísanir í ís- lenska náttúru og menningu. Þannig má nefna að forsalur- inn verður lagður blágrýtis- hellum og veggir hans klædd- ir líparíti. Þá verður einnig í húsinu ás með sjávarmöl og innlögðum hvalbeinum. Yfir- borð ássins verður slípað slétt og með honum verður skír- skotað til lendingar smábáta um fjörur landsins hér áður fyrr. Að lokum skal geta þess að hár gíuggi er í tillögunni klæddur sútuðum ærvömbum og þar kemur fram að slíkt efni hleypi mikilli og sérstakri birtu í gegnum sig og er með honum vísað til ljóra torfbæj- anna. Pálmar sagði þó óvíst hvernig unniö yrði úr þessum hugmyndum með vambirnar og hvalbeinin. „Þetta var svona skot og maður veit ekki hvernig þetta gengur upp." -LÓA Islenskt grjót, hrein form og leikur meö Ifós og birtu veröur einkennandi fyrir íslenska sendiráöiö í Berlín sam- kvæmt þessari vinningstillögu Pálmars Kristmundssonar, arkitekts. íslensk náttúra er í öndvegi í vinningstillögu um sendiráö í Berlín: Sum frystihús veröa lokub í lengri tíma en áöur vegna slœmrar kvótastööu. Austurland: Atvinnulausum fjölgar í sumar Slæm kvótastaða í bolfiski hefur þær afleiðingar aö nokkur frysti- hús á smærri stöðum á Austurlandi veröa líklega lokuö frá miðjum næsta mánuði og fram til 1. sept- ember n.k., þegar nýtt fiskveiðiár hefst. Þrátt fyrir slæma afkomu margra hefbbundinna frystihúsa eru ekki taldar miklar líkur á því að einhverjum vinnslum verði lok- að til frambúbar. Sigurður Ingvarsson, formaður Alþýðusambands Austurlands, seg- ir aö þetta muni hafa töluverð áhrif á atvinnu skólafólks á við- komandi stöðum og því nokkuð ljóst að það muni fjölga á atvinnu- leysisskrám í fjórðungnum þann tíma sem húsin verða lokuð. Þá munu þessar lokanir einnig koma Þaö eru blikur á lofti í málum fiskverkafólks á Austfjöröum í sumar. Á þessari skemmtilegu mynd frá ASÍ-þingi er leikhópur kvenna aö vaska saltfisk og sýndi þátturinn kjör fiskvinnslukvenna gegnum tíöina. Ljósmynd Vinnan illa við marga fastráðna starfs- menn, sem hafa ekki efni á því að fara í langt sumarfrí. Þar fyrir utan mun samdráttur í tekjum íbúa hafa áhrif á aðra starfsemi í viðkomandi plássum, s.s. í þjónustu og verslun. En viðbúið er að einhverjir muni neyðast til að fresta ýmsum fram- kvæmdum sem þeir kynnu ella að hafa ráðist í. Formaður ASA segir að þótt blik- ur séu á lofti í atvinnumálum fisk- vinnslufólks í smærri sjávarplás- sum í fjórðungnum, hefur ræst úr atvinnumöguleikum iðnaðar- manna í stærri bæjunum. Auk þess eru töluverðar væntingar til kom- andi loðnuvertíöar, en heimilt verður að hefja veiðar þann 1. júlí n.k. -grh Nýjungar í Garöinum: Byggðasafn og söluskáli Garðskagi í Garðinum hefur upp á margt að bjóða fyrir ferðamenn og sunnudagsbíl- túrinn. Sú nýbreytni hefur verið tek- in upp við tjaldsvæðið á Garð- skaga í Garöinum að þar er nú rekinn söluskáli þar sem seldir eru minjagripir auk sælgætis-, kaffi og gossölu. Einnig er boð- ið upp á kaffihlaðborð alla sunnudaga í sumar í Samkomu- húsinu. Nýbúið er að opna byggðasafn á Garðskaga, þar er fjölbreytt fuglalíf og í góðu veðri er útsýni þar fagurt. ■ Pálmar Kristmundsson, arkitekt, hefiir unnið sam- keppni um hönnun íslenska sendiráðsins í Berlín. Sam- keppnin var öllum opin og bárust 23 tillögur en í Sví- þjóö, Noregi og Danmörku var lokuð samkeppni milli útvalinna arkitektastofa. Áður hafði verið haldin samnorræn keppni um skipulag lóðarinnar og hana unnu tveir arkitektar, Finni og Austurríkismaöur. Alls verða á lóðinni fimm byggingar og ein sameiginleg aðkomubygging fyrir öll Norðurlöndin. Aætlað er að framkvæmdir hefjist í janúar á næsta ári og flutt verði inn í öll sendiráðin í mars 1999. Markmiðið er ekki að bygg- ingarnar séu allar með sama sniði heldur að yfir þeim sé ákveðinn heildarbragur. Þannig verður 15 metra há kopargirðing sem umlykur alla lóðina. „Innan hennar standa svo þessi sex hús. Þau verða öll jafn há og standa við tvær götur sem krossast. Þar er svo aftur hugmyndin að húsin passi ekki endilega sam- an. Þau hafa vissa samnefnara en eiga að sýna einhver ein- kenni sinnar þjóðar," sagði Pálmar í samtali við Tímann. Pálmar er nú að vinna að teikningunum útfrá vinning- stillögu sinni. „Tillagan gerir ráð fyrir að húsið verði klætt með íslensku líparíti og grá- steini sem er svolítið frá- brugðið hinum þjóðunum sem nota meira gler og léttari efni. Okkar hús er líka mjög lítið, um 400 fm, í saman- burði við hin húsin. Ef við berum t.d. saman íslenska sendiráðið og það finnska að þá taka Finnarnir pláss sem samsvarar rúmlega einni hæð hjá okkur bara undir sauna hjá sér."

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.