Tíminn - 25.03.1992, Side 1
Miðvikudagur
25. mars 1992
60. tbl. 76. árg.
VERÐ I LAUSASÖLU
KR. 110.-
Fá þær vinnu í sumar í heilbrigöisþjónustunni? Frá vinstri Berglind Svansdóttir, María Smáradóttir, Kristín Guömundsdóttir og Bjarndís
Bjarnadóttir. Tfmamynd Árni Bjarna
Niðurskurður á fé til heilbrigðismála kemur niður á framhaldsskólanemum sem stunda nám á heilsugæslubrautum:
Verið að skella dyrum
á nefið á nemendunum
Séra Þórir Stephensen varð
ekki við ósk Halls Magnús-
sonar um að miskabætumar
rynnu til Hjálparstofnunar
kirkjunnar:
Viðey fékk
féð frá
Halli Magg
Hjálparstofnun kirkjunnar varö ekki
150 þúsund krónum ríkari vegna
miskabóta, sem hæstiréttur dæmdi
Hall Magnússon, fyrrverandi blaða-
mann til þess að greiða séra Þóri
Stephensen fyrir skömmu, en Hallur
fór fram á það bréflega við séra Þórí
er hann greiddi bætumar. Féð renn-
ur til Viðeyjarkirkju og því verður
ráðstafaö af Viðeyjamefnd, sam-
kvæmt ákvörðun Þóris.
„Þórir verður að eiga við sjálfan sig
hvort peningarnir nýtast betur hjá
Hjálparstofnun kirkjunnar eða í Við-
ey,“ sagði Hallur Magnússon að feng-
inni þessari niðurstöðu í gær. „Eg
sjálfur hefði frekar viljað sjá þessa
peninga hjá þeim sem þess þurfa,
frekar en hjá borgarstofnun sem hef-
ur aðgang að gildum sjóðum Reykja-
víkurborgar."
„í upphafi var ákveðið frá minni
hendi, að kæmu miskabætur þá
rynnu þær til Viðeyjarkirkju," sagði
séra Þórir Stephensen í samtali við
Tfmann. „Þessu lýsti ég yfir við fjöl-
miðla, Vriðeyjarnefnd og fleiri og þetta
vissi Hallur frá upphafi og það stend-
ur. Ég hef þegar afhent peningana og
gerði það í síðastliðinni viku, en þá
var haldinn fundur í Viðeyjamefnd og
þá var þetta afhent. Annað hef ég ekki
um þetta að segja.“
Engin ákvörðun hefur verið tekin
um hvað gert verður við þær 150 þús-
und krónur sem Halli Magnússyni
var dæmt að reiða af hendi við séra
Þóri. Þegar að því kemur að ráðstafa
peningunum verður það gert af Við-
eyjarnefnd sem ákveður allar fram-
kvæmdir í Viðey og það sem er afhent
Viðeyjarkirkju að gjöf heyrir undir
nefndina. -ÁG.
Horfur eru á að fjölmargir nemendur sem stunda nám á heilsu-
gæslubrautum við framhaldsskóla landsins komist ekki í verknám á
sjúkrastofnunum í sumar. Skóiamir sem bjóða upp á nám á heilsu-
gæslubrautum skuldbinda sig til að koma nemendunum í verknám
og fram að þessu hafa þau getað staðið við skuldbindingar sínar og
útvegað öllum nemum vinnu á sjúkrastofnunum.
Að sögn Ingibjargar Sigurðardótt-
ur, deildarstjóra heilsugæslusviðs
við Fjölbrautaskólann í Breiðholti,
eru þess þó nokkur dæmi að nem-
endur hafa afþakkað trygga vinnu til
þess að fara í verknám í sumar. Nú
þegar flest bendir til að nemarnir
komist ekki í slíkt nám í sumar eiga
þeir ekki kost á þeirri vinnu sem
þeir höfnuðu.
Margar sjúkrastofnanir hafa ákveð-
ið að takmarka mjög ráðningar á
sumarafleysingafólki í sumar, en
eins og kunnugt er hefur þeim verið
Oeiia smádrengja endaðl
meö hnífstungu:
Sá særöi á
batavegi
Tæpiega ellefu ára gamall
drengur, sem varð fyrir hníf-
stungu við Kieppsveg um
kvöldmatarleytið í fyrrakvöld,
er á batavegi. Félagi hans á tí-
unda ári lagði til hans með svo-
nefndum butterfly-hnífi eftir
að þeim hafði sinnast. Málið er
f höndum numsóknarlögreglu
og bamaverndarnefndar. —sá
gert að spara í rekstri eins og hægt
er, þar með talinn launakostnað.
Sáralítið verður um ráðningar sum-
arafleysingafólks á Landakotsspít-
ala, St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og
Sjúkrahúsi Akraness. Þetta kemur
illa við nemendur sem stunda nám í
heilbrigðisfræðum.
Tveir skólar í Reykjavík bjóða upp á
nám á heilsugæslubraut, Fjöl-
brautaskólinn í Breiðholti og Fjöl-
brautaskólinn í Ármúla, en auk þess
er farið að bjóða upp á þetta nám í
mörgum þeirra nýju fjölbrautaskóla
sem stofnsettir hafa verið á lands-
byggðinni.
Ingibjörg Sigurðardóttir sagði að
allt stefndi í að skólinn geti ekki
staðið við skuldbindingar sínar
gagnvart nemendum um að útvega
þeim vinnu við verknám í sumar.
Hún sagði að um 70 nemendur skól-
ans hefðu óskað eftir að komast í
verknám á sjúkrahúsum í sumar.
Borgarspítalinn væri búinn að lofa
að taka 30 nemendur í verknám til
sín, en ekkert svar hefði enn borist
frá Landsspítalanum. Landakot og
St. Jósefsspítali í Hafnarfirði munu
ekki taka við neinum nemendum.
Ingibjörg sagðist hafa reynt að koma
nemum að við sjúkrahús á lands-
byggðinni, en fengi alls staðar neit-
un. Heimafólk gengi fyrir við ráðn-
ingar á því takmarkaða starfsliði
sem þar yrði ráðið í sumar.
Ingibjörg sagði að afar mikil
óánægja væri meðal nemenda með
þetta ástand. Nemendur hefðu
treyst á að fá þessa vinnu, en skólinn
hefur fram til þessa alltaf getað stað-
ið við loforð um að útvega nemum
vinnu á sjúkrahúsum. Hún sagði að
meginástæðan fyrir þessu ástandi
nú væri niðurskurður á fé til heil-
brigðismála. Auk þess ætti nokkur
fjöigun nemenda í þessu námi hér
hlut að máli, en nemendum sem
stunda þetta nám á landsbyggðinni
hefur fjölgað umtalsvert síðustu ár.
Ingibjörg sagði að þess væru þó
nokkur dæmi að nemendur hefðu
sagt upp vinnu eða afþakkað vinnu í
sumar til þess að geta farið í verk-
nám á sjúkrahúsum í sumar. Nú
þegar horfur væru á að nemarnir
fengju ekki vinnu þar ættu þeir ekki
kost á þeirri vinnu sem þeir sögðu
upp.
Ingibjörg sagði ekki hægt að úti-
loka að þessi staða myndi leiða til
þess að nemendur útskrifuðust síðar
en ella. Nemendur á heilsugæslu-
braut þurfa að vinna á sjúkrahúsum
í verknámi í 34 vikur, 10-12 vikur í
senn. Ef nemar hafa ekki lokið verk-
náminu þegar þeir hafa lokið öllum
bóklegum greinum fá þeir vottorð
um að bóklegum þætti námsins sé
lokið. Prófskírteinið fá þeir svo þeg-
ar verknámi er lokið. - —EÓ
Innflutningur sendibíla — svonefndra vsk-bíia — var hlutfalls-
lega nær fimmfalt meiri síðustu tvö árin en áratuginn á undan.
Álíka margir vsk-sendibílar fluttir inn 1990/91 og á heilum áratug:
Sjöundi hver bíll
1991 var sendibíll
Um sjöundi hver bíll sem fluttur
var til landsins á síðasta ári var vsk-
bíli. Af samtals 11.900 innfluttum
bílum voru nær 1.700 sendibílar.
Fyrstu tvö árin eftir gildistöku
virðisaukaskattsins voru fluttir inn
nær jafnmargir sendibílar og á ára-
tug þará undan.Árin 1990/91 voru
samtals 2.720 sendibílar fluttir til
landsins, eða rúmlega 13% af þeim
20.700 bílum sem fluttir voru til
landsins þessi tvö ár. Á árunum
1981-1989 voru sendibílar hins
vegar vel innan við 3% innfluttra
bíla. Af rúmiega 104 þúsund inn-
fluttum bflum áratuginn fýrir vsk
voru sendibílar aðeins 2.870, þ.e.
aðeins 2,8% bílainnflutningsins.
Miðað við óbreytt hlutfall hefði
einungis þurft að flytja inn í kring-
um 600 sendibíla sl. tvö ár. Umfra-
minnkaup sendibfla virðast því yfir
2.100 bfiar. Komið hefur fram í
sjónvarpsfréttum að þessi mikla
breyting hefur nú vakið athygli
manna hjá embætti ríkisskatt-
stjóra.
Bfiaeign landsmanna var skráð
um 137 þúsund bflar um síðustu
áramót. Þar af voru rúmlega 122
þúsund fólksbfiar, sem þýðir um
100 fólksbfia fyrir hverja 210
landsmenn. Meðalaldur þessa bfla-
flota var 7,5 ár og hefúr hann
lækkað úr 9 árum á aðeins fimm
árum. - HEI