Tíminn - 25.03.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.03.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn MINNING ^iðvikudagur^ðjTTarsJQO^ B imir Bj amas on héraðsdýralæknir á Höfn í Hornafirði Fsddur 3. júlí 1940 Dáinn 15. mars 1992 EkJd gat mig grunað það síðdegis á laugardegi þann 14. mars sl., þegar við Bimir Bjamason kvöddumst að lokn- um fundi sem við vomm saman á, að innan sólarhrings væri hringt til mín og mér tilkynnt lát hans. Þar með var í einu vetfangi endi bundinn á hart- nær aldarfjórðungs kynni okkar og samstarf að margvíslegum málefnum hér á Homafirði og í Austur-Skafta- fellssýslu. Bimir var fæddur í Reykjavík 3. júlt' 1940 og var því einungis 51 árs gamall þegar hann féll svo óvænt frá. Foreldr- ar hans vom hjónin Bjami Bjamason brunavörður og Ósk Sveinbjömsdótt- ir. Þau hjón vom bæði ættuð úr Kjós- inni og ég minnist Bjama, föður Bim- is, frá þeim tíma þegar ég var ungur drengur að alast upp í Kjósinni og hann ásamt ýmsum öðmm frammá- mönnum í Átthagafélagi Kjósverja kom á samkomur þar í sveit. Að loknu stúdentsprófi hóf Bimir dýralæknisnám í Kaupmannahöín og lauk þaðan prófi vorið 1967. Hann starfaði þá sumarlangt í Danmörku, en fluttist síðsumars heim til íslands eftir að hafa fengið veitingu (yrir emb- ætti héraðsdýralæknis í Austur- Skaftafellssýsluumdæmi. Það mun hafa verið árið 1959 sem Alþingi setti lög um embætti héraðs- dýralæknis í Austur-Skaftafellssýslu- umdæmi, sem þá náði yfir alla Austur- Skaftafellssýslu og Suður-Múlasýslu sunnanverða að Breiðdalsheiði. Þótt embættið væri þannig lögformlega stofnað 1959, var ekki ráðinn dýra- læknir þar til starfa fyrr en Bimi var veitt embættið árið 1967. Héraðið var víðfeðmt og mikið verk var að vinna fyrir hinn unga dýralækni. Menn fundu fljótt að hann tók hlutverk sitt alvarlega og vildi rækja það af kost- gæfni. Viðbmgðið var hve fljótt hann brást við kalli bænda þegar þörf var og ekki laust við að mönnum fyndist hann stundum of afskiptasamur. Þeir höfðu verið vanir að bjarga sér án dýralæknis og það þurfti nokkum tíma til að kynnast og læra að meta starfshætti hans. Hann lagði sig í framkróka við að hjálpa bændum og leiðbeina þeim, og ég tel mig geta full- yrt að hann gat í ýmsum tilfellum ver- ið þeim afar mikilvægur ráðgjafi varð- andi ýmislegt í búskap þeirra og at- vinnurekstri sem ekki snerti beint hans starfsgrein. Hann varð því fljót- lega virtur af bændum og öðmm, sem kynntust vinnubrögðum hans, fyrir mikla og góða eiginleika í starfi. Starf dýralæknisins snýr ekki ein- ungis að bændum, heldur er starf hans ekki síður mikilvægt varðandi eftirlit og heilbrigðisskoðun í afurða- stöðvum landbúnaðarins. Á þeim vett- vangi var Bimir afar strangur og metnaðarfullur og gerði miklar kröfur til þess að starfshættir og aðstaða öll væri með þeim hætti að til sóma mætti teljast Ekki síst fyrir hans til- verknað og málafylgju geta Austur- Skaftfel 1 ingar nú með stolti bent á að sláturhús þeirra fullnægir alþjóðleg- um kröfúm Evrópubandalagsins um búnað og starfshætti. Á þeim tíma, sem Bimir hóf störf hér sem héraðsdýralæknir, var land- búnaðarframleiðsla í sýslunni í mikl- um vexti og var svo fram um 1980. Eftir að búskapur fór að dragast sam- an og einnig eftir að svæði hans minnkaði með stofnun sérstaks dýra- læknisumdæmis í suðurhluta Suður- Múlasýslu, fannst honum verkefhi ófullnægjandi og tók þá m.a. að sér starf heilbrigðisfulltrúa í Austur- Skaftafellssýslu, sem hann gegndi síð- ustu fimm ár ævi sinnar. í starfi heil- brigðisfulltrúa kom fram hinn sami áhugi og atorka í því að tryggja að gæði og umgengni væri alls staðar með fullnægjandi hætti. Á sviði ýmiss konar félagsmála var Bimir athafnasamur allan þann tíma sem hans naut við hér í sýslu. Hann tók snemma virkan þátt í starfsemi Kaupfélags Austur-Skaftfellinga sem almennur en áhugasamur félagsmað- ur. Hann var kjörinn í stjóm félagsins árið 1979 og þá strax kjörinn formað- ur stjómar þess. Því starfi gegndi hann í átta ár, en þegar hann tók við starfi heilbrigðisfulltrúa taldi hann ekki lengur samrýmast að hann væri einnig stjómarformaður Kaupfélags- ins og sagði því af sér formennskunni. Hann sat hins vegar áfram í stjóm fé- lagsins til dauðadags. Ég átti því láni að fágna að eiga náið samstarf við Bimi allan þann tíma sem hann dvaldi hér. Ekki er á aðra hallað þótt ég segi að þau ár, sem hann var stjómarfor- maður í Kaupfélaginu, eru mér þau eftirminnilegustu og ánægjulegustu af þeim tíma sem ég hef starfað þar sem kaupfélagsstjóri. Bimir var góður fúndarmaður. Hann var rökfastur og hreinskiptinn. Hann átti auðvelt með að greina kjamann frá hisminu og var fljótur að mynda sér skoðun á hlutun- um. Hann var ávallt tilbúinn til rök- ræðna og gott var að skiptast á skoð- unum við hann, þótt vissulega værum við ekki alltaf á einu máli. Bimir tók einnig virkan þátt í sveit- arstjómarmálum. Hann var fúlltrúi Framsóknarflokksins í hreppsnefnd Hafnarhrepps tvö kjörtímabil. Fyrst árin 1974 til 1978 og síðan aftur árin 1982 til 1986 og var þá oddviti. Hann var einnig formaður skólanefndar Hafnarhrepps um langt skeið og tók þátt í ýmsum nefndarstörfúm á veg- um sveitarstjómar. Fýrir utan kynni okkar á vettvangi starfsins minnist ég hans með ánægju sem spilafélaga um margra ára skeið, þar sem við og hinir félagar okkar nut- urn þess að setjast niður eftir eril dags- ins til þess að taka í spil og spjalla sam- an. Þeirra stunda verður sárt saknað. Eftirlifandi kona Bimis er Edda Flygenring, ættuð úr Hafnarfirði. Þeg- ar þau Bimir og Edda fluttu hingað heim sumarið 1967 var elsta dóttir þeirra, Sigrún Bima, á fyrsta ári. Son- urinn Garðar Ágúst fæddist síðan árið 1968 og yngri dóttirin Hildur Björg árið 1976. Að fjölskyldunni er mikill harmur kveðinn og mikils misst. Bimir var ekki einungis mikill foringi í héraði. Hann var einnig mikill og traustur heimilisfaðir sem fjölskyldan vissi að hún gat stólað á. Ég færi Eddu og bömunum samúðarkveðjur og bið þeim velfamaðar um alla framtíð. Ég kveð Bimi Bjamason að leiðar- lokum með þakklæti og söknuði. Blessuð sé minning hans. Hermann Hansson Vinarkveðja Undir brekkwmi á balarum við lœkirm á blíðum sumardegi sátum við, bergðum vatn úr bláum hyl bundumst tryggð í sólog yl, þá var svo gott að eiga vin og vera til. Hér ég sit og ri/ja upp þá unaðsdaga, sem áttu héma borgardrengir tveir og ég hrópa í himininn hötúg tár er falla á kinrv Hví var tekirm frá mér besti vinur minn? Söm eráin, sami fjallahringur, en samt mun ekkert verða hérsem fyrr. Hann er farinn, áin sorgarljóð nú syngur. Hér sit ég einn, á Guð minn hrópa og spyr. Svarið hljómar yfir háan kólgubakka: Hans hjartkcer mynd um eilífð lýsirþér! Frið og þakklæti ég finn fara um dapran huga minn, þótt það sé sárt að kveðja bcsta vinbm sirm. Okkur dreymdi um að eiga endurfundi á æskustöðvunum — enláner valt, því hinn æðsti dómur yfir vmmbm dundi, þarm eina sem ég sagði alltafsatt. Þegar einn ég hér á árbakkanum reika, til angistar og tómleika ég finn. En ég vil fegirm trúa því að ég fái hér á ný seirma að faðma aftur besta vinirm mirtn. Og ég hrópa í himbúrm —höfug tárin falla á kbm — og bið Guð að blessa besta vinirm rnirrn. Leiðir tengjast og skilja, það er lífsins saga. Leiðir tveggja tíu ára drengja úr Reykjavík liggja saman í sumardvöl að Hvammi í Langadal árið 1950 og síðan að nýju á hverju vori í fjögur sumur. Á þessum dýrðarsumardögum á morgni lífsins bindast þessir tveir drengir sterkustu vinarböndum sem þeir eiga hvor um sig. Þeir treysta þau og binda fast næstu árin og finna að þau muni aldrei trosna eða slitna um ævinnar daga, hvað sem á dynur. Leiðir liggja að nýju saman í menntaskóla og þeir verða samferða út í lífið með stúdentspróf- inu. Þá skiljast leiðir um sinn, annar fer utan til náms og síðan til starfa austur á Höfn í Homafirði sem héraðsdýra- læknir. Hinn er um kyrrt í höfúðborg- inni og verður fjölmiðlamaður. En vinabandið rofnar ekki. Þetta er sérstök vinátta, þögul, gegnheil og innileg, þótt langt líði milli samfunda. Það gleður fjölmiðlamanninn í Reykjavík að frétta af þeirri virðingu, sem æskuvinur hans aflar sér á Homafirði með margvíslegum trún- aðarstörfúm sínum þar, og ekki síður hve stórkostlegur vinur hann reynist bróður fjölmiðlungsins sem býr þar um árabil. Þegar árin líða ræða æskuvinimir um það að þegar færi gefist og hægist um í erlinum, skuli þeir fara saman norður og njóta dýrðlegra endur- minninga á æskustöðvunum í Langa- dal. Keppa aftur í frjálsum íþróttum, stangarstökki á hrífúskafti og jám- karlskasti, halda fegurðarsamkeppni kúnna og moka skít Rölta um börð og brekkur og bergja vatn úr bláum hyl í fjallalæk. Segja hvorir öðrum allt eins og forðum daga. Því að þótt báðir hafi eignast mjög nána vini, hvor á sínum vettvangi, vita þeir að tvisvar verður gamall maður bam. Sterkasta æskuvináttan verður um síðir öllu yfirsterkari, bemskusól- in björtust En þá dregur ský fyrir sólu. Fjölmiðlamaðurinn, vanur válegum tíðindum, er sem þrumu lostinn er hann fær þessa fregn: Æskuvinurinn eini er kallaður fyrir- varalaust héðan af jörðu á besta aldri. Ferðalag vinanna verður aldrei far- ið. Ogþó? Sá, sem eftir situr og syrgir, ásamt mörgum öðmm, einstakan vin og göf- uglynda persónu, sem reyndist mörg- um svo vel, á sér enn draum: Að tylla sér niður á barðið, þar sem lambhúsin stóðu í brekkunni og finna í andanum fyrir nálægð, tryggð og göfuglyndi Bimis Bjamasonar, finna enn hlýjan strauminn frá hljóðlátri góðmennsku hans og mannkostum, sem komu svo sterkt fram strax í æsku. Hneigja höfuðið í þökk fyrir lífs- hlaup góðs drengs og sanns vinar og dreyma um endurfundi á vegum ei- lífðarinnar, þegar sú ferð verður farin sem okkur er öllum ætluð. Á þeirri ferð verður gott að tylla sér niður í brekkunni í dalnum, teyga angan blómanna og bergja vatn sam- an úr bláum hyl. Guð blessi minningu Bimis Bjama- sonar og styrki ástvini hans. Ómar Þ. Ragnarsson Okkur gengur erfiðlega að sætta okk- ur við raunveruleikann þegar góðum félaga er fyrirvaralaust kippt frá okkur f miðju ævistarfi. Skilningsvana stöndum við frammi fyrir staðreynd sem ekkert fær breytL Bimir Bjamason var fæddur í Reykjavík þann 3. júlí 1940. Foreldrar hans voru hjónin Ósk Sveinbjamar- dóttir og Bjami Bjamason, sem bæði em látin. Systkini Bimis vom tvö, Selma, húsmóðir í Mosfellssveit, og Sveinbjöm, prestur í Skotlandi. Bimir ólst upp f Reykjavík, en að námi loknu hélt hann til Kaupmannahafnar, þar sem hann lauk prófi í dýralækningum árið 1967. Sama ár tók hann við starfi héraðsdýralæknis í Austur-Skaftafells- sýslu og því starfi gegndi hann til dauðadags og naut í því mikils trausts, bæði bænda í héraðinu og stéttar- bræðra sinna. Með Bimi flutti hingað eftirlifandi eiginkona hans, Edda Flyg- enring, og áttu þau heimili sitt að Hlíðartúni 41, Höfn. Böm þeirra hjóna em þrjú: Sigrún Bima, rithöf- undur og námsmaður, fædd 1966; Garðar ÁgúsL námsmaður, fæddur 1968; og yngst er Hildur Björg, fædd 1976. Bimir bar mikla umhyggju fyrir eiginkonu sinni og bömum, hann var traustur og ástríkur heimilisfaðir og með fráfalli hans er stórt skarð rofið í þessa samhentu fjölskyldu. Með ólíkindum er, þegar horft er til hins mikla og erilsama starfs héraðs- dýralæknis í stóm héraði, hverju Bimir fékk áorkað í hinum margvís- legustu málum utan starfs sína, án þess þó að slíkt kæmi niður á fjöl- skyldulífi hans. Hann átti sæti í stjóm Kaupfélags Austur-Skaftfellinga frá árinu 1979, þar af sem formaður um árabil; hann sat í stjómum útgerðarfélaganna Borgeyjar hf. og Samstöðu hf. og var virkur félagi í Lionsklúbbi Homafjarð- ar. Bimir starfaði sem heilbrigðisfull- trúi sýslunnar síðustu fimm árin, hann sat í stjóm stéttarfélags dýra- lækna um tíma og var danskur kon- súll á Höfri. Bimir var traustur félagi í Framsóknarfélagi Austur-Skaftafells- sýslu og gegndi fjölda trúnaðarstarfa á þeim vettvangi. Hann sat í hrepps- nefnd á Höfn sem fúlltrúi Framsókn- arfélagsins árin 1974 til 1978 og aftur 1982 til 1986 og var oddviti hrepps- nefndar síðara tímabilið. Bimir átti sæti á kjördæmisþingum og tók þátt í starfi flokksins og stefnumótun með margvíslegum hætti. Fyrir þessi störf hans þökkum við af heilum hug. Okkur, sem störfuðum með Bimi að félagsmálum, varð fljótt Ijós sá eig- inleiki hans að koma auga á kjama hvers máls, að greina aðalatriðin frá aukaatriðunum. Þegar hann tók til máls var hlustað. Mörgum háir það mjög, þegar þeir ræða málefni á fund- um eða í hóp, að þeir tala lengi en segja fátL Bimir talaði yfirleitt stutt en sagði margt. Hann var hreinskilinn og hikaði ekki við að segja skoðun sína, hvemig sem ætla mátti að henni yrði tekið. Slíkir menn eru því miður fáir og skarð fyrir skildi þegar þeir falla frá. Samfélagið okkar er fátækara á eftir. Við biðjum góðum félaga Guðs blessunar á nýjum tilverustigum og vottum eiginkonu hans og bömum einlæga samúð okkar. Haf þú þökk fyrir allt og allt. F.h. Framsóknarfélags AusturSkaftafellssýslu Guðbjartur Össurarson Ég veit þú hefðir ekki ætlast til að angur fyllti huga vina þinna á kveðjustund við þessi þáttaskil, því þetta er gjald, sem allir verða að inna af hendi fyrir líf sem lánað er um litla stund i heimi jarðarbama. En hugþekk minning birtu með sér ber og blikar eins og fögur leiðarstjama. Það var á öndverðu ári 1957 sem fundum okkar Bimis Bjamasonar bar saman fyrir utan heimili hans, for- eldra og systkina að Hofteigi 36 í Reykjavík. Það var á þeim tíma sem ég var að gera hosur mínar grænar fyrir systur hans. Nú, 35 árum síðar, er hann allur, á fimmtugasta og öðm ald- ursári, svo fljótt og óvænt lauk lífi hans. Bimir var fæddur í Reykjavík þann 3. júlí 1940, sonur hjónanna Bjama Bjamasonar bmnavarðar og Óskar Sveinbjamardóttur. Bjami var fæddur í Reykjavík 3. júní 1906. Foreldrar hans vom Bjami Jakobsson frá Valda- stöðum í Kjós og Sigríður Magnús- dóttir frá Selparti í Flóa. Bjami lést fyrir rúmu ári, 19. mars 1991. Ósk var fædd að Hurðarbaki í Kjós þann 5. október 1913. Foreldrar henn- ar vom Sveinbjöm Guðmundsson og Sesselja Guðmundsdóttir. Ósk lést 4. nóvember 1989. Ósk og Bjami áttu lengst af heima í Ljósheimum 4 í Reykjavík og vom böm þeirra, auk Bimis, Selma, gift undirrituðum, og búa þau í Leirvogs- tungu í Mosfellssveit, og Sveinbjöm Sesselíus, giftur Katrínu MacDonald, og búa þau í Skotlandi. Að loknu skyldunámi og stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík stefndi Bimir á vit borgarinnar við Sundið og settist þar á skólabekk í Den Kgl. Veterinær- og Landbohöjskole og lauk þaðan dýralæknisprófi 1967. Starfaði hann síðan um þriggja mán- aða skeið á Ambulatoriska læknisstof- unni við sama skóla, til þess fyrst og ffernst að afla sér nokkurrar starfs- reynsiu áður en tekist yrði á við verk- efni heima á Fróni. Á námsámm sínum í Kaupmanna- höfn kynntist Bimir ungri stúlku á svipuðu reki, Eddu Flygenring, sem fædd er 10. október 1939, ættaðri úr Hafnarfirði. Gengu þau í hjónaband í Reykjavík þann 17. ágúst 1963. For- eldrar Eddu vom Garðar Ágústsson Flygenring og Ingibjörg Kristjáns- dóttir Flygenring. Þau em bæði látin. Böm Eddu og Bimis em Sigrún Bima, fædd 25. nóvember 1966, Garð- ar Ágúst, fæddur 31. ágúst 1968, og Hildur Björg, fædd 19. ágúst 1976. Þegar litið er til baka verður að telja það mikið áræði, sem þessi ungu hjón með Sigrúnu Bimu á fyrsta ári sýndu þegar Bimir fékk veitingu fyrir hér- aðsdýralæknisembættinu í Austur- Skaftafellssýslu. Ekki var hann þar sporgöngumaður, því þama hafði ekki verið „lærður" dýralæknir áður. Erfitt hlýtur það að hafa verið fyrir hann, borgarbamið, með nánast enga starfs- reynslu að fara að vinna fyrir bændur, sem fram til þessa höfðu ekki annað upp á að hlaupa en brjóstvitið og reynsluna þegar vanda bar að hönd- um. Þessa erfiðleika yfirvann Bimir og var hann héraðsdýralæknir þeirra Austur-Skaftfellinga til dauðadags. Tók hann með ámnum virkan þátt í félagsmálum þeirra og stéttarfélags síns og ávann hann sér traust sam- ferðamanna sinna. Var hann meðal annars um skeið oddviti Hafnar- hrepps, formaður stjómar Kaupfélags A-Skaftfellinga, formaður skólanefnd- ar Hafnarskóla ásamt fjölmörgum öðmm ábyrgðarstörfum í þágu samfé- lagsins. Að leiðarlokum viljum við Selma og fjölskyldur okkar færa Eddu og böm- unum hugheilar samúðarkveðjur og vonum að góður Guð styrki þau. Það er svo Ijúft og gott að mirmast marms, er með oss vakti jafhan hlýja gleði, að hafa hlotið sess i samfylgd hans, ersínum vinum einatt hollráð léði. Um samvist þinaandar þýðum þey, þótt þrœðir lífsins séu að skari brunnir. Þtn mbmbng verðurgeymd, en gleymist ei, þótt gengin sért til moldar sem þú urmir. Erindi þau er fylgja þessum línum vom ort eftir föður minn árið 1958 af mági hans, Einari Gunnarssyni frá Völvuholti í Mjóafirði, og birt í „Ljóða- bók“ Einars. Þykja mér þau við hæfi hér að mági mínum látnum. Blessuð sé minning hans. Guðmundur Magnússon Það var mikil breyting í þjónustu við landbúnað í Austur-Skaftafellssýslu þegar Bimir Bjamason dýralæknir kom þangað fyrir 25 ámm. Um þær mundir höfðu átt sér stað miklar framfarir í samgöngumálum og orðið bílfært í allar sveitir. Bimir gekk til þessa starfs af samviskusemi og einurð og hafði mikinn metnað fyrir hönd bændanna sem hann þjónaði. Bænd-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.