Réttur


Réttur - 01.02.1921, Page 31

Réttur - 01.02.1921, Page 31
Heillar aldar rangsleitni. 31 Samningarnir 1881 og 1884. Sérhver óviðkomandi maður mundi álíta, að hin eina rétta leið til að veita fullar bætur hefði verið sú, að breska stjórn- in hefði horfið aftur til ákvæða Sandár-samningsins. Ef inn- limunin var ranglát í sjálfri sér — án þess að taka tillit til sigurvinninga Búa —, þá átti að afnema hana með öllum af- leiðingum hennar, og lýðveldið átti að fá »Restitutio in inte- grum«, þ. e. afstaða Búa átti að verða nákvæmlega sú sama og þeir höfðu fyrir innlimunina. En hvað skeður? Með göfuglyndi, sem ensk blöð og enskir ræðumenn þreytast aldrei á að stæra sig af, gáfu þeir oss land vort aftur, en brotin á Sandár-samningnum stóðu óbætt, I staðinn fyrir fullvalda frelsi fengum vér frjálsa innanlandsstjórn, háða yfirlénsherra- valdi Hennar Hátignar yfir lýðveldinu. Retta varð með samn- ingnum í Pretoriu, sem áskilur í innganginum, að Transvaal skuli hafa sjálfstjórn undir yfirlénsherradæmi Breta. í grein- um samnings þessa er reynt að koma á samræmi (modus vivendi) á milli slíkrar sjálfstjórnar og yfirlénsherradæmis. Undir þessu tvíliða fyrirkomulagi var lýðveldinu stjórnað í þrjú ár af tveimur ósamkynja grundvallaratriðum, nefnilega þjóðstuddri sjálfstjórn og breskum umboðsmanni. Petta fyrir- komulag reyndist auðvitað ómögulegt. Pað var einnig Ijóst, að fyrirkomulagið frá 1881 átti ekki að álítast endanlegt. Yfirlénsherradæmið var umfram alt fjarstæða, sem ómögu- legt var að samrýma við vérkleg áhrif. Svo að sendinefnd fór til Lundúna 1883, með samþykki bresku stjórnarinnar, til að fá afstöðu lýðveldisins breytt og til að gera nýjan samning í stað þess, sem gerður var í Pretoriu. Sendinefnd- in stakk upp á, að hverfa aftur til afstöðunnar, sem ákveðin var í Sandár-samningnum, og það var í raun og veru hið eina hreinskilna fyrirkomulag, sem hægt var að hugsa sér samrýmanlegt við nokkra stjórnmálamensku. En samkvæmt vitnisburði eins af vitnum Breta, síra D. P. Faure, þá jojáðist ráðuneytið af mjög óheilbrigðum ótta við þingið. Pað vildi því ekki fallast á þessa tillögu og lagði fram nýtt frumvarp,

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.