Réttur


Réttur - 01.02.1921, Page 32

Réttur - 01.02.1921, Page 32
32 RéUur. sem loks var samþykt af nefndinni, og eru ákvæði þess afar- mikilsverð fyrir málstað vorn á þessum tímum. Frumvarp þetta var gert eftir Pretoriu-samningnum með slíkum breytingum, sem ætlað var að gera það aðgengilegt fyrir nefndina. Inngangurinn, sem ákvað, að lýðveldið skyldi hafa fullkomna sjálfstjórn undir yfirlénsherradæmi Breta, var af ásettu ráði strykaður út af Derby Iávarði, sem þá var ný- lendumálaráðherra, svo að yfirlénsherradæmið var náttúrlega úr sögunni, þegar frumvarpið var loks samþykt. Til þess að gera það fullkomlega ljóst, að afstaða lýðveldisins var lögð á annan grundvöll, þá var nafninu »Transvaal ríki« (Trans- vaal State) breytt í »Suður-Afríku lýðveldið« (South African Republic). Öllum greinum í Pretoriu-samningnum, sem gáfu bresku stjórninni nokkurt vald í innanlandsmálum lýðveldis- ins, var slept. Hvað utanríkismáiefnin snerti, þá voru þar stórar og víðtækar breytingar gerðar. Pað var áskilið í 2. gr. Pretoriu-samningsins, að »Hennar Hátign áskilur sér, erf- ingjum sínum og eftirkomendum: (a) rétt til að skipa frá einum tíma til annars breskan sendiherra í og fyrir nefnt ríki og skal hann gegna slíkum störfum og skyldum, sem hér á eftir er ákveðið; (b) rétt til að senda her gegnum ríkið á ófriðartímum, eða ef búist er við, að ófriður brjót st þá og þegar út milli ríkisins og útlends ríkis, eða innfæddra þjóð- flokka í Suður-Afríku, og (c) umsjón yfir utanríkismálum og samböndum nefnds ríkis, þar á meðal samningum og með- ferð á stjórnmálasamböndum við önnur ríki, og skulu slík sambönd vera gegnum sendiherra og konsúla Hennar Hátign- ar utanlands*. f stað þessa kom 4. grein samningsins í Lundúnum, sem var á þessa leið: »Suður-Afríku Iýðveldið lofar að gera enga samninga eða sambönd við nokkurt ríki eða þjóð aðra en Oraniu fríveldið, né við nokkurn innfæddan þjóðflokk fyrir austan eða vestan lýðveldið, nema með samþykki Hennar Hátignar drotning- arinnar. Slíkt samþykki skal álítast að vera veitt, ef stjórn Hennar

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.