Réttur


Réttur - 01.02.1921, Page 64

Réttur - 01.02.1921, Page 64
64 ÍUttur. sumarnámsskeiði til að kenna notkun verktæra Og vinnubrögð við heyvinnu o. fl. Söng þarf að kenna, einkum íslénzk lög, og umfram alt með íslenzkum textum, sömuleiðis ágrip af söngfræði og hljóðfæraslátt þeim, er vilja. Bezt ef hægt væri að láta velja um tvö hljóðfæri, t. d. orgel-harmonium og fiðlu. Dráttlist þarf einnig að kenna. A síðustu tímum verður mönnum æ Ijósari nauðsyn þess, að hver maður nái sem fylstum félagslegum þroska, svo að hann geti orðið góður félagi í mannfélaginu. Samvinnan í skólanum styður að þessu, ef hún er í góðu lagi, en hér þarf meira til. — í lýðfrjálsu landi með almennum kosning- arrétti þarf kenslu í félagsfræði. Fræðslu um það, hvernig mannfélaginu er háttað, um skipulag þess, um nauðsyn þess og verkefni, um kosti þess og galla, um stefnur þess og þroska, utn skyldur hvers félagsmanns og ráðin til að bæta úr göllunum. Fleira þarf að kenna og læra en það, sem beinlínis verður talið með námsgreinum. Frá kennurunum þarf að leggja yfir skólann þann hlýja blæ, sem vermir hvern némanda inn að hjartarótum. Þroskun tilfinningalífsins er einn aðalþátturinn af þrem í góðu uppeldi; þann þáttinn má ekki vanta í skólauppeldið. En þá hlýju, sem til þess þarf, geta þeir einir lagt til, sem eiga hana sjálfir — þeir einir, sem hafa mætur á starfinu og þykir vænt um nemendurna. Ef til vill verða vandfundnastir kennarar, sem hafa þennan kostinn í nógu ríkum mæli, en líklegast er það hann, sem sízt má vanta. Skólinn þarf að verða sólbaðstofa samúðar og innileika. Það er margt, sem þarf að læra, og tvö ár eru ekki lengi að líða. Skólinn þarf síðast, en ekki sízt, að kenna mönnum að læra — kenna mönnum að læra meðan þeir lifa. Ef menn kunna það ekki, verður alt ekólanám að litlu gagni. Skólinn þarf að vekja áhugann og löngunina, ef það sefur, og hann á að kenna mönnum að nota bækur og bókasöfn. Það er meiri vandi en margur hyggur. F*að er eift af því, sem ekki veitir af að læra, og þegar hver er kominn heim í sína Iitlu baðstofu, á skólinn að vera sambandsliður milli þeirra og halda áfram að leiðbeina þeim með ráðum og dáð um, að halda náminu áfram. Hann á að útvega þeim menn- ingartækin og kenna þeim að nota þau. Hann á ekki að sleppa þeim fyr en þeir eru hættir að læra — hættir að lifa. Sigurgeir Friðriksson.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.