Réttur


Réttur - 01.06.1934, Blaðsíða 39

Réttur - 01.06.1934, Blaðsíða 39
endur hinna stéttvilltu öreiga, skyldu skilja eitthvert hrafl af rás viðburðanna og framvindu þróunarinnar, — þá er veldi Jósafats 1 voða. Og þá fær Jukki að deyja kristilega og skaplega, þegar stundin kemur. Það væri synd að ætla sér í nokkru að hrófla við hinni bjargföstu trú hans á al- gæzku og alvizku Jósafats. En við skulum ekki áfellast Jukka. Hann lifir og starfar, eins og honum finnst bezt við eiga. Uppeldi hans og umhverfi hafa mótað hann eins og hann er. Hin tilgangslausu og seigdrepandi einhæfu lífskjör hafa meitlað þær rúnir inn í hans steinrunnu sál, sem ekki verða afmáðar eða umritaðar. Um það þýðir ekki að fást. En hinsvegar bendir margt til þess, að hin félags- lega þróun knýi afkomendur hans til þess að endur- skoða að meira eða minna leyti afstöðuna til Jósafats. Og allt bendir til þess, að slík endurskoðun leiði af sér full hollustuslit við hann. En um leið hefur Jukki lokið sínu sorglega hlut- verki, að bera uppi þjóðskipulag, sem er honum helsi um hönd og f jötur um fót. Hann getur þá lagzt til hvíldar eftir erfitt og ógiftu- samlegt dagsverk. En afkomendur hans munu hverfa inn í fylkingar þeirra manna, sem afneita Jósafat, öllum hans verk- um og öllu hans athæfi. Sá liðsauki mun aftur leiða til þéss, að Jósafat fái hvíld við hlið Jukka í garði gleymskunnar. 87

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.