Réttur


Réttur - 01.06.1934, Blaðsíða 40

Réttur - 01.06.1934, Blaðsíða 40
Bókmenntir. Eftir Jóhannes úr Kötlum. Tómas Guðmundsson: Fagra veröld. Guðmundur Danielsson: Eg heilsa þér.. Vorir tímar eru tímar mikilla örlaga. Allt leikur á reiðiskjálfi fyrir þeirri síharðnandi baráttu um fram- tíðarstefnu mannlegra samfélagshátta,, sem hvar- vetna er nú háð. En því einbeittari, sem átökin verða, því hraðari gerast breytingarnar á andlegum viðhorf- um. Hin aðþrengda auðvaldsmenning tekur ný og ný öfl í þjónustu sína; þannig, að það getur verið orðið einkavopn hennar í dag, sem teljast mátti til almennra verðmæta í gær. Og þetta getur orðið án þess að þeir, sem öflin vekja, átti sig á því, hvernig þeim er beitt í ákveðnum tilgangi, — máske allt öðrum tilgangi en þeir sjálfir ætluðust til. Svo á hinum andlega vettvangi sem hinum efnis- lega, skilmast tvær höfuðstefnur um sálir fólksins^ stefna hinnar hnígandi borgarastéttar, sem oft reyn- ir að hylja hrörnunarmerki sín í þrautþjálfaðri list- tækni, að því er snertir ytri form, og stefna hinnar rísandi verklýðsstéttar, sem felur í sér vaxtarbrodd verðandi lífs, en skortir flest skilyrði til svo vandaðr- ar mótunar á viðfangsefnunum, sem æskilegt væri. Forsvarslið borgarastéttarinnar hefir á sínu valdi öll uppeldis- og útbreiðslutæki þjóðfélagsins, skóla,. útvarp, kirkju o. s. frv.Það hefir því fullkomnustu skil- yrði til að halda hinum almenna hugsunarhætti í skefjum, ekki sízt þar sem hann er fyrirfram lang- mótaður af drottnunarvaldi hennar. Forsvarslið verklýðsstefnunnar hefir engum slík- um tækjum til að dreifa. Þvert á móti, — hvar sem það reynir að skjóta upp höfðinu í ræðu eða riti, bólar jafnharðan á viðleitni borgarastefnunnar til skerðing- ar á skoðanafrelsi, málfrelsi og ritfrelsi. Islenzk ritmennska stendur því á mjög alvarlegum 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.