Réttur


Réttur - 01.09.1938, Blaðsíða 7

Réttur - 01.09.1938, Blaðsíða 7
Þau skynja ei, sem börn, hverjir stærstar fórnir færa, íið finna hjörtun titra, með aldrinum þó læra, við öfund, fals og níðingshátt óhlutvandra manna og óverðskulduð svipuhögg á baki foreldranna. En bágt þær mæður eiga, sem ólu sonu og dætur, er auðmjúk, sáttfús krjúpa við slíkra böðla fætur, ef geta hreiðrað um sig á grasi vöxnum svæðum og gleymt þeim svo, er afskifíir verða af lífsins gæðum. Það engum mætti gleymast, sem eiga mæður slíkar, þær áttu að njóta lífsins, svo frjálsar og svo ríkar. Þess minnast skyldi og hefna þess með réttlátri reiði, ng rækta þannig „gleym mér ei“ á foreldranna leiði. Þá heilög skylda verður æ réttar þeirra að reka, sem ranglætið og varmennskan lætur dæma seka. Og réttlát hefnd, sem stjórnast af þroska vits og vilja, mun vígstöðvar með lífrænu gróðrarmagni hylja. Ég skil þig, krýp þér, móðir! Þú stóðst í þungu stríði, þú stóðst við lífs þíns málstað og varðir hann með prýði. Þú vakir yfir hugsjón og heiðri allra þinna. Þinn hjartslátt börn þín alltaf í kröfum tímans finna. I. B. Pétur Georg. Kauphækkunin. Persónur: ólafur verkstjóri og Helgi verkamaður. (Inni á skrifstofu verkstjórans). ólafur: Þú kemur náttúrlega á fundinn í kvöld, Helgi? Helgi: O, — jeg veit það ekki. Jú, líklega verð ég að gera það. Alltaf er maður nú að reyna að fylgjast með því, sem gerist. 175

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.