Réttur


Réttur - 01.09.1938, Blaðsíða 41

Réttur - 01.09.1938, Blaðsíða 41
Flint stóð á fætur. Hann fann til logandi sársauka. í öxlinni og þreifaði um hana með hægri hendinni. Hann lét hendina síga. Kúlan hafði komið frá hlið, strokizt við fötin, holdið, og — Flint tók óvenju næmt eftir hverju smáatriði, — við sjálfblekunginn. Hönd hans varð löðrandi í blóði og bleki. Hann færði sig nær liðsforingjanum og heyrði sig segja: „Glæpa- maður!“ Liðsforinginn leit til hans hissa, en lét sér nægja að yppta öxlum. ,,Ég ætla ekki að koma mér í kland- ur yðar vegna. Þér megið fara“. Að nokkrum vikum liðnum tókst Mr. Flint að kom- ast aftur inn í Madrid. Hann leitaði uppi hótelher- bergi sitt. Frá London komu skeyti, eitt öðru bráð- lætislegra, um nýjar Spánargreinar. Hann svaraði engu þeirra. Tímum saman sat hann í ísköldu her- berginu og horfði í gaupnir sér. Hann heyrði ekki fallbyssudrunurnar í fjarska, ekki heldur hávaða loftvarnabyssnanna á nóttunni. Hann hreyfði sig ekki úr íbúðinni þó að aðvörunarmerkin hljómuðu. Starfsbræður hans komu til hans. Þeir hittu svo á, að hann var að líma upp um veggi hræðilegar myndir af myrtum börnum. Hann hafði klippt þær úr blöð- um. Hann drakk feiknin öll, orgaði upp úr svefni, og varð vesælli með degi hverjum. Ritstjórnin símaði að hún sæi sig tilneydda að senda mann í stað hans. Hann gaf ritvélina sína á spítalaskrifstofu. Nýi maðurinn kom og krafði hann blaðamanns- skilríkjanna. Fékk honum um leið peninga til heim- ferðarinnar. Flint stóð upp af stólnum, er hann hafði setið á. Ungi starfsbróðirinn, freknóttur, angandi af góðri sápu, brosti við honum. Flint tók í jakkabarm hans: „Ætlarðu að skrifa sannleikann ? “ spurði hann. Hinn glotti. „Vér höfum allir lært af yður, Mr. FIint.“ Hann gat ekki annað en furðað sig á þessum beygða, hii-ðuleysislega klædda manni. Hann hafði 209

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.