Réttur


Réttur - 01.11.1968, Blaðsíða 10

Réttur - 01.11.1968, Blaðsíða 10
Hvernig stendur á því að borgarastéttin hefur ekki getað þetta? Islenzk borgarastétt hefur aldrei haft raun- verulega þekkingu á efnahagslegu umhverfi í heiminum, á þróun og lögmálum auðvalds- skipulagsins, sem þurfti til þess að fleyta litlu skipi sjálfstætt á stóru úthafi og úfnu. Fær- ustu fræðimenn erlendra auðmannastétta lærðu t.d. mikið af Marx og gátu hagnýtt í þágu sinna þjóða (sbr. Keynes), en íslenzk borgarastétt hefur aldrei lært neitt og aðeins einu sinni neyðst til að notfærá sér slíka lær- dóma, og þá undir slíkum þrýstingi verka- lýðsins að völd hennar í efnahagslífinu voru í hættu. Islenzk borgarastétt hefur því miður heldur ekki haft, — að einstaka mönnum hennar undanteknum, — þá ættjarðarást eða þjóðar- stolt, er ræki hana til þess að úthugsa ein- hverja leið til sjálfstæðis. Sjálfstæði íslands var henni ekki ómissandi hnoss, ef hún hafði tálvon um gróða, þótt frelsi landsins færi forgörðum. Þvert á móti hafði þessi borgara- stétt alltaf minnimáttarkennd gagnvart auð- mannastéttum stórþjóða, kennd sem leiddi til undirgefni og hlýðnisáfstöðu. Hvernig hefur þá sjálfstæði Islands getað haldizt í hálfa öld með slíka borgarastétt sem valdastétt í landinu? Það hefur verið gæfa íslands þessa áramgi, þar til nú þann síðasta, að borgarastéttin hefur ekki getað ein ráðið öllu í þessu landi. Verka- Iýðurinn — og um skeið bændastéttin — hafa alltaf öðruhvoru, — sakir veikleika borgara- stéttarinnar eða sundrungar — getað knúið fram að einhverju leyti efnahagsstefnu, sem var andstæð „stjórnleysis"-sjónarmiðunum (svo sem 1956) eða, þegar bezt lét, fengið beztu menn borgarastéttarinnar til þess að vinna með sér að þjóðarheill (svo sem 1944). Til allrar hamingju fyrir Island átti borgara- stéttin löngum framan af ævi sinni menn, sem á beztu augnablikum lífs síns báru gæfu til þess að vinna með verklýðsstéttinni þótt með sósíalistískum aðferðum væri. ,,AÐ VERA — EÐA EKKI“ Niðurstaða þessara hugleiðinga er sú að ef íslenzk borgarastétt reynir að stjórna ein ís- lenskra stétta, (aðeins með „ráðleggingum" erlends auðvalds, — og ég tel hún stjórni ein, þótt hún hafi menn úr verklýðsflokki með sér, ef þeir eru henni undirgefnir og hlýðnir), — þá kemst hún sakir óskynsamlegrar og ranglátrar stjómarstefnu í slíka andstöðu við vinnandi stéttir landsins, ef þcer ekki beygja sig í auðmýkt, heldur rísa upp, að hún leitar ósjálfrátt erlendra bandamanna gegn alþýð- unni, dregur lokur frá hurðum til þess að hleypa þeim inn í landið og dregur svo land- ið að lokum inn á efnahagssvœði erlendra auðhringa, ef hún megnar. Þar af leiðir: að aðeins eru til tveir mögu- leikar til þess að Islendingar fái haldið sjálfs- forræði sínu: Annar er að alþýða landsins fylki sér um sameignar- og samvinnustefnu sósíalismans — og til þess brestur verkamenn og aðra launamenn, sem þó eru yfir 70% lands- manna, enn sem komið er pólitíska samheldni og skilning, — en hinn er að sá hluti borgarastéttarinnar, sem beinan hág hefur af efnahagslegri sjálfstjórn Islands, þ.e. útgerðarmenn og iðnrekendur rísi upp gegn verzlunarvaldi því og agentum erlends valds, er nú teyma borgarastéttina á helveg, — og taki höndum saman við ris- mikla og sjálfstæða verklýðshreyfingu uin sjálfstjórn vor Islendinga á efnahagslífi voru. Engu skal spáð um möguleikana á þessu, en á það skal minnt að pólitísk forusta borg- arastéttarinnar hefur hingað til sýnt mikinn 174

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.