Réttur


Réttur - 01.11.1968, Blaðsíða 29

Réttur - 01.11.1968, Blaðsíða 29
LEO HUBERMAN Leo Huberman, ritstjóri Monthly Review ásamt Paul Sweezy, andaðist 8. nóvember 1968 í París af hjartaslagi. Voru þeir félag- arnir þar á ferð til þess að undirbúa franska og þýzka útgáfu af tímariti sínu, en það kemur þegar út á spönsku og ítölsku auk ensku útgáfunnar. Leo Huberman var fæddur í Newark, New Jersey 17. október 1903. Hann nam við New York-háskóla og School of Economics í Lon- don. Hóf hann ritstörf og kennslustörf, var m.a! forstjóri félagsfræðideildar New College í Columbia-háskólanum. 1940 varð hann meðritstjóri PAf-blaðsins, annaðist verkalýðs- mál, og 1942—45 var hann forstjóri þeirrar deildar bandaríska sjómannasambandsins, National Maritime Union, er annaðist sam- skipti út á við og uppeldismál. Vann hann mjög merkilegt uppeldisstarf í verklýðshreyf- ingunni. Arið 1949 stofnaði hann svo Monthly Review með Paul M. Sweezy og er það tíma- rit nú orðið viðurkennt sem eitt af beztu marxista-tímaritum heims. Það er rétt að minna á þá umsögn er tímaritið hlaut 1966, þegar ritstjórar þess fengu Omegna bók- menntaverðlaunin, sem nefnd andspyrnu- hreyfingarinnar ítölsku veitir og Jean Paul Sartre og Frantz Fanon hafa áður fengið. Um- sögnin hljóðaði svo: „Höfuðsnilli þessara tveggja rithöfunda felst í marxistískum hum- ánisma (manngildisstefnu) þeirra. I heims- baráttunni gegn auðvaldsskipulagi og heims- veldisstefnu hafa öll rök og allir atburðir öðlazt túlkun í rimm Huberman og Sweezy, er einkennist af frábærum skilningi og sam- viskusömum skýrleik." — I sambandi við tímaritið var svo stofnuð útgáfa 1952, sem Huberman stjórnaði og hefur undir hand- leiðslu hans vaxið þannig að út eru gefnar 25 bækur á ári. 193

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.