Réttur


Réttur - 01.11.1968, Blaðsíða 38

Réttur - 01.11.1968, Blaðsíða 38
slóð, sem nú ber örlög íslands í höndum sér. Verkalýðshreyfingin þarf ekki að örvænta meðan henni enn berast slíkar brýningar sem þessi saga. Hún má segja með Stephani G.: ,,Mér er óhætt, meðan sést að meðhald bjóða, höfuðin sem hugsa bezt og hagast Ijóða." E. O. Halldór Pétursson: Kreppan og hernámsárin. — Ægisútgáfan. Reykjavík. 1968. Það er mikil ánægja að hitta aft- ur gamlan kunningja og heyra að krafturinn er enn hinn sami, ádeil- an jafn vægðarlaus og orðaforðinn eins magnaður og fyrrum. Halldór skrifaði oft — eins og hann segir sjálfur frá i þessari bók — hinar mergjuðustu ádeilugreinar i Verk- lýðsblaðið og Þjóðviljann á kreppu- timunum og þótti okkur, sem þá störfuðu við þau blöð, vænt um þann kalda og hressandi gust stéttabaráttunnar beint frá vig- stöðvunum —: vinnustöðum og úr atvinnuleysinu, — sem einkenndu þessar greinar. Halldór hefur unnið mjög þarft verk með bessari bók. Hann dreg- ur upp hinar sterkustu myndir, sér- staklega af aðbúnaði verkamanna á árum heimskreppunnar. Fjöldi þeirra frásagna, er hann birtir, sýnir líf þeirra manna, sem sífeilt éttu atvinnuleysissvipuna yfir höfði sér. Það er nauðsynlegt fyrir ungu kynslóðina, sem vart hefur trúað sögunum um þetta ástand, að lesa þessa bók. En eitt verða menn að muna við bann lestur: Þetta er lýsingin á þjáningu verka- mannsins, ekki samfelldri stéttar- baráttu hans, í hæsta lagi lífsbar- átta einstaklingsins út af fyrir sig. En þessi ár, ekki sizt frá 1930— 1942 eru raunverulega hetjutímabil íslenzkrar verkalýðshreyfingar, skeið hörðustu stéttabaráttunnar, sem háð hefur verið á síðustu öld- um og endar með sigrunum og lifskjarabyltingunni 1942. Hið dýrmætasta við þessa bók er að fé lýsingar mannsins sjálfs, sem upplifði þetta, af aðstæðunum í þjóðfélaginu og lífi og hugsun verkamannanna, í atvinnu og at- vinnulausra. Hann lýsir bakgrunni baráttunnar, hugsunum og hita þess fólks, er þjáðist af atvinnu- leysinu, líka hugsunarleysinu og sljóleikanum, þeim huglægu að- stæðum, sem yfirvinna þurfti. Mynd hans er sönn, sízt of svört. Það þyrftu fleiri verkamenn að skrifa endurminningar frá þessum tíma, — og þá helzt einnig frá heildarbaráttu stéttarinnar. Það er ágætt t.d. að eiga lýsingar skáld- anna frá 9. nóv. 1932 (H.K.L.: Þórður gamli halti, Jóhannes úr Kötlum: Níundi nóvember o. fl.), en það væri gott að eiga slíkt frá aðiljunum sjálfum, þeim, sem í slagnum stóðu, annarsstaðar en í dómabókum. Halldór hefur rutt brautina. Það hafa að vísu ekki allir verkamenn pennann hans, en það væri þá líka verkefni ungra menntamanna, á- hugasamra um verklýðsmál, að að- stoða alþýðufólk við að koma slik- um frásögnum saman. En miklu fleiri verkamenn en trúa því sjálfir eiga hæfileikana til að skrifa hjálparlaust. Þessi bók á erindi til allra verka- manna. Bjarni Benediktsson for- sætisráðherra sagði fyrir nokkrum árum að atvinnuleysistímabilið 1930—40 væri álíka og helvíti samanborið við himnaríki, ef mið- að væri við lífskjörin á Islandi á yfirstandandi áratug. Það er í senn fróðlegt, einkum fyrir þá yngri, að sjá það lif, er Ihaldið bjó alþýðu i því víti, sem það ætlaði henni að una við áfram, — og hitt að íhuga hvað það atvinnuleysi felur í sér fyrir hinn vinnandi mann, sem nú er verið að koma á að nýju. Frágangur bókarinnar er góður og nokkrar myndir fylgja með. E. O. TIL KAUPENDA RÉTTAR Athygli þeirra kaupenda Réttar, sem halda vilja hon- / um saman, án þess þó að binda hann inn, skal vakin á þeim öskjum utan um hann, er fá má hjá Forn- ^ bókasölunni Bókinni h.f., Skólavörðustig 6. Reykja- vik, sími 10680. Þær kosta 40—50 kr. stykkið. Efnisyfirlit fylgir nú þessu hefti og miðast einnig fram- vegis við tvo árganga. 202

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.