Réttur


Réttur - 01.11.1968, Blaðsíða 20

Réttur - 01.11.1968, Blaðsíða 20
þvingun, þar sem gert er ráð fyrir breytingum á hefðbundnum réttindum sjómanna við hlutaskipti. Miðstjórn ASI fór þess þá á leit að ríkisstjórnin drægi frumvarpið til baka. Því var hafnað. Engu að síður samþykkti hinn nýi meirihluti miðstjórnarinnar að ræða við ríkisstjórnina. Þær viðræður hafa staðið vikum saman þegar þessi grein er skrifuð. Enn hefur ekki sést í neinn árangur af þeim viðræðum annan en þann að stofna nýjar nefndir, ekki bara tvær, eða þrjár, heldur átta. Samt liggja fyrir frá í marz 1968 tillögur um úrbætur í atvinnumálum og þingið krafð- ist tafarlausra aðgerða en ekki nefnda og aftur nefnda. Þannig má það Ijóst vera af þessari upptalningu að hinn nýji meirihluti í mið- stjórn Alþýðusambandsins hefur brotið gegn samþykktum ASI-þingsins í svo til öllum þýð- ingarmeiri málum. ÁBYRGÐARLEYSI Slík vinnubrögð lýsa ekki einungis ómerk- ingshætti gagnvart æðstu stofnun launafólks í landinu, ASI-þingi, ekki einasta æfintýra- mennsku, heldur einnig og kannski framar öllu öðru pólitísku skilningsleysi og ábyrgð- arleysi gagnvart heildinni. Nú eru á þriðja þúsund atvinnuleysingjar á Islandi, þrefalt fleiri Islendingar eru tengdir atvinnuleysinu beinlínis — hlekkjaðir við eymdina, vonleysið, svartsýnina, dapurleikann. Otaldar eru þó þær fjölskyldur sem eiga yfir höfði sér eignamissi vegna skuldfallinna afborgana, útsvara, skatta, skipulagsgjalda, lóðagjalda, fasteignagjalda, almannatrygg- inga o. s frv. Öllum þessum þúsundum Islendinga væri þó unnt að veita atvinnu með því einu að fullnýta þau atvinnutæki sem fyrir eru í Iandinu. Ef auk þess- væru gerðar ráðstafanir til þess að afla nýrra at- vinnutækja væri unnt að treysta svo efnahags- grundvöll landsins að ekki þyrfti að koma til atvinnuleysis oftar. Slíkt væri enn betur tryggt með markvissri heildarstjórn á atvinnuvegun- um og efnahagslífinu — það þýðir auðvitað nýja stjórnarstefnu og nýja ríkisstjórn. EINI AÐILINN Verkalýðsforusta sem ekki áttar sig á þess- um pólitísku staðreyndum er á beinan og ó- beinan hátt hjálparvél ríkisstjórnarinnar. Eng- inn aðili í landinu er jafnsterkur og sameinuð hreyfing launafólks. Sú hreyfing getur ein knúð fram breytta og nýja stjórnarstefnu. Sú hreyfing ein getur knúið fram fullan sigur í kaupgjaldsmálunum. Það er hins vegar ljóst að frá hendi þess meirihluta sem nú skipar miðstjórn Alþýðu- sambandsins er einskis að vænta í þessum efn- um — svo dýr var Bjarnagreiðinn fyrir launa- fólk. En þó að forsprakkarnir ofmetnist af vegtyllum, sem þeir hafa raunar hlotið á fölskum forsendum (þ. e. að þeir myndu standa við samþykktir þings ASI) mun fólkið sjálft halda áfram að krefjast réttar síns. Framundan eru mikil átök í íslenzka þjóðfé- laginu. Og enda þótt Bjarnagreiðinn á Al- þýðusambandsþinginu hafi verið dýru verði keyptur af þeim sem hann þáðu mun það án efa koma í ljós nú sem fyrr að það er klén kaupsýsla að kaupa köttinn í sekknum jafn- vel þótt hljóðin séu fögur. Reykjavík, 9- jan. 1969- 184

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.