Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.2006, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.2006, Blaðsíða 1
Laugardagur 7.1. | 2006 [ ]Skjöl um Nóbelsverðlaun | Lesið í skjölin og sett fram tilgáta um „skeytið“ | 3Jólabókaflóðið | „Þessi rússíbanaferð, gerir umræðuna þrönga, ófrjóa …“ | 6–7Bush tekinn alvarlega | Rýnt í nýja bók um siðferðilegan grundvöll stefnu Bush | 11 Lesbók Morgunblaðsins K vikmyndin A Little Trip to Heaven eftir Baltasar Kor- mák hefur hlotið mjög góðar við- tökur, bæði hjá gagnrýnendum og áhorfendum sem flykkjast á myndina. Þetta er þriðja mynd Baltasars og sú fyrsta sem hann semur sjálfur handritið að. Þetta er eins konar reyfari eða þriller um rannsóknarmann sem starfar fyr- ir tryggingafyrirtæki sem sendur er í afskekkta byggð til þess að rannsaka banaslys sem mun kosta fyrirtækið milljón dollara. Smámsaman flettir sagan ofan af kringumstæðunum sem rannsóknarmaðurinn gengur inn í en hans bíða óvænt endalok. Baltasar hefur greinilegt óþol gagnvart hefð og því sem er viður- kennt eða talið rétt. Þetta kom vel fram í viðtali sem undirritaður átti við hann í byrjun árs 1998 um uppfærslu hans á Hamlet í Þjóðleikhúsinu en sú sýning vakti mjög sterk viðbrögð. Hann hefur talað á svipuðum nótum um Little Trip þar sem hann hefur lagt nokkuð upp úr því að ekki sé um hefðbundna glæpa- eða spennumynd að ræða. Hver var upphafleg hugmynd þín að þessari mynd, hvernig mynd vild- irðu gera? „Það sem kom mér af stað var frétt um sviðsett slys í Hvalfirðinum sem var tilraun til tryggingasvindls. Síðan dreymdi mig draum um líftryggingar þar sem mér fannst eins og ég hefði farið í stutta ferð til himna og svo aft- ur til baka að sækja líftrygginguna, þannig kom nafnið á myndina en það er fengið úr lagi eftir Tom Waits. Sagan þróaðist snemma í átt að krimmaforminu og þá fann ég fljótt hvað það var auðvelt að festast í formúlunni en af einhverjum ástæð- um, sem kunna að vera mér eðl- islægar eins og þú ýjar að, þá reyni ég að finna aðrar leiðir. Ég vildi  4 Morgunblaðið/Brynjar Gauti Raunsæisleg saga um alvöru fólk „Mér þykir ekki áhugavert að fara stranglega eftir formúlunni þó að það myndi ef til vill auka vinsældir verksins,“ segir Baltasar Kormákur um kvikmynd sína A Little Trip to Heaven sem hlotið hefur góðar við- tökur. Baltasar lýsir gerð myndarinnar og viðhorfum sínum til kvikmyndagerðar. Eftir Þröst Helgason | throstur@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.