Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.2006, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.2006, Page 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 7. janúar 2006 | 3 N ú í ársbyrjun voru skjöl sænsku akademíunnar um ákvörðun Nóbelsverðlauna í bókmenntum árið 1955 gerð opinber. Í því felst að helstu gögn um verðlaunaveit- inguna eru aðgengileg fræðimönnum, og hef- ur skjalavörður sænsku akademíunnar sent mér afrit af þeim. Að beiðni Lesbókarinnar skal hér gerð grein fyrir því hver þessi skjöl eru og hvað í þeim er að finna, og um leið reynt að varpa ljósi á hvernig ákvörðun akademíunnar er tekin. Í því sambandi beindi ég nokkrum spurningum til akademí- unnar sem var svarað sama dag og skjölin voru gerð aðgengileg og nýti þau svör í grein- inni. Það sem vantar Tvennt er rétt að taka fram. Það fylgir föstu formi hvað gert er opinbert og hvað ekki. Þannig er hægt að lesa fundargerð fundarins sem formlega tekur ákvörðunina, dagsetta 27. október, og úrslit síðustu atkvæðagreiðsl- unnar, en ekki kemur fram þar hverjir greiddu atkvæði með hverjum, og akademían vill ekki upplýsa hverjir sátu þennan fund; þó má ráða af fundargerðinni að þeir hafi verið þrettán, og atkvæði umfram það hafi því skil- að sér bréflega. Það er hins vegar hægt að verða margs vísari um afstöðu einstakra fé- laga akademíunnar, atkvæðagreiðslurnar og þróun málsins með því til dæmis að skoða bréfasafn Dag Hammarskjöld, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem varðveitt er á Konunglega bókasafninu í Stokkhólmi. Hammarskjöld sat í akademíunni og með því að lesa bréfaskipti hans við Sten Selander og Anders Österling má viða að sér nokkrum fróðleik um þróun málsins. Sú saga hefur áður verið rakin í bók minni, Halldór Laxness – ævisaga (2004) og hjá Hannesi H. Gissurarsyni í bókinni Laxness (2005), og skal því ekki endurtekin hér. Gögnin sjálf Ákvörðun sænsku akademíunnar var tekin í þremur áföngum. Í fyrsta lagi bárust henni uppástungur um verðlaunahafa. Ákveðnir að- ilar máttu senda inn slíkar tilnefningar, svo- sem félagar í akademíunni, prófessorar í bók- menntum og málvísindum, aðrar akademíur, samtök rithöfunda og fyrrverandi verðlauna- hafar. Tilnefningarnar urðu að berast í síðasta lagi í janúar 1955. Þá voru sérfræðingar fengnir til að segja álit sitt á þeim. Þetta gátu verið menn innan akademíunnar eða ut- anaðkomandi sérfræðingar. Ef uppá- stungurnar höfðu borist áður, einsog mjög al- gengt var, voru eldri álit oft látin duga. Þannig er Per Hallström, sem sæti átti í aka- demíunni, skrifaður fyrir fyrstu þremur sér- fræðiálitunum um Halldór Laxness (1948, 1949 og 1950). Þar næst tók undirnefnd akademíunnar, svokölluð Nóbelsnefnd, til starfa og samdi greinargerð sem yfirleitt var lögð fyrir aka- demíuna í september. Í Nóbelsnefndinni þetta árið sátu þrír félagar akademíunnar, á árum áður voru þeir stundum fimm. Álitsgerð Nób- elsnefndarinnar var síðan lögð fyrir akadem- íuna sem tók málið til umræðu og atkvæða- greiðslu á nokkrum fundum, uns hún komst að niðurstöðu sem í þessu tilviki var tilkynnt uppúr hádegi fimmtudaginn 27. október 1955. Helstu gögnin sem nú er hægt að lesa eru: Listi yfir tilnefningar sem bárust ásamt með- mælabréfum og greinargerð Nóbelsnefnd- arinnar að meðtöldu séráliti; er sú grein- argerð 13 blaðsíður. Þá er aðgengileg fundargerð lokafundarins og skjalasafn aka- demíunnar hefur greitt úr nokkrum fleiri spurningum þess utan. Hverjir sitja í akademíunni? Sænska akademían er skipuð 18 félögum. Í október 1955 áttu sæti í henni rithöfundarnir Sigfrid Siwertz, Hjalmar Gullberg, Pär Lag- erkvist, Anders Österling, Bo Bergman, Per Hallström og Harry Martinson; bókmennta- fræðingarnir Henry Olsson og Fredrik Böök; málvísindamennirnir Bertil Malmberg og Eli- as Wessén; ljóðskáldið, líffræðingurinn og Hammarskjöld og T. S. Eliot höfðu gert til- lögu um hann. Österling metur Saint-Johne Perse mikils en finnur honum þó til foráttu að skáldskapur hans sé of myrkur og óaðgengi- legur til að koma til greina fyrir verðlaun sem hafa jafn víða skírskotun og Nóbels- verðlaunin. Þvínæst víkur Österling að hug- myndinni um að skipta verðlaununum með Gunnari og Halldóri. Þessa tillögu telur hann sterka af marg- víslegum ástæðum. Hann tekur fram að árið áður hafi menn í umræðunni um Halldór vilj- að bíða eftir útgáfu Gerplu á sænsku. Nú sé bókin komin út, en verði tæpast talin til merk- ari verka Laxness. Um sé að ræða háðsádeilu á frásagnarhátt Íslendingasagna sem minni um margt á sögur Linklaters og Frans G. Bengtssons frá víkingatímanum sem hafi hugsanlega verið listrænar fyrirmyndir Hall- dórs (þetta er óneitanlega nokkuð óvenjuleg kenning). Österling hefur ýmsa fyrirvara gagnvart höfundarverki Halldórs en telur þó að ótvíræð frásagnargáfa hans hafi gert skap- gerð og sögu Íslendinga svo lifandi skil, að það réttlæti verðlaun honum til handa, enda þótt hann jafnist ekki til fulls á við aðra nor- ræna verðlaunahafa. Österling segir að Gunnar hafi staðið nokk- uð í skugga Halldórs, en við endurnýjuð kynni af sögum hans standi söguleg verk einsog Fóstbræður og Jón Arason sannarlega fyrir sínu, hann hælir Fjallkirkjunni mjög og mælir einnig með skáldsögunni Sælir eru einfaldir. Niðurstaða hans er: „Það væri því bók- menntalegt óréttlæti að verðlauna eingöngu Laxness og ganga framhjá eldri starfsbróður hans Gunnari, meðan sá síðarnefndi er enn með fulla starfsorku, ekki síst vegna þess að höfundarverk Gunnars rúmar án efa meira af þeirri mannúðarástríðu, sem vanalega er tengd hugsjónalegu ætlunarverki verð- launanna.“ Af greinargerð Österlings er ljóst að hann telur á brattann að sækja með Gunn- ar. Skipting verðlaunanna sé ekki æskileg og vissulega séu fjölmiðlar nú fremur á bandi Halldórs, en akademían geti auðveldlega varið þá ákvörðun „að verðlauna samtímis báða þessa jafnmerku fulltrúa bókmennta Íslands“. Österling setur þessa tillögu efsta í sinni greinargerð, en mælir til vara með belgíska rithöfundinum Eugene Baie og setur spænska skáldið Juan Ramón Jiménez í þriðja sæti. Með álitsgerðinni fylgir forsíða frá ritara Nóbelsnefndarinnar, Uno Willers, þar sem hann segir að Sigfrid Siwertz sé sammála áliti Österlings, en Hjalmar Gullberg sé því fylgj- andi að Laxness hljóti verðlaunin einn. Úrslit málsins Í fundargerð akademíunnar frá 27. október er bókfært að í lokaatkvæðagreiðslunni um verð- launin hafi Halldór hlotið tíu atkvæði, en spænsku höfundarnir Ramón Menendez Pidal og Juan Ramón Jiménez þrjú hvor. Það kem- ur heim við það sem áður hefur verið birt og byggt var á bréfasafni Hammarskjöld, að til- lagan um skiptingu verðlaunanna hafi aldrei hlotið verulegan stuðning í umræðum og at- kvæðagreiðslum í októbermánuði. Tillaga um að Gunnar fengi verðlaunin einn virðist aldrei hafa komið alvarlega til álita. Sem kunnugt er var tilkynnt um verðlaunin til Halldórs Laxness þann 27. október og var ákvörðuninni fagnað í sænskum blöðum, eins- og Österling átti von á. Ég spurði skjalavörð akademíunnar að því sérstaklega þann 2. jan- úar, hvort eitthvað væri skjalfest um af hverju akademían fór ekki að tillögu meirihluta Nób- elsnefndar, en það gerðist reyndar all oft. Því var svarað til að um þetta væri ekkert að finna í fórum akademíunnar. Hvað er fréttnæmt? Séð úr hæfilegri fjarlægð eru skjöl akademí- unnar um úthlutunina 1955 forvitnileg, en geyma engin stórtíðindi. Sænskur fréttamað- ur sem skoðaði þau á vegum útvarpsins þar tjáði mér að hann teldi ekkert fréttnæmt í þeim. Hér á landi hefur það helst þótt frétt- næmt sem ekki var í þessum skjölum. Ástæð- an er sú að afkomendur Gunnars Gunn- arssonar hafa sagt frá því að Gunnari hefði verið tilkynnt að hann ætti að fá verðlaunin á sínum tíma, hann hafi sagt Ragnari Jónssyni útgefanda frá því sem hafi orðið flaumósa við, en síðan hafi starfsmaður Landssímans, Andrés Þormar, sýnt Gunnari skeyti sem Ragnar, Sigurður Nordal, Jón Helgason og Peter Hallberg sendu akademíunni til að koma í veg fyrir að Gunnar hlyti verðlaunin. Frá þessu var sagt í bók Hannesar H. Giss- urarsonar og birti Morgunblaðið söguna sem frétt á forsíðu fyrir jól, reyndar án þess að geta þess að eingöngu væri byggt á munnlegri heimild í annan lið, ef svo má segja. Af eðlilegum ástæðum þótti það því frétt- næmt hér að akademían upplýsti sem svar við fyrirspurn minni að ekkert slíkt skeyti væri að finna í hennar fórum. Mitt mat Hér hefur verið rakið eins nákvæmlega og pláss leyfir hvað fram kemur í þeim skjölum sem akademían hefur sent mér ásamt svörum hennar við spurningum varðandi þetta mál. Það er ekki gert af því skjölin sæti slíkum bókmenntalegum tíðindum, heldur að beiðni þeirra mörgu sem vilja átta sig sem best á að- draganda þess að Íslendingi voru veitt Nób- elsverðlaunin í bókmenntum. Af því geta menn svo dregið sínar eigin ályktanir en mín- ar, að því er varðandi umræðuna um Gunnar og Halldór, eru í skemmstu máli þessar: 1. Aldrei kom alvarlega til álita að Gunnar Gunnarsson hlyti einn Nóbelsverðlaunin árið 1955. Það má ráða af greinargerð Nób- elsnefndarinnar og atkvæðagreiðlsunum. 2. Alvarlega kom til álita að skipta verðlaun- unum milli Gunnars og Halldórs, sbr. tillögu meirihluta Nóbelsnefndarinnar, en fyrir því reyndist ekki hljómgrunnur í akademíunni. 3. Heimildir akademíunnar renna ekki stoðum undir frásögn fjölskyldu Gunnars, með sjálf- sagðri virðingu fyrir henni, af skeytinu sem breytti afstöðu akademíunnar. Akademíunni sem stofnun hefur ekki verið sent slíkt skeyti, hvaða sendingar sem kunna að hafa farið á milli einstaklinga. Hér verður að geta þess að hvorki þeir afkomendur fjórmenninga sem eiga að hafa sent skeytið og ég hef frétt af, né Gunnar Þormar, sonur Andrésar sem á að hafa sýnt Gunnari skeytið, kannast við þessa sögu né leggja á hana trúnað. Hugleiðing um skeyti Það getur hæglega hvarflað að þeim sem virð- ir fyrir sér sameiginlegt meðmælabréf Sig- urðar Nordals og Jóns Helgasonar að hér sé komin frummyndin að „skeytinu“. Ef við leyf- um okkur svolitla spekúlasjón gæti málið hafa gengið svona fyrir sig: Eftir niðurstöðu Nób- elsnefndar hringir kunningi Gunnars í aka- demíunni í hann og lætur hann vita að allt stefni í að hann fái Nóbelinn. Um slíkt símtal eru áreiðanlegar heimildir. Skömmu síðar er aftur haft samband við hann og sagt að líklega nái þetta samt ekki fram að ganga. Í tengslum við það fréttir hann að Jón og Sigurður hafi mælt með Halldóri einum með orðsendingu frá Kaupmannahöfn. Þótt það hafi gerst fyrr og ekki í tengslum við þessa umræðu, getur þessi atburðarás hæglega kveikt söguna um skeytið. Að lokum Halldór Laxness hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 1955. Ákvörðunin átti sér all- nokkurn skipulegan aðdraganda, einsog regl- ur akademíunnar gera ráð fyrir, og þetta var áttunda árið í röð sem Halldór var tilnefndur. Nokkrar umræður og deilur urðu í akademí- unni um ákvörðunina einsog jafnan áður. Sum árin á undan höfðu deilur orðið svo miklar að ekki náðist samstaða um að veita verðlaunin, og voru þau þá veitt árið eftir fyrir tvö ár í einu. Svo var ekki í þessu tilviki og fulltrúi akademíunnar, Bo Ralph prófessor, sagði við opnun safnins á Gljúfrasteini að akademían teldi þessa ákvörðun núna eina af sínum fram- sýnustu. Óskandi væri hins vegar að núverandi um- ræða beindi sjónum okkar að fleiri íslenskum höfundum og ýtti undir gagnrýnar rannsóknir á verkum þeirra og ævi – og yrði almenningi hvatning til að lesa þá, sem er aðalatriðið. Það á við um Gunnar Gunnarsson, en líka aðra höfunda okkar, hvort heldur Þórberg Þórð- arson eða Guðmund Hagalín, Thor Vilhjálms- son eða Svövu Jakobsdóttur. Af nógu er að taka, sem betur fer. Höfundur þakkar Carola Hermelin hjá skjalasafni sænsku akademíunnar fyrir upp- lýsingar og Heimi Pálssyni fyrir aðstoð. Skjöl um Nóbelsverðlaun Skjöl sænsku akademíunnar um Nóbels- verðlaun Halldórs Laxness voru opinberuð á mánudaginn var. Hér er rýnt í skjölin og fjallað um það helsta sem þau greina frá. Eftir Halldór Guðmundsson halldor.gudmunds- son@heima.is Ein þurrleg upptaln- ing á heimildum Er þetta skeytið? „Það getur hæglega hvarflað að þeim sem virðir fyrir sér sameiginlegt meðmælabréf Sigurðar Nordals og Jóns Helgasonar að hér sé komin frummyndin að „skeytinu“.“ Höfundur er bókmenntafræðingur. gagnrýnandinn Sten Selander, sagnfræðing- arnir Ingvar Andersson og Nils Ahnlund, lög- fræðingurinn Birger Ekeberg, H. S. Nyberg, sérfræðingur í austurlenskri menningu, og Dag Hammarskjöld. Textafræðingurinn Ein- ar Löfstedt lést í júní þetta ár og var ekki búið að skipa sæti hans í október. Nóbelsnefndina skipuðu þeir Anders Ös- terling, formaður, sem jafnframt var ritari akademíunnar, Sigfrid Siwertz og Hjalmar Gullberg. Hún skilaði áliti sínu þann 23. sept- ember. Einsog sjá má var akademían þetta ár eingöngu skipuð karlmönnum og voru þeir all- ir utan Hammarskjöld og Martinson fæddir fyrir aldamótin 1900, flestir á níunda áratug 19. aldar. Tilnefningar til verðlauna Það er misjafnt hversu margar tilnefningar berast. Að þessu sinni fékk hún í hendur 46 formlegar tillögur, og voru mismargir með- mælendur með hverri. Þessir mæltu með því að Halldór Laxness hlyti Nóbelsverðlaunin: Elias Wessén norrænufræðingur og félagi í akademíunni, Sverker Ek, prófessor emeritus í bókmenntasögu og skáldskaparfræðum við háskólann í Gautaborg, Jón Helgason, pró- fessor í Kaupmannahöfn, Sigurður Nordal og Steingrímur J. Þorsteinsson, prófessorar við Háskóla Íslands. Aldrei höfðu jafn margir mælt með Halldóri fyrr. Ítarlegasta með- mælabréfið er frá Sverker Ek sem segir m.a. að sem stórbrotinn epíker eigi Halldór sér „sem stendur engan líka á Norðurlöndum, jafnvel ekki í heiminum“. Steingrímur J. Þor- steinsson sendir einnig bréf með stuttum rök- stuðningi, en Jón Helgason og Sigurður Nor- dal senda sameiginlega orðsendingu frá Kaupmannahöfn, þar sem þeir voru þá báðir búsettir, þar sem þeir stinga upp á Halldóri án frekari rökstuðnings; slíkt var oft gert, einkum ef tillagan hafði komið fram áður. Tveir félagar í akademíunni, þeir Henry Olsson og Harry Martinson, lögðu til að Gunnar Gunnarsson fengi verðlaunin. Stellan Arvidson, formaður sænska rithöfundafélags- ins, gerði fyrir hönd þess tillögu um að verð- laununum yrði skipt milli Gunnars og Hall- dórs, og fylgdi nokkur rökstuðningur bréfinu. Það er fjölbreyttur hópur skálda sem til- nefndur er að þessu sinni. Meðal þeirra eru til dæmis bandaríska ljóðskáldið Robert Frost, enska skáldkonan Edith Sitwell, norski rithöf- undurinn Tarjei Vesaas, þekkt nöfn einsog Somerset Maugham og Aldous Huxley, en líka minna þekkt einsog Reinhold Schneider og Gustav Suits. Í álitsgerð Nóbelsnefnd- arinnar er farið í gegnum þessar hugmyndir og afstaða tekin eða vísað til fyrri afgreiðslu. Meðal annars er fjallað um ljóðskáldið Ezra Pound, og segir þar að óháð mati manna á ljóðlist hans „þykir nefndinni afar hæpið að mæla með höfundi, sem heldur fram op- inberlega fasískum sjónarmiðum sem líka innihalda andgyðinglegar og andhúmanískar tilhneigingar, sem stríða beinlínis gegn anda Nóbelsverðlaunanna“. Karen Blixen og Albert Camus þykja koma til greina í framtíðinni (Camus hlaut þau 1957), en einnig hefur verið stungið upp á Gottfried Benn, André Malraux, Paul Claudel og Sean O’Casey, svo nokkur nöfn séu nefnd. Greinargerð Nóbelsnefndarinnar Greinargerð Nóbelsnefndarinnar frá 23. sept- ember er sameiginleg hvað ofangreinda höf- unda og fleiri varðar. En síðan tekur við sér- álit formannsins, Anders Österling, fjórar blaðsíður að lengd. Þar tekur hann afstöðu til þeirra tillagna sem mest stuðnings hafa notið. Hann byrjar á því að vísa á bug tillögum um Nikos Katzantzakis og Michail Sjólókov. Seinni sögur Katzantzakis telur hann að upp- fylli ekki þær kröfur sem Nóbelsnefndin geri og að það veiki mjög tilnefningu Sjólókovs að hann hafi ekki sent frá sér nýtt verk í fimmtán ár. Þá ræðir hann nokkuð um tilnefningu franska skáldsins Saint-John Perse, en Dag

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.