Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.2006, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.2006, Qupperneq 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 7. janúar 2006 til dæmis að myndin kæmi fólki sífellt á óvart með því að stefna í óvæntar áttir. Spennan í myndinni byggist þannig ekki á hefðbundnum reyfaraminnum eins og elting- arleikjum, slagsmálum eða köttum sem hvæsa og bregða áhorfandanum á ögurstundu. Ég vil frekar líkja frásögninni við það að þú sért að horfa inn um glugga hjá nágranna þínum og sjáir hann gera eitthvað sem þú leggur ákveðna merkingu í. Síðan slær hann kannski allt í einu konuna sína. Þér bregður auðvitað og færð við- bjóð á manninum og blótar í hvert skipti sem þú sérð hann. En stuttu síðar kemstu að því að hann er leikari og hann hafi verið að æfa hlut- verk. Hugmynd þín um manninn og heimurinn, sem þú hefur búið til í kringum þetta eina atvik, hrynur og þú þarft algjörlega að byrja upp á nýtt. Það sama gerist í frásögn myndarinnar, hún er alltaf að gefa eitthvað í skyn sem síðan er dregið til baka og áhorfandinn þarf að endur- skoða allan sinn skilning frá upphafi. Myndin verður fyrir vikið marglaga og það býr til spennu. Mér þykir ekki áhugavert að fara stranglega eftir formúlunni þó að það myndi ef til vill auka vinsældir verksins. Það eru alls konar föst minni í amerískum þrillerum sem ég forðast, til dæmis má gera ráð fyrir að feitir og krullhærðir menn í slíkum myndum séu drepnir í lok annars þáttar og að foreldri veiks barns þurfi að berj- ast fyrir því að komast heim að sinna því. Ég er hins vegar ekki endilega að reyna að brjóta hefðina heldur. Ég er að búa til mynd sem ég hefði sjálfur áhuga á að sjá. Ég vildi til dæmis að hún væri raunsæisleg, öll bílaatriði í myndinni eru til dæmis ekta þótt að minnsta kosti eitt þeirra kunni að virðast ólíkindalegt. Þetta er raunsæisleg saga um al- vöru fólk. Ég varð reyndar vitni að bílslysi á Keflavík- urveginum fyrir stuttu, keyrði á eftir bíl sem valt. Ég hringdi á lögreglu og sjúkrabíl og reyndi síðan að aðstoða fólkið í bílnum sem slapp sem betur fer lifandi en þetta leit satt að segja illa út. Eftir á fannst mér eins og ég hefði eitt augnablik stigið inn í bíómyndina. Slys eru óraunveruleg með einhverjum hætti en á sama tíma eru bíómyndir oft mjög líkar raunveruleik- anum. Það var líka rigning eins og í myndinni og slysið sjálft hefði alveg getað átt sér stað í henni. Hollywoodmyndir ýkja reyndar svona atriði til þess að gera þau óraunveruleg því slíkar myndir eru skemmtun og áhorfendur eiga ekki að þurfa að ganga í gegnum erfiða reynslu við að njóta hennar. Markmið mitt er þvert á móti að ýta við áhorfandanum.“ En þú lítur á myndina sem krimma? „Ég myndi kalla þetta „mystery drama“. China Town tilheyrði líka þeim flokki og er ekki sögð á ólíkan hátt. Menn vilja frekar nota hug- takið þriller um svona myndir vegna þess að það selur betur.“ Persónulegasta myndin Heiða Jóhannsdóttir gagnrýnandi Morg- unblaðsins sagði í dómi um myndina að þú sæktir í bandaríska kvikmyndahefð. Ertu sam- mála því? Þú skrifaðir einu sinni um áhrifavalda þína í Lesbók. „Já, og þar nefndi ég Rússann Elem Klimov. Hann var mikill áhrifavaldur því hann er mjög tilvistarlegur höfundur. Hann sýndi fram á það hvað hægt er að fara langt inn í manninn í kvik- mynd. Sjálfur hef ég lagt áherslu á að sýna inn í kvikuna á persónum og skoða hvernig hún bregst við ýmsum aðstæðum.“ Í þessari Lesbókargrein nefndirðu líka Ice- storm eftir Ang Lee. Sjálfum fannst mér and- rúmsloftið í Little Trip minna á þá mynd, það er mikil stilla á yfirborðinu en undir niðri brakar í öllu saman. „Já, sú mynd hafði gríðarleg áhrif á mig. Hún fjallar um niðurbrot fjölskyldunnar á kyrran og óþægilegan hátt. Þegar ég sá hana fannst mér eins og ísnál hefði verið rekin í gegnum hjartað á mér. American Beauty sem fjallar um svipaða hluti fékk miklu meiri athygli og endaði á því að vinna Óskarsverðlaun. En það er ekki eins sterk mynd, hún er bara í neytendavænni um- búðum. Ég er einnig mjög hrifinn af Blood Simple eftir Cohen-bræður og líklega má finna áhrif frá henni í Little Trip. Þeir voru mjög ungir þegar þeir gerðu þá mynd og gáfu skít í allt, aðal- hetjur myndarinnar eru þeir sem halda fram hjá. Barton Fink eftir þá bræður er líka í miklu uppáhaldi hjá mér. Cohen-bræður eru evrópskustu leikstjór- arnir í Bandaríkjunum. Ég veit því ekki hvort það sé rétt að segja að ég vinni fyrst og fremst úr bandarískum áhrifum. Bandarískir áhorf- endur að Little Trip segja hana mjög evrópska en hérna segir fólk hana ameríska. Sennilega er hún þó umfram allt íslensk. Mér finnst þetta vera persónulegasta myndin mín. Mér fannst ég vera að skafa innyflin úr mér sem ég upplifði ekki jafn sterkt í 101 Reykjavík og Hafinu. Samt gæti þessi mynd gerst nánast hvar sem er og leikararnir voru nánast allir útlenskir og hluti af öðru starfsfólki. Hugsanlega er ástæðan sú að ég skrifaði mynd- ina líka. Mér fannst eins og það væri eitthvert hólf innan í mér sem hefði engin landamæri, ekkert þjóðerni, en geymdi alla reynslu, bæði af lífinu sjálfu, lestri, sjónvarpsglápi, ferðalögum og svo framvegis. Ég man að Dagur Kári sagði ein- hvern tímann að honum þætti hann frjálsari að gera mynd sem hefði enga beina tengingu við stað og stund eða eitthvert tiltekið samfélag. Mér þykir þetta frelsi eftirsóknarvert.“ Ónæm fyrir ójöfnuði Þú dregur upp mjög stílfærða mynd af nöt- urlegu útkjálkasamfélagi í Little Trip. Inn í það stefnirðu fulltrúa stórfyrirtækis sem þarf að gæta peningalegra hagsmuna þess í trygg- ingasvikamáli. Þessir tveir heimar takast á í myndinni en á endanum þarf stórfyrirtækið að gefa eftir. Er einhver undirliggjandi saga þarna? Er einhver vísun þarna til þess sem hef- ur verið að gerast á Íslandi síðustu ár? „Þetta hefur víða gerst og þá ekki síst hér. Ég var í raun að segja mjög svipaða sögu í Haf- inu þar sem hátæknilegur og nútímalegur heim- ur, þar sem lögmál fjármagnsins ráða, ryðst inn í lítið sjávarþorp. Þessa sögu um átök gamla tímans og hins nýja þekkjum við auðvitað mjög vel. En við getum sagt þessa sömu sögu um átök milli tveggja manna. Segjum sem svo að ég mæti glæpamanni úti á götu. Hann tekur upp hníf og ég er með veski. Það duga engin lög lengur. Hann vinnur. Ætla ég að berjast fyrir réttlætinu og hætta lífinu? Nei, ég læt hann hafa veskið. Og auðvitað á þessi sama saga við um það sem er að gerast í heiminum yfirleitt. Vest- urlönd ryðjast yfir allt og alla með sín gildi og skilja svo ekkert í því að fólk snúist til varnar og reyni að berjast fyrir sínu. Ef ójöfnuður verður of mikill í samfélaginu er fjandinn laus. Ef fólki er ýtt of langt út í horn gerir það gagnárás líkt og hrætt dýr í neyð. Undir vissum kringumstæðum gilda bara lögmál frumskógarins. Lög koma að litlu gagni þegar búið er að reka mann á hol. Og réttlæti er ekki aðeins fyrir hina útvöldu til að gæta hagsmuna sinna. Í myndinni er sögð saga af manni sem lætur samvisku sína ráða þegar hann sér að munurinn á réttu og röngu er fullkomið túlkunaratriði.“ Þú leikur þér með tryggingaauglýsingu í myndinni til að hnykkja á boðskapnum. „Já, í henni má sjá ákveðna skírskotun til Biblíumynda en ég vil halda því fram að trygg- ingafélög noti sömu aðferð við að selja trygg- ingar og kirkjan notaði til að fjármagna sig. Það er gert út á ótta við framtíðina, ef þú trúir á guð og greiðir tíundina þá ferðu til himna. Þetta er kallað syndaaflausn, rétt eins og ef þú kaupir þér líftryggingu þá muntu lifa þessu lífi sem auglýsingar sýna iðulega af fallegu og glæsilegu fólki sem er hamingjusamt og algjörlega áhyggjulaust. Þær sýna ekki fólk með látna ættingja og fullar hendur fjár sem hlýtur að vera það sem þeir eru að selja í raun og veru í tilfelli líftrygginga.“ Hringhent Myndin er hröð. Og það er kannski ekki mikið andrými í henni fyrir áhorfandann, hann fær ekki oft að blása í rólegum milliköflum þar sem umhverfið fær að njóta sín, bakgrunnsupplýs- ingar koma fram og svo framvegis. Hvernig hugsaðir þú hrynjandina í myndinni? „Ég held reyndar að myndin sé alls ekki hröð, en ég vona að það sem þú segir sé til vitnis um að hún hafi haldið þér, ef svo má segja. Ég vildi leiða fólk hægt og rólega inn í þenn- an afskekkta heim sem myndin gerist í. Auðvit- að eru atriði þar sem klippingar eru hraðar og mikið að gerast en þau eru satt að segja ekki mörg fyrr en undir lokin. Spennan í myndinni byggist fyrst og fremst upp á togstreitu á milli persóna, á því hvernig nýar upplýsingar breyta afstöðunni á milli persónanna og varpa þannig nýju ljósi á samband þeirra, sem eykur spennuna. Og kannski þess vegna vil ég ekki sleppa takinu á áhorfandanum of lengi. Ég lagði líka mikla áherslu á að hafa plottið mjög þétt. En plottið er í raun sannleikurinn innst í hnykkli sem rakinn er upp. Það gerist of oft að áhorfendur þrillera koma auga á eitthvað sem ekki stenst og það eyði- leggur myndina. Ég vildi koma í veg fyrir það. Annar klippari myndarinnar, Richard Pearson, hafði sérstaklega orð á þessu að myndin væri gríðarlega þétt ólíkt til dæmis Bourne Suprem- acy sem hann klippti líka. Form myndarinnar er annars hringhent, það mætti horfa á hana aftur á bak líka.“ Áferð Þú leggur mikið upp úr áferð myndarinnar, leikmynd, andrúmi, tónlist og svo framvegis. Þetta gerðirðu líka í Hafinu og í Hamletsýning- unni sem við nefndum í upphafi. Flestir gagn- rýnendur virðast hafa mjög sterka tilfinningu fyrir þessu og tala um að þú setjir persónulegan svip á myndina. Þegar ég ræddi við þig um Hamlet fór það greinilega svolítið í taugarnar á þér hvað fólk lagði mikla merkingu í áferð sýn- ingarinnar. Hvað viltu segja um áferð Little Trip? Hún er greinilega nokkuð hrjúf og dökk. „Ég held að ég dragi hlutina mjög sterkum dráttum. Ég tek afgerandi afstöðu í stíl til þess að kalla fram ákveðin viðbrögð. Mörgum þótti ömurleikinn í Hafinu allt of mikill og það gekk svo sem ýmislegt misjafnt á í þeirri fjölskyldu. En er ekki verið að nauðga börnum í húsum í kringum okkur og drepa fólk? Hvernig í ósköp- unum getur það þá verið of langt gengið að láta fjölskyldu rífast og sýna föðurinn lemja son sinn í hausinn með staf? Heimurinn er ljótari en það. Það verður svo hver og einn að dæma um það hvort myndin hafi verið nægilega sannfærandi. Og það er auðvitað það mikilvægasta í kvik- myndagerð, að geta lokkað fólk inn í heim sem er þeim jafnvel framandi. Ég hef hins vegar ekki áhuga á því að draga einhvern sykurhjúp yfir veruleikann í verkum mínum, ég vil frekar takast á við hann eins og hann birtist mér. En þó að áferðin sé kannski svolítið hrjúf í Little Trip stefni ég ástinni og voninni gegn henni í sögunni.“ Kvikmynd byggð á Íslendingasögum Hvert stefnirðu í kvikmyndagerð? „Ég hlakka til næstu verkefna. Ég er tilbúinn í nánast hvað sem er. Síðustu helgi fékk ég tilboð um að vinna þrjár kvikmyndir fyrir kvikmyndadeild Sony BMG. En næst ætla ég að gera mynd byggða á Mýr- inni eftir Arnald Indriðason. Mig langar til að takast á við íslenskan krimma. Síðan höfum við Hallgrímur Helgason verið að vinna að mynd sem heitir Open Mike. Hún gerist í Bandaríkj- unum. Og svo dreymir mig um að gera víkingamynd byggða á Íslendingasögunum, helst á íslensku. Ég hef mikið velt því fyrir mér hvernig sé best að nálgast það verkefni. Það verður eitthvað í ætt við Gerplu og að einhverju leyti í framhaldi af því sem Hrafn Gunnlaugsson gerði í Hrafn- inn flýgur. Mér þótti spennandi að nota spa- gettívestrann til þess að endurspegla þennan heim. Að vissu leyti eru þessar sögur vestrar, landnámssögur um fólk sem er að búa til sam- félag. Út úr þessu verður þó að koma eitthvað alveg nýtt.“ Ertu með einhverja sérstaka sögu í huga? „Mig langar til að nota allar sögurnar og búa til eins konar Shrek úr þeim, nota þær allar en samt enga.“ Raunsæisleg saga um alvöru fólk A Little Trip to Heaven „Spennan í myndinni byggist fyrst og fremst upp á togstreitu á milli persóna.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.