Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.2006, Qupperneq 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 7. janúar 2006
Þ
að hefur margt verið sagt um
bækur, skáldskap, lesendur, en
ætli Hannes Pétursson hafi
ekki komist býsna nálægt
kjarnanum þegar hann skrifar
fyrir rúmum þrjátíu árum, að
skáldverk sé „staður í tímanum þar sem höf-
undur og lesandi mætast“. Þessari stund hef-
ur verið lýst af mörgum, þessu stefnumóti,
manneskja með bók í hönd, það er kyrrð yfir
myndinni en þetta er þó fjarri því að vera eilíf
kyrrðarstund, það eru átök að lesa, það farast
heimar inni í manni, fæðast
veraldir, sorgin og harmur,
gleðin og kátínan, það er
allur skalinn; staðurinn í
tímanum þar sem lesandi og höfundur mætast
geymir því í sér friðinn og angistina, kyrrðina
og djöfulganginn. Og þessi staður, þessi
stund, er merkingarþrungin, hún er mikilvæg,
ég er ekki að hefja hana upp heldur lýsa
henni blátt áfram, svona er þetta bara. Sá
sem les á stefnumót við sjálfan sig, tilfinn-
ingar sínar, drauma, þrár, og hann kynnist
öðru fólki, tilfinningum annarra, hann stækk-
ar sjálfsveru sína, heiminn sinn. Það eru ein-
hver afdráttarlaus sannindi við lesturinn, það
ert þú og síðan heimur bókarinnar, ljóðsins,
sögunnar. Svona er þetta einfalt. Eina sem
þarf er manneskja, bók og tími. Og það vantar
ekki fólkið, og það vantar ekki bækurnar þeg-
ar jólabókaflóðið skellur á með þeim látum
sem stundum einkenna okkur sem búum hér
við ysta haf; á örfáum vikum kemur út drjúg-
ur hluti af skáldsögum, smásögum, ljóðabók-
um, endurminningum, sjálfsævisögum, fræði-
ritum og þýðingum ársins. Það er ekki lítið
magn, enda fer hið gullna þríeyki, hin full-
komna formúla, hið einfalda lögmál; mann-
eskja, bók, tími, fyrir lítið. Og ef mælt í dálk-
sentimetrum blaða, mínútunum í
ljósvakamiðlunum, þá er bókmenntaumræðan
sjálfsagt aldrei eins fyrirferðarmikil. En öll sú
umræða getur orðið svo innantóm, svo yfir-
borðsleg að á sjálfan jóladag nuggar maður
saman höndunum, eins og til að þvo bókaflóð-
ið af sér, nuggar saman höndunum eins og
Hannes Pétursson á sínum tíma, en það eru
þó ekki bækurnar, nei:
… ekki bækurnar sjálfar með tölu, því sumar voru
góðar og gleðilegar, heldur allt hitt: flumbruskap-
inn og brallið, montið og tilgerðina, skrumið og
lygina, í huganum þvær maður það burt í öllum
þeim myndum sem það tók á sig í verkum höfund-
anna, auglýsingum útgefenda, í viðtölum, ritdóm-
um, orðræðum manna á meðal.
Hannes skrifaði þessi orð árið 1969, og síð-
an þá hefur allt margfaldast, útgáfan, auglýs-
ingarnar, uppsláttur í fjölmiðlum. Eða með
leyfi, hvaða glóra er í því að gefa út megnið af
öllum skáldskap á fáeinum vikum, moka öllu
út, ævisögunum líka, fræðiritunum, moka
þessu öllu út á sirka sex vikum? Og sjálf bók-
menntaumræðan rankar við sér um svipað
leyti, Morgunblaðið byrjar að gefa út bóka-
blað, Kastljós dúkkar upp með gagnrýnanda
og tímaritin rýna í jólabókaflóðið – meira að
segja áður en það skellur á!
Fyrst höfundurinn,
síðan skáldskapurinn
Ég veit það ekki, en einhvers staðar heyrði ég
það fullyrt að umræðan í kringum jóla-
bókaflóðið væri farin að líkjast heimsmeist-
arakeppni í blaðri; vegna þess að fólk sé að
fullyrða um eitthvað sem það þekkir ekki, get-
ur ekki þekkt, hefur ekki haft tíma til að
kynna sér, getur ekki haft yfirsýn yfir. Mér
finnst nú svolítið hryssingslegt að tala svona,
heimsmeistarakeppni í blaðri, einhver skap-
vonska þarna, en samt, ef við erum alveg
heiðarleg, og algjörlega hreinskilin, og leyfum
okkur örlitla grimmd, þá eru þessi orð ekki
svo fjarri sanni. Því blaður, hvað er það; blað-
ur er að tala mikið um eitthvað sem maður
þekkir ekki. Og lítum á; langflestar þeirra
bóka sem umræðan á að hverfast um koma út
í nóvember, það er talað um þær í sjónvarp-
inu, útvarpi, alls konar útvarpsþáttum, það er
minnst á bækur í blöðum og tímaritum, og
mjög fljótlega, jafnvel áður en allar bækur
eru komnar út, er farið að tala um að þessi
eða hin sé bók ársins, tíðindi ársins. Það virð-
ist ekki trufla neitt eða skekkja myndina þótt
álitsgjafar hafi kannski ekki lesið nema lítið
brot af útkomnum bókum, svo sem ekki hægt
að búast við öðru, ég á við; að venjuleg mann-
eskja komist yfir að lesa sér að gagni mikið
meira en 6–8 bækur á einum mánuði. Með
öðrum orðum, fólk les handfylli af bókum,
flýtir sér síðan að fullyrða að þessi eða hin sé
best, tíðindi ársins, og margir kannski fyrst
og síðast knúnir áfram af viljanum að taka til
máls, vera áberandi, vera rödd í umræðunni,
sjálfur skáldskapurinn ekki höfuðatriði. Jóla-
bókaflóðið, þessi rússibanaferð, gerir um-
ræðuna þrönga, ófrjóa, hún gerir hana fátæk-
ari; sá sem fer á fleygiferð gegnum landslag
nemur lítið af því, og nýtur þess ekki sjálfur
nema að takmörkuðu leyti, og getur því síður
miðlað því til annarra, nema þá með dágóðum
skammti af loddaraskap.
Eðli málsins samkvæmt rúmast fáar bækur
í þröngri umræðu, og undir hælinn lagt hverj-
ar þær eru. Markaðssetning spilar þar sína
rullu, áhugi fjölmiðla á höfundinum, höfund-
urinn skiptir eiginlega meira máli en verkið,
nærvera hans, tilsvörin, nefið, fjölmiðlasjarm-
inn, og það segir sig sjálft að þýðingar komast
tæplega að. Eitt af meistaraverkum heims-
bókmenntanna birtist í íslenskri þýðingu fyrir
jólin, loksins, loksins, 92 árum eftir að það
kom fyrst út; Dauðinn í Feneyjum eftir
Thomas Mann – en hvar voru fagnaðarlætin,
gleðin, hvar var umræðan, af hverju skutu
þeir í Kastljósinu ekki töppum úr kampavíns-
flöskum, af hverju var ekki frétt um þetta á
forsíðu Fréttablaðsins? Þýðing á bók George
Orwells, Í reiðuleysi í París og London; réttið
upp hönd sem vissuð af útkomu hennar!
Blessunarlega náðist að koma því að í hav-
aríinu að Slepptu mér aldrei eftir Ishiguro
væri komin út í íslenskri þýðingu, en það var
sjálfsagt undantekningin sem sannar regluna.
Og maður veltir fyrir sér og maður spyr;
skyldi áhugaleysi okkar á að ræða um þýð-
ingar, erlendan skáldskap, í umræðulotu jóla-
bókaflóðsins, sýna að við höfum fyrst áhuga á
höfundinum, síðan skáldskapnum, er það
svona öfugsnúið hjá okkur, og höfum við enn
ekki áttað okkur á því að þýðingar eru hluti af
íslenskum bókmenntum og ættu því að vera
jafn fyrirferðarmiklar í umræðunni, og helst
sölunni líka? Eða ber hér allt að sama brunni:
hraðinn og flumbrugangur jólabókaflóðsins
eyðir vitrænni umræðu, breytir bókmennta-
umræðunni í hringleikjahús, sveitt partí þar
sem lunginn af skáldskapnum verður þögn-
inni að bráð – og bara þeir sérvitru sem muna
eftir ljóðinu.
Ljóðið er partíspillir
Þögnin í kringum ljóðið er einn nöturlegasti
votturinn um ástandið, um sigur hraðans yfir
hugsuninni, skynjuninni; á síðasta ári komu út
ljóðabækur eftir býsna góð skáld, ég gæti
nefnt Þorstein frá Hamri, Gyrði Elíasson,
Jónas Þorbjarnarson, Matthías Johannessen,
Þórarin Eldjárn, Geirlaug Magnússon, heild-
arútgáfu á kvæðum Kristjáns Kristjánssonar,
úrval af kvæðum Þóru Jónsdóttur, fyrir utan
öll yngri skáldin, ég nefni Steinar Braga.
Lengi vel var eins og þessar bækur hefðu
ekki komið út, rétt síðustu vikuna fyrir jól að
fólk rankaði við sér, en þá var einni ljóðabók
náðarsamlega kippt inn í umræðuna, bók Þór-
arins Eldjárns, sem hafði það sér til ágætis að
vera afskaplega fyndin og – sem gerði hugs-
anlega gæfumuninn – sum ljóðanna rímuð og
stuðluð. Aðgengileg. Auðtekin – og það er alls
ekki sagt henni til hnjóðs. Einn af helstu
gagnrýnendum haustsins, Halldór Guð-
mundsson, sem hætti sér út á það jarð-
sprengjusvæði að skrifa um bækur höfunda
sem hann hafði starfað náið með sem útgef-
andi hér á árum áður, skrifaði pistil um ljóðið
fáeinum dögum fyrir jólin og fannst, af ein-
hverjum orsökum, nauðsynlegt að taka fram
að við læsum „ekki ljóð af samúð með skáld-
unum, heldur okkur sjálfum …“ Það lá í orð-
um hans í pistlinum að jafnvel þótt skáldin
ættu bágt, engin athygli, sáralítil sala, þá ætt-
um við ekki að lesa ljóðin af vorkunnsemi,
heldur á þeirra eigin forsendum.
Svolítið erum við komin langt frá kjarn-
anum ef mætur bókmenntamaður þykir
ástæða til að skrifa í þessa veru. Með leyfi;
það eru ekki skáldin sem eiga bágt, heldur
við, lesendurnir, bókmenntafólkið. Við eigum
bágt að búa við og búa til þetta umhverfi sem
nefnist jólabókaflóðið – nokkrar sveittar vikur
þar sem meginhlutinn af fagurbókmenntum
kemur út, þar sem megnið af umræðu um
skáldskap fer fram. Við eigum bágt vegna
þess að að við höfum skapað okkur umhverfi
þar sem ljóðið nær ekki máli, það er einfald-
lega ekki umræðuhæft, bókmenntaumræðan
kringum jólin er hávært og sveitt partí þar
sem talað er fullum hálsi – sumir æpa – um
frábæran stíl skáldsagna, sagnaskemmtun,
frábærlega fallega bók, um smitandi kraft og
mælsku, það er flissað yfir tilsvörum bóka,
efnisþræði, kynlífslýsingum, en minnist ein-
hver á ljóðið kemur vandræðalegur svipur á
partígesti, menn eru sveittir og æstir og þá er
eitthvað svo útí hött að vitna í Þorstein frá
Hamri, Gyrði, hvað þá ljóðaþýðingar, til dæm-
Besta skáldsagan,
kápan, fallegasta
„Jólabókaflóðið, þessi rússibanaferð, gerir
umræðuna þrönga, ófrjóa, hún gerir hana fá-
tækari,“ segir í þessari grein en höfundur vill
breytta bókaútgáfu og betri bókmennta-
umræðu.
Eftir Jón Kalman
Stefánsson
kalman@bjartur.is