Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.2006, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.2006, Qupperneq 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 7. janúar 2006 | 15 ÞAÐ má alveg segja það strax: Af þeim um það bil fimmtán íslenzku hljómdiskum sem rötuðu á mitt borð þessa jólavertíð hafði sá síð- asti í tímaröðinni ótvírætt vinning- inn hvað varðar varanlegan hlust- vænleika. Því hin 44 stuttu fiðludúó Bartóks í óvænt meist- aralegri túlkun Duos Landon (kennt við fransk-bandaríska fiðlu- smiðinn Christophe Landon) eru líkleg til að endast þessum hlust- anda um mörg ókomin ár. Jafnt til uppörvunar sem íhugunar á kyrrð- arstundum. „Óvænt“ gildir reyndar aðeins um þá sem heyrðu ekki dúóið leika þessar bráðskemmtilegu smáperl- ur í Sigurjónssafni sl. júlí. Enda tókust tónleikarnir frábærlega vel, og hljómdiskurinn, sem tekinn var upp á sama stað mánuði síðar og hér er til umræðu, stenzt jafnvel fyllstu væntingar með glans. Túlk- unin er ekki aðeins fáguð og mús- íkölsk fram í fingurgóma, heldur einnig svo stílrænt innlifuð að halda mætti að lífstíðarstúdía á bálkinum lægi að baki – ef ekki ótal könnunarferðalög um þjóð- lagaslóðir Balkanlanda í þokkabót. „Mikrokosmos fiðluleikaranna“, eins og fiðludúó Bartóks hafa stundum verið kölluð, var samið 1930–32 að beiðni fiðlukennarans Erichs Doflein handa nemendum hans. Bartók raðaði stykkjunum því eftir erfiðleikagráðu, án tillits til hvað hentaði bezt til hlustunar í heild. Ekki kemur fram hvort breytta niðurröðunin hér sé frá flytjendum sjálfum komin, en í fljótu bragði virðist hún alltjent tryggja hæfilega fjölbreytni ef hlustað er á allt í einum teyg. Innspilunin var pöntuð af ofan- greindum Christophe Landon þeg- ar hann heimsótti Ísland í fyrra og er einkum ætluð til dreifingar er- lendis. Ekki verður annað heyrt en að Landon hafi uppskorið ríkulega fyrir það sem til var sáð, því varla má finna snöggan blett. Þvert á móti verkar túlkunin innblásin nánast út í gegn, gædd sveiflu, snerpu, húmor og ljóðrænni anda- gift í seiðmögnuðu rótarsambandi við raddir þjóðanna – og skartar yndislega svífandi sléttum tóni ein- mitt þar sem helzt á við. Að auki heyrist manni upptaka Sveins Kjartanssonar hafa heppnazt mjög vel. Aðeins eitt vakti svolitla undrun. Þegar disknum er snúið við, kemur upp DVD-hlið, sem skilar aftur á móti engu sjónkyns nema afturhlið umslagsins með mynd af flytj- endum á bakgrunni lagalistans. Stuttorður heftistextinn er aðeins á ensku, og það frekar stirðri, en miðlar þó flestu sem máli skiptir. Þjóðleg innlifun á heimsmælikvarða TÓNLIST Íslenzkur hljómdiskur Bela Bartók: 44 fiðludúó. Duo Landon (Hlíf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur Vals- son, fiðlur). Hljóðritaður í Sigurjónssafni 8/2005 af Sveini Kjartanssyni. Lengd (óuppg.): 50:21. Útgáfa: HBS. Dreifing: 12 Tónar. HBS02, 2005.  Duo Landon Ríkarður Ö. Pálsson „Hin 44 stuttu fiðludúó Bartóks í óvænt meistaralegri túlkun Duos Landon eru líkleg til að endast þessum hlustanda um mörg ókomin ár. Jafnt til uppörvunar sem íhugunar á kyrrðarstundum.“ ÞÓ AÐ flestir Íslendingar tilheyri kristinni kirkju eru margir fáfróðir um trúarbók sína, Biblíuna. Orðið biblía merkir bækur og í bókinni helgu eru 66 rit frá ýmsum tímum sem hvert um sig á sér merka sögu. Hvernig varð Biblían og einkum Nýja testamentið til? Hvað gerði það að verkum að þau rit sem þar eru voru valin í bókina helgu en ekki einhver önnur þegar haft er í huga að mörg önnur ágæt rit komu til greina og voru lesin í frumkirkj- unni? Bókin Átökin um textann tekst á við spurningar sem þessar. Höfundur kýs að fjalla um mynd- unarsögu Biblíunnar í tengslum við rannsókn á sögu átrúnaðar frum- kristninnar og mótunar kristins sjálfsskilnings „þar sem margar hefðir kristölluðust í átökum manna um „réttan“ skilning á frum- kristnum hefðum varðandi mik- ilvægi Jesú (Krists) og tengsla hans við sögu Hebrea“ (s. 34). Bókin byggist á skýrslu hans er ber nafnið, Guðfræði Nýja testamentisins í ljósi félagssögulegra rannsókna á frum- kristni, og skiptist í fimm kafla auk lokaorða er fjalla um myndunarsögu Biblíunnar, ritmenningu frum- kristninnar, glímuna við heimild- irnar um Jesú, guðfræði og fé- lagssögu Nýja testamentisins. Rit frumkirkjunnar voru greind í þrjá flokka, þau sem voru almennt viðurkennd í kirkjunni, þeim sem var hafnað og þau sem voru um- deild. Jafnframt fór fram umræða um það hverjir væru réttmætir túlk- endur hinna helgu rita og hefða. Sú krafa Íreneusar, kirkjuföður, að rit- in yrðu að vera í samræmi við þrenningarkenninguna fékk mikið vægi og sú staðreynd að kristnir menn voru minnihlutahópur sem þurfti að skilgreina aðalatriðin í kristinni trú gagnvart öðrum, og sérstöðu hennar í andstöðu við Gyð- inga, kristið fólk sem hafði annan skilning á hinni gyðing-kristnu hefð en meiri hlutinn, og gagnvart heið- ingjum í rómverska heimsveldinu. Það var líka mikilvægt að gera grein fyrir því hvaða rit voru lögð til grundvallar trúnni og það knúði enn fremur á um mótun ritsafns krist- inna manna. Áhersla Konst- antínusar keisara Rómaveldis á ein- ingu innan kirkjunnar hafði afgerandi áhrif á að leiða myndun ritsafnsins til lykta en því lauk á 4. öld e. Kr. Clarence bendir á að þetta hafi verið í fyrsta sinn í sögu trúar- bragðanna að lokað ritsafn hafi orð- ið til. Mælikvarðar þess hvort rit fengju inni í Nýja testamentinu voru eink- um fimm, að þau væru samin af postula eða nánum samstarfsmanni Jesú, bæru einkenni hins ríkjandi rétttrúnaðar, væru sem elst, væru talin guðlega innblásin og hefðu ver- ið í notkun í kristnum söfnuðum. Höfundur bókarinnar hafnar hefðbundinni tvískiptingu guðfræð- innar annars vegar í hinn jarðneska og hins vegar hinn guðlega Jesú. Að hans mati er ógjörningur að greina þarna á milli því að öll vitneskja sem til er um Jesú er „afleidd“, þ.e. hún er viðbrögð og umsögn margra ein- staklinga og hópa um hann og mik- ilvægi þess sem hann sagði og gerði. Hana er að finna í boðun frumkirkj- unnar t.d. í ritum Páls postula og í guðspjöllunum. Það þýðir að órjúf- anleg tengsl eru á milli hins jarð- neska Jesú og lífs og trúar fólks á hinn upphafna Krist í ritum Nýja testamentisins. Þar er einnig að finna sannfæringu um mikilvægi Jesú Krists út frá því gyðinglega samhengi sem kristnin er sprottin úr. Hugmyndirnar um guðlegan uppruna Jesú, píslarsögu og hjálp- ræðislegt gildi dauða hans, upprisu og endurkomu eru tengdar saman í þessum ritum. Einnig er lögð áhersla á að Kristur sé upphafs- maður nýrrar sköpunar. Clarence heldur því fram að náin tengsl kristinna safnaða hafi orðið til að skerpa samfélagsvitund kristinna manna og þar skiptu tengslin við Jerúsalem, upphafsstað trúarinnar, miklu máli. Frásögn guðspjalla Nýja testamentisins um dauða og upprisu Jesú Krists varð mikilvægt tjáningarform kristinna manna, oft í harðri baráttu við umhverfið, og skipti miklu máli við að ná fram samstöðu um hvaða rit ættu erindi í hina helgu bók. Megineinkenni kristins rétttrúnaðar mótaðist því á sama tíma og Biblían varð til sem endanlegt safn bóka. Höfundur telur að enginn hafi fjallað um guðfræði Nýja testamentisins á sama hátt og hann í þessari bók. Það hefur löngum vantað rit á ís- lensku um tilurð Biblíunnar. Með þessari bók er bætt úr mjög brýnni þörf. Hún fjallar um viðamikið efni sem hefur reynst ýmsum höfundum erfitt í framsetningu en hér er það gert mjög skýrt og skilmerkilega. Þetta er vönduð fræðibók sem er að- gengileg fyrir áhugafólk um mót- unarskeið kristninnar. Í henni er m.a. góð atriðis- og bókaskrá. Allur frágangur er til fyrirmyndar. Hvernig varð Biblían til? BÆKUR Biblíurannsóknir Höfundur: Clarence E. Glad. Kilja. 190 bls. Útgefandi: Grettisakademían og Há- skólaútgáfan 2005 Átökin um textann Morgunblaðið/ÁsdísClarence E. Glad Kjartan Jónsson Kvikmyndir Borgarbíó, Akureyri Hostel Brothers Grimm  (HJ) A Little Trip to Heaven  (HJ) Draumalandið Just Friends  (HJ) The Family Stone  (HJ) Smárabíó Hostel Brothers Grimm  (HJ) A Little Trip to Heaven  (HJ) Draumalandið The Family Stone  (HJ) Regnboginn Hostel Brothers Grimm  (HJ) A Little Trip to Heaven  (HJ) Just Friends  (HJ) Laugarásbíó Hostel Brothers Grimm  (HJ) Just Friends  (HJ) A Little Trip to Heaven  (HJ) Draumalandið Háskólabíó Domino Rumor has it Chronicles of Narnia  (SV) King Kong  (SV) Harry Potter og eldbikarinn  (HJ) Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri Domino Rumor has it Chronicles of Narnia  (SV) King Kong  (SV) Green Street Hooligans  (SV) Draumalandið Harry Potter og eldbikarinn  (HJ) Saw II  (HJ) Litli kjúllinn  (SV) Just Like Heaven  (HJ) Myndlist Aurum: Ragnheiður Ösp Sigurð- ardóttir vöruhönnuður sýnir hand- gerðar fígúrur. Café Karólína: Aðalsteinn Svanur sýnir bleksprautuprentaðar ljós- myndir á segldúk til 3. febr. Gallerí + Akureyri: Ingileif sýnir myndbandsverk og Áslaug Thorla- cius sýnir ljósmyndir og teikningar. Til 29. jan. Gallerí Sævars Karls: Myndlist- armaðurinn Helgi Már Kristinsson sýnir. Til 26. jan. Gerðuberg: Eggert Magnússon til 9. janúar. GUK+: Hartmut Stockter til 16. jan- úar. Hafnarborg: Kári Svensson frá Færeyjum og Pétur Bjarnason myndhöggvari. Til 30. jan. Hallgrímskirkja: Kristín Gunn- laugsdóttir og Margrét Jónsdóttir til febrúarloka. Hrafnista, Hafnarfirði: Ellen Bjarnadóttir sýnir í Menningarsal til 7. febrúar. Iða: Þóra Guðrún Benediktsdóttir sýnir til loka janúar. Kaffi Sólon: Dóra Emils. Til 14. jan. Karólína Restaurant: Óli G. til apríl- loka 2006. Kling og Bang gallerí : Erling T.V. Klingenberg og Sirra, Sigrún Sig- urðardóttir. Til 22. janúar. Listasafn Einars Jónssonar: Fasta- sýning. Listasafn Íslands: Sýning á verkum 13 íslenskra samtímalistamanna. Til 12. febrúar. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundar- safn: Bernd Koberling til 22. janúar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús: Erró til 23. apríl. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvals- staðir: Jóhannes Sveinsson Kjarval. Til 19. mars. Norræna húsið: Haukur Dór, sýning í tilefni af útgáfu bókarinnar Úr dýragarði. Aðeins þessi eina helgi. Nýlistasafnið: Kees Visser, Þór Vig- fússon og Ívar Valgarðsson. Saltfisksetur Íslands: Margrét Bára með málverkasýningu. Til 27 jan. Yggdrasill: Tolli til 25. jan. Þjóðmenningarhúsið: Hjörtur Hjartarson. Íslenskt bókband. Þjóðminjasafn Íslands: Huldukonur í íslenskri myndlist, í Bogasal til 28. maí. Ljósmyndir Marco Paoluzzo í Myndasal og ljósmyndir Péturs Thomsen í Myndasal. Til 20. febrúar. Leiklist Borgarleikhúsið: Salka Valka, sun. Woyzeck, lau. Kalli á þakinu, sun. Carmen, fors. fim., fös., . Manntafl, sun. Belgíska Kongó, lau. Glæpur gegn diskóinu, þri., mið., fim., fös. Iðnó: Ég er mín eigin kona, fös. Leikfélag Akureyrar: Fullkomið brúðkaup, lau., fös. Þjóðleikhúsið: Túskildingsóperan, lau., sun., fim., fös. Eldhús eftir máli, lau., sun., fös.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.