Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.2006, Síða 1
Vill vera
skrefinu
á undan
Morgunblaðið/Einar Falur
Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur | fbi@mbl.is
Þ
að er ekki oft sem rætt er við fólk úr menn-
ingargeiranum sem álítur mikla mögu-
leika á því að afla fjár til menningar-
starfsemi frá atvinnulífinu í landinu.
Kannski þarf viðkomandi að hafa búið við
önnur skilyrði en þau sem ríkja á Norð-
urlöndum og í Evrópu – til að mynda
bandaríska módelið – eins og er raunin
með Hafþór Yngvason. Hann er ekkert banginn yfir fjárhags-
stöðu Listasafns Reykjavíkur; segir borgina gera vel við safn-
ið. Þá peninga sem upp á vantar ætlar hann að sækja út á við,
rétt eins og hann gerði í starfi sínu vestan hafs.
Jafnframt er hann óhræddur við að breyta áherslum í safn-
astarfinu, segist ætla sér að breyta starfslýsingum til þess að
hægt sé að koma upp nýrri kynslóð reyndra sýningarstjóra til
að takast á við myndlistarvettvanginn. „Það verður að leyfa
fólki að læra af reynslunni og ala það upp til þessara starfa. Að
öðrum kosti munu listamenn ekki fá þau tækifæri sem þeir
eiga að fá innan safnanna; þ.e.a.s. njóta þess að fá að vinna í
umhverfi þar sem þeir fá listrænt aðhald, fjárhagslegt svig-
rúm og raunverulega möguleika á því að sýna það besta sem
þeim er mögulegt að skapa,“ segir hann er við göngum um
Hafnarhúsið í lok samtals okkar.
Í upphafi samtalsins hafði hann lýst því nánar hvaða breyt-
inga væri að vænta undir hans stjórn í safninu, en þeirra fer að
sjá stað nú fljótlega. „Eiríkur [Þorláksson, forveri Hafþórs]
hafði samráð við mig um hlutina áður en ég tók við sem var
ákaflega gott. Hann skipulagði ekkert of langt fram í tímann
svo ég get strax núna farið að láta til mín taka. Í þessum mán-
uði koma því strax tvær sýningar sem eru alveg á mínum veg-
um og eru mjög spennandi vegna þess að þær gefa til kynna
hver stefnan með Hafnarhúsið er,“ segir Hafþór. „Þetta er
annars vegar innsetning Gabríelu Friðriksdóttur frá Fen-
eyjatvíæringnum [sem opnuð var í gær] – en í því sambandi
má ekki gleyma að þótt ekki geti allir Íslendingar farið til
Feneyja þá finnst mér allir eiga rétt á að sjá það sem við sýn-
um þar. Og svo hins vegar sýning breska listamannsins Johns
Coplans, sem ég held að hafi aldrei verið sýndur hér á landi.“
Lykilverk eiga að vera í eigu íslenskra safna
Þess má geta í þessu sambandi að Listasafn Reykjavíkur hef-
ur fest kaup á þessu verki Gabríelu enda telur Hafþór nauð-
synlegt að slík lykilverk íslenskra listamanna, er unnin eru
gagngert fyrir stórsýningar á borð við Feneyjatvíæringinn,
séu í eigu íslenskra safna.
Hafþór segir þessar sýningar gefa tilfinningu fyrir því
hvers konar starfsemi eigi að vera í Hafnarhúsi og nefnir að í
framhaldinu verði sýning í sumar þar sem þremur ungum
Hafþór Yngvason tók við störfum forstöðumanns Lista-
safns Reykjavíkur í haust sem leið eftir ríflega tveggja
áratuga dvöl erlendis. Hann er ákveðinn í að láta að sér
kveða á sínum nýja vettvangi og er umhugað um að lyfta
íslensku myndlistarstarfi upp á sama faglega stig og ger-
ist í safnaheiminum annars staðar. Hér er rætt við hann
umstarfsemi og stefnumótun safnsins í nánustu framtíð.
Laugardagur 14.1. | 2006 | 2. tölublað | 81. árgangur
[ ]Gunnar og Aðventa | Maður fer á fjöll og er síðan prentaður í 500 þúsund eintökum | 4Menningarvitinn logar ekki | Af formúlum, reyfurum, bókmenntagreinum og bókmenntaumræðu | 6Fjölmiðill er fallinn | Um siðareglur og gildi í blaðamennsku | 17
Lesbók Morgunblaðsins