Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.2006, Side 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 14. janúar 2006
Þ
eir sem taka af skarið er Arki-
tektastofan VA arkitektar, höf-
undar heilsulindarinnar við Bláa
lónið sem er hugsanlega ein
þekktasta bygging okkar erlendis
í huga hins almenna ferðamanns.
Fyrir þá félaga er byggingarlist lífsviðhorf þar
sem forvitni, nærgætni og virðing verður að
fylgja hverju verkefni.
Forvitni, nærgætni og virðing eru orð sem
vega þungt á vogarskálinni í mannlegu um-
hverfi. Þau eru notuð um mannleg samskipti og
viðhorf til heimsbyggðarinnar en
sjaldnar um hið byggða og
óbyggða umhverfi. Er hægt að
heimfæra þau á byggingar eins
og heilsulindina við Bláa lónið, Ísafjarðarkirkju,
einbýlishúsið við Suðurgötu 33 í Reykjavík, Sult-
artangaveituna eða jafnvel stækkunina við inn-
ritunarsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar? Þetta
eru aðeins nokkrar af þeim ófáu byggingum sem
ólíkir einstaklingar arkitektastofunnar VA arki-
tektar hafa hannað og útfært en hún er ein af
eldri arkitektastofum á landinu. Þar vinna allt að
20 manns við ólík verkefni en eigendur hennar
eru Anna Sigríður Jóhannsdóttir, Hróbjartur
Hróbjartsson, Indro Indriði Candi, Karl Magn-
ús Karlsson, Manfreð Vilhjálmsson, Richard
Ólafur Briem, Sigurður Björgúlfsson, Sigríður
Sigþórsdóttir, Steinar Sigurðsson og Steinunn
Halldórsdóttir.
Þegar hugsað er út í samband arkitektsins við
náttúruna er hvorki við hæfi að tala um stefnu
né strauma. Hjá VA arkitektum tekur hönn-
unarferli hvers verkefnis mið af nálgun arki-
tektsins, afstöðu hans og lífsviðhorfi sem hlýtur
að endurspeglast í úrlausn verkefnisins. Upp
koma spurningar eins og: Hvaða upplifanir eiga
við á hverjum stað? Hverju sækjumst við eftir
þegar við förum í jarðbað? Hvaða breytingar
teljum við viðeigandi á húsi sem stendur í grónu
borgarumhverfi?
Greinarmunur hefur oft verið gerður á um-
hverfi og náttúru. Þegar talað er um náttúruna á
hún yfirleitt að vera ósnert og villt og byggist
það þá á stefnumótun yfirvalda varðandi Ísland
sem ferðamannaland. Á slíkt viðhorf við um t.d.
heilsulindina við Bláa lónið? Þegar ekið er af-
leggjarann að byggingunni sést hún tæplega
innan um umhverfi Illahrauns. Ósnortin náttúr-
an er umgjörðin utan um byggingu heilsulind-
arinnar sem deilir með henni heitum jarðsjónum
sem stígur upp úr jörðinni. Gestir heilsulind-
arinnar samlagast þessari umgjörð þegar þeir
ganga í hraungjá að aðalinngangi hússins. Nátt-
úran er hér þátttakandi í byggingarlistinni og
verður hluti af stemningunni sem hún byggir
upp með byggingarefnunum, litum og rýmisleik.
Það er jú staðreynd að áhrifin úr náttúrunni:
bláminn í fjöllunum, áferð hraunsins og tærleiki
jöklanna búa við segulorku sem dregur landsbú-
ann að sér rétt eins og niður fossins eða snarkið í
eldinum. Þessara hughrifa vilja menn njóta úr
sínu byggða umhverfi. Með samspili ólíkra þátta
úr náttúrulegu umhverfi og næmi arkitektsins
verður til byggingarlist sem ítrekar og eykur
vægi hvers um sig án yfirlætis.
Til þess að kynnast viðhorfi VA arkitekta
gagnvart náttúrunni og hinu byggða umhverfi
var arkitektastofan sótt heim. Sigríður Sigþórs-
dóttir og Indro Indriði Candi mæltu fyrir hönd
samstarfshópsins í heild. Þau líta ekki á skoð-
anir sínar sem einstaklingsbundnar. Hér er ekki
einn listamaður eða ljóðskáld að fjalla um eigin
list heldur er um að ræða hóp manna sem tjáir
sameiginlegar hugsanir sínar um umhverfið.
HA: Nú á dögum er orðið erfitt að skilgreina
hugtakið umhverfi; merking orðanna er sett á
vogarskálina og hún berst á milli þess land-
fræðilega og menningarlega, áþreifanlega og
þess afstæða. Hvaða verkfæri notið þið til þess
að nálgast umhverfið við upphaf hönnunarferils-
ins?
VA: Í hugum manna eru skil á milli hugtak-
anna náttúra og umhverfi gjarnan óljós. Náttúr-
an er ekki sköpuð af mönnunum á meðan um-
hverfið er okkar menningarheimur í víðum
skilningi. Í byrjun verks reynum við að setja
okkur vandlega inn í alla þætti umhverfisins og
kynna okkur náttúruna út frá jarðsögulegum og
veðurfarslegum staðreyndum.
Verkefnið hefur alltaf ákveðið markmið og
skyldur gagnvart umhverfinu, um leið og verið
Í dag hefst röð greina þar sem átt er viðtal við
arkitekta og þeir beðnir um að íhuga afstöðu
sína til umhverfisins og nýrrar tækni og hvern-
ig þeir nýta hana í íslenskum menningarheimi.
Hverju bæta arkitektar við í samræðum sínum
við náttúruna og umhverfið? Það er ekki alltaf
spurning um að gera annan undirgefinn öðrum
heldur að gera tengslin spennandi og áhuga-
vekjandi, bæði fyrir notandann og njótandann.
Eftir Halldóru
Arnardóttur
jsm@coamu.es
VA arkitektar Arkitektar stofunnar árið 2005.
Sultartangastöðin „Byggð 1997 til 2000. (Listaverk: Sigurður Árni Sigurðsson.) Stöðin liggur að mestu leyti falin í þröngri kvos sem grafin er inn í landið og
stuðla byggingarefnin – sjónsteypa, Cor-Ten-stál og ryðfrítt stál – enn frekar að því að samlagast umhverfinu með því að halda eigin útliti án nokkurrar
málningar né áburðar.“
Forvitni, nærgætni o