Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.2006, Qupperneq 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 14. janúar 2006 | 13
Brooklyn-sveitin We Are Scient-ists sendi í vikunni frá sér sína
fyrstu stórmerkjabreiðskífu, With
Love and Squalor. Plötunnar hefur
verið beðið með mikilli eftirvæntingu
en sveitin lék meðal annars í kvöld-
þætti Davids Letterman á dögunum
auk þess sem hún er nýkomin úr vel
heppnaðri tónleikaferð um Evrópu.
Lögunum á plötunni er
lýst sem „grípandi
rokklögum fullum af
adrenalíndrifnu pönk-poppi“ og vilja
margir meina að platan, sem er
nefnd eftir þekktri sögu bandaríska
rithöfundarins J.D. Salinger frá 1950
sem birtist í The New Yorker, sé
mikilvæg fyrir endurvakningu ný-
bylgjunnar í Bandaríkjunum. Chris
Cain, bassaleikari W.A.S., vill þó
meina að velgengni sveitarinnar sé
að öllum líkindum ekki tónlistinni að
þakka heldur kettlingum sem prýða
plötuumslag With Love and Squalor.
„Þetta hlýtur að vera köttunum að
þakka. Maður getur þráast við og
leitað að öðrum ástæðum en ég held
að kettirnir hafi snert einhvern
streng í fólki.“
Upphafs W.A.S. má leita aftur til
ársins 2000 þegar liðsmenn sveit-
arinnar fluttust til New York til að
freista tónlistargæfunnar eftir að
hafa lokið háskólanámi í Kaliforníu.
Þar tóku þeir upp þrjár EP-plötur og
eina LP-plötu sem féll illa í kramið
hjá tónlistargagnrýnendum.
„Ef það er eitthvert réttlæti til í
þessum heimi munu þessar plötur
aldrei koma fyrir sjónir fólks aftur,“
segir Cain um tónlistina. Það var
hins vegar eftir að BBC 1 í Bretlandi
hóf að spila eitt smáskífulag sveit-
arinnar að birta tók á ferli W.A.S.
Sveitin frestaði fyrirhugaðri tón-
leikaferð um Bandaríkin og hélt til
Bretlands í staðinn en Cain segir að
þeim hafi fundist það mikilvægt að
hamra járnið meðan það var heitt.
Bandaríkjatúrinn, sem lagður var á
ís, fer hins vegar í hönd nú á næst-
unni en áhugasamir geta hlustað lag-
ið „The Great Escape“ á heimasíðu
sveitarinnar, www.wearescientists-
.com.
Leikarinn Jamie Foxx situr átoppi Nielsen SoundScan-
listans í Bandaríkjunum aðra vikuna
í röð en plötusala
hefur verið mjög
róleg und-
anfarnar vikur.
R&B-plata Foxx,
sem kallast
Unpredictable,
seldist í 131 þús-
und eintökum í
vikunni, sem þýð-
ir að heildarsalan
fer að nálgast
milljón eintök. Í öðru sæti er önnur
R&B-plata, The Breakthrough með
Mary J. Blige, sem seldist í 118 þús-
und eintökum.
Safnplata Eminem, Curtain Call,
heldur þriðja sætinu en um 109 þús-
und eintök af plötunni voru seld í vik-
unni. Þriðja plata Strokes, First Im-
pressions of Earth, lenti í fjórða
sætinu með 88 þúsund eintök seld en
það jafnar besta árangur síðustu
plötu þeirra, Room on Fire.
Ífimmta sæti með 81 þúsund seldeintök í síðustu viku er plata Idol-
stjörnunnar Carrie Underwood,
Some Hearts, en annar fastagestur
listans, Mariah Carey, hækkaði sig
um tvö sæti og situr nú í því sjötta
með Grammy-verðlaunaplötu sína,
The Emancipation of Mimi.
Erlend
tónlist
We Are Scientists
Jamie Foxx
The Strokes
Fyrir tuttugu árum sendi bandaríski tón-listarmaðurinn Paul Simon frá sérmerkilega plötu. Þessi plata, Grace-land, átti stóran þátt í því að vekja at-
hygli á afrískri tónlist og tónlistarmönnum þeirr-
ar stóru heimsálfu, sem flestir hér á landi og
víðar höfðu algjörlega farið á mis við.
Paul Simon fékk hugmynd-
ina að gerð Graceland þegar
vinur hans færði honum spólu
með afrískri tónlist. Gleðin og
einfaldleikinn sem einkenndi
tónlistina minnti Simon á rokkið frá sjötta áratug
síðustu aldar og endurvakti hjá honum eldmóð til
tónlistarsköpunar.
Það var einmitt á sjötta áratugnum sem Simon
fór fyrst að koma fram með skólafélaga sínum og
vini, Art Garfunkel. Þeir sungu saman undir ýms-
um nöfnum á fyrstu árunum, meðal annars sem
Tommi og Jenni. Árið 1964 komu þeir hins vegar
fyrst fram sem dúóið Simon og Garfunkel, þegar
lag Simon, Sounds of Silence, náði vinsældum.
Ekki fer á milli mála að Everly-bræður voru með-
al fyrirmynda þeirra, enda tónlistin af svipuðum
meiði, amerísk þjóðlagatónlist með léttrokkuðu
ívafi.
Paul Simon hefur alla tíð verið leitandi í tónlist
sinni og tilbúinn í tilraunir. Þannig eru djassáhrif
vel merkjanleg í sumum af lögum hans frá fyrstu
sólóplötunum, eftir að það slitnaði upp úr sam-
starfi hans og Garfunkel í upphafi áttunda ára-
tugarins. Sólóferillinn hófst vel en eftir að platan
Still Crazy After All These Years kom út árið
1975, tók hins vegar við nokkur lægð hjá Paul
Simon, sem varði í heilan áratug. Hann komst
ekki upp úr þeirri lægð fyrr en 1986 með Grace-
land.
Á árinu 1986 var enn í gildi viðskiptabann Sam-
einuðu þjóðanna á Suður-Afríku vegna aðskiln-
aðarstefnu stjórnvalda þar í landi, og Nelson
Mandela var enn í fangelsi. Paul Simon tók því
mikla áhættu þegar hann vann að Graceland, því
auk þess að taka plötuna upp í Bandaríkjunum og
Bretlandi tók hann hana upp að hluta í Suður-
Afríku. Þar vann hann með svörtum tónlist-
armönnum, sem áttu ekki upp á pallborðið hjá
hvíta minnihlutanum sem stjórnaði landinu. Þetta
voru meðal annarra gítarleikarinn Ray Phiri og
sönghópurinn Ladysmith Black Mambazo.
Þegar Simon var á þessum tíma spurður hvort
hann væri ekki að brjóta gegn viðskiptabanninu
með því að vinna að gerð plötunnar í Suður-
Afríku, svaraði hann því til, að hann væri fyrst og
fremst að styðja við bakið á tónlistarmönnunum í
landinu og stuðla þannig að útbreiðslu tónlistar
þeirra, sem viðskiptabannið kom einmitt í veg
fyrir að heyrðist utan Suður-Afríku. Við-
skiptabannið varð því ekki til að hjálpa þeim sem
helst þurftu á hjálp að halda, eins og oft vill
verða.
Graceland er án nokkurs vafa meðal þess besta
sem Paul Simon hefur gert á tónlistarferlinum til
þessa, þó að af mörgu sé að taka. Lögin eru hvert
öðru betra og textarnir líka. Þátttaka suður-
afrísku tónlistarmannanna lyftir plötunni svo á
hærra plan. Þetta heyrist til að mynda vel í takt-
inum og bassanum í flestum laganna. Þetta heyr-
ist einnig í gítarspilinu, til að mynda í laginu Dia-
monds on the Soles of Her Shoes, sem er hreint
frábært. Og þetta heyrist ekki hvað síst í bak-
röddum Ladysmith-sönghópsins.
Það var eins og nýr heimur opnaðist fyrir þeim
sem fylgdust með í hinum vestræna tónlistar-
heimi þegar Graceland kom út. Er hægt að fara
fram á meira?
Nýr heimur opnaðist
Poppklassík
Grétar Júníus
Guðmundsson
gretar@mbl.is
Á
IN Okkervil liggur utan við Sankti
Pétursborg í Rússlandi. Hún er
og heiti á smásögu eftir Tatyönu
Tolstaya, frænku Tolstoy. Hún er
vel þekkt nafn í Rússlandi sam-
tímans auk þess sem hún starfar í
Bandaríkjunum – líkt og umfjöllunarefni grein-
arinnar, hljómsveitin Okkervil River sem gerir út
frá Austin Texas, þeim mikla suðupotti rokks,
popps og allrahanda dægurtónlistar.
Okkervil River hóf starfsemi árið 1998 og í
miðpunktinum er hinn
sjarmerandi Will Sheff,
sem semur lögin ásamt því
að spila á gítar og syngja.
Tónlistin er eins slags dauðakántrí, minnir á Will
Oldham í kringum I See A Darkness en einnig
samtímamenn eins og Bright Eyes og fleiri. Hin-
um sívinsælu stefnu-merkimiðum „americana“
(sem er mjög víður og óljós) og „alt-country“ (jað-
arkántrí) hefur eðli málsins samkvæmt verið
klínt á sveitina og átti hún sosum innstæðu fyrir
því í fyrstu. Á þessum sjö árum hafa Sheff og fé-
lagar hins vegar tekið stöðugum framförum, orð-
ið þéttari sem hljómsveit og það sem meira er,
náð að víkka út tónmálið með slíkum árangri að
manni verður helst hugsað til Wilco til að finna
samanburð. Og eins frábær og nýjasta platan er
má glöggt heyra að Sheff er rétt að byrja.
Á móti straumi
Sheff og tveir vinir hans úr framhaldsskóla, Zach
Thomas og Seth Warren, stofnuðu Okkervil Ri-
ver eftir að þeir höfðu flust saman frá New
Hampshire alla leiðina til Austin í Texas. Austin
er merkilegur músíkbær, var t.a.m bækistöð
sýrurokkssveitarinnar frábæru 13th Floor Eleva-
tors og seinna miðstöð „Nashville-andstöðunnar“
á áttunda áratugnum. Í Nashville eru örlög
kántrístjarnanna ráðin, ef þú vilt eiga möguleika
á að spila með í meginstraumsleiknum þarftu að
gjöra svo vel að flytjast þangað og laga hljóm og
útlit að því sem viðgengst þar hverju sinni. Úr
Austin spruttu hins vegar kántrílistamenn sem
voru óþekkir og blönduðu hinni og þessari
„ólyfjan“ út í kántríið hreina, Nashville-elítunni
til mikillar skelfingar. Austin er því þekkt sem
gróskumikill tónlistarbær þar sem lög og reglur
eru látin lönd og leið hvað tónlist áhrærir. Þetta
umhverfi virðist hafa gert Okkervil River gott,
þar sem Sheff og félagar hafa linnulaust leitast
við að þróa tónlistina áfram frá fyrsta degi. Nýjar
leiðir hafa verið farnar í hljómi og hljóðfær-
anotkun og hin melankólíska, kántrískotna tónlist
krydduð varlega með hinum og þessum stefnum.
Þess hefur þó verið gætt að keyra tilrauna-
starfsemina ekki úr hófi fram, vegurinn fram á
við hefur verið varlega fetaður. Fyrsta breið-
skífan kom út 2002, undir nafninu Don’t Fall in
Love with Everyone You See. Platan tók um tvö
ár í vinnslu og var gerð í samstarfi við upp-
tökustjórann Brian Beattie. Hann hafði séð sveit-
ina á South by SouthWest, hinni virtu og mik-
ilvægu tónlistarhátíð í Austin árið 2000 og hrifist
af. Þessi fyrsta plata sýnir að það er eftir mörgu
að slægjast hjá Sheff en er þó fyrst og fremst
frekar hefðbundið „alt-kántrí“. Sveitin væri löngu
gleymd ef hún hefði hætt eftir þetta verk. Ári síð-
ar fluttu Okkervil River hins vegar allt sitt haf-
urtask til San Fransisco (eins og 13th Floor
Elevators gerðu á sínum tíma) og tóku upp Down
the River of Golden Dreams. Í kjölfar hennar fór
hróður sveitarinnar að vaxa ört, plötunni var
meðal annars hampað mikið af David Fricke hjá
Rolling Stone. Platan var tekin upp í Tiny Tele-
phone hljóðverinu sem er í eigu hins mikilhæfa
John Vanderslice.
Black Sheep Boy tók hins vegar á sig mynd í
Bloomington, Indiana, en Sheff virðist eiga erfitt
með að festa rætur, er á stöðugu flakki. Þessi há-
skólabær er nú bækistöð fyrir tvær framsæknar
útgáfur, Jagjaguwar og Secretly Canadian en
Okkervil gefa út á hinni fyrrnefndu. Sheff samdi
plötuna í Bloomington, einn og í einangrun en
upptökur fóru fram í Austin. Platan er nánast
hugmyndafræðilegt verk, til grundvallar liggur
svarti sauðurinn sem poppar upp reglulega í
gegnum plötuna. Sheff fékk hugmyndina eftir að
hafa heyrt samnefnt lag Tim Hardin (sem platan
byrjar á). Enn kveður við nýjan hljóm, platan er
t.d. til muna rokkaðri en fyrri plötur og Sheff tek-
ur stórstígum framförum, bæði sem lagasmiður
og sérstaklega sem söngvari. Rödd hans hálf-
syngur/hálfgrætur þegar mest liggur við og lagið
„So Come Back, I Am Waiting“ er hrikalega fal-
legt og epískt, skilur engan eftir ósnortin sem á
hlýðir.
Nýja hreinskilnin
Af viðtölum við Sheff að dæma og sérstaklega
þegar maður les það sem hann skrifar inn á
heimasíðu sveitarinnar (www.okkervilriver.com)
má sjá að hefur hressandi kímnigáfu fyrir sjálfum
sér og tónlist sinni. En ekki það að hann sé bara
með eitthvert grallaragrín í gangi. Þegar Okker-
vil River fór af stað á sínum tíma voru þeir sagðir
einir af boðberum „nýju hreinskilninnar“ („New
Sincerity“), hugarfar sem beint er gegn kald-
hæðni póstmódernismans. En þessi „nýja“ hrein-
skilni situr beggja vegna borðsins, menn gera
hlutina af heilindum um leið og þeir sjá skondnu
hliðina. Líkt og að „fíla“ Iron Maiden af öllu
hjarta en gera sér þó grein fyrir því að það er í
góðu lagi að brosa í kampinn yfir síðhærðum
mönnum í sokkabuxum. Sheff hefur einmitt lýst
því yfir að þrátt fyrir drungann og sársaukann,
sem liggur yfir mörgum laga hans, þá standi
hann utan við þetta persónulega – þó hann sé að
meina hvert orð!? Förum ekki lengra með þessar
pælingar að sinni.
Black Sheep Boy var gefin út síðasta vor en í
lok nóvember kom svo aukaskífa, Black Sheep
Boy Appendix, sjö laga. Svo mikið af lögum safn-
aðist upp þegar breiðskífan var hljóðrituð að
ákveðið var að gefa þau lög, sem féllu ekki að
heildarmyndinni, út sér. Þetta hafa Okkervil-
menn ástundað áður en stuttskífan Sleep and
Wake-Up Songs frá því í fyrra inniheldur viðlíka
„afganga“.
Þess má geta að lokum að Sheff er og hluti af
dúettinum Shearwater en þar er leitað á enn
sorgbundnari mið en hjá Okkervil. En kannski er
það bara grallaragrín.
Djáknarnir frá Myrká
Austinsveitin Okkervil River hefur sótt í sig
veðrið með hverri útgáfu. Þriðja breiðskífa
hennar, Black Sheep Boy, er stórbrotið verk og
eitt af því besta sem út kom í dægurtónlistinni á
síðasta ári.
Eftir Arnar Eggert
Thoroddsen
arnart@mbl.is
Okkervil River Will Sheff er lengst til vinstri.