Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.2006, Qupperneq 10
10 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. febrúar 2006
T
veir af þátttakendum í umræð-
unni hér í Lesbókinni á undan-
förnum vikum hafa reynt að
svara því mjög ákveðið hvers
virði fræðastarf er í landinu.
Þetta eru einkum þeir Viðar
Hreinsson í grein sem nefndist „Nýtt flóð ósk-
ast“ (Lesbókin 7. janúar 2006) og Ari Trausti
Guðmundsson í annarri sem bar heitið
„Fræðimenning – menningarfræði“ (Lesbókin
21. janúar 2006) en aðrir sem látið hafa í sér
heyra í þessu sambandi hafa einnig komið inn
á málefnið beint og óbeint. Viðar taldi að mikil
sóknarfæri lægju á sviði
fræða fyrir samfélagið allt
og nýsköpun þess og Ari
Trausti dró fram marga
þætti sem sýndu hversu snar þáttur fræðirita-
útgáfa væri fyrir menningu landsins þrátt fyr-
ir að kjör fræðirithöfunda væru afskaplega
bág; þeir ynnu sín verk við erfiðar aðstæður.
Í samræðunum í Lesbókinni hafa höfundar
sýnt fram á, hver með sínum hætti, að í menn-
ingunni búi mikill auður sem hverri þjóð sé
mikilvægt að nýta á ólíkum sviðum mannlífs-
ins. Þessu hafa sífellt fleiri verið að átta sig á
víða um heim og fullyrða má að menningin sé
snar þáttur í að móta lífssýn fólks sem tengist
hinni svonefndu skapandi stétt (e. the creative
class) sem Viðar Hreinsson ræddi í annarri
grein í Morgunblaðinu nýlega („Skapandi
samfélag“, 19. janúar 2006). Í hinni menning-
arlegu umræðu skapast skilyrði til að velta
upp frjóum hugmyndum og vinna þær til
þrautar í samvinnu við marga aðra geira at-
vinnulífsins. Slík samvinna hefur borið frjóan
ávöxt víða og sem betur fer eru sífellt fleiri að
átta sig á möguleikum hennar hér á landi, þó
enn sé langt í að lykilaðilar skilji mikilvægi
hennar. Umfjöllun um menningu og þær hug-
myndir sem spretta út frá henni geta nefnilega
oft orðið svo afkáralegar að grátbroslegt verð-
ur að teljast.
Fræðirit hluti menningar?
Ari Trausti spurði þeirrar spurningar í grein
sinni í Lesbókinni hvort fræðirit væru hluti
menningarinnar og komst að þeirri niðurstöðu
að því miður væri oft þannig um hnúta búið að
fræði, í sem víðustum skilningi þess orðs, væru
ekki höfð með þegar íslenskir ráðamenn efndu
til kynningar á menningu lands og þjóðar. Ari
Trausti kemst svo að orði í grein sinni: „Raun-
vísindi (m.a. jarðfræði eða lífvísindi) og hug-
vísindi (m.a. saga og fornleifafræði), t.d. á bók-
arformi, húsagerðarlist eða alþýðulist sjást
varla eða alls ekki. Um áhuga útlendinga á
slíku þarf varla að efast. Þannig hljóta þeir
sem vinna að slíkum kynningum að líta á
menningu fyrst og fremst eða eingöngu sem
listalíf.“ Mestu virðist ráða hending ein eða
einfaldlega þekkingarleysi á möguleikum ann-
arra greina menningarinnar. Ég er nefnilega
þeirrar skoðunar að staða fræðibóka á mark-
aðnum, sem hefur verið til umræðu í Lesbók-
inni, komi fram mun víðar en á bónusbóka-
borðinu eða í áhugaleysi fjölmiðla í sambandi
við kynningu á fræðiverkum.
Eitt er víst að þegar stjórnvöld marséra af
stað „undir herlúðrum hvellum og gjöllum“ –
efna til veislu á erlendri grund og ákveða að
nýta íslenska menningu á breiðum grundvelli
(þar á meðal sögu, fornleifafræði, lífvísindi og
jarðfræði) – þá er það oft gert þannig að ekki
stendur steinn yfir steini í meðferð þeirra á
efninu. Um þetta er hægt að nefna mörg dæmi
en ég ætla að láta mér nægja þrjú til þess að
draga fram alvöru málsins.
Foringi hvítu mannanna
Þegar nær dró aldamótaárinu 2000 ákváðu ís-
lenskir ráðamenn að efna til veislu og fagna
búsetu norrænna manna í Vesturheimi. Þegar
til kom vissi þetta sama fólk ekki hverju ætti
að fagna og hvernig best væri að bera sig að
við fagnaðarlætin. Mjög snemma í undirbún-
ingnum var tekin sú ákvörðun að setja lítið
sem ekkert fjármagn til rannsókna þannig að
hægt væri að átta sig á að hverju fögnuðurinn
beindist. Staðreyndin var sú að Vesturheims-
rannsóknir höfðu verið í skötulíki hér á landi í
áratugi og það mest vegna þess að ekki fékkst
fé til slíkra rannsókna um árabil. Um stöðu
rannsókna og fræða í sambandi við Vestur-
ferðir höfum við Davíð Ólafsson sagnfræðing-
ur ritað í bók okkar Burt – og meir en bæjar-
leið sem kom út árið 2001 í ritröðinni „Sýnis-
bók íslenskrar alþýðumenningar“. Þar tókum
við í sitthvorum inngangskaflanum gagnrýna
afstöðu til málflutnings ráðamanna í sambandi
við hátíðarhöldin í vesturheimi og bentum á
hvernig klisjum um landnám Íslendinga væri
haldið á lofti, klisjum sem oft ættu rætur sínar
að rekja 70 ár aftur í tímann þegar Vestur-
Íslendingar skýrðu stórhuga þjóðflutninga
sína vestur um haf. Þeir litu nefnilega á sig, í
slíkum söguskýringum, sem hina eiginlegu af-
komendur víkinga, þá sem hefðu ekki þolað
hallærið heima á Íslandi og þess vegna lagt
land undir fót og numið ný lönd í vesturheimi.
Vegur þeirra þar hefði að sjálfsögðu verið
glæsilegri og árangursríkari en flestra ann-
arra þjóða, einkum vegna gáfnafars og annars
andlegs atgervis. Þessi orðræða var síðan yfir-
færð yfir á hátíðahöldin um árþúsundamótin
af hverjum ráðamanninum á fætur öðrum sem
átti þess kost að taka til máls vestanhafs.
Inga Dóra Björnsdóttir, mannfræðingur í
Kaliforníu, benti til dæmis á að umfjöllunin um
„fyrstu hvítu mennina“ í Ameríku – það er
Leif Eiríksson og félaga sem margir forystu-
menn þjóðarinnar mærðu í ræðum sínum vest-
anhafs – bæri vott um sérlega óheppilegan
málflutning í viðkvæmu andrúmslofti kyn-
þátta og þjóðarbrota þar um slóðir. Kynþátta-
hyggja væri litin mjög alvarlegum augum í
Ameríku og flestir afar viðkvæmir fyrir mál-
flutningi sem gæfi slíkum sjónarmiðum undir
fótinn. En íslenskir ráðamenn höfðu bundið
fyrir augun og steininn tók úr þegar forseti Ís-
lands, Ólafur Ragnar Grímsson, stakk upp á
því á stórum blaðamannafundi í Washington
D.C. (í The National Press Club) að þarlend
kvikmyndafyrirtæki frá Hollywood ættu að
ráðast í gerð kvikmyndar um „fyrsta hvíta
barnið“ sem fæðst hefði í Ameríku! Hér var
um að ræða Snorra Þorfinnsson og sá forset-
inn fyrir sér teiknimynd í líkingu við þá sem
Disneyfyrirtækið gerði um Pocahontas. Nokk-
ur umræða spratt upp hér á landi um þessa til-
lögu forsetans og héldu margir að um grín
hefði verið að ræða, en svo reyndist ekki vera
(Inga Dóra Björnsdóttir, „Að kasta 340 millj-
ónum á glæ.“ Morgunblaðið 14. nóvember
1998). Hugmyndin var að sjálfsögðu aldrei
rædd frekar í Bandaríkjunum svo sögur fari
af.
Um þetta leyti fékkst reglulega staðfest
hversu veikburða skilningur ráðamanna var á
þessari margbrotnu sögu í Ameríku og ljóst er
að fræðaheimurinn var að mestu sniðgenginn í
öllum undirbúningi að hátíðarhöldunum. Ég
gerði því skóna í minni umfjöllun í bókinni
Burt – og meir en bæjarleið að þeir sem hefðu
tekið að sér að móta þessa hugmyndafræði –
landvinningarhugmyndafræðina – væru
starfsmenn auglýsingastofa og almanna-
tengsla fyrirtækja og þar væri lexía númer eitt
að koma vel fyrir og ná til fjöldans með góðu
eða illu. Enda leit þáverandi sendiherra Ís-
lands í Bandaríkjunum, Jón Baldvin Hanni-
balsson, yfir farinn veg í frægri skýrslu fyrir
utanríkisráðuneytið um málið og mat það svo
að Ísland hefði fengið ótrúlega mikla athygli
vestanhafs með litlum tilkostnaði (sjá „Pre-
sentation of Iceland in N-America in the Yerar
2000“. Ref: WAS200000484/74.B.001). Lífseig-
um mýtum um stöðu Vestur- og Austur-Ís-
lendinga var líka hampað við hvert tækifæri.
Hreint ótrúleg fegurð íslenskra kvenna
Eitt sorglegasta dæmið um sölumennsku á ís-
lenskri menningu og þjóðlífi er markaðs-
setning Flugleiða á undanförnum árum á er-
lendri grund og átak sem stjórnvöld stóðu að
til þess að selja lambakjöt í Bandaríkjunum
undir forystu Baldvins Jónssonar. Í báðum til-
fellum tók auglýsingafólk enn á ný til hendinni
og safnaði saman bábiljunum um íslenska
menningu, einkum um stöðu kvenna hér á
landi – um „eðli“ þeirra og innræti. Þorgerður
Þorvaldsdóttir, sagn- og kynjafræðingur, hef-
ur fjallað um þetta efni á athyglisverðan hátt í
rannsókn sem unnin var við The New School
of Social Research í New York undir lok síð-
ustu aldar. Þar bendir hún meðal annars á
hvernig markaðsfyrirtæki hafi „selt“ ákveðna
ímynd af íslenskum konum, ímynd sem bæði
var tvíræð og kynferðisleg – gaf til kynna heil-
brigði íslenskra kvenna, löngun og vilja til
kynferðislegs samræðis við hvern þann sem
byðist, auk mikillar náttúrulegrar fegurðar –
studd íslenskri menningu, hreinni og óspilltri
náttúru og sögu landsins. Allt gert til að selja
lambakjöt í Bandaríkjunum og helgarferðir til
Íslands.
Enn á ný var gerð tilraun til að benda á
hvers konar gjörningar væru þarna á ferð en
allt kom fyrir ekki. Stórfyrirtæki, hagsmuna-
samtök bænda og stjórnvöld nýttu sér þessa
lágkúrulegu aðför að fólki á Íslandi til þess
eins að draga athyglina að landinu og þeim
ímyndum sem talið var að dygðu til að lokka
fólk yfir hafið og hingað. Engu máli breytti þó
að mótmæli væru hörð og bent væri á hvers
konar fordómum þetta auglýsingaskrum
byggði á. Landkynning skyldi það heita með
góðu eða illu, ábendingar og rök fræðaheims-
ins voru látin sem vindur um eyru þjóta.
Útrásin og „strákarnir okkar“
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson,
flutti fyrirlestur í hádegisfundarröð Sagn-
fræðingafélags Íslands hinn 10. janúar 2006
sem bar heitið „Útrásin: Uppruni – Einkenni –
Framtíðarsýn.“ Þar skýrði hann útrásina í
löngu máli og rakti hana til innsta „eðlis“ ís-
lensku þjóðarinnar. Krafturinn, þrautseigjan
og útsjónarsemin hefðu varðveist í beinan
karllegg frá víkingunum íslensku á söguöld;
landkönnuðir og uppfinningamenn liðinna alda
væru greyptir í menningu landsins og mennt-
ir. Til að undirstrika „greiningu“ sína rakti
hann tíu atriði sem hann taldi að gætu skýrt
hina sterku stöðu íslenska útrásarliðsins á er-
lendum vettvangi, fólksins sem greinilega átti
aðdáun forsetans alla. Þar voru tíundaðir
þættir eins og viljinn til að taka áhættu, menn-
ingararfleifðin, samheldnin, dýrmæti mann-
orðsins, áherslan á sköpunargáfuna og fleira í
þeim dúr.
Ég skrifaði um efni fyrirlestrarins stuttan
pistil sem birtist samdægurs á vefritinu Kist-
an (sjá „„Við erum frábær!“ kistan.is). Þarna í
sal Þjóðminjasafns Íslands í janúar árið 2006
náði skrumskæling samtímamenningarinnar
nýjum hæðum og um leið var gengið framhjá
augljósum tengingum útrásarliðsins við sam-
bærilega starfsemi í heiminum, hreyfingu sem
stundum er kennd við nýkapitalisma og teng-
ist hnattvæðingu síðari ára, frjálsu flæði fjár-
magns og upplýsinga auk óheftra tækifæra til
að fara ránshendi um atvinnulífið ef svo ber
undir. Dregnar voru fram grunnhyggnar upp-
hrópanir um íslenska menningu og sögu til
þess að varpa ljóma á fólk sem mikilvægt er að
taka til umfjöllunar á allt öðrum forsendum.
Forseti Íslands var á svipuðum nótum í ára-
mótaávarpi sínu til íslensku þjóðarinnar þegar
hann fjallaði um Austurlönd fjær og frægðar-
för sína á þær slóðir á liðnu ári. Tilgerðarleg
upphafning á getu Íslendinga og gæðum reið
þar ekki við einteyming.
Í skugga heimskunnar
Dæmin þrjú sem hér hafa verið dregin fram
sýna hvernig íslenskir ráðamenn og hags-
munaaðilar í atvinnulífinu hafa komist upp
með að fjalla um íslenska menningu, sögu og
vísindi án þess að leggja sig eftir bestu hugs-
anlegum rannsóknum um efnið. Mér dettur
ekki í hug að þetta stafi af illum hug eða sér-
kennilegum hvötum, aðeins af ókunnugleika á
því starfi sem unnið er í landinu af fræða- og
vísindafólki. Fólk hlýtur að spyrja sig hvaða
aðgang ráðamenn hafi að nýjustu upplýsing-
um og hvers konar ráðgjöf þeir eru að fá við
úrvinnslu verkefna sem þeim er ætlað að hafa
skoðun á. Spyr sá sem ekki veit.
Rétt eins og fram hefur komið hér í Lesbók-
inni að undanförnu þá hefur leið fræðiverka
upp á bónusborð bókamarkaða verið ógreið-
fær og fyrir bragðið hefur hver rannsóknin af
annarri farið framhjá landsmönnum og að því
er virðist einnig ráðamönnum. Eftir stendur
menning í vanda. Vandi hennar byggist á glöt-
uðum tækifærum til að nýta sér það frjóa
fræðastarf sem hér er unnið á vettvangi menn-
ingar, á skilningsleysi á þeim möguleikum sem
búa í starfi vísindanna og á því skeytingarleysi
sem fræðastarfi er sýnt á fjölmörgum sviðum
þjóðlífsins – einkum af opinberum aðilum (hér
má minna á tilraunir fulltrúa almannavaldsins
til að sniðganga mikilvægar rannsóknir í
tengslum við virkjanir á hálendinu). Fræða-
fólk má ekki láta þessa hluti yfir sig ganga,
það verður að skera upp herör gegn skugga-
hliðum markaðsvæðingar og máttleysi menn-
ingarrýninnar og sýna sjálft fram á mikilvægi
fræða í samtímanum.
Eitt varhugavert sjónarmið um vísindastarf
og fræðirit sem stundum er haldið á lofti, nú
síðast í tveimur viðhorfspistlum í Morgun-
blaðinu af Kristjáni G. Arngrímssyni, blaða-
manni og heimspekingi, (fyrst „Umberto og
maurarnir“, 17. janúar 2006; „Að vekja at-
hygli“, 31. janúar 2006, en í þeim síðari voru
mér kennd undurstöðuatriði blaðamennsku!),
birtist í þeirri mynd að hollast sé fyrir fræða-
heiminn að vera ekki með neitt brölt – vel unn-
in fræðirit muni hafa sigur um síðir. „Ég er
sannfærður um að fræðibækur munu af sjálfs-
dáðum hljóta athygli og jafnvel seljast vel“,
segir Kristján G. í fyrri pistli sínum og heldur
áfram, „ef þær fjalla um mikilvægar og/eða at-
hyglisverðar spurningar, leitast við að veita
svör við þessum spurningum, eru skrifaðar á
skýru og skilmerkilegu máli og gefa lesand-
anum tilfinningu fyrir því að efnið sé áþreifan-
legt og mikilvægt.“ Um viðhorfin sem reifuð
eru í grein Kristjáns mætti hafa mörg orð, en
sagan af Umberto Eco og maurunum vakti at-
hygli mína (í ljósi umvöndunar hans í síðari
greininni) þar sem erfitt var að átta sig á teng-
ingu dæmisögunnar við aðalefni greinarinnar
sem birtist í tilvitnuninni hér að ofan. Ég vona
að þau fáu dæmi sem ég hef tilgreint hér í
greininni sýni svo ekki verði um villst að betur
má ef duga skal; sú þekking sem fræðimenn
skapa hefur einmitt ekki skilað sér og við nú-
verandi aðstæður virðist ljóst að jafnvel
áhugaverðustu fræðirit fá ekki þá athygli sem
þau verðskulda. Það hlýtur, af framangreind-
um ástæðum, að vera eitt brýnasta verkefni
fræðanna í framtíðinni að láta einskis ófreistað
að koma efni þeirra á framfæri við ráðamenn,
fjölmiðla, almenning og menningarsamfélagið
í heild sinni. Þar er því miður mikið verk að
vinna.
Höfundur er doktor í sagnfræði og fræðimaður í
ReykjavíkurAkademíunni.
Auðlegð, menning og völd
Á síðustu vikum hafa átt sér stað áhugaverð-
ar umræður um stöðu fræðibóka, gagnrýnin
og uppbyggileg samræða um mikilvægar
spurningar sem tengjast þessu sviði menn-
ingar. Þar hefur til dæmis verið spurt hvort
það skipti einhverju máli að fræðiverk séu
til? Í þessari grein er gerð tilraun til að svara
þeirri spurningu ásamt því að velta upp
ábyrgð valdhafanna sem fjalla um menningu
innanlands og utan.
Morgunblaðið/Þorkell
Forseti Íslands „Dregnar voru fram grunn-
hyggnar upphrópanir um íslenska menningu og
sögu til þess að varpa ljóma á fólk sem mikilvægt
er að taka til umfjöllunar á allt öðrum for-
sendum.“ Myndin er tekin í fundarsal Þjóð-
minjasafnsins þar sem Ólafur Ragnar Grímsson
hóf fyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins um
útrásina í janúar.
Eftir Sigurð Gylfa
Magnússon
sigm@akademia.is