Morgunblaðið - 05.01.2006, Side 2

Morgunblaðið - 05.01.2006, Side 2
ÍÞRÓTTIR 2 C FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT TOTTENHAM heldur sínu striki í ensku úrvalsdeildinni eftir 2:0- sigur liðsins á útivelli í gær gegn Manchester City en Mido og Robb- ie Keane skoruðu mörk Lundúna- liðsins. Lærisveinar Martins Jols, knattspyrnustjóra Tottenham, hafa nú unnið sex af síðustu átta deildarleikjum en Stuart Pearce, knattspyrnustjóri City, hefur ekki fiskað vel yfir hátíðirnar enda hefur liðið aðeins fengið eitt stig í síðustu fjórum leikjum. Vörn Tott- enham gaf varla færi á sér í leikn- um enda áttu framherjar City varla skot að marki sem skapaði hættu. Tottenham er sem fyrr í fjórða sæti deildarinnar með 40 stig að loknum 21 leik, 18 stigum á eftir Englandsmeisturum Chelsea en aðeins einu stigi á eftir Liverpool sem er í þriðja sæti deildarinnar. Manchester City er með 28 stig og er um miðja deild. Fyrra mark Tottenham skoraði Mido á 31. mínútu eftir skelfileg mistök varnarmannsins Sylvains Distins. Síðara markið skoraði Keane undir lok leiksins en það var Egyptinn Mido sem skallaði boltann inn fyrir flata vörn City. Tottenham er til alls líklegt þessa dagana og ætlar eflaust að ná einu meistaradeildarsæti í lok leiktíðar en fjögur efstu lið deild- arinnar fá að vera með í meist- aradeildinni næsta haust. Martin Jol var hæstánægður með sína menn í leikslok og telur hann að félagið eigi góða mögu- leika á meistaradeildarsæti. „Þessi leikur var sigur liðsheild- arinnar. Við lékum vel í fyrri hálf- leik en náðum ekki að hrista þá af okkur þrátt fyrir að vera marki yfir. Síðara markið var því gríð- arlega mikilvægt og það er draumi líkast að vera með 40 stig í fyrstu vikunni í janúar. Ég held að þetta sér í fyrsta sinn í áratug sem að Tottenham er með 40 stig á þessum tímapunkti deildarkeppn- innar og ég er að sjálfsögðu hæst- ánægður með þann árangur. Það eru mörg lið sem vildu vera í okk- ar sporum og 40 stig segja okkur að liðið er á réttri leið og er ekki að glíma við mörg vandamál. Meistaradeildarsæti er félaginu nauðsynlegt,“ sagði Martin Jol knattspyrnustjóri Tottenham. Mido og Keane sáu um Man. City KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild, Iceland Express-deildin Borgarnes: Skallagrímur – UMFN.....19.15 Iða: Hamar/Selfoss – Snæfell...............19.15 Ásvellir: Haukar – UMFG....................19.15 Akureyri: Þór A. – Höttur ....................19.15 Keflavík: Keflavík – ÍR .........................191.5 DHL-höllin: KR – Fjölnir.....................19.15 KNATTSPYRNA England Úrvalsdeild: Manchester City – Tottenham................0:2 Mido 31., Robbie Keane 83. Staðan: Chelsea 21 19 1 1 46:10 58 Man. Utd 21 13 6 2 40:17 45 Liverpool 19 12 5 2 28:11 41 Tottenham 21 11 7 3 31:18 40 Arsenal 20 10 4 6 27:15 34 Wigan 21 11 1 9 25:26 34 Bolton 19 9 5 5 25:20 32 Blackburn 20 9 3 8 26:25 30 Man. City 21 8 4 9 27:24 28 West Ham 21 7 5 9 27:30 26 Newcastle 20 7 5 8 20:23 26 Aston Villa 21 6 7 8 25:30 25 Charlton 19 8 1 10 24:30 25 Fulham 21 6 5 10 25:30 23 Everton 21 7 2 12 14:31 23 Middlesbro 20 5 7 8 25:30 22 WBA 21 5 4 12 20:31 19 Portsmouth 21 4 5 12 16:33 17 Birmingham 20 4 4 12 15:29 16 Sunderland 20 1 3 16 15:38 6 Markahæstir: Ruud Van Nistelrooy, Man.Utd............... 15 Frank Lampard, Chelsea ......................... 13 Aiyegbeni Yakubu, Middlesbr. ................ 11 Darren Bent, Charlton ............................. 10 Thierry Henry, Arsenal............................ 10 Wayne Rooney, Man.Utd ......................... 10 Marlon Herewood, West Ham ................... 9 Henry Camara, Wigan................................ 8 Andy Cole, Man.City................................... 8 Brian McBride, Fulham ............................. 8 Ahmed Mido, Tottenham............................ 8 Hernan Crespo, Chelsea ............................ 7 Didier Drogba, Chelsea .............................. 7 Michael Owen, Newcastle .......................... 7 Steven Gerrard, Liverpool ......................... 6 Spánn Bikarkeppnin, 16-liða úrslit, fyrri leikir: Cadiz – Sevilla........................................... 3:2 Celta Vigo – Real Betis............................ 1:1 Deportivo La Coruna – Osasuna ............ 3:0 Atletico Madrid – Zaragoza ............. frestað Getafe – Espanyol .....................................0:1 Villarreal – Valencia..................................0:2 Frakkland Marseille – Lens........................................1:1 Le Mans – Metz.........................................2:0 Lille – Ajaccio ............................................2:0 Nancy – Bordeaux.....................................0:0 Nantes – Rennes .......................................0:2 Nice – Toulouse .........................................2:1 París SG – Sochaux ...................................3:1 St. Etienne – Troyes .................................1:1 Strasbourg – Lyon ....................................0:4 Staðan: Lyon 20 14 5 1 34:13 47 Lens 20 8 11 1 31:15 35 París SG 20 10 4 6 26:19 34 Lille 20 9 6 5 28:15 33 Bordeaux 20 8 9 3 17:11 33 Auxerre 19 10 2 7 26:21 32 Marseille 20 9 5 6 22:22 32 Mónakó 19 9 4 6 19:13 31 St. Etienne 20 7 9 4 19:13 30 Le Mans 20 8 4 8 19:16 28 Rennes 20 9 1 10 23:33 28 Nancy 20 7 4 9 20:16 25 Troyes 20 6 7 7 18:22 25 Nantes 20 6 5 9 18:22 23 Nice 20 5 8 7 14:18 23 Sochaux 20 5 6 9 13:21 21 Toulouse 20 5 4 11 17:26 19 Ajaccio 20 2 8 10 10:24 14 Metz 20 2 8 10 11:29 14 Strasbourg 20 1 8 11 10:26 11 KÖRFUKNATTLEIKUR ÍS – Keflavík 65:83 Íþróttahús Kennaraháskólans, 1. deild kvenna, Iceland-Express-deildin, miðviku- daginn 4. janúar 2006. Stig ÍS: Signý Hermannsdóttir 18, Helga Jónasdóttir 13, Þórunn Bjarnadóttir 10, Stella Kristjánsdóttir 8, Hanna Kjartans- dóttir 6, Lovísa Guðmundsdóttir 6, Berg- lind Ingvarsdóttir 2, Hafdís Helgadóttir 2. Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 29, La. K. Barkus 28, Ingibjörg Vilbergsdóttir 8, Svava Stefánsdóttir 5, Bára Bragadóttir 4, Margrét Sturludóttir 4, Sæunn Sæ- mundsdóttir 3, María Erlingsdóttir 2. KR – Breiðablik 57:64 DHL-höllin: Stig KR: Dijana Mesarovic 15, Vanja Per- icin 14, Lilja Oddsdóttir 10, Thelma Fjal- arsdóttir 6, Natasa Marinkovic 5, Georgia O. Kristiansen 4, Sigrún Skarphéðinsdóttir 3. Stig Breiðabliks: Meagan Hoffman 25, Erica Anderson 21, Ragnheiður Theodórs- dóttir 9, Freyja Sigurjónsdóttir 3, Sara Ólafsdóttir 2, Kristín Óladóttir 2, Efemía Sigurbjörnsdóttir 2. Staðan: Haukar 10 9 1 844:551 18 Grindavík 10 8 2 836:638 16 Keflavík 11 7 4 970:711 14 ÍS 11 5 6 724:770 10 Breiðablik 11 2 9 628:921 4 KR 11 1 10 555:966 2 NBA-deildin Úrslit í fyrrinótt: Washington – Houston .................... 111:123 Atlanta – Toronto ............................... 97:108 Detroit – Orlando ............................... 108:99 Memphis – Golden State.................... 104:94 Dallas – Portland.................................. 95:81 Utah – LA Lakers ................................ 90:80 HANDKNATTLEIKUR Forkeppni heimsmeistaramótsins: 1.riðill: Grikkland - Ítalía.................................. 30:21 2.riðill: Ísrael - Finnland................................... 28:25 3.riðill: Makedónía - Kýpur ...............................32:23 Kýpur - Makedónía .............................. 20:33 4.riðill: Litháen - Lettland................................ 29:28 5.riðill: Svíþjóð - Tyrkland................................ 40:19 Í KVÖLD ÍTALSKI knattspyrnumaðurinn Paolo Di Canio, sem leikur með Lazio í Róm, hefur heitið því að hætta að heilsa stuðningsmönnum félagsins að hætti fasista. Þessi 37 ára gamli framherji var í tvígang í desember sektaður fyrir athæfið og var að auki úrskurðaður í eins leiks bann en í viðtali við útvarps- stöð í Róm í gær lofaði Di Canio því að hann myndi ekki veifa til stuðningsmanna Lazio með fast- istakveðju. Sepp Blatter, forseti FIFA, hef- ur litið málið mjög alvarlegum augum og hann lét hafa eftir sér fyrir skömmu að útiloka ætti Di Canio frá knattspyrnni enda hafi hann sett ljótan blett á íþróttina. Di Canio lof- ar að hætta LARS Krogh Jeppesen stór- skytta danska landsliðsins í handknattleik og leikmaður Evrópumeistara Barcelona meiddist á æfingu danska landsliðsins í París í gær. Óvíst er hvort hann verð- ur með Dönum á Evr- ópumótinu sem hefst í Sviss 26. þessa mánaðar en Danir eru í riðli með Íslendingum, Ungverjum og Serbum/ Svartfellingum. Danir hófu undirbúning sinn fyrir Evrópumótið í gær, í kvöld mæta þeir liði Túnis í æfingaleik og á föstudaginn spila þeir við franska liðið Ivry sem Ragn- ar Óskarsson leikur með. Jeppesen ekki með Dönum á EM? Ég hef aldrei kynnst íslenskumknattspyrnumanni sem ekki er sterkur persónuleiki, og Emil er engin undantekning frá því. Hann er snöggur og með stórkostlegan vinstri fót og ég er ánægður með að félaginu skyldi takast að semja við hann,“ segir Åkeby á vef Malmö FF. Stjórnarmenn sænska félagsins, lýsa þar einnig yfir ánægju með komu Emils. „Okkur hefur vantað í okkar hóp ekta vinstrifótar leikmann á miðjuna og við erum þess vegna afar ánægðir með að geta fengið efnilegasta leik- mann 21-árs landsliðs Íslands í þá stöðu hjá Malmö FF,“ segir Bengt Madsen. „Við höfum verið að leita að leikmanni á borð við Emil. Hann er snöggur og sterkur,“ segir Hasse Borg. Emil kemur til félagsins í dag og staldrar ekki lengi við í Svíþjóð því lið Malmö FF fer á laugardaginn til Suður-Afríku og dvelur þar í æfinga- búðum í tvær vikur. Åkeby ánægður með að fá Íslending SÖREN Åkeby, þjálfari sænska knattspyrnufélagsins Malmö FF, er afar ánægður með að hafa fengið íslenskan leikmann í sín- ar raðir. Emil Hallfreðsson, fyrr- um FH-ingur, kemur til félagsins í dag sem lánsmaður frá Totten- ham Hotspur og verður í röðum Malmö út komandi tímabil, eins og áður hefur komið fram. Morgunblaðið/Árni Torfason Emil Hallfreðsson í Evrópuleik með FH-liðinu. JOS segi síða vera Ch amo vill h fyrir ónir Mou höm síðar geng með arra john síða ugle h GUNNAR Pettersen, þjálfari norska landsliðsins í handknattleik, hefur mælst til þess að leikmenn liðsins standi ekki í samningaviðræðum við félög á meðan Evrópukeppnin stend- ur yfir í Sviss. Hann hefur farið þess á leit við þá að þeir annaðhvort gangi frá sínum málum fyrir næsta keppn- istímabil áður en keppnin hefst, eða geymi það þar til henni er lokið. „Fyrir suma af okkar mönnum er EM sýningargluggi og þar geta þeir komist í samband við önnur félög. En ég vil ekki sjá að einhverjir þeirra séu í viðræðum á meðan keppnin er í gangi. Það væri mjög ófagmannlegt,“ sagði Pettersen við Nettavisen í gær. Meðal þeirra norsku leikmanna sem óvissa er um þessa dagana er Kristian Kjelling, sem leikur með Enga samninga meðan E

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.