Morgunblaðið - 05.01.2006, Síða 4
LEIK Atletico Madrid og Real
Zaragoza í 16 liða úrslitum
spænsku bikarkeppninnar í
knattspyrnu sem fara átti
fram í gærkvöldi var frestað
þar sem 14 leikmenn Atletico
Madrid greindust með matar-
eitrun. Forráðamenn félagsins
sögðu að leikmennirnir hefðu
byrjað að kvarta um verk í
maga skömmu eftir að hafa et-
ið kvöldmat saman í fyrra-
kvöld í höfuðstöðvum félags-
ins og fylgdu verkjunum
uppköst og niðurgangur. Ekki
er víst hvort leikmennirnir
verði búnir að ná sér á sunnu-
daginn en þá á liðið að taka á
móti Valencia í spænsku 1.
deildinni.
Matareitrun
í herbúðum
Atletico
FÓLK
ATLI Steinarsson var í fyrrakvöld
sæmdur heiðurskrossi Íþrótta- og
ólympíusambands Íslands í hófi sem
haldið var í tengslum við kjör
íþróttamanns ársins á Grand hóteli
Reykjavík. Atli var einn fjögurra
stofnfélaga Samtaka íþróttafrétta-
manna, SÍ, fyrir hálfri öld og sá eini
sem er á lífi. Hann var lengi íþrótta-
fréttamaður Morgunblaðsins og for-
maður SÍ sem nú útnefndi íþrótta-
mann ársins í fimmtugasta sinn.
MORTEN Þór Szmiedowicz, leik-
maður Hauka, og Hallgrímur
Brynjólfsson, leikmaður Hamars/
Selfoss, voru úrskurðaðir í eins leiks
bann á fundi aganefndar Körfu-
knattleikssambands Íslands í fyrra-
dag. Þeir fengu báðir brottvísanir í
leikjum liða sinna í úrvalsdeildinni
29. desember.
CHRIS Sutton, sóknarmaður
Glasgow Celtic, er undir smásjánni
hjá tveimur enskum úrvalsdeildar-
liðum, Everton og Portsmouth.
David Moyes knattspyrnustjóri
Everton hefur verið á höttunum á
eftir Sutton um nokkurt skeið og nú
er Harry Redknapp hjá Portsmouth
kominn í slaginn, enda með vilyrði
fyrir miklu fjármagni frá væntan-
legum eiganda, Alexandre Gayda-
mek.
SUTTON, sem er 32 ára, er með
klásúlu í sínum samningi við Celtic
um að geta losnað þaðan fyrir 300
þúsund pund, um 35 milljónir króna.
MIRKO Slomka hefur verið ráð-
inn þjálfari þýska 1. deildarliðsins
Schalke. Tekur hann við af Ralf
Rangnick sem leystur var frá störf-
um á dögunum. Slomka, sem gerði
samning við Schalke fram til loka
keppnistímabilsins, var áður aðstoð-
armaður Rangnick.
MANCHESTER City hefur fengið
spænska knattspyrnumanninn Al-
bert Riera að láni frá Espanyol út
þessa leiktíð. Riera, sem er 23 ára
miðvallarleikmaður, var aðeins fjór-
um sinnum í byrjunarliði Espanyol á
tímabilinu. City hefur möguleika á
að kaupa Riera næsta sumar fyrir
3,5 milljónir punda. Riera kom til
Espanyol í sumar frá Bordeaux en
hann lék áður fyrr með Mallorca.
MARTINA Hingis heldur sigur-
göngu sinni áfram á opnu tennismóti
í Ástralíu, en það er fyrsta mótið
sem hún tekur þátt í þrjú ár. Í
fyrstu umferð vann Hingis spænska
tenniskonu og í fyrrinótt lagði hún
Tékkann Klara Koukalova í tveimur
settum, 6:3 og 6:2. Hingis er þar
með komin í 3. umferð. Koukalova
er í 35. sæti á styrkleika Alþjóða
tennissambandsins.
ENSKA úrvalsdeildarliðið
Portsmouth samdi í gær við
pólska landsliðsmiðherjann
Emmanuel Olisadebe til loka
leiktíðarinnar. Olisadebe, sem
fæddur er í Nígeríu, kemur til
Portsmouth frá Pantahinaikos í
Grikklandi. Hann hefur leikið 25
leiki fyrir Pólland og verður
Portsmouth góður liðstyrkur og
veitir ekki af því það er í 3.neðsta
sæti með 17 stig í 20 leikjum.
Olisadebe í Portsmouth
JASON Pryor, körfuknattleiks-
maður frá Bandaríkjunum, er
genginn til liðs við úrvalsdeildar-
lið Hauka. Hann leysir af hólmi
landa sinn, DeeAndre Hulett, sem
var sagt upp hjá Hafnarfjarðarlið-
inu rétt fyrir jólin.
Pryor, sem er 26 ára gamall
bakvörður, 1,88 m á hæð, hefur
áður leikið hér á landi því hann
spilaði með Valsmönnum seinni
hluta tímabilsins 2002–2003 og
skoraði þá 32,8 stig að meðaltali í
leik í þeim 11 leikjum sem hann
tók þátt í. Mest gerði hann 45 stig
í leik gegn Skallagrími. Pryor fór
frá Val til hollenska liðsins Land-
stede Zwolle og þaðan til Pól-
lands. Hann fór til Írlands í des-
ember og lék einn leik með
Neptune í írsku úrvalsdeildinni,
skoraði 36 stig í honum og var þá
sagður liðinu gífurlegur lið-
styrkur.
Haukar sitja á botni úrvals-
deildarinnar með aðeins 2 stig úr
fyrstu 11 leikjum sínum og eiga
því fyrir höndum erfiða baráttu
fyrir lífi sínu í síðari umferðinni.
Þeir skiptu jafnframt um þjálfara
um áramótin en Ágúst Björgvins-
son tók þá við af Predrag Bojovic.
Hann hefur ekki leikið knatt-spyrnu í 16 mánuði, eða síðan
hann sleit liðbönd í ökkla í leik með
Skagamönnum gegn ÍBV í lokaum-
ferð Íslandsmótsins 2004. Meiðslin
eiga sér þó lengri sögu.
„Þetta eru álagsmeiðsli sem hægt
er að rekja alveg aftur til 12–13 ára
aldurs. Frá þeim tíma var ég stöðugt
að misstíga mig og togna á ökkla en
hvíldi samt aldrei neitt að ráði, hlust-
aði ekki á lækna og spilaði bara
„teipaður“. Sem dæmi tók ég þátt í
45 leikjum með tveimur flokkum á
einu sumri, þegar ég var 16 ára og
það sjá allir hvers konar vitleysa það
er,“ sagði Hjálmur Dór við Morgun-
blaðið.
Ökklinn bólgnar upp
við eitt markskot
Hann hóf að leika með meistara-
flokki ÍA 18 ára gamall og hefur spil-
að 52 leiki fyrir félagið í efstu deild.
Auk þess á hann að baki 16 leiki með
yngri landsliðum Íslands, þar af
fjóra með 21 árs landsliðinu.
Hjálmur Dór gekkst undir aðgerð
á ökklanum í mars á síðasta ári og
hefur frá þeim tíma ekki verið í
standi til að leika knattspyrnu.
„Ég hef aldrei náð mér nógu vel
eftir það, ökklinn bólgnar upp ef ég
tek eitt markskot og ég get ekkert
hlaupið. Brjóskeyðing er mjög slæm
því brjóskið kemur ekki til baka
nema að óverulegu leyti. Það er
reyndar komið til sögunnar nýtt efni
sem er sprautað í ökklann og örvar
brjóskmyndun en það hefur ekki
virkað að ráði á mig enn sem komið
er.“
Hef ekki áhuga á að
vera haltur alla ævi
Hjálmur Dór vill ekki útiloka að
hann geti leikið knattspyrnu á ný en
telur ósennilegt að hann spili nokkuð
á nýhöfnu ári.
„Ég er aðeins 23 ára og ætla ekki
að fara að lýsa því yfir að ég sé hætt-
ur, það er einfaldlega of gaman að
spila fótbolta til þess að það sé hægt.
En ég ætla ekki að flýta mér neitt og
maður verður að vera skynsamur, ég
hef heldur ekki áhuga á því að vera
haltur alla ævi. Mér fannst rétt að
losa mig undan samningi, það væri
ekki sanngjarnt að félagið væri að
greiða mér þegar ég gæti ekki spilað
með liðinu, og svo þýðir það að ég get
hugað að minni endurhæfingu al-
gjörlega á mínum forsendum. Ef ég
næ bata mun ég spila fótbolta á ný,
svo einfalt er það. Fótboltinn er of
skemmtilegur til að ég geti hugsað
mér að hætta honum alfarið. Ég fór
út í þjálfun á yngri flokkum síðasta
vor og það hefur að hluta til komið í
staðinn fyrir það að geta spilað sjálf-
ur,“ sagði Hjálmur Dór, sem nú ein-
beitir sér að því að þjálfa pilta í 4.
flokki ÍA.
Skagamaðurinn Hjálmur Dór Hjálmsson úr leik vegna brjóskeyðingar í ökkla
„Hvíldi aldrei og
hlustaði ekki á lækna“
HJÁLMUR Dór Hjálmsson,
knattspyrnumaður á Akranesi,
hefur komist að samkomulagi
við Knattspyrnufélag ÍA um rift-
un á samningi sínum við félagið
sem átti að renna út í lok þessa
árs. Hjálmur Dór gat ekkert spil-
að með Skagamönnum í fyrra og
tvísýnt er hvort hann leiki knatt-
spyrnu á ný þar sem hann glímir
við brjóskeyðingu í ökkla en
Hjálmur er aðeins 23 ára gamall.
Eftir Víði Sigurðsson
vs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Hjálmur Dór Hjálmsson var að stjórna 4. flokki drengja knatt-
spyrnuliði ÍA í æfingaleik í gær á Akranesi.
Jason Pryor til
liðs við Hauka