Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 1
2006  FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR BLAÐ C REIKNAR MEÐ BARÁTTU MILLI ÍSLENDINGA OG UNGVERJA / C2 ÚTLIT er fyrir að nýtt áhorfendamet verði slegið í þýsku 1. deildinni í handknattleik karla í vetur. Þegar deildin er hálfnuð hafa um 730 þúsund manns mætt samtals á leikina, sem ger- ir 4.543 áhorfendur á leik að meðaltali. Það er aukning um 400 áhorfendur á leik, miðað við síðasta tímabil. Kiel hefur um árabil verið með bestu aðsókn- ina í deildinni en nú bregður svo við að það er Gummersbach, lið Guðjóns Vals Sigurðssonar og Róberts Gunnarssonar, sem hefur fengið flesta áhorfendur á sína heimaleiki, 11.422 að meðaltali. Hjá Kiel er meðaltalið ávallt 10.250 manns en uppselt er þar á hvern einasta leik. Lykillinn að þessari aðsókn hjá Gummers- bach er sá að til þessa hefur liðið spilað sex heimaleiki af níu í hinni risastóru Köln-Arena, sem rúmar tæplega 20 þúsund manns. Alls mun liðið spila 11 af 17 heimaleikjum vetrarins þar. Gummersbach fram úr Kiel B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N AB L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A BJARNI Guðjónsson, leikmaður með Plymouth í ensku 1. deildinni, á von á því að geta gengið frá samningi við belgíska knattspyrnuliðið Lokeren í byrjun næstu viku en hann æfði með félaginu á Malaga á Spáni og tók þátt í æfingaleik gegn hollenska liðinu Volendam. „Ég þarf að ganga frá mínum málum við Plymouth með formlegum hætti áður en ég get farið í samningaviðræður við Lokeren en ég á ekki von á öðru en að það eigi eftir að ganga upp. Þjálfarinn vill fá mig til liðsins og helst vill hann ganga frá samningsmálum fyrir miðviku- daginn í næstu viku enda tekur það eina viku fyrir leikmenn að fá leikheimild. Lokeren á að leika gegn Moeskroen þann 21. janúar nk. eftir vetrarfrí og vonast Bjarni til þess að geta leikið með liðinu í þeim leik. Aime Antheunis er þjálfari Lokeren en hann var þjálfari Bjarna er hann stýrði belgíska liðinu Genk. „Ég er mjög spenntur fyrir því að fá tækifæri til þess að spila á ný enda hef ég lítið fengið að leika í vetur undir stjórn Tony Pulis hjá Plymouth. Antheunis hefur ekki öll völd þegar kem- ur að því að fá leikmenn til Lokeren og þurfa leikmenn að sýna sig og sanna fyr- ir forsetanum, Roger Lambrecht, áður en lokaákvörðun er tekin. Ég ræddi við Lambrecht nú rétt áðan og hann villa hitta mig í byrjun næstu viku til þess að ræða samningsmálin,“ sagði Bjarni í gær en hann var þá staddur á flugvellinum í Malaga. Lokeren er sem stendur í sjöunda sæti belgísku 1. deildarinnar með 29 stig eftir 18 leiki, sjö stigum á eftir Standard Liege sem trónir á toppnum. Bjarni líklega í Lokeren Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is MAGNÚS Sverrir Þorsteinsson, knatt- spyrnumaður, er á leið til Keflavíkur á ný eftir eins árs dvöl í Grindavík. Hann fór þangað síðasta vetur eftir að Guðjón Þórðarson, þáverandi þjálfari Keflvík- inga, vék honum úr leikmannahópnum. Magnús, sem er 23 ára, lék 17 leiki með Grindavík í úrvalsdeildinni síðasta sumar og skoraði 3 mörk en hann á að baki 56 leiki með Keflvíkingum í deild- inni og hefur skorað í þeim 5 mörk. Þetta kom fram á Fótbolti.net seint í gærkvöld og þar var haft eftir Magnúsi að 99 prósent líkur væru á því að þetta gengi í gegn og í raun ætti aðeins eftir að skrifa undir samning. Magnús á leið til Keflavíkur Það er næsta víst að Viggó nærað jafna metið þegar Ísland mætir Katar í kvöld. Síðan getur hann slegið metið gegn Noregi í Kristiansund á sunnudag. Árangur landsliðsins í þessum 14 leikjum undir stjórn Viggós, eru ellefu sigr- ar og þrjú jafntefli – frá því að landsliðið lagði Pólverja að velli í Laugardalshöllinni 26. mars, 31:30. Sigurleikirnir hafa verið fjórir gegn Noregi, tveir gegn Póllandi, Færeyjum og Hvíta-Rússlandi – og einn gegn Svíþjóð og Danmörku. Jafnteflisleikirnir þrír eru gegn Sví- þjóð, Danmörku og Noregi. Tveir leikmenn hafa tekið þátt í öllum þessum fjórtán leikjum – það eru þeir Birkir Ívar Guðmundsson og Vignir Svavarsson. Tveir léku alla fimmtán leikina undir stjórn Þorbjarnar 1996 – Guð- mundur Hrafnkelsson og Ólafur Stefánsson. Sigrar unnust í 14 leikj- um – tveir gegn Færeyjum, Sviss, Eistlandi og Danmörku, einn gegn Ástralíu, Bandaríkjunum, Japan, Suður-Kóreu, Noregi og Grikk- landi. Einn leikur endaði með jafn- tefli, gegn Grikklandi. Ljósmynd/Anders Tøsse Íslenska vörnin ver aukakast Norðmanna í leiknum í Kristiansund í gærkvöldi. Íslenska liðið sigraði Norðmenn, 31:30. Viggó er einum leik frá meti Þorbjarnar „ÉG er að sjálfsögðu ánægður með sigurinn en ekki leikinn sem slíkan,“ sagði Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari karla í hand- knattleik, sem stjórnaði landsliðinu í 14. leiknum í röð án taps, þegar Norðmenn voru lagðir að velli í vináttulandsleik í Kristian- sund í gærkvöldi, 31:30. Hann á aðeins einn leik í að jafna met Þorbjarnar Jenssonar, sem stjórnaði landsliðinu í 15 leikjum í röð án taps 1996. ■ Rifu sig upp / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.