Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 4
BIRNA Valgarðsdóttir úr Keflavík hefur titil að verja í 3ja stiga skot- keppninni í kvennaflokki, sem fer fram samhliða árlegum Stjörnuleik KKÍ. Keppnin fer fram í DHL-höllinni á laugardag, heimavelli KR. Birna ætlar sér að verja titilinn en aðrir keppendur í kvennaflokki eru: Helena Sverrisdóttir (Haukum), Alma Rut Garðarsdóttir (Grinda- vík), Stella Rún Kristjánsdóttir (ÍS), LaKiste Barkus (Keflavík), Krist- rún Sigurjónsdóttir (Haukum). Í karlaflokki í 3ja stiga keppninni eigast eftirtaldir leikmenn við: Brynjar Þór Björnsson (KR), Pétur Már Sigurðsson (Skallagrímur), Páll Axel Vilbergsson (Grindavík), Jeb Ivey (Njarðvík), Jón Ólafur Jónsson (Snæfell), Guðlaugur Eyjólfsson (Grindavík), Jason Pryor (Haukar). Að venju verður aðeins keppt í troðslum í karlaflokki en þar verða eftirtaldir leikmenn í eldlínunni. Omari Westley (KR), Mario Myles (Þór, Akureyri), Egill Jónasson (Njarðvík), Nedsad Biberovic (Grindavík), A.J. Moye (Keflavík). Birna hefur titil að verja í skotkeppni ÓLAFUR Örn Bjarnason æfði í fyrrakvöld með aðalliði Brann í fyrsta sinn síðan um miðjan ágúst að hann gekkst undir aðgerð á hné þar sem lagfærðar voru brjósk- skemmdir. Í samtali við Aftenbladet segir Ólafur að æfingin hafi gengið að óskum og sér líði vel. Vonast Ólafur til að setja nú fullan kraft í æfingarnar og að hann verði klár í slaginn þegar keppni í norsku úrvalsdeildinni hefst síðla vetrar. Í blaðinu kemur ennfremur fram að forráðamenn Brann leiti að mið- verði við hlið Ólafs. Þrátt fyrir ítrekaða leit hafi ekkert rekið á fjörur þeirra en árar verði hins veg- ar ekki lagðar í bát þar sem frestur til kaupa á leikmönnum rennur ekki út fyrr en um næstu mánaðamót. Ólafur sagðist ekkert óttast að fá aukna samkeppni um sæti í aðallið- inu með hugsanlegum kaupum á nýjum varnarmanni. „Ég verð bara grimmari við meiri samkeppni,“ sagði Ólafur. Ólafur Örn er kominn af stað Fyrir fjórum árum sendu R&A ogUSGA frá sér yfirlýsingu þess efnis að það væri ekki ákjósanlegt ef þróun golfboltans yrði með þeim hætti að hann færi enn lengra á næstu árum og svo virðist sem kylf- ingar hafi bætt nokkrum metrum við boltaflugið á hverju ári. R&A og USGA hafa beðið fram- leiðendur um að gera tvær frum- gerðir af boltum sem fljúga 15–20 metrum styttra en þeir boltar sem notaðir eru í dag, en að undanförnu hafa verið gerðar tilraunir með bolta sem eru stærri og léttari. Peter Dawson, framkvæmdastjóri R&A, segir að á undanförnum þrem- ur árum hafi þróunin verið sú að kylfingar hafi ekki slegið lengra og lengra með hverju ári. Dawson bætir því við að eitt það áhugaverðasta sem R&A hafi skoðað sé hve lítið samhengi sé á milli árangurs og ná- kvæmni í upphafshöggum. Þrír tekjuhæstu kylfingarnir á PGA-mótaröðinni árið 2005, Tiger Woods, Vijay Singh og Phil Mickel- son, voru í 188., 147. og 161. sæti, hvað varðar nákvæmni í upphafs- höggum á PGA-mótaröðinni en Woods var annar högglengsti kylf- ingurinn, Singh 16. og Mickelson í 26. sæti. Dawson segir að líklega verði ein- faldasta lausnin að setja keppnisvell- ina upp með þeim hætti að þeir verði enn erfiðari fyrir þá sem lendi utan brautar. Steve Otto, sem starfar á rann- sóknarstofu R&A, segir að þar á bæ hafi allar gerðir af golfboltum verið rannsakaðar á undanförnum árum en Otto starfaði áður hjá geimferða- stofnun Bandaríkjanna, NASA. „Við vildum kanna hvort það væru fram- leiddir „töfraboltar“ í dag sem fljúga lengra en áður. Við höfum enn ekki birt niðurstöður úr þeirri rannsókn en við höfum einnig framleitt nýja bolta sem eru stærri og léttari og fara því ekki eins langt og þeir sem notaðir eru í dag,“ sagði Otto. Vellir ekki eins erfiðir og áður Margir af þekktustu golfvöllum heims sem notaðir hafa verið á stór- mótum undanfarin ár eru ekki eins erfiðir og áður að mati sérfræðinga einfaldlega vegna þess að kylfingar geti slegið gríðarlega löng upphafs- högg og sneitt fram hjá þeim hindr- unum sem voru áður í vegi þeirra. Margir hafa einnig bent á það að lík- amsástand kylfinga sé einnig mun betra en áður, þeir séu einfaldlega stærri, sterkari og liðugri. Tölfræði PGA-mótaraðarinnar styður ekki kenningu Dawson sem segir að lítið hafi breyst síðustu þrjú árin hvað varðar högglengd kylfinga. Á síðasta ári slógu 26 kylfingar að meðaltali 274 metra eða lengra í upp- hafshöggunum. Árið 2004 voru þeir 14 sem náðu þeim árangri, þeir voru aðeins 9 árið 2003 en John Daly var sá eini sem sló svo langt á árunum 1999, 2000, 2001 og 2002. Árið 1998 var Daly högglengsti kylfingur PGA-mótaraðarinnar með 263 metra að meðaltali en sá árangur hefði aðeins skilað honum í 98. sæti á PGA-mótaröðinni á síðasta ári. Lengra í dag en í gær FORRÁÐAMENN æðstu samtaka golfíþróttarinnar í heiminum, R&A og bandaríska golfsambandið USGA, hafa ekki náð samkomulagi um hvort setja þurfi nýjar reglur um gerð og hönnun golfbolta en margir hafa áhyggjur af því hve langt afrekskylfingar ná að slá nýjar gerðir af golfboltum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Wietekur þátt í þessu móti gegn körlunum en hún hefur tvívegis áður tekið þátt án þess að komast í gegn- um niðurskurðinn. Hin 16 ára gamla Wie hefur fjórum sinnum tekið þátt í PGA-mótaröðinni í karlaflokki. Árið 2004 var hún einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á Sony mótinu en fyrir ári síðan var hún langt frá sínu besta og var sjö höggum frá því að komast áfram. Á John Deere mótinu í júlí á síðasta ári var hún tveimur höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Wie hefur látið að sér kveða á kvennamótaröðinni í Bandaríkjunum og komst hún í gegnum niðurskurð- inn í fjórða mótinu sem hún tók þátt í á LPGA-mótaröðinni. „Ég vona að fjórða mótið mitt á PGA-mótaröðinni verði eins og það fjórða á LPGA-mótaröðinni þar sem ég komst í gegnum niðurskurðinn í fyrsta sinn. Ég hlakka mikið til,“ sagði Wie en á meðal keppenda á mótinu er Vijay Singh sem hefur titil að verja og Ernie Els frá Suður- Afríku en hann sigraði á þessu móti 2003 og 2004. Það bendir allt til þess að Wie steli senunni en margir telja að hún eigi eftir að leika vel á Waialae vellinum enda þekkir hún völlinn vel. Reuters Michelle Wie á eftir að vera í sviðsljósinu á Hawaii. Wie gegn Singh og Els MICHELLE Wie frá Bandaríkj- unum verður í kastljósi fjölmiðla næstu daga en hún hóf keppni í nótt er leið sem atvinnukona í golfi á PGA-karlamótaröðinni á Sony mótinu sem fram fer á Hawaii – en Wie hefur búið þar ásamt foreldrum sínum undan- farin ár.  CARLOS Bianchi, þjálfara Atle- tico Madrid í spænsku knattspyrn- unni, var í gær sagt upp starfi sínu. Í fyrradag hafði verið ákveðið að hann yrði áfram en stjórnarmenn Atletico skiptu um skoðun í gær, enda hefur gengi liðsins verið hörmulegt und- anfarnar vikur.  ATLETICO tapaði 1:0 á heimavelli fyrir Zaragoza í bikarnum og kom sá ósigur í kjölfar níu leikja í röð í deild- inni án sigurs. Bianchi tók við liðinu í sumar og var með samning til 2007. Hann sagðist ekki hafa íhugað að segja starfi sínu lausu þrátt fyrir að illa hafi gengið.  PEJA Stojakovic, leikmaður Sacramento í NBA-deildinni banda- rísku, verður hugsanlega frá keppni í einhvern tíma. Hann varð að hætta leik í þriðja leikhluta gegn Houston í fyrrinótt vegna bakmeiðsla. Hann er næststigahæsti leikmaður Kings.  ÞAÐ dugði ekki 76ers að Allen Iverson gerði 46 stig þegar liðið tók á móti Utah Jazz í fyrrinótt. Gest- irnir unnu 110:102 þar sem Mehmet Okur gerði 25 stig og Andrei Kiri- lenko 23 fyrir Jazz.  ÞAÐ er jafnan spenna þegar New York Knicks og Dallas mætast og að þessu sinni þurfti að framlengja og hafði Knicks betur, vann 117:115. Knicks hafði þægilega stöðu um tíma, var 18 stigum yfir, leikmönnum Dallas tókst svo að jafna en heima- menn náðu að sigra í framlenging- unni. Dirk Nowitzki gerði 32 stig fyrir Dallas.  KEVIN Garnett gerði 28 stig og tók 14 fráköst fyrir Minnesota þegar liðið vann Chicago, 99:93. Þetta var í 500. sinn sem Garnett nær tvöfaldri tvennu á ferlinum.  KOBE Bryant gerði „aðeins“ 41 stig fyrir LA Lakers þegar liðið tap- aði 113:103 fyrir Portland. Bryant hafði gert 45 stig eða meira í síðustu fjórum leikjum og verður því að bíða með að ná Wilt Chamerlain, en kappinn sá gerði 45 stig eða meira í níu leikjum í röð í nóvember 1962.  RASHARD Lewis var í stuði þeg- ar Seattle vann Orlando 113:104. Lewis gerði 45 stig og hefur ekki gert eins mörg í einum leik í vetur. Ray Allen var rekinn úr húsi í upp- hafi annars leikhluta fyrir að slást við Keyon Dooling.  DWYANE Wade gerði 32 stig og tók 11 fráköst þegar Miami vann Golden State í fjórða sinn í röð, núna 110:96. Shaquille O’Neal gerði 21 stig og tók 10 fráköst en hitti aðeins úr einu af 11 vítaskotum sínum.  PORTSMOUTH gekk í gær frá kaupum á tveimur leikmönnum frá Tottenham og sá þriðji, Noe Pam- arot er líklega á leiðinni á Fratton Park líka. Þeir sem keyptir voru í gær eru Pedro Mendes og Sean Davis og er talið að kaupverðið hafi veirð um 7,5 milljónir punda. Þre- menningarnir komu allir til Totten- ham sumarið 2004 en hafa ekki fest sig í sessi í liðinu.  HARRY Redknapp, stjóri Portsmouth, hefur þá eytt um 12 milljónum punda frá áramótum en hann keypti nýlega Benjani Mwa- ruwari frá Zimbabwe. Redknapp er einnig á höttunum eftir pólska lands- liðsmanninum Emmanuel Olisa- debe.  JOHN Sivebæk, umboðsmaður danska knattspyrnumannsins Thomas Gravesen, segir að á fundi hans með forráðamönnum Real Madrid hafi skýrt komið fram að ekki standi til að selja Gravesen. „Þá er það komið á hreint og eftir því verður Gravesen að haga sér,“ sagði Sivebæk sem segist ekki hafa fengið neina tryggingu fyrir því að umbjóð- andi sinn fái fleiri tækifæri með spænska stórliðinu í framtíðinni en til þessa. FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.