Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 C 3 ENGAR líkur eru á því að Akranes sendi lið til keppni í 1. deild kvenna í knattspyrnu á næsta keppnis- tímabili. ÍA féll úr Landsbanka- deildinni sl. haust eftir eins árs veru. Flestir af lykilleikmönnum liðsins eru farnir til annarra fé- laga. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er leikmannahóp- ur liðsins einfaldlega of fámennur til þess að hægt verði að senda það til keppni í 1. deildinni. Skagaliðið náði einu jafntefli í 14 leikjum en liðið var skipað nær ein- göngu ungum leikmönnum sem voru að stíga sín fyrstu skref í efstu deild. Lið ÍA var endurvakið árið 2004 eftir þriggja ára hlé og það vann sér þá sæti í úrvalsdeild- inni. ÍA hefur ekki gefið út formlega tilkynningu þess efnis að kvenna- liðið dragi sig úr keppni en líklega verður það gert í dag. Þrír leik- menn úr ÍA hafa tilkynnt félaga- skipti í Val en þeir eru Bára Krist- björg Rúnarsdóttir, Thelma Ýr Gylfadóttir og Hallbera Gísladótt- ir. Mörg lið hafa áhuga á að fá Helgu Sjöfn Jóhannesdóttur í sínar raðir. Að sögn forsvarsmanna ÍA verð- ur aðeins sent lið í keppni 2. flokks kvenna í 7 manna liðum á næstu leiktíð en vonir standa til þess að á næstu árum verði hægt að senda lið til keppni í meistaraflokki kvenna enda stundar fjölmennt lið yngri stúlkna æfingar hjá knatt- spyrnufélaginu. Skagamenn draga kvennalið sitt úr keppni til að æfa og leika með danska landslið- inu fyrir EM hefðu þeir átt að tilkynna það strax og danska landsliðið var valið og hóf undirbúning sinn. Slíkt hafi ekki verið gert enda sé Knudsen ekki á sjúkrabótum um þessa mundir, heldur á launaskrá hjá sínu félagi eins og hver annar leikmaður sem sé tilbúinn í slag- inn. Til stendur að forráðamenn Flens- burg endurskoði afstöðu sína um helgina. g u í rt er ,“ ka a, g ir n nsburg GUNNAR Pettersen, lands- liðsþjálfari Norðmanna í handknattleik, kenndi mark- vörðum sínum um ósigurinn gegn Íslandi í gærkvöld, 30:31. „Markvarslan var mjög köflótt hjá okkur. Ole Erevik stóð sig vel í fyrri hálfleik en markmennirnir snertu varla boltann í seinni hálfleik. En það er mikill vilji í liðinu, hornamennirnir spiluðu vel og Frank Löke átti virkilega góð- an leik en var ekki í sérstöku uppáhaldi hjá dómurunum,“ sagði Pettersen á vef norska handknattleikssambandsins. Norðmenn máttu þola sinn fjórða ósigur í 5 leikjum gegn Íslandi á skömmum tíma en þeir náðu einu jafntefli í heim- sókn til Íslands í nóvember. Töpuðum á mark- vörslunni FÓLK  HALLDÓR Sigfússon skoraði 4 mörk fyrir þýska 3. deildarliðið Ess- en í fyrrakvöld þegar það sigraði landslið Kúveit, 33:28, í æfingaleik á heimavelli sínum. Mark Dragunski, línumaðurinn risavaxni og fyrrum landsliðsmaður Þjóðverja, skoraði 11 mörk fyrir Essen í leiknum.  ÞJÁLFARI Kúveit kvartaði und- an Dragunski í hálfleik við forráða- menn Essen, í léttum dúr: „Þetta er ósanngjarnt, hann er alltof stór,“ sagði hann en Kúveitarnir réðu ekk- ert við þennan 2,15 metra háa línu- mann.  HEINER Brand, landsliðsþjálfari Þjóðverja í handknattleik, segist gera sér ákveðnar vonir um að hornamaðurinn Stefan Kretzsch- mar gefi kost á sér í landsliðið á nýj- an leik fyrir heimsmeistaramótið í Þýskalandi á næsta ári. Kretzsch- mar hætti að leika með landsliðinu eftir að Þjóðverjar töpuðu úrslita- leiknum við Króata á Ólympíuleik- unum í Aþenu fyrir hálfu öðru ári.  ÞRÍR norskir frjálsíþróttamenn hafa staðfest komu sína á vígslumót Laugardalshallarinnar laugardag- inn 28. janúar. Það eru þeir Benjamin Jensen, tugþrautarmað- ur, Jonas Modin Rismyhr sem keppir í 400 og 800 m hlaupi og Kristine Eikrem Engeseth, einn efnilegasti langhlaupari Noregs í unglingaflokki.  FORRÁÐAMENN franska knatt- spyrnufélagsins Auxerre staðfestu í gærkvöld að 19 ára gamall franskur unglingalandsliðsmaður, Vassiriki Diaby, væri á förum frá félaginu til Arsenal og hefði samþykkt þar fjög- urra ára samning. Diaby er kraft- mikill miðjumaður og þykir minna á Patrick Vieira, landa sinn, sem lengi lék með Arsenal og er sárt saknað þar í vetur.  GYLFI Einarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, spilaði í gærkvöld fyrsta leik sinn síðan hann slasaðist á öxl í nóvember. Gylfi lék með varaliði Leeds sem steinlá gegn Manchester United, 1:5.  SPÆNSKA knattspyrnufélagið Espanyol staðfesti í gærkvöld að það hefði keypt Walter Pandiani, sóknarmann frá Uruguay, af Birm- ingham fyrir eina milljón punda, um 108 milljónir króna.  TOMAS Repka, tékkneski varn- armaðurinn hjá West Ham, hefur fengið sig lausan frá enska félaginu og gengur til liðs við Sparta Prag í heimalandi sínu. Hann mun þó spila með West Ham gegn Fulham 23. janúar en heldur síðan heim á leið.  ROBINHO, brasilíski sóknarmað- urinn, skoraði tvívegis fyrir Real Madrid í auðveldum sigri á Athletic Bilbao, 4:0, í spænsku bikarkeppn- inni í knattspyrnu í gærkvöld. Serg- io Ramos og Roberto Soldado skor- uðu hin tvö mörkin. Norska liðið var með undirtökin íleiknum lengst af, var yfir allan fyrri hálfleikinn og staðan var 13:12 í hléi. Norðmenn voru yfir þar til tíu mínútur voru eftir, þá tókst íslenska liðinu að jafna, og það náði síðan for- ystunni í fyrsta skipti sex mínútum fyrir leikslok. Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson voru atkvæðamestir í ís- lenska liðinu og skoruðu 6 mörk hvor en Einar Hólmgeirsson gerði 5. Byrj- unarliðið var þannig skipað að Birkir Ívar Guðmundsson var í markinu, Guðjón Valur og Alexander Peters- son í hornunum, Sigfús Sigurðsson á línunni og fyrir utan léku Arnór, Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson. Fljótlega leysti Ólafur Snorra Stein af sem leikstjórnandi og Einar kom inn á sem skytta hægra megin. Róbert Gunnarsson spilaði einnig talsvert á línunni. Hreiðar Guðmundsson lék í markinu framan af síðari hálfleik en náði sér ekki á strik. Þrír leikmenn komu ekkert við sögu í leiknum, þeir Þórir Ólafsson, Heimir Árnason og Vignir Svavars- son. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari sagði við Morgunblaðið eftir leikinn að hann væri ánægður með sigurinn en ekki leikinn sem slíkan. Góðs viti að menn séu þreyttir núna „Við byrjuðum illa, sóknarleikur- inn gekk ekki sem skyldi í fyrri hálf- leiknum og markvarslan var slök lengst af, eða þar til Birkir Ívar kom aftur í markið seint í leiknum og varði fjögur skot með stuttu millibili. Við nýttum ekki hraðaupphlaupin nægi- lega vel og menn virkuðu þreyttir. En það er í sjálfu sér góðs viti á þessum tíma, sérstaklega þegar menn eru nær allir á svipuðu róli. Strákarnir rifu sig upp á réttum tíma og tryggðu sigurinn. Þar gerði innkoma Birkis Ívars útslagið ásamt því að við kom- um loksins hraðaupphlaupunum í gang,“ sagði Viggó. Hann var ánægður með frammi- stöðu þriggja leikmanna í leiknum. „Arnór Atlason lék sem skytta vinstra megin allan tímann og stóð sig mjög vel. Róbert Gunnarsson kom sterkur inn á línuna þegar leið á leikinn og nýliðinn Sigurður Egg- ertsson komst vel frá sínum fyrsta landsleik. Hann kom inn á á mikil- vægum augnablikum, krækti í tvö vítaköst og skoraði eitt mark, og ég er mjög ánægður með hann. Allir aðrir spiluðu undir getu að þessu sinni.“ Það var þó Einar Hólmgeirsson sem var valinn maður leiksins hjá ís- lenska liðinu í leikslok en hjá Norð- mönnum varð Frank Löke fyrir val- inu. Norskir dómarar dæmdu Viggó var ekki hress með það að norskir dómarar skyldu dæma leik- inn. „Fyrst þeir breyttu þessu úr æf- ingaleik í opinberan landsleik þá skil ég ekki hvers vegna þeir sóttu ekki dómara til Svíþjóðar eða Danmerkur. Þetta voru sannkallaðir heimadómar- ar sem ætluðu að tryggja heimasigur en þeim tókst það ekki.“ Íslenska liðið mætir Katar í kvöld og þar ætti ekkert annað en mjög öruggur sigur að koma til greina. „Það er þjóðarskylda að vinna örugg- lega en aðalmálið er að fá sem mest út úr leiknum,“ sagði Viggó Sigurðsson. „Rifu sig upp á réttum tíma“ LOKAUNDIRBÚNINGUR íslenska karlalandsliðsins í handknattleik fyrir Evrópukeppnina í Sviss hófst á góðum nótum í gærkvöld þegar það bar sigurorð af Norðmönnum, 31:30, í vináttulandsleik sem fram fór í Kristiansund. Þetta var fyrsti leikurinn af þremur hjá ís- lenska liðinu í Noregsförinni en það tekur þátt í þriggja landa móti á sama stað og mætir Katar í kvöld en Norðmönnum á sunnudaginn. Íslendingar lögðu Norðmenn í Kristiansund, 31:30 Ljósmynd/Anders Tøsse Guðjón Valur Sigurðsson skorar eitt af sex mörkum sínum gegn Norðmönnum í Kristiansund í gærkvöldi. Morgunblaðið/Brynjar Gauti ergsveinsson hafa átt góðu gengi að ur ekki tapað í 14 leikjum í röð. ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.