Morgunblaðið - 13.01.2006, Page 2

Morgunblaðið - 13.01.2006, Page 2
ÍÞRÓTTIR 2 C FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT Leikurinn var afar jafn frá byrjuntil enda, en Keflvíkingar voru þó alltaf skrefi á undan Hamarsmönn- um. Magnús Gunnarsson fór fremst- ur fyrir Keflvíkinga með 23 stig, einnig átti Elentínus Margeirsson góða spretti í fyrri hálfleik. Clifton Cook var funheitur fyrir utan þriggja stiga línuna í öðrum leik- hluta og setti þrjár slíkar í röð í öðr- um leikhluta. Hamarsmenn spiluðu vel á köflum en máttu leita meira inn í teig þar sem þeir höfðu meiri styrk, þar sem Keflvíkingurinn AJ Moye var í leikbanni. Þegar flautað var til leikhlés, var staðan jöfn 41:41. Í seinni hálfleik spiluðu Keflvík- ingar svæðisvörn og pressu eftir skoraða körfu. Þessi varnarleikur hægði talsvert á gestunum og átti Clifton Cook í vandræðum með að stilla sóknarleik þeirra upp og tapaði hann boltanum ellefu sinnum í hend- ur Keflvíkinga. Leikurinn var galop- inn nær allan tímann og sigur hefði getað lent hvorum megin sem er, en spilaðist samt þannig að sigur Kefl- víkinga virtist aldrei vera í hættu. Þegar tvær mínútur voru eftir settu Keflvíkingar vörnina sína í lás og uppskáru 88:77. „Þetta var mjög skrýtinn leikur. Við vorum yfir allan leikinn, en samt aldrei nein afgerandi forysta og ég hafði samt aldrei neinar áhyggjur af þessu því þetta virtist spilast með okkur og fátt í spilunum hjá þeim að þeir væru að fara að vinna þennan leik. Það eru nokkrir ljósir punktar í leik okkar og ýmislegt sem við get- um gert betur og það eru hlutir sem við erum að vinna í hægt og bítandi,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. Keflvíkingar upp að hlið Njarðvíkinga KEFLVÍKINGAR tóku á móti Hamri/Selfossi í úrvalsdeildinni, Ice- land Express-deildinni, í körfuknattleik í gærkvöldi – og léku án AJ Moye, sem tók út leikbann. Það var búist við þungum róðri Keflvík- inga, en svo var þó ekki – þeir unnu nokkuð öruggan sigur þegar upp var staðið, 88:77. Þar með eru Keflvíkingar komnir upp að hlið nágrannanna í Njarðvík í deildinni, með 20 stig. Eftir Davíð Pál Viðarsson HANDKNATTLEIKUR Noregur – Ísland 30:31 Braathallen í Kristiansund í Noregi, vin- áttulandsleikur karla, fimmtudaginn 12. janúar 2006. Mörk Noregs: Frank Löke 7, Alexander Buchmann 6/6, André Jörgensen 4, Håvard Tvedten 3, Jan Thomas Lauritzen 2, Thom- as Skoglund 2, Rune Skjærvold 2, Christi- an Berge 1, Kjetil Strand 1, Jarle Rykkje 1, Börge Lund 1. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Íslands: Arnór Atlason 6, Guðjón Valur Sigurðsson 6/2, Einar Hólmgeirsson 5, Róbert Gunnarsson 4, Ólafur Stefánsson 4/3, Alexander Petersson 3, Snorri Steinn Guðjónsson 2, Sigurður Eggertsson 1. Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 13/1, Hreiðar Guðmundsson 1. Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Rune Kristiansen og Örjan Val- vik, Noregi. Áhorfendur: 1.026. Forkeppni HM 1. riðill: Ítalía – Bosnía....................................... 29:32 Holland – Grikkland............................. 29:26 Staðan: Holland 4 stig, Bosnía 4, Grikkland 4, Ítalía 0. 2. riðill: Búlgaría – Ísrael....................................23:30 Finnland – Austurríki ...........................33:31 Staðan: Finnland 4 stig, Ísrael 4, Austur- ríki 4, Búlgaría 0. 3. riðill: Eistland – Makedónía ...........................30:30 Staðan: Makedónía 5 stig, Tékkland 4, Eistland 1, Kýpur 0. 4. riðill: Lettland – Rúmenía ..............................32:34 Lúxemborg – Litháen...........................19:30 Staðan: Rúmenía 6 stig, Litháen 4, Lett- land 2, Lúxemborg 0. 5. riðill: Tyrkland – Hvíta-Rússland................. 23:34 Staðan: Hvíta-Rússland 6 stig, Svíþjóð 4, Belgía 0, Tyrkland 0. KÖRFUKNATTLEIKUR Keflavík – Hamar/Self. 88:77 Íþróttahúsið í Keflavík, úrvalsdeild karla, Iceland-Express-deildin, fimmtudaginn 12. janúar 2006. Gangur leiksins: 6:4, 14:12, 21:17, 26:23, 30:32, 36:39, 41:41, 50:45, 53:49, 60:57, 65:63, 71:67, 75:71, 79:73, 88:77. Stig Keflavíkur: Magnús Þ. Gunnarsson 23, Arnar Freyr Jónsson 15, Elentínus Margeirsson 12, Sverrir Þór Sverrisson 11, Gunnar Einarsson 10, Halldór Halldórsson 9, Jón N. Hafsteinsson 8. Fráköst: 21 í vörn - 17 í sókn. Stig Hamars/Selfoss: David Aliu 23, Clif- ton Cook 20, Friðrik Hreinsson 11, Svavar Pálsson 9, Rúnar Sævarsson 5, Bragi Bjarnason 5, Hallgrímur Brynjólfsson 2, Magnús Sigurðsson 2. Fráköst: 13 í vörn - 26 í sókn. Villur: Keflavík 16 - Hamar/Selfoss 23. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson og Lárus Ingi Magnússon. Áhorfendur: Um 150. Staðan: Njarðvík 12 10 2 1053:846 20 Keflavík 12 10 2 1030:938 20 KR 12 9 3 1007:908 18 Grindavík 12 8 4 1158:1057 16 Snæfell 12 7 5 1077:1035 14 Skallagrímur 12 7 5 922:830 14 ÍR 12 6 6 1012:1030 12 Fjölnir 12 5 7 1093:1109 10 Þór A. 12 4 8 938:993 8 Hamar/Selfoss 12 3 9 967:1151 6 Haukar 12 2 10 976:1040 4 Höttur 12 1 11 883:1179 2 NBA-deildin Úrslit í fyrrinótt: Atlanta - Washington..........................72:103 Charlotte - Toronto ...............................86:95 Milwaukee - Indiana ...........................88:112 Utah - Philadelphia ...........................110:102 Dallas - New York .............................115:117  Eftir framlengdan leik. Chicago - Minnesota .............................93:99 Sacramento - Houston ..........................88:80 L.A. Lakers - Portland .....................103:113 Orlando - Seattle ...............................104:113 Miami - Golden State ..........................110:96 KNATTSPYRNA Ítalía Bikarkeppnin, 16 liða úrslit, síðari leikir: Cittadella – Lazio ..................................... 0:0  Lazio áfram, 2:0 samanlagt. Inter Mílanó – Parma .............................. 0:0  Inter áfram, 1:0 samanlagt. Spánn Bikarkeppnin, 16 liða úrslit, síðari leikir: Real Madrid – Athletic Bilbao ................ 4:0  Real Madrid áfram, 5:0 samanlagt. Frakkland Toulouse – París SG................................. 1:0 Staðan: Lyon 21 15 5 1 36:14 50 Bordeaux 21 9 9 3 18:11 36 Lens 21 8 11 2 32:17 35 Auxerre 21 11 2 8 28:23 35 París SG 21 10 4 7 26:20 34 Lille 21 9 6 6 28:16 33 St. Etienne 21 8 9 4 20:13 33 Mónakó 21 9 5 7 21:16 32 Marseille 21 9 5 7 23:24 32 Rennes 21 10 1 10 24:33 31 Nancy 21 8 4 9 22:17 28 Le Mans 21 8 4 9 19:17 28 Troyes 21 7 7 7 19:22 28 Nantes 21 7 5 9 20:22 26 Nice 21 5 9 7 15:19 24 Toulouse 21 6 4 11 18:26 22 Sochaux 21 5 7 9 14:22 22 Ajaccio 21 2 8 11 10:26 14 Metz 21 2 8 11 11:30 14 Strasbourg 21 1 9 11 11:27 12 ALLIR þrettán aðalfulltrúar í stjórn Knattspyrnusambands Ís- lands gefa kost á sér áfram á árs- þingi sambandsins sem haldið verð- ur hinn 11. febrúar. Fjórir þeirra voru reyndar kjörnir til tveggja ára á síðasta þingi og því er ekki kosið um þá að þessu sinni. Tveggja ára kjörtímabili hinna níu lýkur núna og þeir gefa allir kost á sér, þar á meðal Eggert Magnússon formað- ur. Ennfremur gefa allir þrír vara- menn aðalstjórnar kost á sér til endurkjörs. Það skýrist tveimur vikum fyrir þing hvort framboð koma fram en þeim ber að skila til skrifstofu KSÍ fyrir þann tíma. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem kemur fram síðar. Fjórmenning- arnir sem ekki verður kosið um á þinginu í ár eru Halldór B. Jóns- son, Eggert Steingrímsson, Ágúst Ingi Jóns- son og Björn Friðþjófsson. Hinir eru Jón Gunnlaugsson, Ástráður Gunnarsson, Ingibjörg Hinriksdóttir, Lúðvík S. Georgsson, Jakob Skúlason, Ómar Bragi Stef- ánsson, Guðmundur Ingvason og Einar Friðþjófsson. Varamennirnir eru Jóhannes Ólafsson, Kjartan Daníelsson og Þórarinn Gunn- arsson. Öll stjórnin og varamenn hjá KSÍ gefa kost á sér Eggert Magnússon Knudsen, sem er besti línumaðurDana um þessar mundir, nef- brotnaði í kappleik í Meistaradeild Evrópu í byrjun desember og fékk einnig heilahristing. Thorsten Strom, auk þess sem hann fékk heilahristin og því teljum við það vera mikla áhætt fyrir hann að leika eins og staðan er dag, danska landsliðið hefur ekker gagn af honum í augnablikinu og því e best að hann sé undir okkar forsjá, segir Storm m.a. í samtali við dansk sjónvarpið. Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana er æfur út í forráðamenn Flensburg o segir þá ekki samstarfshæfa. Ef þei telji Knudsen ekki hafa verið tilbúin framkvæmdastjóri Flensburg, segir að ekki komi til greina að Knudsen komi til móts við danska landsliðið fyrr en hann hafi fengið bót meina sinna. „Knudsen má ekki leika með grímu, Danir eru æfir út í Flen FORRÁÐAMENN þýska handknattleiksliðsins Flensburg hafa bannað danska landsliðsmanninum Michael V. Knudsen að koma til móts við landsliðið að sinni og tók hann því m.a. ekki þátt í æfingamóti í París um síðustu helgi. Vegna þessa hefur danska handknattleikssambandið sent Flensburg formleg mótmæli í bréfi og krafist þess á fá leikmanninn laus- an, en hann er ekki lengur á sjúkraskrá hjá félaginu. KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla Ásgarður: Stjarnan – Tindastóll ...............20 Ísafjörður: KFÍ – ÍS .............................19.15 Sandgerði: Reynir S.–Breiðablik.........19.15 Í KVÖLD ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik mætir landsliði Katar á þriggja liða móti, sem hefst í Kristiansund í Noregi í kvöld. Ísland hefur að- eins einu sinni leikið áður gegn Katar. Það var í heimsmeistarakeppn- inni í Portúgal 2002 og vannst þá öruggur sigur, 42:22. Tveir leik- menn sem leika í kvöld, léku þann leik – Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson. Katarbúar mæta Norðmönnum á morgun og á sunnudag leika Noregur og Ísland síðasta leikinn á mótinu. Leikið gegn Katar Viggó Sigurðsson og Bergsveinn Be fagna með landsliðið sem hef Þrjár efstu þjóðirnar halda áfram ímilliriðla en fjórða þjóðin held- ur heim að lokinni riðlakeppninni. „Ég tel Serba/Svartfellinga og Dani vera með sterkari landslið en mitt um þessar mundir. Þar af leið- andi mun leikurinn við Íslendinga skera úr um hvor þjóðin heldur áfram í milliriðla. Frómt frá sagt verða það mikil vonbrigði ef okkur lánast ekki að komast í milliriðla,“ segir Laszlo Skaliczki, landsliðsþjálf- ari Ungverja. „Ef við komumst í milliriðla verður stefnan sett á að vera meðal sex efstu þjóðanna í mótinu.“ Viðureign Íslendinga og Ungverja í Evrópumótinu verður lokaleikur beggja þjóða í riðlakeppninni og fer hann fram í Suesee sunnudaginn 29. janúar. Tveir leikmenn ungverska liðsins eru meiddir um þessar mundir að sögn Skaliczki og leikur vafi á hvort þeir verða tiltækir þegar að Evrópu- mótinu kemur. Þetta eru Ferenc Ilyés, leikmaður Pick Szeged, og Carlos Perez, stórskytta hjá MKB Veszprém. Ungverjar léku vináttuleik við Als- ír og unnu örugglega, 41:29. Fram undan eru æfingabúðir í heimaland- inu áður en farið verður á mót í Slóv- eníu og Króatíu þar sem leikið verður við gestgjafana báða og þýska lands- liðið. Síðan leika Ungverjar tvo leiki gegn Þjóðverjum í Þýskalandi, áður en þeir halda til Sviss. Landsliðsþjálfari Ungverja um möguleika sinna manna á EM í Sviss LANDSLIÐSÞJÁLFARI Ungverja í handknattleik segist telja að keppnin muni standa á milli Ungverja og Íslendinga um að hreppa þriðja sætið í C-riðli Evrópumeistaramótsins í handknattleik í Sviss. Úrslitin í viðureign Ungverja og Íslands eigi eftir að skera úr um það hvor þjóðin haldi áfram í milliriðla EM ásamt Serbum/ Svartfellingum og Dönum, sem þjálfarinn telur að séu með sterk- ustu liðin í riðlinum. Barátta Íslendinga og Ungverja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.