Morgunblaðið - 14.01.2006, Side 12
12 lifun
Hvað kemur þér fyrst í hug þegar
talað er um lýsingu?
„Tilfinning fyrir rými. Lýsing og rými eru tengd órjúfanlegum
böndum. Það þarf að fá tilfinningu fyrir rýminu sem á að lýsa
og skoða þarfirnar á hverjum stað. Mjög gott er að fá sérfræð-
ing sér til aðstoðar, sem er með þjálfað auga í þessum efnum.
Svo þarf að spyrja sig hvað það er sem rýmið þarf, hvernig
stemningu á að skapa. Í mínum huga er mikilvægast að nýta
sem best náttúrlegt ljós, dagsljósið, því það er fallegasta lýs-
ingin. Best er að hanna rými þannig að náttúrlegt ljós flæði
um. Það er sama hversu fræg eða góð hönnun er á ljósinu eða
lampanum, það geta engin ljós keppt við náttúrlega lýsingu.“
Hvernig er hægt að nýta sem
best dagsljósið í hönnun?
„Hér á landi má hafa stóra glugga og þakglugga. Þetta er ekki
hægt í heitum löndum þar sem húsin eru líka notuð til þess að
skýla fólki fyrir hita. Hér þarf ekki að hafa áhyggjur af því og
þess vegna tilvalið að hafa mikla glugga sem hleypa inn dags-
birtunni. Á landi þar sem dagsljós er lítinn hluta af árinu, er ein-
spurt og svarað
lýs ing snýst l íka um myrkur
Ítalski arkitektinn Massimo Santanicchia
hefur búið og starfað hér frá því 2000. Hann
lærði arkitektúr í Feneyjum og sérhæfði sig
síðan í borgarhönnun í London. Massimo kennir
arkitektúr og hönnun við Listaháskóla Ís-
lands og vinnur sem arkitekt á eigin vegum. Um
þessar mundir vinnur hann að verkefnum hjá
Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar. Lifun
leit í heimsókn til Massimos og fékk góð ráð
varðandi lýsingu og rými.
Te
xt
i S
ig
rú
n
Sa
nd
ra
Ó
la
fs
d
ó
tt
ir.
L
jó
sm
yn
d
ir
A
rn
al
d
ur
H
al
ld
ó
rs
so
n.
D30 Boxer Color - lampinn sk ipt i r l i tum og hér er samsett mynd af sama rými í ó l íkr i b i r tu lampans.
Kvöldroðinn er hönnun Mass imos s já l f s .
T i tan ia f rá Luceplan.