Morgunblaðið - 14.01.2006, Qupperneq 18
18 lifun
Þegar hús er hannað frá a–ö borgar sig að leggja
út frá einni heildarhugmynd, „konsepti“ eða línu
eins og Baldur Svavarsson kallar það þegar hann
gengur með blaðamanni um húsið og lýsir á lif-
andi máta framkvæmdunum sem þar hafa átt sér
stað. Þetta hús í Garðabænum var tilbúið árið
2002, en hafði þá verið tæpt ár í byggingu eftir
u.þ.b. eins árs hönnunarferli.
Húsráðendur höfðu áður séð verk Baldurs og
kom því enginn annar til greina af hálfu fjölskyld-
unnar sem arkitekt að þessu tvílyfta húsi í hraun-
jaðrinum þar sem hreinar línur að utan sem inn-
an mynda látlausa umgjörð um íbúana og innbú
þeirra. Mikil og falleg náttúrusýn yfir næsta ná-
grenni , sem m.a. heillaði meistara Jóhannes
Kjarval og finna má í sumum mynda hans, kallaði
enn fremur fram óskir húsráðenda um að geta
notið útsýnisins sem best og því var ákveðið að
hafa stóra glugga frá gólfi og upp í loft í miðrými
hússins, bæði á efri og neðri hæð.
Sú hönnun féll líka vel að hugmyndum húsráð-
enda og arkitekts um létt og opið miðrými í
byggingunni – sem þjónaði hlutverki sameig-
inlegs fjölskyldusvæðis og væri fyrir vikið n.k.
hjarta hússins. Með opnu miðrými var líka auð-
velt að verða við þeim óskum fjölskyldunnar að
unglingarnir hefðu séraðstöðu fyrir sig. Her-
bergjum þeirra var einfaldlega komið fyrir á
neðri hæð hússins öðrum megin miðrýmisins en
hjónaherberginu hinum megin og byggingin
þannig sniðin að þörfum fjölskyldunnar.
Sjálfur lýsir Baldur húsinu þannig að það sé
hugsað sem létt og opið í rými í miðju þar sem
stórir gluggar veiti því mikinn léttleika. Þar séu
líka sameiginlegu rýmin, annars vegar stofan á
efri hæð og svo fjölskyldusvæðið á þeirri neðri.
Á þessum opnu svæðum er svo öllu óþarfa
snúruflóði forðað með því að koma rafmagns-
innstungum haganlega fyrir í gólfinu. Til mót-
vægis við opnu rýmin eru hliðarherbergin hins
innlit
Það er draumaverkefni hvers arkitekts að fá að hanna við-
fangsefnið frá grunni og fylgja verkefninu eftir allt frá
fyrsta hugmyndaneista að framkvæmdalokum. Þannig verk-
efni fékk Baldur Svavarsson hjá Arkitektar Úti og inni þeg-
ar hann var fenginn til að hanna einbýlishús fyrir fjöl-
skyldu í Garðabænum. Verkefnið fólst í því að hanna húsið
frá a–ö, jafnt að utan sem innan. Lifun fékk að líta á stór-
kostlegt útsýnið yfir hraunið og virða fyrir sér hús sem
hannað var í kringum eigendurna.
Te
x
ti
S
ig
rú
n
S
a
n
d
ra
Ó
la
fs
d
ó
tt
ir
.
L
jó
sm
y
n
d
ir
A
rn
a
ld
u
r
H
a
ll
d
ó
rs
so
n
.
kjarvalssýn úr
gluggunum