Morgunblaðið - 14.01.2006, Side 20
20 lifun
vegar verið hugsuð sem lokaðri „kassar“, meira
prívat, með þyngra yfirbragði og þar af leiðandi
minni gluggum. En „kassarnir“ geyma svo auk
svefnherbergja á neðri hæð eldhús, borðstofu
og vinnuherbergi á þeirri efri. Þannig myndast
líka skemmtilegt jafnvægi í hönnuninni, sem
heldur sér jafnt utan húss sem innan og fyrir vikið
nær línan sem heildarhugsun hússins byggist á
að liggja eins og rauður þráður í gegnum hönn-
unina. Það er líka, eins og Baldur segir, að þegar
línan er skýr þá er auðveldara að svara þeim
vangaveltum sem komið geta upp í hönnunar-
og byggingarferlinu. Í slíkum tilfellum borgar sig
einfaldlega að spyrja húsið, eins og Baldur kallar
það, því svarið lætur yfirleitt ekki á sér standa.
innlit
Eldhúsið og borðstofan eru í einu rými
og þar er líka fallegur horngluggi með
glæsilegu útsýni. Í eyjunni eru for-
steyptar einingar með svörtu graníti í
borðplötunni en innréttingin er úr hlyn.