Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 26
sælkera hol lusta Margir byrja árið á fögrum fyrirheitum um nýtt og betra líf og strengja jafnvel áramótaheit um hollara mataræði. Það getur líka verið bæði auðvelt og spenn- andi að gera góðan og hollan mat og óþarfi að lifa á einhæfu meinlætafæði. Hollur matur á að vera fjölbreyttur sem og gleði fyrir munn, skynfæri og maga. Te x ti H e ið a B jö rg H il m is d ó tt ir . L jó sm yn d ir A rn a ld u r H a ll d ó rs so n . Pasta með gómsætri spínatsósu fyrir 4 250 g spagettí, gjarnan heilhveiti 1 laukur, smátt skorinn 5 hvítlauksgeirar 150 g skinka, skorin í bita 600 g frosið spínat 3 msk. sýrður rjómi, 18% 1 dl grænmetiskraftur 1 dl rifinn parmesanostur salt og pipar Sjóðið spagetti „al dente“ eða þar til það er enn smá stíft viðkomu. Gerið sósuna á meðan. Hitið olíu í potti og steikið smátt skorinn lauk. Bætið út í hvítlauk, skinku og spínati og látið jafna sig saman. Hrærið þá sama við sýrðum rjóma, grænmetiskrafti og parmesan og látið hitna í gegn við vægan hita. Þetta er skyndibiti sem uppfyllir kröfur um hollustu, litagleði og gott bragð. matur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.