Morgunblaðið - 14.01.2006, Qupperneq 27
Litaglatt linsusalat
fyrir 4
4 dl soðnar rauðar linsur, kældar
2 stilkar fersk basilíka
10 stk. sólþurrkaðir tómatar, smátt skornir
2 dl baunaspírur, t.d. mung eða alfa alfa
1 pakki blandað salat
2 dl Léttfeti, fetaostur 5%
dressing:
2 msk. balsamedik
4 msk. ólífuolía
salt og svartur pipar
Sjóðið linsurnar í létt söltu vatni í 10 mínútur,
látið renna af þeim og kælið. Blandið dress-
inguna og hellið yfir linsurnar. Bætið síðan sól-
þurrkuðum tómötum, basilíku og baunaspírum
út í og smakkið til með salti og pipar. Setjið
ferskt salat á disk, linsurnar yfir og efst fetaost
og ferskt krydd. Berið fram með grófu brauði.
Þetta salat má líka setja í box og taka með sem
nesti.
Nota má feitari fetaost, en sé hugsað um holl-
ustuna þá er þessi 5% fetaostur kærkomin og
bragðgóð nýjung.
matur
Magnað salat með maríneruðu tófú
fyrir 4
300 g tófú
5 cm biti ferskt engifer
4 msk. sojasósa, kikkoman
1 poki klettasalatblanda
3 tómatar, sneiddir
1 gul paprika, skorin í sneiðar
1 dl baunaspírur
½ dl ristuð sesamfræ
Skerið tófú í sneiðar. Afhýðið engifer og rífið á fínu rif-
járni og blandið saman við sojasósuna. Hellið yfir tófú-
sneiðarnar og látið marínerast í a.m.k. 10 mínútur.
Blandið grænmetinu saman á meðan og setjið á diska
eða í skál. Leggið tófúsneiðarnar ofan á ásamt mariner-
ingunni og stráið að síðustu sesamfræjum yfir.