Morgunblaðið - 14.01.2006, Side 28
28 lifun
Fiskbollur kryddaðar með
austurlenskum kryddjurtum
fyrir 4
Fars:
500 g soðin þorskflök
2 egg
2 tsk. herbamare-salt
1 msk. karrí
½ tsk. möluð múskathneta
1 tsk. pipar
1 gulrót, fínt rifin
½ dl kókosmjólk
olía til steikingar
Hrærið saman, fisk, egg og krydd í
matvinnsluvél eða hrærivél. Rífið
gulrótina fínt og hrærið saman við
ásamt kókosmjólkinni. Látið farsið
bíða í u.þ.b. klukkustund í kæli. Hit-
ið olíu á pönnu og steikið bollur úr
farsinu í fimm mínútur. Berið fram
með kryddjurtasósu (sjá uppskrift
að neðan), hrísgrjónum, salati eða
kartöflum.
Það er einfalt að gera þessar bollur,
þar sem notaður er soðinn fiskur þá
eru þær tilbúnar leið og þær eru
steiktar. Hér má gjarna prófa sig
áfram með ýmiskonar krydd í stað
karrís og múskats.
Kryddjurtasósa
4 dl sýrður rjómi, 10 %
2 límónur, rifið hýði
1 límóna, safi
2 msk. ferskt dill
4 msk. steinselja
Hrærið öllu saman sem á að fara í
sósuna og látið standa um stund.
Berið fram með fiskbollum eða sem
dressingu með hrásalati.
matur