Morgunblaðið - 01.03.2006, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.03.2006, Qupperneq 1
2006  MIÐVIKUDAGUR 1. MARS BLAÐ C HANDKNATTLEIKUR: HÖRÐ BARÁTTA FRAMUNDAN / C6, C7 STEFÁN Arnaldsson og Gunnar Viðarsson handknattleiksdómarar standa í ströngu þessa dagana. Þeir eru nýkomnir heim frá Sviss þar sem þeir dæmdu í úrslitakeppni Evrópumóts karlalandsliða. Á laugardaginn dæma þeir síð- ari leik Flensburg og Kiel í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og þá fengu þeir boð frá dómaranefnd evrópska handknattleiks- sambandsins í gær um að þeir eigi að dæma síð- ari viðureign Hypo Niederösterreich frá Austurríki og danska liðsins Ålborg í 8 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna sem fram fer í Vín í Austurríki hinn 19. þessa mánaðar. Þá verða þeir félagar á meðal dómarapara sem dæma munu á Paris Bercy-mótinu sem haldið verður í París í Frakklandi en þar keppa ný- krýndir Evrópumeistarar Frakka, Þjóðverjar, Tékkar og Danir. Stefán og Gunnar standa í ströngu B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N AB L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A Það vantar bara smáherslumun.Við náðum góðum spilköflum og þurfum að lengja þá en það er erfitt að ætlast til þess, eftir að hafa æft í einn klukkutíma fyrir leik, að allt smelli strax saman. Það þarf meiri tíma, menn spila hver í sínu landinu og þurfa að koma oftar sam- an til að búa til gott lið. Það er langt í Evrópukeppnina og þetta var gott verkefni fyrir okkur, verðugir andstæðingar með góða leikmenn. Nú er bara að þjappa þessu betur saman. Ég er ánægður með baráttu okkar manna, við lögð- um okkur allir fram og vorum stað- ráðnir í að vinna leikinn, og héldum áfram fram á síðustu mínútu. Það var jákvætt, það gáfu allir allt sem þeir gátu þrátt fyrir að flestir séu í hörðu prógrammi með sínum fé- lagsliðum, og voru tilbúnir til að leggja sig fram fyrir félagana og þjálfarann,“ sagði Grétar Rafn. Um mörkin tvö sem liðið fékk á sig sagði Grétar Rafn að fyrst og fremst hefði verið um smásam- skiptaörðugleika að ræða. „Þetta kemur ekki fyrir aftur, við lærum af mistökunum, auk þess sem þetta var varla víti sem þeir fengu. Það skipti þó ekki máli þegar upp var staðið fyrst við náðum ekki að skora. En við eigum mikið inni og ég hef engar áhyggjur. Við vorum óheppnir í öllum þessum uppstilltu atriðum sem við fengum. Það vant- aði lítið upp á, við erum komnir með stóra menn, eins og Ívar, og þá Jóa Kalla og Emil með frábærar send- ingar. Auðvitað þarf að æfa þetta betur en það er erfitt að koma því við þegar undirbúningurinn er að- eins klukkutími fyrir leik. En við er- um með stóra og sterka leikmenn og föstu leikatriðin eiga að vera veigamikill þáttur í okkar leik. Síðan vantaði oft lítið upp á að við slyppum í gegn þegar við spiluðum okkur í gegnum vörnina hjá þeim og þegar það smellur skorum við mörk,“ sagði Grétar Rafn Steinsson. Íslenska landsliðið í knattspyrnu mátti sætta sig við tap fyrir Trínidad og Tóbagó í London „Vantaði herslumun“ NEI, þetta fór ekki eins og við vonuðumst eftir en það er hægt að taka út góða punkta úr þessum leik og byggja á þeim. Það er enn langt í næstu keppni og maður fann greinilega að liðið á mikið inni. Leikmenn lögðu sig fram og þetta er bara spurning um að spila fleiri leiki áður en undankeppnin hefst og ná betri úrslitum,“ sagði Grétar Rafn Steinsson við Morgunblaðið eftir ósigurinn gegn Trínidad og Tóbagó á Loftus Road í London í gærkvöldi, 2:0. Víðir Sigurðsson skrifar frá London vs@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn FH-ingurinn Emil Hallfreðsson lék í fyrsta sinn í byrjunarliði íslenska landsliðsins í gær á Loftus Road í London í 2:0 tapleik gegn Trínidad og Tóbagó. ■ Erum of lengi/C2 ■ Eyjólfur þarf/C4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.