Morgunblaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 3
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 C 3
SVEN Göran Eriksson, þjálfari
enska landsliðsins í knattspyrnu,
segist ekki hafa tekið sjálfur þá
ákvörðun að hætta þjálfun liðsins
eftir heimsmeistaramótið í sumar
í Þýskalandi. Hann segir að
ákveðnir aðilar hafi lagt hart að
sér að hætta störfum eftir HM og
í raun hafi hann verið þvingaður
til uppsagnar. Á fundi með frétta-
mönnum í dag var Eriksson
spurður hvort það kæmi til greina
að hann myndi skipta um skoðun
eftir HM í sumar og halda áfram
þjálfun liðsins.
„Ég tók ekki þessa ákvörðun
sjálfur, ég hlustaði aðeins á það
sem mér var sagt að gera. Ég
hafði ekkert um málið að segja,“
sagði Eriksson. Í fréttatilkynn-
ingu sem enska knattspyrnu-
sambandið sendi frá sér í janúar
segir m.a. að Eriksson hafi talið
rétt að taka ákvörðun um fram-
tíðaráform sín áður en HM í
knattspyrnu hæfist og var honum
og ráðgjöfum hans þakkað fyrir
frábært samstarf í því ferli er
tekin var ákvörðun um framtíð
hans sem landsliðsþjálfara.
Þvinguðu Eriksson til uppsagnar
Grétar Rafn kom til Skagamanna17 ára gamall frá Siglufirði þar
sem hann hafði leikið með meistara-
flokki KS frá 15 ára aldri. Góður
Skagamaður sagði mér að til að
byrja með hefðu ekki verið bundnar
sérstakar væntingar við piltinn, sem
aftur á móti hefði vitað nákvæmlega
hvað hann vildi og hvað hann ætlaði
sér. „Grétar sagði strax að markmið-
ið væri að komast í lið hjá ÍA, síðan í
21-árs landsliðið, verða atvinnumað-
ur og komast í A-landsliðið. Hann
var með sín markmið á hreinu,“
sagði Skagamaðurinn.
Og það er ekki hægt að segja ann-
að en að Grétari hafi tekist ætlunar-
verkið. Hann var fastamaður í
Skagaliðinu frá 18 ára aldri og síðan
hefur allt gengið eftir, í réttri röð.
Fyrsta A-landsleikinn lék hann
snemma árs 2002, gegn sjálfum
Brasilíumönnum á útivelli, og náði
þá að skora mark Íslands í 1:6 ósigri.
Ekki gekk þó allt áfallalaust því
síðsumars 2003 sleit Grétar kross-
band í hné og var því allan næsta vet-
ur í endurhæfingu en kom eftir sem
áður sterkur til leiks með ÍA vorið
2004. Landsleik númer tvö lék hann
gegn Króatíu í mars 2005, sem vara-
maður, en hefur frá þeim tíma verið í
byrjunarliði Íslands í öllum leikjum.
Hlutirnir hafa gerst hratt
Grétar Rafn sagði í spjalli við
Morgunblaðið á hóteli landsliðsins í
London að það væri óhætt að segja
að draumar sínir hefðu ræst á mjög
skömmum tíma.
„Það var nógu stórt skref fyrir
mig að fara frá Íslandi til Sviss en
það var enn stærra að fara frá Sviss
til Hollands og ég er mjög ánægður
með hversu mörg tækifæri ég hef
fengið strax í byrjun hjá félaginu.
Hlutirnir hafa gerst mjög hratt hjá
mér, fyrir tveimur og hálfu ári síðan
var ég bara í endurhæfingu í lyft-
ingasalnum en núna er ég að spila
með landsliðinu og með toppfélagi í
Evrópu.“
Félagið á mikla
framtíð fyrir sér
Alkmaar, frá samnefndum bæ
skammt frá Amsterdam, er í þriðja
sæti hollensku úrvalsdeildarinnar, á
eftir PSV og Feyenoord. Grétar
kveðst kunna afar vel við sig hjá fé-
laginu. „Já, þetta er klúbbur á mik-
illi uppleið, er með frábæran þjálf-
ara og mjög góða leikmenn.
Aðstaðan er til fyrirmyndar og liðið
spilar góðan fótbolta. Ég sé þetta
sem lið sem eigi mikla framtíð fyrir
sér. Það er mjög gott fólk sem starf-
ar í kringum liðið og hefur unnið
lengi að því markmiði að koma því í
fremstu röð. Það eru fjársterkir að-
ilar á bakvið félagið og það er komið
með einn besta þjálfara heims, Lou-
is Van Gaal.“
Jói Kalli verður
fullkominn fyrir okkur
Íslendingunum í Alkmaar fjölgar
um helming í sumar því félagið hef-
ur samið við Jóhannes Karl Guð-
jónsson til fjögurra ára en hann lýk-
ur þessari leiktíð með Leicester í
ensku 1. deildinni. „Það er mikið til-
hlökkunarefni að fá Jóa Kalla til
okkar næsta sumar því þar fáum við
mjög góðan leikmann. Hann verður
í raun fullkominn fyrir okkur því
hann er nákvæmlega sú týpa sem
vantar í liðið núna. Hjá Alkmaar er
mikill áhugi á Íslendingum og það er
greinilegt að það fer gott orðspor af
leikmönnum frá Íslandi víða í Evr-
ópu um þessar mundir.“ Grétar tel-
ur að hollenska knattspyrnan henti
Íslendingum að mörgu leyti vel.
„Við getum lært mikið í fótbolta,
tækni og leikskipulagi af Hollend-
ingum en við komum líka með ým-
islegt inn í leikinn til þeirra sem þá
vantar. Þess vegna hafa þeir sóst
mjög eftir Norðurlandabúum í sín
lið, enda er mikið af Dönum og Sví-
um í hollensku knattspyrnunni.“
Beðið eftir úrslitakeppni
um Meistaradeildarsæti
Grétar segir að möguleikar
Alkmaar á hollenska meistaratitlin-
um séu líklega úr sögunni, en eftir
tap gegn PSV sé munurinn á lið-
unum orðinn of mikill. „Við erum í
raun bara að bíða eftir úrslitakeppn-
inni þó tíu leikir séu eftir af deild-
inni. Það er leikið eftir nýju fyrir-
komulagi því eftir að
deildakeppninni lýkur tekur við úr-
slitakeppni milli liðanna sem lentu í
öðru til fimmta sæti og þau spila um
eitt sæti í Meistaradeild Evrópu.
Þetta er dálítið skrýtið og ég efast
um að það verði gert aftur. Eins og
staðan er núna skiptir litlu máli í
hvaða sæti við endum, við erum vel
settir í þriðja sætinu og erum langt
á undan Ajax og öðrum liðum.“
Hann kveðst hafa tekið miklum
framförum á skömmum tíma eftir
að hann gerðist atvinnumaður fyrir
rúmu ári síðan. „Ég lærði heilmikið í
Sviss og náði að bæta mig mjög mik-
ið þar, enda lagði ég mikla vinnu í
það. Ég var með góðan grunn frá
Akranesi, þar fékk ég góða þjálfun
sem ég hef náð að nýta mér og
byggja ofan á. Í Sviss náði ég að
bæta tækni og sendingar og í Hol-
landi tók við næsta þrep hjá mér. Ég
æfi mjög stíft, líka talsvert auka-
lega, með það að markmiði að gera
mig að betri leikmanni.
Það er frábært að vera hjá Louis
Van Gaal, hann er afar snjall þjálf-
ari, eins og þeir gerast bestir, og
fagmennskan er mikil. Ég beið lengi
eftir því að fá tækifæri í atvinnu-
mennskunni og nú er það komið. Ég
er staðráðinn í að nýta það, halda
áfram að leggja mig fram og sjá til
hvert það fleytir mér.“
Maður segir ekki nei við slíku
Það kom Grétari í opna skjöldu
þegar forráðamenn Alkmaar köll-
uðu hann á sinn fund fyrir stuttu og
buðu honum nýjan og framlengdan
samning. „Ég hafði fyrst samið til
ársins 2008 með ákvæði um fram-
lengingu til 2010. Um daginn, þegar
ég var búinn að vera í sex mánuði
hjá félaginu vildu þeir opna samn-
inginn og lengja hann. Maður segir
ekki nei við slíku, ég bjóst alls ekki
við þessu og mér skilst að það sé
sjaldgæft að svona lagað sé gert eft-
ir þetta skamman tíma. Nýi samn-
ingurinn er til 2011 og ég er mjög
sáttur.
Það gefur manni aukið sjálfs-
traust að forráðamenn félagsins
skuli vera ánægðir með það sem
maður er að sýna og þetta virðist
benda til að þeir vænti mikils af mér
í framtíðinni,“ sagði Grétar Rafn
Steinsson.
Grétar Rafn Steinsson er ánægður með lífið hjá Alkmaar í Hollandi
Draumarnir hafa ræst
á skömmum tíma
GRÉTAR Rafn Steinsson er 24
ára gamall Siglfirðingur sem
hefur á skömmum tíma skipað
sér í hóp fremstu knattspyrnu-
manna landsins. Hann var ann-
ar af tveimur leikmönnum sem
spilaði alla níu landsleiki Ís-
lands á síðasta ári og þar skor-
aði hann tvö eftirminnileg mörk.
Grétar Rafn gerðist í ársbyrjun
2005 atvinnumaður hjá Young
Boys í Sviss og hafði aðeins ver-
ið þar í átta mánuði þegar AZ
Alkmaar, eitt fremsta lið Hol-
lands, fékk hann í sínar raðir.
Þar hefur honum vegnað svo vel
að félagið gerði á dögunum við
hann nýjan samning til hálfs
sjötta árs – hvorki meira né
minna.
Morgunblaðið/Kristinn
Grétar Rafn Steinsson hefur heldur betur sýnt tennurnar á knattspyrnuvöllum víðs vegar um Evr-
ópu með hollenska liðinu Alkmaar í vetur, en náði sér ekki á strik með landsliðinu í gærkvöldi.
Víðir Sigurðsson skrifar frá London
vs@mbl.is
LEIKUR Trínidad og Tóbagó
gegn Íslandi í gærkvöldi á Loftus
Road var fyrsti leikurinn af fimm
undirbúningsleikjum fyrir þátt-
töku liðsins á HM í Þýskalandi í
sumar.
Trínidad og Tóbagó leika einn
leik heima fyrir HM – gegn Perú
í Port of Spain 10. maí.
Leikmenn Trínidad og Tóbagó
halda síðan í æfingabúðir í
Austurríki, þar sem þeir leika
æfingaleik gegn Wales í Graz 27.
maí.
Þeir bregða sér síðan yfir til
Celje í Slóveníu 31. maí, þar sem
þeir mæta heimamönnum.
Þaðan halda þeir til Prag og
leika gegn Tékkum 3. júní.
Trínidad og Tóbagó leikur
sinn fyrsta leik í HM í Þýskalandi
gegn Svíþjóð í Dortmund 10.
júní, síðan gegn Englandi í Nürn-
berg 15. júní og þá gegn Para-
gvæ í Kaiserslautern 20. júní.
Fjórir leikir
Trínidad
fyrir HM
ÞAÐ er óhægt að segja að leik-
menn landsliðs Trínidad og Tób-
agó hafi haft nóg að gera á
knattspyrnuvellinum í rúmlega
ár, en þeir hafa leikið 29 lands-
leiki, með leiknum gegn Íslandi,
frá ársbyrjun 2005.
Heima: St. Vincent................3:1
Úti: Antigua og Barbuda .....1:2
Úti: St. Vincent......................0:1
Heima: Aserbaídsjan ............1:0
Heima: Aserbaídsjan ............2:0
Heima: Haítí ..........................1:0
Heima: Haítí ..........................2:1
Heima: Haítí ..........................0:1
Heima: Bandaríkin (HM)......1:2
Úti: Jamaíka ..........................1:2
Heima: Kúba..........................1:2
Úti: Barbados ........................3:2
Úti: Gvatemala (HM).............1:5
Heima: Kosta Ríka (HM) ......0:0
Heima: Bermúnda.................4:0
Heima: Bermúnda.................1:0
Heima: Panama (HM) ...........2:0
Úti: Mexíkó (HM)...................0:2
Heima: Hondúras..................1:1
Úti: Panama...........................2:2
Úti: Kólumbía ........................0:2
Úti: Bandaríkin (HM)............0:1
Heima: Gvatemala (HM).......3:2
Úti: Kosta Ríka (HM) ............0:2
Úti: Panama (HM) .................1:0
Heima: Mexíkó (HM).............2:1
Heima: Barein (HM)..............1:1
Úti: Barein (HM)....................1:0
Úti: Ísland ..............................2:0
Leikmenn
Trínidad
og Tóbagó
hafa nóg
að gera
LANDSLIÐ Trínidad og Tóbagó
er ofar en Ísland á nýjasta styrk-
leikalista Alþjóðaknattspyrnu-
sambandsins, sem gefinn var út á
dögunum.
Trínidad og Tóbagó er í 51.
sæti – féll um eitt sæti.
Ísland er í 96 sæti – féll um eitt
sæti.
Þess má til gamans geta að í
ársbyrjun 2002 var Trínidad og
Tóbagó í 34 sæti á listanum, en
Ísland í 52 sæti.
Trínidad
og Tóbagó
ofar á FIFA-
listanum