Morgunblaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 5
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 C 5
„AÐ sjálfsögðu er alltaf leið-
inlegt að tapa en mér fannst við
samt vera nokkuð þéttir og verj-
ast vel. Það var klaufaskapur að
fá fyrra markið á sig – ekki
nógu vel dekkað, og svo held ég
að vítaspyrnan hafi verið eina
skotið sem þeir áttu í síðari hálf-
leik,“ sagði Helgi Valur Daní-
elsson við Morgunblaðið eftir
ósigurinn gegn Trínidad og Tó-
bagó í gærkvöldi. Hann lék í
stöðu hægri bakvarðar og var í
fyrsta skipti í byrjunarliði Ís-
lands.
„Ég efast reyndar stórlega um
að þetta hafi verið vítaspyrna.
Leikmaðurinn náði ekki til bolt-
ans og Hermann braut aldrei á
honum, snerti hann kannski
smávegis. Ég er ekki sáttur við
leikinn sem slíkan, þar sem við
töpuðum. Það er að sjálfsögðu
alltaf erfitt að fara af stað með
nýtt lið, sem var að koma sam-
an, en við gerðum samt margt
gott. Við náðum að skapa nokk-
uð af færum í fyrri hálfleiknum,
áttum góðar fyrirgjafir, og vor-
um með þétta vörn. Að mörgu
leyti lítur þetta því ágætlega út
þótt úrslitin hafi verið þessi.
Við náðum ekki að nýta góð
tækifæri eftir aukaspyrnur og
hornspyrnur, og fórum líka illa
með góð tækifæri til að koma
með góðar fyrirgjafir. Það voru
svona ýmis smáatriði sem er
mikilvægt að bæta, sagði Helgi
Valur, sem gekk í vetur til liðs
við sænska úrvalsdeildarliðið
Öster.
Hann er vanari því að leika
sem miðjumaður en hefur þó af
og til spilað stöðu hægri bak-
varðar með Fylki. „Það var
gaman að fá tækifærið í nýju liði
og maður gerði sitt besta til að
sanna sig. Ég hef ekki spilað
bakvarðarstöðuna lengi en
kannast ágætlega við hana og
það er fínt að spila þarna, enda
er nóg af miðjumönnum í hópn-
um,“ sagði Helgi Valur Daní-
elsson.
„Ég er
ekki sátt-
ur við
leikinn“
Víðir Sigurðsson skrifar frá London
vs@mbl.is
ÞAÐ vakti nokkra athygli að
leikmenn úr liðum Íslands og
Trínidad og Tóbagó voru kall-
aðir í lyfjapróf eftir landsleikinn
á Loftus Road í gærkvöld. Fyrir
Íslands hönd fóru þeir Árni
Gautur Arason og Kristján Örn
Sigurðsson. Greinilegt er að
FIFA er að herða eftirlitið og
væntanlega er það vegna loka-
keppni HM í sumarog þátttöku
Trínidad og Tóbagó þar.
Árni og
Kristján í
lyfjapróf
Vissulega verður maður að takameð í reikninginn að það voru
gerðar talsverðar breytingar á liðinu
frá því það spilaði síðast og auðvitað
tekur það sinn tíma að slípa liðið
saman,“ sagði Ólafur þegar Morgun-
blaðið bað hann að vega og meta leik
íslenska liðsins.
Hefði viljað sjá Grétar Rafn
í bakvarðarstöðunni
Eyjólfur landsliðsþjálfari hefur
sagt að varnarleikinn þurfi að bæta
og hann muni leggja mesta áhersl-
una á hann. Hvernig fannst þér
varnarleikur liðsins í þessum leik?
,,Vörnin var langt frá því að vera
sannfærandi og varnarleikur liðsins í
heildina séð skilaði sér ekki nægi-
lega vel. Þeir fjórir leikmenn sem
skipuðu öftustu varnarlínuna hafa að
vísu ekki spilað mikið saman, ef þá
nokkurn tímann, og það kann að
skýra að nokkru leyti að vörnin virk-
aði á köflum óörugg og sérstaklega
framan af leik. Fyrra markið var
nánast endurtekning af þeim mörk-
um sem liðið fékk á sig í síðustu und-
ankeppni og þessa hluti verður liðið
að laga ef það á að ná betri árangri.
Vítaspyrnudómurinn var hlægileg-
ur. Þetta var ekkert víti. Mér fannst
Helgi Valur eiga í talsverðu basli
með sinn mann. Hann er hægur og
ég hefði frekar kosið að tefla fram
fljótari leikmanni og þar kemur fyrst
upp í huga minn Grétar Rafn Steins-
son. Hann hefði að mínu mati leyst
þessa stöðu betur enda þurfa að vera
fljótir menn í bakvarðarstöðunum.“
Of stórir fyrir
íslenska landsliðið
Merktir þú áhugaleysi hjá leik-
mönnum íslenska liðsins?
,,Já, það er ekki laust við það. Það
vantaði miklu meiri kraft í mann-
skapinn og það var augljóst að menn
fórnuðu sér ekki allir í verkefnið. Ég
vil meina að þegar menn eru valdir í
landsliðið eigi þeir að gefa sig alla í
verkefnið. Það var hins vegar langur
vegur frá því og það er spurning
hvort einhverjir leikmenn í liðinu séu
orðnir of stórir fyrir íslenska lands-
liðið. Persónulega er ég þeirrar
skoðunar.“
Kom þér á óvart hvernig Eyjólfur
stillti upp byrjunarliðinu?
,,Já það kom mér aðeins á óvart en
samt ekkert sem hægt er að gagn-
rýna á neinn hátt. Þetta var æfinga-
leikur þar sem ákveðin tilraunastarf-
semi var í gangi. Ég held að
leikkerfið sem Eyjólfur stillti upp
4:4:2 eða 4:5:1 hvernig svo sem menn
túlka það tel ég að henti okkur vel.
Eiður nýtist best í stöðunni fyrir aft-
an fremsta mann og hann hefur sýnt
hversu megnugur hann er í þessari
stöðu þegar út í alvöruna er komið.
Við eigum fullt af frambærilegum
leikmönnum og það hljóta að vera að
fleiri en þessir leikmenn sem koma
til greina í liðið.“
Ekki margir sem
styrktu stöðu sína
Hvaða leikmenn fannst þér standa
upp úr í íslenska liðinu?
,,Í heildina séð var enginn einn
sem stóð upp úr. Flestir leikmenn
náðu ekki að sýna sitt rétta andlit.
Mér fannst Grétar Rafn komast
einna best frá leiknum, Emil átti
þokkalega spretti og leikur liðsins
skánaði með innáskiptingunum í
seinni hálfleik. Það liggur alveg á
borðinu að það voru ekki margir
leikmenn sem styrktu stöðu sína í
landsliðinu með þessari frammi-
stöðu. Leikur liðsins var ekki mikið
fyrir augað og það var lítið að gerast
í sóknarspilinu. Ég hélt að menn
myndu leggja meira á sig þar sem
þetta var fyrsti leikur hjá nýjum
þjálfara en því miður var það ekki
raunin. Reynslumestu og bestu leik-
mennirnir náðu ekki að stíga fram og
draga vagninn.“
Skoða fleiri nýliða
Finnst þér vera tilgangur að spila
æfingaleiki á þessum árstíma?
,,Auðvitað er ákveðinn tilgangur
fyrir þjálfarann að fá æfingaleiki.
Hann þarf að skoða leikmannahóp-
inn, vega og meta leikmenn og sjá
hverjir henta best í hvaða stöður. En
mér fyndist réttara að landsliðsþjálf-
arinn notaði svona leiki til að skoða
þá leikmenn sem hann hefur ekki séð
áður og það hefði verið betra að mínu
mati að velja fleiri nýliða.
Það er vitað að viku fyrir leik
Chelsea á móti Barcelona í Meist-
aradeildinni fæst ekki það út úr Eiði
Smára sem íslenska landsliðið þarf á
að halda. Það þarf ekki mikinn spek-
ing til að sjá að Eiður var ekki tilbú-
inn í að fórna sér á fullu í þennan
leik.“
Hvernig lýst þér á framhaldið?
,,Við skulum vona að liðið rétti úr
kútnum. Það er alveg ljóst að ef þeir
ellefu einstaklingar sem spila inná
hverju sinni berjast ekki sem einn
maður náum við engum árangri.
Þetta var ekki gott kvöld fyrir ís-
lenska landsliðið og ekki bætti það
úr skák að 21 árs liðið steinlá fyrir
Skotum. Ekki góð byrjun hjá Eyjólfi
og Lúkasi en vonandi er fall farar-
heill.“
Ólafur Þórðarson, þjálfari Skagamanna, segir um
leikmenn sem valdir eru til að leika fyrir hönd Íslands
Þeir eiga að
gefa sig 100%
í verkefnið
ÓLAFUR Þórðarson þjálfari Skagamanna segist hafa orðið fyrir
talsverðum vonbrigðum með leik íslenska landsliðsins gegn Trínid-
ad og Tóbagó í gærkvöld. ,,Ég var nú að vonast eftir betri frammi-
stöðu hjá liðinu en raun bar vitni,“ sagði Ólafur í samtali við Morg-
unblaðið skömmu eftir að leik þjóðanna lauk á Loftus Road í
Lúndunum þar sem Trínidadar höfðu betur, 2:0, í fyrsta leik Íslend-
inga undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar.
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
*+ 9 $
:):$
/ *1$
; ))$
&)/*)'$2
< * 7$
: :)$
!"
!
#$%&!' (() * +
,
- '".
/"/"$ / 8
$$ "'((9
+ " :%9%
4
: + " :%:%'
7) :$ = 0>
?; $ ! '/ % )$
=/
0>
:@A 1$
B1"
1"' )
6" '6' * $
=/
0>
(2 !*)'( $
!/< $ = 0>
&:)$
var fáni ÍA þar á áberandi stað.
Suðræna stemningin teygði sig líka inn
á völlinn því áður en liðin gengu til leiks
hlupu tólf léttklæddar stúlkur í þjóð-
arlitum Trínidad og Tóbagó inn á völlinn
– í kvöldsvalanum enska. Og þegar flaut-
að var til hálfleiks tóku áhorfendur enn
betur við sér því þá voru mættar tíu enn
léttklæddari dísir úr Karíbahafinu til að
dansa fyrir áhorfendur, eins og sést á
myndinni hér fyrir ofan.
Ljóst er að það ríkir gífurleg eftirvænt-
ing meðal knattspyrnuáhugamanna í
Trínidad og Tóbagó vegna þátttöku liðs-
ins í lokakeppni HM í Þýskalandi í sumar.
Morgunblaðið/Kristinn
n, fyrirliði íslenska landsliðs-
rnarmann Trínidad á Loftus
slason fylgist grannt með.
AP
stemning
s Road
„ÞAÐ var óþarfi að tapa fyrir þessu
liði. Þeir fengu eiginlega bara þetta
eina færi sem þeir skoruðu úr fyrra
markið. Yorke fékk alltof mikinn
tíma til að taka boltann niður og
skjóta. Svo held ég að vítið hafi verið
gefins, hafi verið einhver snerting
átti leikmaðurinn aldrei séns í að ná
boltanum. Það var mjög ódýrt að
dæma vítaspyrnu á þetta, sagði
Brynjar Björn Gunnarsson.
„Þetta lið hjá Trínidad er í sjálfu
sér ekkert sterkara en við. Þeir virk-
uðu þó samstilltari og spiluðu mjög
vel á köflum. Þeir sköpuðu ekki mik-
ið en héldu boltanum ágætlega sín á
milli en við erum ekki búnir að ná að
slípa okkar leik til eftir fríið í vetur.
Við náðum aldrei að setja almenni-
lega pressu á þá og ýta þeim virki-
lega inn í sinn vítateig. Við spiluðum
of mikið fyrir framan þá og hefðum
þurft að komast oftar aftur fyrir
varnarmennina og koma boltanum
fyrir markið. Það var synd að nýta
ekki allar þessar hornspyrnur, þetta
voru góðar fyrirgjafir og á öðrum
degi hefði þetta gefið okkur eitt til
tvö mörk en það féll ekki með okkur
að þessu sinni.
Það er oft mjótt á mununum og við
þurfum að laga nokkur smáatriði, og
þá eigum við að geta náð hagstæðari
úrslitum. Sérstaklega gegn liðum
sem eru svipuð að styrkleika og við,
eins og þetta var.
En aðalmálið við þennan leik var
að við komum saman með nýjan hóp.
Eyjólfur fékk að sjá okkur spila einn
leik og vera með okkur á æfingum,“
sagði Brynjar Björn Gunnarsson.
„Yorke fékk of mikinn tíma“
Víðir Sigurðsson skrifar frá London
vs@mbl.is