Morgunblaðið - 09.03.2006, Side 22

Morgunblaðið - 09.03.2006, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI KOSTNAÐARAUKI bæjarbúa gæti á 15 árum numið allt að einum millj- arði króna verði Dalsbraut, frá Þing- vallastræti og áfram suður í Nausta- hverfi, ekki lögð, en bílum þess í stað ekið eftir öðrum og lengri leiðum. Mikil umræða hefur verið um tengi- brautir, áframhaldandi Dalsbraut og Miðhúsabraut, sem liggja á frá Naustahverfi, framhjá mjólkursamlagi og tengjast Hlíðarbraut á Akureyri að undanförnu og skoðanir mjög skiptar. Fjallað var um þessar tengibrautir á fundi sem þrjú félög, Norðurlands- deildir Verkfræðingafélags Íslands, Tæknifræðingafélags Íslands og Arki- tektafélags Íslands efndu til í fyrra- kvöld. Pétur Bolli Jóhannesson deild- arstjóri umhverfisdeildar kynnti að- alskipulag Akureyrar til ársins 2018, en frestur til að gera athugasemdir við það rennur út í næstu viku, 17. mars. Í aðalskipulaginu er ekki gert ráð fyrir að Dalsbraut verði lögð frá Þingvall- astræti og suður í Naustahverfi né heldur Miðhúsabraut, tengibraut frá Naustahverfi og norður eftir fram hjá mjólkursamlagi. Sýndar á skipulagi í rúm 30 ár Báðar hafa þessar tengibrautir ver- bíla umferð á sólarhring og gengið út frá opinberum tölum um kostnað við hvern ekinn kílómetra. Að núvirði er því um að ræða kostnaðarauka á bilinu 990 til einn milljarð króna á 15 ára tímabili. Einn fundarmanna, Ólafur Jónsson, sem tekið hefur þátt í foreldrastarfi í Lundarskóla, spurði í þessu samhengi hvað eitt skólabarn kostaði, þau yrðu á ferðinni yfir umferðarþunga götu og hætta á slysum ykist í kjölfarið. Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni Hermann Jón Tómasson sem skipar efsta sæti á framboðslista Samfylking- arinnar fyrir bæjarstjórnarkosningar í vor sagði að með því að leggja ekki Dalsbraut væri verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Samfylking- arfólk hefði rætt málin fram og til baka að undanförnu og vissulega yrði að hlusta á íbúa á svæðinu, „en ég held að það séu of fáir á bak við þessa ákvörðun,“ sagði hann og vísaði til ákvörðunar bæjarstjórnar frá í fyrra- sumar um að hætta við fyrirhugaða áframhaldandi lagningu Dalsbrautar. Taldi Hermann Jón fulla ástæðu til að endurhugsa málið. Fulltrúi Samfylk- ingarinnar í bæjarstjórn, Oktavía Jó- hannesdóttir, stóð að samþykkt um að hætta við fyrirhuguð áform um lagn- ingu Dalsbrautar suður í Naustahverfi síðastliðið sumar. Baldvin H. Sigurðsson sem skipar fyrsta sæti á lista VG fyrir kosningar í vor spurði hvort ekki væri upplagt að leggja Miðhúsabraut fyrst og setja Dalsbraut í salt, fresta öllum ákvörð- unum um hana í 5 ár og sjá til hvort fyrrnefnda brautin myndi duga. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri sagði að ástæða þess að ákvörðun hefði verið tekin um að hætta við lagn- ingu tengibrautanna, væri að bæj- arstjórn hefði kosið að hafa samráð við íbúana. Hann vildi ekki meina að það hefði verið vegna þrýstings frá fáum en sterkum aðilum svo sem menn hefðu látið að liggja. leggja í framhaldinu síðar, t.d. eftir ár- ið 2018. Jónas benti á lagningu Borg- arbrautar, hún hefði á sínum tíma skipt sköpum fyrir íbúa Giljahverfis og það sama yrði uppi á teningnum varð- andi Dalsbrautina, hún myndi t.d. létta mjög álagi á Þórunnarstræti þar sem umferðarþungi væri nú mjög mikill. Einsýnt væri að meginumferðarþung- inn úr hverfinu yrði um Dalsbraut. Meginslagþungi í uppbyggingu bæj- arins væri í Naustahverfi, þar yrðu íbúar á bilinu 2.800 til 3.400 eftir nokk- ur ár. Verði Dalsbraut ekki lögð mun umferð um aðrar götur í nágrenninu aukast til muna, öryggi minnka, meng- un aukast sem og kostnaður. 90 milljóna kostnaðarauki á ári Fram kom í máli Jónasar að árlegur kostnaðarauki gæti numið allt að 90 milljónum króna á ári, geti þeir ekki nýtt sér að fara um Dalsbraut, en í út- reikningum hans er miðað við 8.000 ið sýndar í aðalskipulagi Akureyrar allt frá árinu 1974, komu fyrst fram þá að því er fram kom í máli Freys Ófeigssonar sem kynntur var sem íbúi í Lundarhverfi. Hann var á árum áður bæjarfulltrúi og sat m.a. í skipulags- nefnd bæjarins. Freyr fór yfir 30 ára sögu þessara tengibrauta, en um þær hafa verið gerðar nokkrar skýrslur þar sem yfirleitt er komist að þeirri niðurstöðu að óhjákvæmilegt sé að leggja þær. Andstaða er hins vegar mikil hjá ýmsum og nefndi Freyr m.a. skólayfirvöld í Lundarskóla, hags- munahóp KA, og hóp íbúa í nágrenni umræddra tengibrauta og var það hans mat að þrýstingur frá þessum hópum hefði einkum orðið til þess að Dalsbraut er nú ekki sýnd í aðalskipu- lagi. Að sem fyrst verði ráðist í lagningu Dalsbrautar Jónas Karlesson verkfræðingur sagði að til lengri tíma litið væri besta lausnin að leggja báðir brautirnar, Dalsbraut og Miðhúsabraut, sú fyrr- nefnda væri afgerandi besti kosturinn til að leysa umferðarmál til og frá Naustahverfi „og ég legg til að sem fyrst verði ráðist í lagningu hennar,“ sagði hann. Miðhúsabraut mætti svo Skiptar skoðanir á ágæti þess að leggja tengibrautir til og frá Naustahverfi Besta lausnin að leggja bæði Dals- og Miðhúsabraut Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Miklar framkvæmdir Einar Húmi Valsson, fjögurra ára, fylgdist með framkvæmdum í Naustahverfinu á Akureyri í gær. Hann hefur væntanlega engar áhyggjur af tengibrautum í bænum, en hafði gaman af að fylgjast með gröfunni og vörubílunum. Kostnaðarauki bæjarbúa um 90 millj- ónir á ári verði Dalsbraut ekki lögð Austurver | „Þetta er dæmigert fag sem gengur í ættir, þetta er í blóðinu,“ segir Jónína Sigurbjörnsdóttir, dóttir Sigurbjörns Þorgeirssonar skósmiðs sem stofnaði skóvinnustofu sína fyrir fimmtíu árum við Vesturgötu 24. Síðan þá hefur stofan flutt nokkrum sinnum, en fann sér loksins samastað í Aust- urveri fyrir rétt um þrjátíu árum. „Ég var bara lítið kríli þegar ég sat á verk- stæðinu hjá pabba með ónýta skó, ríf- andi af þeim botnana og neglandi í þá. Strákarnir mínir voru hérna í barna- vagni og burðarrúmi fyrstu árin og lærðu iðnina með móðurmjólkinni.“ Það er ekki ofsögum sagt að hér sé um fjölskyldufyrirtæki að ræða en Jónína, maður hennar, sonur þeirra, og mágkona vinna öll á skóvinnustof- unni. Sonurinn er á samningi, en hin þrjú eru öll lærðir skósmiðir. Jónína segir starfið mjög gefandi og fjölbreytilegt, enda séu engir tveir fæt- ur eins og því engar tvær skóviðgerðir eins. „Hver einasta viðgerð er ný út- færsla. Þetta er engin rútína, allt er sérunnið eftir hverju pari fyrir sig. Þess vegna tekur oft langan tíma að koma fólki inn í starfið. Fólk er líka svo ánægt þegar það fær skóna sína eins og nýja til baka. Það er mjög gefandi.“ Mikil og löng viðvera Jónína segir mikla viðveru vera á skóvinnustofunni, stofan sé opnuð kl. 8 og sé opin til 18 síðdegis á virkum dög- um og frá tíu til tvö á laugardögum. „En stundum erum við að til klukkan fjögur á laugardögum,“ segir Jónína sem kveðst stundum taka sér stutt frí, en þá þurfi að loka stofunni, þar sem erfitt sé að fá afleysingafólk í þessu fagi. „Svo er ég búin að vinna flesta sunnudaga frá áramótum, svo þetta er ansi strembið. Ég tók mér einn frídag á síðasta ári, en stundum förum við í stutt ferðalög, kannski eina eða tvær vikur.“ Jónína segir mikla þörf á skó- smiðum, fólk hugsi vel um skóna sína og láti gera við þá og gera þá upp. Þá sé kúnnahópurinn mjög tryggur og traustur og margir hafi fylgt skó- smíðaverkstæðinu frá því um miðja síðustu öld. Sigurbjörn hætti sjálfur skóviðgerð- unum fyrir tíu árum og settist í helgan stein, en hann heimsækir gjarnan stof- una og lítur til með afkomendum sín- um, enda alltaf stutt í skósmiðinn. „Hann fylgist vel með okkur og var hér með annan fótinn hjá okkur í gær,“ segir Jónína. „Hann var búinn að vinna lengi að því að byggja upp gott fyrirtæki og á vel skilið að fá að slaka á.“ Fótafeimni í kvennakórnum Í tilefni af vikunni eru ýmis tilboð og afslættir í boði á skósmíðaverkstæð- inu, auk þess sem kórinn Vox Feminae mun heimsækja Austurver í dag kl. 17 og syngja fyrir viðskiptavini skó- vinnustofunnar, en Jónína er einmitt hluti af þeim kór. Vissulega mótar starfið það hvernig fólk horfir á heiminn. Blaðamenn hlusta t.d. eftir talsmáta fólks á meðan hárgreiðslufólk grannskoðar hár þeirra sem það hittir. Jónína segir skó- smiði þar enga undantekningu. „Já, augun leita ósjálfrátt niður þegar ég hitti fólk, en það hvernig fólk fer með skóna sína gefur manni margar vís- bendingar um það, þótt það segi okkur lítið eitt og sér,“ segir Jónína og bætir því kímin við að fólk í kringum hana sé gjarnan meðvitað um það að hún velti fyrir sér skónum. „Við sitjum gjarnan í hálfhring í Vox Feminae og þá sér maður stundum fæturna hörfa undir stólana hjá vinkonunum sem sitja á móti manni.“ Skóvinnustofa Sigurbjörns í Austurveri fagnar 50 ára afmæli Morgunblaðið/Ómar Ættarfag Jónína Sigurbjörnsdóttir fylgir í fótspor föður síns og sonur hennar fylgir ættarhefðinni. Eftir Svavar Knút Kristinsson Svavar@mbl.is Gefandi fag sem gengur í ættir Hafnarfjörður | Fyrstu styrkjum úr minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Bjarna Snæbjörnssonar læknis var úthlutað í gær við hátíðlega at- höfn, en minningarsjóðnum er ætl- að að styðja við hagsmunamál og velferð barna í Hafnarfirði allt að 18 ára aldri. Í janúar sl. var auglýst eftir um- sóknum um styrki úr sjóðnum, en í skipulagsskrá sjóðsins er tilgreint að styrkir skuli einkum veittir „til starfsemi á vegum einstaklinga, samtaka, fyrirtækja og opinberra aðila, sem veita börnum, sem eiga við erfiðleika að etja vegna fötl- unar, sjúkdóma eða félagslegra að- stæðna, þjónustu og aðstoð“. Alls bárust ellefu umsóknir um styrk í minningarsjóðinn. Styrkina, sem eru að heildar- upphæð 381 þúsund krónur, hlutu eftirfarandi aðilar: Iðjuþálfun æf- ingastöðva Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Hafnarfirði, hlaut 111 þúsund krónur til kaupa á sérhönn- uðu borði og tveimur stólum til notkunar í hópstarfi barna í iðju- þjálfun þar sem unnið er með fín- hreyfifærni og félagsleg samskipti. Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir óperu- söngkona og Ólafur B. Ólafsson, kennari og tónlistarmaður, hlutu 100 þúsund krónur til tónlistar- flutnings fyrir heimilismenn á sam- býlum í Hafnarfirði. Þá hlaut Sjúkraþjálfarinn ehf. í Hafnarfirði 170 þúsund krónur til tækjakaupa fyrir barnasjúkraþjálfun fyrirtæk- isins. Fyrsta úthlutun úr minn- ingarsjóði DR. Sigrún Sveinbjörnsdóttir flytur fyrirlestur á fundi Norðurlandsdeildar FAS, Samtaka foreldra og aðstand- enda samkynhneigðra, í kvöld, 9. mars, klukkan 20 á Sigur- hæðum. Erindið kallar hún: Af hverju fæðast sumir samkyn- hneigðir og aðrir gagnkyn- hneigðir? Hvað segja fræðin um það? Einnig verður sagt frá starfi undirbúnings- nefndar um að hefja fræðslu um samkynhneigð á öllum skólastigum grunnskóla á Ak- ureyri. Af hverju?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.