Morgunblaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Bónus
Gildir 9. mars–12. mars verð nú verð áður mælie. verð
Bónus lambalæri krydduð..................... 998 1.298 998 kr. kg
KF grill svínakótilettur ........................... 959 1.369 959 kr. kg
McCain, 15 tommu pitsur..................... 399 599 399 kr. stk.
KS lambalæri frosin ............................. 898 998 898 kr. kg
KF lambahryggur frosinn....................... 999 1298 999 kr. kg
Newmans gulrætur, 454 g .................... 259 0 570 kr. kg
Fjarðarkaup
Gildir 9. mars–11. mars verð nú verð áður mælie. verð
Fjallalamb, bestu kaupin ...................... 598 698 598 kr. kg
Fjallalamb ofnsteik .............................. 1.198 1.615 1.198 kr. kg
FK jurtakryddað lambalæri.................... 1.856 998 1.856 kr. kg
4 hamborgarar m/brauði...................... 298 438 75 kr. stk.
Ferskur kryddaður kjúklingur ................. 559 799 559 kr. kg
Frechetta pizzur Roma, 400 g ............... 348 398 870 kr. kg
Rautt og hvítt grape ............................. 95 159 95 kr. kg
DDV Ping pinnar, 6 stk. ........................ 589 698 98 kr. stk.
DDV Lasagna, 500 g ............................ 748 814 1.496 kr. kg
DDV pizzur, 250 g, 4 teg. ...................... 489 589 1.956 kr. kg
Hagkaup
Gildir 9. mars–12. mars verð nú verð áður mælie. verð
Grísahnakki í sneiðum úr kjötborði......... 998 1398 998 kr. kg
Lambalundir úr kjötborði ...................... 2.699 3.349 2.699 kr. kg
Svínaskankar úr kjötborði ..................... 198 249 198 kr. kg
Svínasíða m/puru úr kjötborði............... 399 548 399 kr. kg
Svínabógur úr kjötborði ........................ 449 579 449 kr. kg
Svínarifjur úr kjötborði .......................... 598 798 598 kr. kg
Svínapurusteik úr kjötborði ................... 998 1.398 998 kr. kg
Holta kjúklingalæri í magnpakkningu ..... 389 599 389 kr. kg
Krónan
Gildir 9. mars–12. mars verð nú verð áður mælie. verð
Lambasteik í helgarmatinn
HELGARTILBOÐIN | neytendur@mbl.is
Í FJARÐARKAUPUM getur fólk keypt
jurtakryddað lambalæri í helgarmatinn á
998 krónur kílóið í stað 1.856 króna. Reynd-
ar er lambakjöt víða á tilboði en misjafnt
hversu mikill afslátturinn er. Þegar fólk
ætlar að birgja sig upp borgar sig að bera
saman verð og meta hvort um góð kaup sé
að ræða.
Annars ætlar Buddan að bjóða fjöl-
skyldunni upp á melónur um helgina
því þær eru á kostakjörum í Nóatúni,
kílóið á innan við hundrað krónur. Fyr-
ir þá sem eru í tilbúnu réttunum eru pítsur
á tilboði og lasagna.
BUDDAN
Melónur
og pítsur
Móa Kjúklingur, ferskur......................... 399 699 399 kr. kg
SS Grand Orange helgarsteik ................ 1.334 1.668 1.334 kr. kg
Ali bjúgu, 4 stk. ................................... 377 539 377 kr. kg
Krónu krydduð lambasteik .................... 1.119 1.598 1.119 kr. kg
Krónu 4 grillborgarar m/brauði.............. 398 498 398 kr. pk.
Stjörnu hrásalat, 350 g ........................ 125 178 357 kr. kg
Þykkmjólk, 500 ml............................... 105 132 210 kr. ltr
Sorella Pizza skink/pepp/græn, 250 g .. 99 199 99 kr. pk.
Exact sjampó dandruff, 400 ml ............. 199 279 498 kr. ltr
Exact sjampó fruitique, 400 ml ............. 149 199 372 kr. ltr
Nóatún
Gildir 9. mars–12. mars verð nú verð áður mælie. verð
Lambalæri krydd DeLuxe ...................... 1.498 1.769 1.498 kr. kg
Lambageiri m/fyllingu .......................... 2.690 2.998 2.690 kr. kg
Lamba ribeye hvítl/rósmarín ................. 2.498 2.998 2.498 kr. kg
Lambafille ribeye ................................. 1.998 2.998 1.998 kr. kg
Lamba sirloinsneiðar............................ 898 1.198 898 kr. kg
Melónur gular ...................................... 89 139 89 kr. kg
Melónur cantalópa............................... 99 229 99 kr. kg
Vatnsmelónur rauðar............................ 79 128 79 kr. kg
Náttúra Frisee salat, 200 g ................... 169 269 845 kr. kg
Skyr.is m/vanillu, 170 g ....................... 73 91 429 kr. kg
Samkaup/Úrval
Gildir 9. mars–12. mars verð nú verð áður mælie. verð
Gourmet Grísahnakkasneiðar BBQ ........ 1.077 1.539 1.077 kr. kg
Bautab. Grísaofnsteik........................... 1.069 1.528 1.069 kr. kg
Frönsk sveitaskinka 1/1 pökkuð ........... 1.147 1.638 1.147 kr. kg
Borgarnesbjúgu ................................... 395 573 395 kr. kg
Grillleggir m/jurtakryddi Magnpoki ........ 359 449 359 kr. kg
Doritos Snakk, 200 g, 3 teg. ................. 179 249 895 kr. kg
Fanta Free, 2 ltr ................................... 99 223 50 kr. ltr
Hótel Lifrarkæfa, 200 g ........................ 144 244 720 kr. kg
Neytendastofa hefur fariðfram á skýringar á aug-lýsingum, sem nýlegahafa birst frá versl-
unum BT. Verslanir BT hafa boðið
þar „fría“ fartölvu gegn þriggja ára
áskrift af BT-neti á 5.990 krónur á
mánuði. Á sama tíma kostar net-
áskriftin ein og sér hjá BT 3.890
krónur á mánuði eða 2.100 krónum
minna en ef fartölvan fylgir. Eftir
þriggja ára samningstíma er kostn-
aður við tilboð með netáskrif og far-
tölvu kominn í 215.640 krónur á
meðan kostnaður við netáskriftina
eingöngu í jafn langan tíma nemur
140.040 krónum. Mismunurinn er
því 75.600 krónur. Samkvæmt upp-
lýsingum frá BT eru fartölvurnar,
sem fylgja tilboðunum, ýmist Fu-
jitsu Siemens eða Toshiba og kosta
nú einar og sér 79.188 krónur í
verslunum BT.
„Við höfum sent bréf til BT og
óskað eftir ákveðnum upplýsingum
varðandi þessar auglýsingar og er-
um nú að bíða eftir svari frá versl-
uninni. Við spyrjum hvað sé frítt,“
segir Anna Birna Halldórsdóttir,
deildarstjóri markaðssviðs Neyt-
endastofu.
„Okkur sýnist að verið sé að aug-
lýsa fríar tölvur, sem í reynd eru
ekki fríar. Tilboðin tvö virðast að
öllu leyti vera eins nema hvað far-
tölvan bætist við annað tilboðið og
kostnaðurinn við það er 75.600
krónum umfram hitt. Neytendur
eru þar með kannski að borga tölv-
una í hærra áskriftargjaldi.“
Leita eftir skýringum
Að sögn Önnu Birnu er Neyt-
endastofa fyrst og fremst að óska
eftir upplýsingum frá BT. „Ef til vill
koma sannfærandi skýringar, en
við erum að afla upplýsinga til að
geta metið hvort auglýsingin sé vill-
andi eða ekki. Gangurinn er sá að
við fáum ýmist ábendingar eða tök-
um upp að eigin frumkvæði mál,
sem okkur finnast orka tvímælis.
Samkvæmt stjórnsýslulögum send-
um við viðkomandi bréf og leitum
skýringa. Í ljósi þeirra tökum við
svo ákvörðun um framhaldið, en
ýmist er hægt að láta banna auglýs-
ingu eða breyta henni ef nið-
urstaðan verður sú að auglýsing
brjóti í bága við lög um óréttmæta
viðskiptahætti,“ segir Anna Birna.
Breyttu orðalaginu í gær
Að sögn Stefáns Hjörleifssonar,
framkvæmdastjóra hjá BT-neti, er
hér á ferðinni óþarfa fjarðafok.
Málið snúist um ágreining um orða-
lag, sem hafi frá og með gærdeg-
inum verið breytt í kjölfar ábend-
inga. Orðið „frítt“ hafi verið tekið
út. „Við erum endilega ekkert sam-
mála ábendingunum, en til að forð-
ast misskilning, ákváðum við að
breyta orðalagi auglýsinganna. Eft-
ir sem áður kemur tilboðið til með
að standa.“
Hvað er frítt?
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
TILBOÐ | Frí fartölva í boði gegn 5.990 króna netáskrift í þrjú ár
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
Unnið hefur veriðað uppsetningu
nýrra grenndargáma
á höfuðborgarsvæð-
inu að undanförnu og
hefur sú breyting
orðið að nú má skila í
þá pappírsumbúðum
og fernum. Tileinki
menn sér þá venju,
geta íbúar höf-
uðborgarsvæðisins
dregið úr ruslmagn-
inu, sem endar í
ruslatunnunum, um
þrjú þúsund tonn á
ári.
Pappírsumbúðir
falla til í miklu magni
á íslenskum heim-
ilum, t.d. umbúðir ut-
an af morgunkorni,
skyndiréttum, kexi
og þvottaefni. Hing-
að til hefur Sorpa
ekki séð sér hag í
söfnun slíkra um-
búða til endur-
vinnslu, en með til-
komu úrvinnslugjalds, sem lagt var
á þessar umbúðir um síðustu ára-
mót, opnast nýir möguleikar.
Ómengað hráefni
Að sögn Gyðu S. Björnsdóttur,
kynningar- og fræðslufulltrúa
Sorpu, má draga mikið úr því
magni úrgangs sem endar á urð-
unarstaðnum í Álfsnesi með því að
flokka umbúðirnar og skila til end-
urvinnslu. Hráefnið þarf hins vegar
að vera ómengað af öðrum efnum
til að hægt sé að endurvinna það og
þess vegna er mikilvægt að fjar-
lægja matarleifar og plastumbúðir,
sem kunna að leynast í pappírs-
umbúðunum. Fernur er æskilegt að
skola til að forðast lyktarmengun
og brjóta um-
Pappír og fernur í
grenndargámana
SORP
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þeir sem eru duglegir að flokka sorpið heima geta
nú farið með umbúðir utan af morgunkorninu eða
kexinu í grenndargám.
búðirnar svo saman svo þær taki
minna pláss. Þeim er svo skilað í
grenndargáma á höfuðborgar-
svæðinu sem merktir eru „pappírs-
umbúðir“. Umbúðunum er einnig
hægt að skila á allar endur-
vinnslustöðvar Sorpu.
Sænsk endurvinnsla
Pappírsumbúðir eru baggaðar í
móttökustöð Sorpu í Gufunesi og
fluttar til Svíþjóðar til endur-
vinnslu. Sænska fyrirtækið Fiskeby
sérhæfir sig í framleiðslu kartons
og nýtir til þess pappírsumbúðir og
fernur. Á undanförnum árum hefur
fyrirtækið endurunnið fernur frá
Sorpu, en nú bætast aðrar pappírs-
umbúðir við. Fiskeby sendir kart-
onið til viðskiptavina víðs vegar um
heiminn, m.a. á Íslandi, og eru bún-
ar til nýjar pappírsumbúðir úr því.
TENGLAR
.....................................................
www.sorpa.is
join@mbl.is