Morgunblaðið - 09.03.2006, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 09.03.2006, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ALVARLEGAR UMRÆÐUR Undanfarnar vikur og mánuðihefur hver skýrslan á fæt-ur annarri komið frá grein- ingardeildum erlendra banka, matsfyrirtækja og fjármálafyrir- tækja um stöðu íslenzka banka- kerfisins. Nú síðast ítarleg skýrsla, sem Morgunblaðið skýrði frá í gær frá bandaríska fjármálafyrirtæk- inu Merill Lynch, sem er eitt stærsta fyrirtæki í sinni grein í heimi. Þegar fyrstu skýrslurnar komu seint á síðasta ári höfðu forráða- menn íslenzku bankanna tilhneig- ingu til að yppta öxlum og gera lítið úr þeim athugasemdum, sem þar komu fram. Og jafnvel þótt með fylgdi að kjör á skuldabréfum ís- lenzku bankanna hefðu versnað á eftirmarkaði var því haldið fram, að sú þróun mundi ganga til baka. Það hefur ekki gerzt heldur hafa kjörin þvert á móti versnað. Íslenzku bankarnir hafa tekið mikla fjármuni að láni á alþjóðleg- um peningamörkuðum á hagstæð- um kjörum, sem þeir hafa svo end- urlánað til innlendra og erlendra viðskiptavina sinna. Skýringin á því mikla peningaflóði, sem fólk hefur verið að furða sig á hér hin síðustu ár og þeim milljarðavið- skiptum, sem gengið hafa fram og til baka eru ekki sízt þessar lántök- ur íslenzku bankanna á erlendum mörkuðum og endurlán þeirra fjár- muna til viðskiptavina. Íslenzku bankarnir hafa hagnazt mikið á þessum viðskiptum enda hafa þeir fengið peningana að láni á hagstæðum kjörum. Nú eru sterkar vísbendingar um að þessi gullöld sé að baki og að ís- lenzku bankarnir geti ekki fengið peninga að láni með svo hagstæð- um kjörum, sem hingað til. Sem getur leitt til þess að það borgi sig ekki fyrir þá að endurlána þá eða borgi sig ekki fyrir viðskiptavinina að taka þá að láni á þeim kjörum, sem í boði kunna að vera. Ein helzta gagnrýni greiningar- deilda erlendu fjármálafyrirtækj- anna á íslenzku bankana er sú, að þessi miklu lán séu tekin til skamms tíma og að það sé vaxandi áhætta fólgin í þessum lántökum. Þess vegna sé eðlilegt að þeir sem láni peningana geri kröfu um meiri áhættuþóknun og þar af leiðandi verði lántökurnar óhagstæðar. Í skýrslu Merill Lynch er því haldið fram, að evrópski fjármála- markaðurinn hafi í raun verið lok- aður fyrir íslenzku fjármálafyrir- tækjunum um skeið. Þess vegna hafi þau leitað til Bandaríkjanna, Asíulanda o.fl. Og eftir skýrslu Merill Lynch hlýtur sú spurning auðvitað að vakna, hvaða áhrif hún muni hafa á bandaríska fjármála- markaðinn og afstöðu hans til ís- lenzka bankakerfisins. Önnur megin gagnrýni flestra eða allra þessara fyrirtækja á ís- lenzku bankana eru flókin eigna- tengsl á milli bankanna og við- skiptafyrirtækja þeirra. Það sé óvenjulegt að bankarnir séu jafn- framt hluthafar í fyrirtækjum, sem um leið eru hluthafar í bönkunum. Ekki er ósennilegt að t.d. sala Kaupþings banka á hlut bankans í Baugi Group sé þáttur í viðleitni bankans til þess að mæta þessari gagnrýni. Fulltrúar erlendra fjár- málastofnana hafa líka gert at- hugasemdir við gagnkvæmt eign- arhald Kaupþings banka í Exista og Exista í Kaupþingi banka. Sala Íslandsbanka á stórum hlut í Sjóvá- Almennum og fjármögnun kaup- andans á kaupunum eru einnig gerð að umtalsefni í skýrslu Merrill Lynch og raunar koma fleiri fyrir- tæki við sögu í skýrslunni. Skuldsetning íslenzkra fyrir- tækja er talin meiri en gengur og gerist og því jafnvel haldið fram, að hún hafi verið smitandi! Það er engin leið að lesa skýrslu Merill Lynch án þess að komast að þeirri niðurstöðu að um svarta skýrslu sé að ræða fyrir íslenzka fjármálakerfið. Og það er fásinna, að yppta öxl- um yfir skýrslunni eða gera lítið úr því bandaríska fjármálafyrirtæki, sem sendir hana frá sér. Enda eru engar alvarlegar vís- bendingar um að bankarnir taki þessar athugasemdir og gagnrýni ekki alvarlega. Í fyrradag skýrði Morgunblaðið frá því, að formlegt samráð hefði verið tekið upp á milli þriggja ráðu- neyta, Seðlabanka og Fjármálaeft- irlits um viðbúnað ef eitthvað kæmi upp á í bankakerfinu. Tekið skal fram, að í skýrslu Merill Lynch kemur skýrt fram að fyrirtækið tel- ur ekki að bankakreppa sé fram- undan á Íslandi á þessu ári. Það eru líka skýrar vísbendingar um að forráðamenn íslenzku bank- anna hafi nú þegar brugðizt við gagnrýni og athugasemdum er- lendis frá og hafi nú þegar og muni hægja á lántökum á erlendum mörkuðum og þar með lánveiting- um til viðskiptavina hér og erlend- is. Þetta þýðir, að bankarnir munu gera meiri kröfur til lántakenda en áður. Og líklegt má telja, að þeir dragi verulega úr fjármögnun þeirra miklu viðskiptasamninga, sem hafa verið nánast daglegt brauð síðustu misserin. Ríkisstjórn og Alþingi þurfa líka að gefa þessari þróun og athuga- semdum við starfsemi íslenzka fjármálakerfisins gaum. En þrátt fyrir þessa gagnrýni má ekki gleyma því að íslenzkt efna- hagslíf er margfalt öflugra en það var fyrir nokkrum árum og betur í stakk búið til þess að takast á við hugsanleg vandamál heldur en áð- ur. K erfisbundin vandamál byrja hvorki né hverfa á einni nóttu. Horfur á mjúkri lendingu ís- lenska hagkerfisins eru óvissar og við teljum að þeir geti átt erfiðara uppdráttar á lánsfjármörkuðum og að lánskjör geti orðið lakari. Fjármögnun bankanna – of mikið til skamms tíma Fjármögnun bankanna er til tiltölulega skamms tíma og eru þeir því sérstaklega viðkvæmir ef breytingar skyldu verða á trú og skoðun markaðarins. Að okkar mati nema þau lán sem bankarnir eru með á gjalddaga fram til ársins 2008 um 17,8 millj- örðum dollara. (u.þ.b. 1,3 sinnum þjóðar- framleiðsla Íslands). Spurningin er hvort vaxtaálög muni lækka eða hvort að bank- arnir verði tilbúnir til að gefa út skuldabréf til endurfjármögnunar miðað við hærra álag en ella væri. Slík útgáfa myndi að okkar mati hafa áhrif á hreinar vaxtatekjur bank- anna og hamla frekari og örum vexti þeirra. Auk þess verður reynslan að leiða í ljós hvort bankarnir muni geta aflað alls þess fjár sem þeir þurfa. Ólíklegt er að vissa um þennan tiltekna þátt verði ljós í bráð. Óvenjumikill hagnaður af hlutabréfum, torræð eignatengsl Á árinu 2005 nutu bæði Kaupþing og Landsbanki óvenjumikils hagnaðar af hluta- bréfafjárfestingum sem mótaði mjög af- komu þeirra. Án þessa hagnaðar, sem við drögum í efa að verði viðvarandi, lítur tekjumyndun bankanna ekki jafn vel út. Innbyrðis eignatengsl íslenskra banka og fyrirtækja er einnig nokkurt áhyggjuefni. Bankarnir virðast oft fjárfesta beint með öðrum fjárfestum og viðskiptavinum í verk- efnum á sviði einkafjármagnsfjárfestinga (e. private equity) sem við metum áhættusamt. Bankarnir lána jafnframt iðulega til þessara sömu verkefna. Staða á lánsfjármörkuðum Sem skuldarar hafa íslenskir bankar nokkra sérkennandi veikleika sem verðskulda að okkar mati að gerð sé krafa til þeirra um töluvert hærra áhættuálag en til annarra evrópskra banka. Miðað við núverandi vaxtaálög sjáum við ekki að nein sérstök tækifæri séu fyrir hendi fyrir fjárfesta, þar sem núverandi kjör umbuna ekki nægilega vel fyrir áhættuna. Frekar í líkingu við nýmarkaði en Vestur-Evrópu Þegar við metum íslenska banka og skulda- bréf þeirra í samanburði við aðra álítum við að frekar ætti að bera bankana saman við banka á nýmörkuðum heldur en evrópska banka. Ástæða þess er að sú kerfisbundna áhætta sem við sjáum á Íslandi á meira sameiginlegt með nýmörkuðum en sá stöð- ugleiki sem einkennir flesta bankamarkaði í Vestur-Evrópu. Að okkar mati endurspegla lánshæfiseinkunnir matsfyrirtækjanna Moo- dy’s og Fitch ekki nægjanlega vel þessa kerfisbundnu áhættuþætti. Við tökum því lánshæfiseinkunnum þeirra með fyrirvara. Þegar um ræðir kreppur í bankakerfum hefur reynslan sýnt að þeir köldu vindar sem fylgja kerfisbundinni áhættu geta vald- ið mjög snöggum veðrabrigðum og mynd annars ágæts rekstrar og fjárhagsstöðu banka getur snöggbreyst. Þegar um langa ur t. skam bréf bank kvæ ingu inga erfið Að ar ti kleif bund sem eða er m geng bréf unda stað ils fj vísað bili, farn Bank skul Ban Kan sínu neik verið hæk tiltö lensk að þ með Áhy fjár Þett þeirr skoð stór gjald að e efnahagsuppsveiflu er að ræða er hætta á að bankar hugi ekki nægilega vel að gæðum útlána og láni af kappi og taki sífellt meiri áhættu. Innbyrðis tengsl geta aukið þessa áhættu. Því skal haldið til haga að við erum ekki að spá bankakreppu á Íslandi á árinu 2006. Samt sem áður sjáum við margar blikur á lofti sem hafa neikvæð áhrif á íslenska banka sem skuldara og teljum að kjör á lánsfjármörkuðum endurspegli ekki enn að fullu þessi áhrif. Nánari skoðun á íslenskum bönkum og umhverfi þeirra Það kemur okkur ekki á óvart að markaður- inn hafi verið hvumpinn gagnvart íslenskum bönkum. Það er aftur á móti eftirtektarvert að áhyggjur markaðarins beinast fyrst og fremst að kerfinu sjálfu ef svo má að orði komast. Þetta er frekar óvenjulegt. Enda má spyrja; af hverju ætti markaðurinn að hafa áhyggjur af bönkunum sjálfum þegar uppgjör þeirra sýna svo góða afkomu? Mikill vöxtur efnahags þeirra, kaup á er- lendum fjármálafyrirtækjum, áhyggjur af eignaverðbólgu og eignatengsl eru meðal þeirra atriða sem gætu verið hráefni í eld- fima blöndu. Við deilum mörgum af þeim áhyggjum sem markaðurinn hefur. Hvernig er annað hægt? Eftirfarandi eru atriði sem okkur finnst varða miklu fyrir fjárfesta að huga að. Hér ræðir m.a. um atriði sem menn hafa e.t.v. ekki horft nægilega vel á og einnig þætti sem gætu dregið úr áhyggjum fjárfesta við mat þeirra á íslenskum bönkum sem skuld- urum. Fjármögnun bankanna Hin mikla stækkun íslenskra banka hefur að verulegum hluta verið fjármögnuð með sókn á lánsfjármarkaði, þ.e. ekki með aukn- ingu innlána. Fjármögnun af þessu tagi get- „Dagar hags bankanna er Ný skýrsla verðbréfafyrirtæk- isins Merrill Lynch um íslenska bankakerfið vakti sterk viðbrögð á fjármálamarkaðnum í gær. Hér er birtur í lauslegri þýðingu fyrsti hluti skýrslunnar, sem hefst á þeim orðum að vandamál íslensku bankanna séu rétt að byrja. Millifyrirsagnir eru úr skýrslu Merrill Lynch.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.