Morgunblaðið - 09.03.2006, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 35
ári geti bankarnir staðið frammi fyrir tölu-
verðri endurfjármögnunaráhættu, nema til
komi kúvending í afstöðu markaðarins á
næstu mánuðum. Þörf bankanna fyrir end-
urfjármögnun er mismikil; Kaupþing þarf
að endurfjármagna mest, þvínæst Íslands-
banki og Landsbanki þarf að endurfjár-
magna minnst. Rétt er þó að hafa í huga að
bankarnir hafa á þessi ári aflað sér lánsfjár
sem gæti reynst nægilegt til að uppfylla
þarfir þeirra á þessu ári að hluta eða öllu
leyti. Bankarnir hafa einnig aðrar leiðir til
að afla sér fjár, leiðir sem t.d. byggja á út-
gáfu skuldabréfa með tryggingu í útlánum
þeirra eða beina sölu útlána eða annarra
eigna til fjárfesta.
Endurfjármögnunaráhætta
er eitt, hvað með vöxtinn?
Ef bankarnir geta ekki aflað meira lánsfjár
en þeir þurfa til að endurfjármagna lán á
gjalddaga munu þeir þurfa að draga úr nýj-
um útlánum. Bankarnir hafa haft á sér yf-
irbragð fyrirtækja sem eru að auka tekjur
og hagnað hratt (e. growth stories). Þó að
við búumst alls ekki við að bankarnir hætti
að lána þá má í ljósi erfiðleika þeirra við
fjármögnun búast við að þeir fari sér hægar
í þeim efnum. Því gerum við ráð fyrir að
vöxtur þeirra verði hægari á næstunni en
hann hefur verið. Okkur er ekki alveg ljóst
að hve miklu leyti skuldabréfa- og hluta-
bréfamarkaðir hafi gert ráð fyrir minni
vexti bankanna.
Gæði eigna
Eins og fram kemur í ársreikningum bank-
anna eru gæði útlána með miklum ágætum
um þessar mundir sem má m.a. ráða af lág-
um framlögum í afskriftareikninga. Að svo
komnu máli erum við ekki í góðri stöðu til
að meta hvernig gæði útlána gætu þróast.
Engu að síður þykir okkur ástæða til að
ætla að erfiðari staða á lánsfjármörkuðum
geti orðið tilefni nokkurra áhyggna.
Í fyrsta lagi eru skuldir Íslendinga mjög
háar eins og mikil skuldasöfnun á und-
anförnum árum gefur til kynna. Í öðru lagi
setjum við spurningar við útlánasafn ís-
lenskra banka og samsetningu þess.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bendir á í ný-
legri skýrslu sinni að íslensk fyrirtæki séu
almennt skuldsettari en sambærileg fyr-
irtæki á Norðurlöndunum og að þau reiði
sig í ríkari mæli á skammtímafjármögnun.
Sjóðurinn bendir á að við miklar sviptingar
í rekstrarumhverfi, t.d. í tekjum, vaxtastigi
eða gjaldmiðlum geti slíkt leitt til mikilla
rekstrarerfiðleika. Að okkar mati er þetta
lykilatriði. Óháð þeim ástæðum sem kunna
að skýra mikla skuldsetningu á Íslandi þá
er niðurstaðan alltaf sú sama ef hlutirnir
fara úrskeiðis. Skuldsetning virðist einnig
vera frekar landlæg í íslensku fjárfestinga-
og fjármálaumhverfi.
Innbyrðis tengsl aðila
Eignarhald á íslenskum fyrirtækjum er að
langstærstum hluta í höndum íslenskra fjár-
festa. Þegar horft er til smæðar hagkerf-
isins og vissrar samþjöppunar verður út-
koman frekar flókinn vefur innbyrðis
eignatengsla. Hin margþættu tengsl á milli
bankanna og annarra aðila á Íslandi og jafn-
framt á milli bankanna sjálfra gæti að okkar
mati aukið þá kerfisbundnu áhættu sem
bankarnir standa frammi fyrir. Ekki verður
framhjá því horft að bankarnir hafa skotið
breiðari stoðum undir tekjumyndun sína
með aukinni alþjóðlegri starfsemi. Ekki er
þó hægt að hafa að engu þá áhættu sem
þeim getur verið búin á heimavígstöðvunum
og að flókið kerfi innbyrðis eignatengsla og
eignarhluta sem haldið sé í nafni annars að-
ila auki þá áhættu. Jafnframt er erfitt að
gera sér nákvæma grein fyrir þeirri raun-
verulegu áhættu sem bönkunum geti verið
búin við þessar aðstæður.
.d. verið í formi millibankalána, útgáfu
mmtímaverðbréfa eða útgáfu skulda-
fa til lengri tíma. Í því ríkari mæli sem
kar reiða sig á slíka fjármögnun því við-
mari eru þeir fyrir snöggum breyt-
um á tiltrú markaðarins. Slíkar svipt-
ar í tiltrú geta skapað (tímabundna)
ðleika í fjármögnun.
ð okkar mati hafa íslenskir bankar þeg-
iltæk ferli og aðgerðir sem gera þeim
ft að standa af sér hugsanlega og tíma-
dna erfiðleika við öflun lánsfjár hvort
um ræðir erfiðleika við verðbréfaútgáfu
fjármögnun á millibankamarkaði. Þetta
mikilvægt að hafa í huga þar sem að-
gi íslenskra banka að evrópskum skulda-
famörkuðum hefur verið takmarkað að
anförnu. Það tengist þó frekar þeirri
reynd að bankarnir höfðu aflað sér mik-
jármagns fyrir það tímabil sem hér er
ð til frekar og markaðurinn því mettur í
þó að einhverjir hafi þá þegar verið
nir að velta vöngum yfir vexti bankanna.
karnir höfðu því áætlanir um að selja
dabréf á öðrum markaðssvæðum, t.d í
daríkjunum, Japan, Sviss, Ástralíu og
ada. Frá því að Fitch breytti horfum
m um lánshæfismat íslenska ríkisins í
kvæðar horfur hafa íslensku bankarnir
ð meira til umræðu og vaxtaálög þeirra
kkað. Við gerum ráð fyrir því að dagar
lulega hagstæðra lánskjara fyrir ís-
ka banka séu taldir, þ.e. að því tilskildu
þeim takist yfirleitt að fjármagna sig
útgáfu og sölu skuldabréfa.
yggjur af samsetningu
rmögnunar m.t.t. lánstíma
ta er mikilvægt atriði. Þegar samsetning
ra lána sem bankarnir hafa tekið er
ðuð, er áberandi til hversu skamms tíma
hluti lánanna er og verulegur hluti er á
ddaga á næsta ári (2007). Þessi lán þarf
ndurfjármagna og við teljum að á næsta
stæðra lánskjara
ru taldir“
ÍBÚÐALÁNAMARKAÐURINN á Íslandi er frábrugðinn
sambærilegum mörkuðum í öðrum löndum. Mikilvægi
þessa fyrir bankakerfið hér á landi virðist hafa farið
framhjá nánast öllum greiningaraðilum. Þessu er haldið
fram í skýrslu greiningardeildar verðbréfafyrirtækisins
Merill Lynch, sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær.
Sérfræðingar Merill Lynch segja að það sé tilvist
Íbúðalánasjóðs sem geri íslenska íbúðalánamarkaðinn
ólíkan öðrum. Í landi þar sem um 83% heimila eigi sitt
eigið húsnæði, sé ekki hægt að koma auga á að lánastofn-
un í eigu hins opinbera hafi í raun miklu hlutverki að
gegna, þó svo að það sé lofsvert að aðstoða lágtekjufólk
við að eignast sitt eigið húsnæði. Og þó að hlutdeild
Íbúðalánasjóðs á markaðinum hafi minnkað, úr um 80% á
árinu 2003 í um 50% á árinu 2005, þá séu áhrifin af til-
veru sjóðsins á viðskiptabankana mikil.
Minnst er á það í skýrslu Merrill Lynch, að stjórnvöld
séu að skoða hvaða hlutverki Íbúðalánasjóður eigi að
gegna í framtíðinni. Meðal þess sem til greina komi sé að
breyta sjóðnum í heildsölubanka, eins og nefnd á vegum
félagsmálaráðuneytisins hefði lagt til í janúar síðast-
liðnum.
„Við teljum að það þurfi að taka ákvörðun um að
breyta hlutverki Íbúðalánasjóðs og að þeirri ákvörðun
megi ekki fresta,“ segir í skýrslunni. Ástæðuna segja sér-
fræðingarnir vera þá að Íbúðalánasjóður njóti bestu
hugsanlegu lánskjara vegna ríkisábyrgðarinnar. Bank-
arnir geti ekki boðið sömu kjör og hagnast á því. Þeir
segja að það hefði komið fram í viðræðum þeirra við full-
trúa íslensku bankanna, að bankarnir séu að veita sín
íbúðalán á sömu kjörum og þeir fjármagna þau lán. Með
hliðsjón af því hvað íbúðalánin séu farin að vega þungt í
heildarútlánum bankanna gangi það ekki upp til lengdar.
Bíða eftir breytingum
Það er mat sérfræðinga Merrill Lynch, að bankarnir
treysti á það að breytingar séu í vændum varðandi hlut-
verk Íbúðalánasjóðs. Telja sérfræðingarnir næsta víst að
til þess muni koma fyrr en síðar. Bankarnir verði að vona
að verð á íbúðarhúsnæði muni ekki lækka umtalsvert áð-
ur en breytingar á íbúðalánamarkaðinum eigi sér stað,
breytingar sem muni gera að verkum að afkoman af
íbúðalánum bankanna batni.
Ísland er eina landið sem sérfræðingar Merrill Lynch
þekkja til, þar sem bankar hafa farið inn á íbúða-
lánamarkaðinn án þess að eiga möguleika á að hagnast á
því. Þeir segja að íbúðalán séu kjarninn í viðskiptabanka-
starfsemi flestra evrópskra banka og séu mikilvægur
grunnur í eignasafni þeirra. Brotthvarf Íbúðalánasjóðs
af íbúðalánamarkaðinum myndi létta þrýstingi af bönk-
unum og gera þeim mögulegt að koma íbúðalánum sínum
á stöðugri grunn.
Á meðan ákvörðun hefur ekki verið tekin um framtíð-
arhlutverk Íbúðalánasjóðs segja sérfræðingar Merrill
Lynch að ekki megi reikna með því að íbúðalána-
starfsemi bankanna skili þeim hagnaði. Tillit þurfi að
taka til þess þegar verið sé að leggja mat á lánshæfi
bankanna.
Ekki hægt
að fresta
ákvörðun um
Íbúðalánasjóð
Morgunblaðið/Arnaldur