Morgunblaðið - 09.03.2006, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
G
rein Gauta Krist-
mannssonar, „Und-
arleg umræða um
ensku og tvítyngi“,
sem birtist í Lesbók á
laugardaginn, er líklega það und-
arlegasta sem sést hefur fram til
þessa í tvítyngisumræðunni sem
staðið hefur undanfarið. Það sem
er svo undarlegt við þessa grein er
það, að Gauti virðist telja að eng-
inn nema hann sjálfur sé í raun og
veru fær um að segja eitthvað af
viti um málið. Hann segir að hver
„sérfræðingurinn“ á fætur öðrum
hafi stigið fram á ritvöllinn, og
Gauti hefur orðið „sérfræðingur“
innan gæsalappa til að gefa í skyn
að hann eigi við að þeir sem hafi
tjáð sig um málið séu í rauninni
ekki sérfræðingar þótt þeir hafi
gefið sig út fyrir að vera það.
Gauti virðist eiga við að úr því að
hann sjálfur hefur ekki tekið þátt í
umræðunni þá hafi ekkert verið að
marka hana. En nú hefur hann
heiðrað okkur minni spámennina
með skrifum sínum, og við öndum
léttar. Það getur ekki verið neinn
aukvisi sem slær af með einu
pennastriki umræðu sem staðið
hefur um skeið og margir hafa tek-
ið þátt í. Það þarf að minnsta kosti
aðdáunarvert hugrekki til að gera
slíkt.
Ekki virðist um að ræða að
Gauti sé einfaldlega að segja að
hann sé ósammála einhverjum til-
teknum greinum eða viðhorfum í
þessari umræðu. Nei, hann hafnar
á einu bretti öllu sem skrifað hefur
verið, líka framlagi þeirra sem
hafa verið að því er virðist alveg
sammála honum, eins og til dæmis
Stefán Snævarr. Gauti virðist vera
að segja, að það hefði verið betra ef
þessi umræða hefði aldrei farið
fram.
Hvers vegna heldur hann því
fram? Jú, vegna meintrar fáfræði
þeirra sem hafa tjáð sig um málið
(enda séu þeir ekki sérfræðingar).
Menn hafi haldið fram „eldhús-
speki“ sem sé í rauninni ekkert
tengd „staðreyndum málsins“.
Gott og vel. En hverjar eru þá
staðreyndir málsins? Jú, Gauti
upplýsir okkur um það, meðal ann-
ars að tungumálið sé „enn flókn-
asta uppfinning mannsins“.
Þannig að tungumálið er eitt-
hvað sem menn fundu upp, svona
eins og Edison fann upp ljósa-
peruna, og Wrightbræður fundu
upp flugvélina? Voru það þá ein-
hverjir tilteknir menn sem fundu
upp tungumálið? (Væri hægt að
spyrja að því á söguprófi: Hver
fann upp tungumálið?) Eða var
uppfinning tungumáls meira eins
og sameiginlegt átak margra?
Engu að síður, ef tungumálið
var „fundið upp“ þá hlýtur að vera
að á einhverjum tíma hafi ekki ver-
ið búið að finna upp tungumálið –
það er að segja, áður en sá atburð-
ur gerðist að tungumálið var fund-
ið upp var ekki til neitt tungumál.
Þetta liggur einfaldlega í eðli upp-
finninga – þær gerast í tíma. Það
er hægt að tala um „fyrir og eftir“.
(Jafnvel þótt við gefum okkur að
ekki sé hægt að tímasetja ná-
kvæmlega hvenær eitthvað var
fundið upp, heldur bara svona
sirka – til dæmis einhvern tíma á
bilinu 300 fyrir Krist og 300 eftir
Krist).
Ef tungumál er uppfinning felur
það líka í sér að tungumál er ekki
að neinu leyti meðfætt. Ýmsir
helstu sérfræðingar í tungumáls-
fræðum, til dæmis Noam
Chomsky, hafa haldið því fram að
tungumál sé að einhverju leyti
meðfætt. Samkvæmt Gauta er það
ekki rétt hjá Chomsky.
Og af hverju ætli menn hafi tek-
ið upp á því að finna upp tungu-
mál? Hvað ætli hafi vakað fyrir
þeim með því? Það virðist sam-
merkt með uppfinningum mann-
anna að þeim hefur verið ætlað að
gera eitthvað – leysa eitthvert
„próblem“. Með öðrum orðum,
þær hafa yfirleitt verið tæki. En
Gauti hafnar því af offorsi að
tungumálið sé tæki.
Nei, það er sama hvernig maður
reynir, það fæst ekkert vit í þá full-
yrðingu að tungumál sé uppfinn-
ing. Hún getur því varla verið til
marks um sérstaka þekkingu
Gauta á „staðreyndum málsins“.
Hann segir líka að tungumál sé
„í raun aðgangur okkar að heim-
inum“. Það getur vel verið að þetta
sé rétt. En hvað ætli þetta merki?
Ég hélt að maður fengi aðgang að
heiminum svona um það leyti sem
maður verður til í móðurkviði. Eða
á Gauti við að með því að tala um
hlutina öðlist maður þekkingu og
skilning á þeim? Þessu myndu
margir vera ósammála, til dæmis
sálfræðingar sem gera grein-
armun á munnlegri og verklegri
greind og telja þær jafn mik-
ilvægar. Ég leyfi mér að fullyrða
að þeir sem eru handlagnir, en
geta ekki fyrir sitt litla líf talað um
verk sín, hafa ekkert síðri „aðgang
að heiminum“ en þeir málglöðu.
Nei, það er ekki heldur hægt að
fá neinn botn í þessa „staðreynd
málsins“.
Ég held að Gauti hafi ekki áttað
sig á því að tungumál er ekki fyr-
irbæri sem hægt er að rannsaka
með sama hætti og maður til dæm-
is rannsakar skordýr. Aðferðir
raunvísinda duga ekki á tungu-
málið. Þar af leiðandi eru engar
„staðreyndir málsins“, í hefð-
bundnum skilningi, þegar um er að
ræða tungumálið.
Það er aftur á móti með ýmsum
hætti hægt að reyna að tala um
tungumálið og ná þannig ein-
hverjum tökum á því hvað um sé
að ræða. Til dæmis er hægt að
nota líkingar, eins og þegar Witt-
genstein líkti málinu við verkfæra-
sett. En á móti kemur að maður
notar tungumálið til að tala um
tungumálið og þar með er verk-
færislíkingin eiginlega dottin upp
fyrir. Tungumálið er greinilega
ekki eins og hamar sem maður
getur ákveðið að leggja frá sér.
Það getur samt verið hjálplegt
til skilnings að líkja tungumáli við
verkfæri. Að sumu leyti er það
þannig. Að sumu leyti ekki. En það
eru ekki til neinar grjótharðar
„staðreyndir“ í þessu máli. Þess
vegna er það ekki skilyrði fyrir
þátttöku í þessari umræðu að mað-
ur sé einhvers konar sérfræðingur.
Undarleg
umræða?
Það getur ekki verið neinn aukvisi
sem slær af með einu pennastriki
umræðu sem staðið hefur um skeið
og margir hafa tekið þátt í.
kga@mbl.is
VIÐHORF
Kristján G. Arngrímsson
NÚ LÍÐUR að borgarstjórn-
arkosningum í Reykjavík. Ljóst er
að aðeins einn flokkur, Vinstri-
hreyfingin – grænt framboð, hefur
valið konu í leiðtogasæti. Það er
umhugsunarefni, að
reyndum konum
skuli hafnað en ung-
ir karlar og reynslu-
litlir í borgarmálum
teknir fram yfir
þær. Þannig fóru
prófkjör Samfylk-
ingarinnar og
Framsóknarflokks-
ins. Glæsilegum
borgarstjóra, Stein-
unni Valdísi Ósk-
arsdóttur, sem frá
upphafi hefur starf-
að fyrir Reykjavík-
urlistann, var hafn-
að fyrir reynsluminni karlmann,
og Önnu Kristinsdóttur borg-
arfulltrúa var vantreyst til að
leiða lista Framsóknar en það fal-
ið ungum karlmanni sem er rétt
að byrja að sýna áhuga á mál-
efnum borgarinnar. Engin kona
vogaði sér að sækjast eftir leið-
togasætinu í prófkjöri Sjálfstæð-
isflokksins. Þar tókust á tveir
karlar og sá eldri og reyndari fór
með sigur af hólmi. Þá er það
vissulega umhugsunarvert, að
tveir flokkar af fjórum skuli heim-
ila öðrum en flokksmönnum að
velja fulltrúa á framboðslista sína.
Augljóst er að niðurstaðan getur
orðið tvíbent og vísast andstæð
vilja grasrótarinnar, sem ber hita
og þunga af kosningabaráttu
frambjóðenda.
Sjálfstæðismenn og vinstri græn
fólu flokksmönnum að velja á lista
í lokuðum prófkjörum. Frjálslyndi
flokkurinn mun hafa falið uppstill-
ingarnefnd verkið.
Skýr stefna
Í prófkjörsslagnum undanfarið
hefur lítið verið minnst á málefni.
Mest hefur borið á andlitsmyndum
af frambjóðendum í auglýsingum.
Greinilega hefur kapp verið lagt á
leit að slagorðum og upphrópun-
um, sem ekkert segja um pólitísk
baráttumál. Slagorðin
eru keimlík og klisju-
kennd. Ný Reykjavík!
Reykjavík til forystu!
Framsækin Reykjavík!
og annað ámóta Hvað
þýðir þetta? Í borg-
arstjórnarkosningum
verður að gera ráð fyr-
ir að kjósendur ætlist
til þess af stjórn-
málamönnum og flokk-
um að stefna þeirra sé
skýr. Hvernig ætti okk-
ur annars að vera ljóst
hvað það er sem við
kjósum.
Vinstri græn málefni
Við Vinstri græn erum stolt af
fólkinu, sem við völdum til for-
ystu. Svandís Svavarsdóttir fram-
kvæmdastjóri flokksins hlaut
glæsilega kosningu í fyrsta sætið,
hún er svo sannarlega traustsins
verð.
Árni Þór Sigurðsson borg-
arfulltrúi skipar annað sætið og er
ekki að efa, að Svandís mun njóta
stuðnings hans og reynslu. Árni
situr nú í borgarstjórn og var áð-
ur forseti borgarstjórnar. Síðustu
vikur hefur Svandís leitt málefna-
vinnu Vinstri grænna og hún hef-
ur látið að sér kveða í umræðu um
málefni barna hér í borginni. Má
þar minna á baráttumál hennar og
allra vinstri grænna, ókeypis leik-
skóla- og grunnskólavist. En það
var Svandís sem hóf máls á stétta-
skiptingu í mötuneytum grunn-
skólanna þegar hún setti fram
kröfuna um ókeypis skólamáltíðir.
Það leynir sér ekki, að Svandísi
Svavarsdóttur er fulltreystandi til
að taka að sér embætti borgar-
stjóra næsta kjörtímabil ef mál
skipast svo.
Öflug baráttukona
Ég skora á Reykvíkinga, unga
og gamla, konur og karla, að
kynna sér áherslur Svandísar
Svavarsdóttur ( www.svandis.is )
og velta því fyrir sér hvort ekki sé
líklegt að hún sé efni í öflugan
stjórnmálamann. Ég sé ekki betur
en hún yrði í borgarstjórn líkleg
til góðra verka í þágu borgarbúa
allra. Svandís er raunsæ kona og
full af sjálfstrausti eins og margar
ungar konur, hún er sem sé glæsi-
legur fulltrúi nýrrar kynslóðar
stjórnmálakvenna. Þar að auki er
hún heillandi í allri framkomu og
laus við alla sjálfhverfu og sýnd-
armennsku, ekki eru allir stjórn-
málamenn svo heppnir. Ég er viss
um, að Svandís Svavarsdóttir er
góður kostur fyrir kjósendur í
borgarstjórnarkosningunum í vor.
Hún er málsvari félagslegs rétt-
lætis og umhverfisverndar, öflug
baráttukona fyrir bættu mannlífi í
Reykjavík. Ég hvet ykkur, borg-
arbúar, til að fylgja Vinstrihreyf-
ingunni – grænu framboði að mál-
um í borgarstjórnarkosningum í
vor. Tryggjum Svandísi Svav-
arsdóttur sterka stöðu í forystu-
sveit borgarinnar. Hvers vegna
ekki borgarstjóraembættið?
Svandís öflug baráttukona
Ragnheiður Ásta Pétursdóttir
fjallar um borgarstjórnarkosn-
ingar og stefnu Vinstri grænna ’Ég skora á Reykvík-inga, unga og gamla, kon-
ur og karla, að kynna sér
áherslur Svandísar Svav-
arsdóttur ...‘
Ragnheiður Ásta
Pétursdóttir
Höfundur skipar 18. sæti á framboðs-
lista VG til borgarstjórnarakosninga.
UMSJÓNARMENN Fréttavakt-
ar NFS f.h. lýstu yfir furðu sinni
vegna greinar minnar, „Til hamingju,
lágkúra“, sem birtist í Mbl. 1. mars
og fjallaði um siðleysi NFS og Kast-
ljóss í „viðtölum“ sem tekin voru við
hina víðfrægu „Silvíu Nótt“ 19. febr-
úar. Ástæðan fyrir furðu þeirra og
hneykslan var sú að ég
hefði nú heldur betur
misskilið gamanið. Allt
hafði þetta nefnilega
verið sett á svið frá A til
Ö og við sem ekki fött-
uðum grínið vorum
bara einfaldlega húm-
orslaus og gátum vart
talist til Íslendinga
lengur sakir annarlegra
áhrifa.
Það sem þetta ef-
laust ágæta fólk virðist
hins vegar ekki hafa
áttað sig á er nokkuð
sem flestir aðrir lands-
menn hafa án efa skilið: Málið snýst
ekki um það hvort einn eða annar
fattlaus fræðimaður hafi fattað hið
stórfenglega grín eður ei. Það snýst
ekki heldur um það hvort þorri þjóð-
arinnar hafi lítið fattað eða mikið. Ef
litið er út fyrir endimörk nefs sér
liggur það í augum uppi að málið
snýst ekki einu sinni um marg-
umrædda „Silvíu“ eða skapara henn-
ar. Það er mun mikilvægara en svo.
Málið snýst nefnilega um siðferði
fjölmiðlanna gagnvart íslenskum
ungmennum og um þá áleitnu spurn-
ingu hvort ábyrgðarmenn Kastljóss
og NFS hafi sinnt siðferðilegri
skyldu sinni, ef einhver er, gagnvart
þessum sama hópi eða ekki. Er það
rétt hermt að í báðum tilfellum hafi
verið um hreina sviðsetningu að ræða
af hálfu viðkomandi fjölmiðlafólks?
Tók það beinlínis þátt í því að sjón-
varpa sjónarspili til barnanna þar
sem hetja þeirra úr Söngvakeppninni
var gjörsamlega út úr heiminum sak-
ir ölvunar, svo ekki sé nú meira sagt?
Ef rétt reynist, er málið mun alvar-
legra en ég hugði í fyrstu. Ekki eitt
augnablik kom mér til hugar, í mínu
barnslega grandaleysi, að „ábyrgir“
fjölmiðlar eins og Stöð 2 og einkum
Sjónvarpið skyldu leggjast svo lágt
að setja slíkt á svið og bera á borð
fyrir ungmenni landsins
og óreynda unglinga.
Hér er um sömu fjöl-
miðla að ræða og þá
sem í næstu andrá
greina frá því að korn-
ungir unglingar séu
teknir ölvaðir undir
stýri á stolnum bíl; að
kynhegðun unglinga sé
vaxandi áhyggjuefni; að
beinum eða óbeinum
auglýsingum á áfengi sé
í auknum mæli beint að
ungu fólki o.s.frv. Ein-
ungis fáeinum mínútum
eftir að ofangreint
Fréttavaktarfólk á NFS hafði lokið
sér við að yppta öxlum yfir sviðsett-
um viðtölum við hálfrænulausa
barnahetjuna „Silvíu Nótt“ gerði það
tilraun til þess að setja upp alvarlega
umræðu um neikvæð áhrif auglýs-
inga á börn!
Varla þarf að fjölyrða um þau nei-
kvæðu áhrif sem það getur haft á
ungmenni að sjónvarpa til þeirra nýj-
ustu hetjunni í því ástandi sem hér
um ræðir. Eða ætlar viðkomandi fjöl-
miðlafólk kannski að yppta öxlum og
gera lítið úr slíku? Gerðu menn e.t.v.
tilraun til að útskýra fyrir öllum þeim
börnum sem íklæddust fyrirmynd-
inni á Öskudeginum að umrætt svall
hefði einungis verið allt í plati og auk
þess fagmannlega sviðsett af full-
orðnu og ábyrgu fagfólki? Eða dorm-
uðu menn bara áfram og ætluðust til
þess að börnin myndu átta sig sjálf á
muninum á sviðsettum raunveruleika
og raunverulegri sviðsetningu, á því
sem einungis virtist vera verulegt
plat í raun en var það ekki og því sem
sýndist í raun vera sýndarveruleiki
einn?
Atvik þessi og meint sviðsetning
vekja eftirfarandi spurningar: 1)
Hvaða siðareglur, ef einhverjar, gilda
hjá viðkomandi fjölmiðlum gagnvart
börnum og unglingum? Gefur þetta
mál tilefni til að móta eða endurskoða
slíkar reglur? 2) Er ástæða til að ætla
að brotið hafi verið á þeim reglum, ef
einhverjar eru, í umræddum til-
fellum? 3) Ef sýnt þykir að brotið hafi
verið á slíkum reglum, til hvaða að-
gerða er nauðsynlegt að grípa?
Hverjir sæta ábyrgð í þessu sam-
bandi?
Á Íslandi skal hagsmunum og rétt-
indum barna gætt af umboðsmanni
barna. Ég vona hins vegar svo sann-
arlega að íslensk börn eigi sér tals-
vert fleiri talsmenn í þessu máli held-
ur en þann sem formlega hefur verið
skipaður í það embætti. Því ef fjöl-
miðlar á borð við RÚV og Stöð 2 setja
sér ekki heilbrigðar siðferðilegar
hömlur gagnvart börnum og ungling-
um, hvað tekur þá við eftir þetta sið-
leysi NFS og Kastljóss?
Siðleysi NFS og Kastljóss
Rúnar M. Þorsteinsson
fjallar um siðferði fjölmiðla
gagnvart börnum ’Því ef fjölmiðlar á borðvið RÚV og Stöð 2 setja
sér ekki heilbrigðar sið-
ferðilegar hömlur gagn-
vart börnum og ungling-
um, hvað tekur þá við
eftir þetta siðleysi NFS
og Kastljóss?‘
Rúnar Már
Þorsteinsson
Höfundur starfar sem fræðimaður
við Lundarháskóla.