Morgunblaðið - 09.03.2006, Síða 40

Morgunblaðið - 09.03.2006, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SKIPULAGSSTOFNUN hefur í nýlegum úrskurði sínum um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar nr. 60 Bjarkalundur – Eyri í Reykhólahreppi, lagst gegn svo- kallaðri leið B. Í henni felst það að lagður er nýr vegur út Þorska- fjörðinn og þveraður Djúpifjörður og Gufufjörður. Í staðinn á að halda áfram að keyra sömu leið og hingað til, m.a. yfir Hjallaháls og Ódrjúgsháls. Þetta er kallað leið D. Ég hef stundað vöruflutninga milli Patreksfjarðar og Reykjavík- ur í rúm 10 ár. Flutningafyrirtæki mitt þjónustar alla sunnanverða Vestfirði. Á vegum fyrirtækis míns keyra þessa leið daglega 4–6 bílar, allan ársins hring og tel ég mig því hafa nokkra þekkingu á þessu máli. Langar mig þess vegna að leggja nokkur orð í belg í tilefni af tilvitnuðum úrskurði. Enginn hefur rætt við okkur sem stund- um vöruflutninga á þessu svæði, um hentuga framtíð- arlausn á samgöngum milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur. Sæt- ir það mikilli furðu. Fyrst er að nefna það að við höfum mjög oft misst bíla út af, m.a. á Hjallaháls- inum. A.m.k. í tvígang hefur orðið mjög mikið tjón á bílum fyrirtæk- isins vegna þessa. Auk þess höfum við komið að tugum bíla á þessum rúmum 10 árum fyrir utan veg. Veður eru válynd uppi á hálsinum, mikil ófærð og hálka. Bílstjórar þurfa oft að aka með þungan farm um hlykkjótta vegi í miklum halla í ófærð eða hálku. Af því skapast mikil hætta, m.a. á útafakstri, einkum fyrir stóra flutningabíla og litla fólksbíla. Varð- andi Ódrjúgsháls þá er hann einnig mjög slæmur með sama hætti, bæði á veturna og sumrin og höfum við árið um kring oft þurft að fá aðstoð frá bændum til að draga okkur upp þann háls þó að við séum full- keðjaðir. Er ekki alls staðar annars staðar á land- inu verið að tala um það að færa vegi af hálsum og nið- ur á láglendi? Svo er verið að bora jarðgöng víða til að bæta umferð- aröryggi og stytta vegalengdir, eða þá að slíkt er inni í áætlunum ríkisstjórnarinnar til næstu ára. Úrskurður Skipulagsstofnunar þjónar hvorki markmiðum um bætt umferðaröryggi né styttri vegalengdir, hvernig sem á það er litið. Ef farin verður leið B í framtíð- inni þarf ekki að aka um Djúpadal og Gufudal, en þar eru vegir mjög slæmir. Einnig má nefna það að ef þessi leið verður farin styttist leiðin um u.þ.b. 22 km. Eru ekki allir að tala um það að tíminn sé peningar? Svo sparast dísil- og viðhalds- kostnaður. Því er haldið fram að góðar samgöngur séu byggðamál. Þess vegna hljótum við sem búum á sunnanverðum Vestfjörðum að halda á lofti samgönguleið sem er m.a. öruggari, styttri og greiðfær- ari en núverandi leið. Úrskurður Skipulagsstofnunar, sem er augljóslega ekki framtíð- arlausn, er ekki endanlegar lyktir þessa máls. Samgöngumála- ráðherra, Sturla Böðvarsson, á síðasta orðið. Hvet ég hann til þess að horfa á þetta í öðru ljósi en Skipulagsstofnun, með hags- muni bifreiðaeigenda að leið- arljósi. Vestfjarðavegur nr. 60, Bjarkalundur – Eyri í Reykhólahreppi Helgi Rúnar Auðunsson fjallar um úrskurð Skipulagsstofn- unar um vegaframkvæmdir ’Enginn hefur rætt viðokkur sem stundum vöruflutninga á þessu svæði, um hentuga fram- tíðarlausn á samgöngum milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur.‘ Helgi Auðunsson Höfundur er bílstjóri og framkvæmdastjóri. ÞAÐ virðast allir vera sammála um það að bæta þurfi kjör og að- búnað hjá stórum hópi aldraðra. Jafnt forsetinn sem leiðarahöfundar Moggans telja það til marks um siðmenn- ingu þjóðarinnar hvernig hún tryggir öryggi og aðhlynn- ingu þessa stóra hóps. En eftir hverju er verið að bíða? Málefni aldraðra hafa beðið í nefndum og ráðum án þess að nokkuð afgerandi hafi gerst. Ennþá eru kjör margra aldraðra allt of rýr, ennþá eru endalausir biðlistar á hjúkrunarheimilum og ennþá er skortur á fullnægjandi þjónustu í heimahúsum. Og það er ekki svo að aldraðir hafi ekki fært rök fyrir sínu máli. Þeir benda á mörg hundruð manna biðlista eftir hjúkr- unarvist, að um 1.000 aldraðir njóta ekki þeirra mannréttinda að búa í einbýli þegar kemur að vistun, að tekjur aldraðra hafa farið lækkandi sökum aukinnar og óréttlátrar skattbyrði. Stór hópur aldraðra lifir við óverj- andi aðstæður. Alþjóð fylltist óhug er málefni Sólvangs í Hafnarfirði voru til um- fjöllunar um daginn. Þar var ástandið þannig að vistmenn voru helmingi of margir, allt að fjórir í herbergi og til að leysa þau vanda- mál sem fylgdu þrengslunum þurfti jafnvel að nota róandi lyf. Af því til- efni sagði heilbrigðisráðherra að framkvæmdir við Sólvang gætu ekki hafist strax vegna þess að ástandið væri enn verra ann- arstaðar og nefndi hann þar Reykjavík. Og staðan er vissulega bágborin í höfuðborginni. Hér bíða um 300 aldraðir eftir sjúkravist, þar af 70 heilabilaðir og þriðjungur aldraðra á biðlista deyr á meðan á biðinni stendur. Við svo búið má ekki standa. Borgarbúar vilja tryggja öldr- uðum áhyggjulaust ævikvöld. Í huga okkar er það ekki innantómur frasi því hvort sem við tilheyrum sjálf þessum hópi, erum að hugsa til foreldra, ömmu, afa eða annarra skyldmenna og vina, eða einfaldlega til vandalausra, erum við flest sann- færð um það að aldraðir hafa skilað sínu og eiga rétt á að búa við besta hugsanlega aðbúnað. Borgarbúar verða að taka málin í sínar hendur. Sú togstreita sem verið hefur á milli ríkis og borgar um málaflokk- inn er óásættanleg. Málið kemst aldrei í rétta höfn nema að það verði sett í þann farveg að borgin taki alfarið yfir alla þjónustu við aldraða hvort sem um verður að ræða heima- hjúkrun eða hjúkr- unarheimili Að fá að vera heima Öldruðum hefur í auknum mæli verið gert kleift að vera leng- ur heima hjá sér eftir að heilsan gefur sig. Aukin heimaþjónusta og heimahjúkrun gerir þetta gerlegt og minnk- ar um leið álagið á hjúkrunarstofnanir. Það er augljóst sam- hengi á milli góðrar þjónustu í heimahúsum og lengd biðlista á hjúkrunarstofnanir. Því meiri og betri þjónusta, þeim mun styttri bið- listar. Félagsleg heimaþjón- usta er framkvæmd af starfsfólki borgarinnar sem sinnir sínum verk- um af samviskusemi og metnaði þrátt fyrir slæm kjör og oft á tíð- um erfið skilyrði. Heimahjúkrun er hins vegar framkvæmd af starfsmönnum ríkisins sem vinna við sömu að- stæður. Gallinn á þessu fyr- irkomulagi er sá að þrátt fyrir góð- an vilja, samvinnu og samþættingu skapast árekstrar sem bitna á þeim sem þjónustuna þiggja. Félagslega heimaþjónustan er hverfavædd en heimahjúkrun miðlæg, ríkið rukkar ekki fyrir þjónustu eins og innlit og böðun á meðan borgin gerir það. Það má leiða líkum að því að sam- runi heimahjúkrunar og fé- lagslegrar heimaþjónustu verði hagkvæmari sem ætti að koma þjónustuþegum til góða. Yfirtaka borgarinnar á heima- hjúkrun gæti orðið fyrsta skrefið í því að borgin taki yfir alla þjónustu við aldraða. Að sjálfsögðu verður fjármagn að fylgja frá ríkinu og þar verður einnig að reikna með þeim kostnaði sem oft þarf að leggja í til að gera húsnæðið aðgengilegt sjúk- um og viðráðanlegt þeim sem ann- ast aldraða í heimahúsum. En það sem öllu máli skiptir er að allar breytingar verði gerðar í samráði við samtök aldraðra. Reykjavíkurborg taki yfir alla þjón- ustu við aldraða Þorleifur Gunnlaugsson fjallar um aldraða og það hvernig komið er fram við þá Þorleifur Gunnlaugsson ’Ennþá eru kjörmargra aldraðra allt of rýr, ennþá eru endalausir biðlistar á hjúkr- unarheimilum og ennþá er skortur á fullnægjandi þjónustu í heima- húsum.‘ Höfundur skipar þriðja sætið á V-listanum fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar í maí og er formaður Vinstri grænna í Reykjavík. UPPELDI til ábyrgðar – Upp- bygging sjálfsaga eða „Restitution Self Discipline“ er aðferð við stefnu- mótun og bekkjarstjórn í skólum sem Diane Gossen frá Kanada hefur þróað og hefur verið að festa rætur í nokkrum íslenskum skólum und- anfarin ár. Í stað áherslu á að kennarinn verði fær í að beita ytri umbun eða refsingum við að hafa stjórn á nem- endum og hvetja þá til dáða, leggur Diane áherslu á að kenna börnunum sjálfsstjórn og sjálfsaga með því að efla þeirra innri sál- arstyrk. Hún gerir sér fulla grein fyrir því að kennaranum er nauðsyn að hafa tögl og hagldir í skólastofunni, en uppbyggingarleið- ina kallar hún „the least coercive road“ eða mýkstu leiðina til þess. Á Íslandi er talað um að ofbeldi og agaleysi ungmenna hafi aukist. Það sama er að gerast í nálægum löndum. Tvenns konar hugmyndir hafa vaknað um það, hvernig skólinn eigi að bregðast við og fólk skiptist jafnvel í andstæðar fylkingar eftir því hvort það aðyllist frekar: Mannúðarstefna sem kennir börnum lífsgildi, að sýna samúð og kennir umburðarlyndi. Þetta er mjúk aðferð. Ströng og hert viðurlög við brot- um, jafnvel refsingar og engin þol- mörk gegn ofbeldi. Þetta er hörð að- ferð. Svar Diane Gossen og uppbygg- ingarstefnunnar liggur í að ná jafn- vægi milli þessara tveggja aðferða. Mjúki hlutinn – uppbygging, styrkir fjölskyldubönd og lundarfar með því að börnin flytja með sér heim úr skólanum umræður um lífsgildi og fara yfir það í huganum hvernig manneskjur þau vilja vera. Lífsgildi eins og virðing, umhyggja og heiðarleiki verða leið- arljós í samskiptum í skólastofunni. Forðast er að falla í þá gryfju að predika, vekja sekt- arkennd eða umbuna börnunum á einhvern hátt til að fá þau til að samþykkja að vera góð. Í staðinn er þeim hjálpað að þekkja þarf- ir sínar og læra að full- nægja þeim án þess að ganga á rétt og þarfir annarra. Harði hlutinn – reglufestan, felst í nokkrum ófrávíkjanlegum öryggis- reglum. Hlutverk þeirra er að standa vörð um lífsgildin og skóla- og bekkjarsáttmálann sem gerður er í upphafi skólaárs. Einstakir nemendur fá ekki leyfi til að traðka á þessum reglum, svo þeir verða að víkja af vettvangi, ef þeim verður það á, en er hjálpað til að koma fljótt inn í hópinn aftur með áætlun um úrbætur á hegðun sinni og skilning á ástæðum hegðunarinnar. Skiln- ingur barnsins á eigin hegðun er nauðsynlegur svo það geti náð markmiði sínu og sinnt þörfum sín- um án þess að troða á þörfum ann- arra. Barnið eða unglingurinn fer að skynja mistök sín sem tækifæri til að læra. Þetta hefur þau áhrif að hann fer að eiga auðvelt með að við- urkenna misgjörðir sínar og mistök og samskiptin við kennarann eða þann sem er aðstoða nemandann verða jákvæð og uppbyggileg. Kennarinn fer að skynja hugtakið agi fremur sem lærdóms- og þroskaferli en þvingun til undirgefni og með aðferðum uppbyggingar fær hann ákveðin verkfæri í hendur sem gera hann öruggari í starfi. Til að halda sjálfsvirðingu verðum við stöðugt að sýna og viðhalda framkomu sem okkur finnst við full- sæmd af. Til að þetta takist þurfum við að læra að leiðrétta okkur þegar okkur verður eitthvað á og læra að þakka okkur fyrir þegar við gerum vel. Ef við leggjum ekki mat á eigið framferði eða fáum það metið, ef við gerum ekki eitthvað til að breyta um hátterni, þegar það er fyrir neðan virðingu okkar, uppfyllum við ekki þörf okkar fyrir sjálfsvirðingu og við líðum sálarkvalir. Geðlæknirinn William Glasser benti á það í leiðbeiningariti 1965 að mistök fólks í félagslegum sam- skiptum og hæfni þess til að bæta úr þeim, valdi mestu um andlega líðan þess á fullorðinsaldri. Því sé mik- ilvægt að kenna börnum og ungling- um að leiðrétta mistök af þessu tagi, því hæfnin er lærð en ekki með- fædd. Diane Gossen hefur þróað upp- byggingaraðferð sína, svo hún er að- gengileg kennurum og foreldrum. Með því að ræða við börnin um þau lífsgildi sem okkur finnst mikilvæg- ust í samskiptum, bæði heima og í skólanum, er lagður grunnur að því að geta lagfært mistök sín í sam- skiptum með sóma. Dagana 15. til 18. mars verða haldin námskeið um aðferðir upp- eldis til ábyrgðar uppbyggingar sjálfsaga á Hótel Nordica. Judy Anderson sem er náinn samstarfs- maður Diane Gossen mun leiðbeina á námskeiðunum ásamt Magna Hjálmarssyni og Guðlaugu Erlu Gunnarsdóttur. Fyrir þá sem vilja kynna sér námskeið þessi nánar er bent á heimasíðuna www.sunnu- hvoll.com. Að skapa frjálslegan skóla með skýr mörk Magni Hjálmarsson fjallar um skóla með skýr uppeldismörk ’Til að halda sjálfsvirð-ingu verðum við stöðugt að sýna og viðhalda fram- komu sem okkur finnst við fullsæmd af.‘ Magni Hjálmarsson Höfundur er kennari á Álftanesi. ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar BLIKKÁS – Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700                 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.