Morgunblaðið - 09.03.2006, Síða 41

Morgunblaðið - 09.03.2006, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 41 UMRÆÐAN Ráðstefna haldin á Grand Hóteli, Háteigi, fimmtudaginn 16. mars kl. 14.00 – 16.30 Búsetumál aldraðra og nýjar leiðir í þjónustu Stofnanavistun, mismunandi rekstrarform og fjármögnunarleiðir Dagksrá: Kl. 14.00 Ávarp Kl. 14.10 Nýjar leiðir í þjónustu við aldraða Vilborg Ingólfsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu Kl. 14.25 Valkostir í fjármögnun húsnæðis fyrir aldraða Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Klasa Kl. 14.40 Nýjar áherslur í rekstri og uppbyggingu hjúkrunarheimila Sveinn H. Skúlason, forstjóri Hrafnistu Kaffihlé Kl. 15.15 Ný sýn í hjúkrunarmálum aldraðra Ásgeir Jóhannesson, fv. formaður Sunnuhlíðarsamtakanna Kl. 15.35 Samningar ríkisins við Akureyrarbæ - höfum við gengið til góðs? Brit Bieltvedt, framkvæmdastjóri öldrunarheimila Akureyrar Kl. 15.50 Umræður Fundarstjóri: Kristján Kristjánsson, fréttamaður. Allt áhugafólk hvatt til að mæta. Þátttökugjald kr. 4.000. Skráning á netfangið sol@reykjalundur.is og við innganginn Félag forstöðumanna sjúkrahúsa Landssamband sjúkrahúsa Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu UNDIRRITAÐIR kennarar í hag- fræði og fjármálum við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands hafa fjallað um nýleg drög að námskrá í stærðfræði fyrir framhaldsskóla. Nið- urstaða okkar er sú, að veruleg hætta sé á, að umrædd drög feli í sér, að í deildina leiti nemendur með lakari fótfestu í stærðfræði en verið hefur. Þetta muni einkum koma niður á þeim greinum deildarinnar, þar sem mestrar stærðfræðikunnáttu er kraf- ist, svo sem í hagfræði og fjármálum. Veldur það enn frekari áhyggjum í ljósi þess, að ákveðnar vísbendingar eru um hrakandi stærðfræðikunnáttu nýnema í þessum greinum á síðustu árum. Skal nú gerð nánari grein fyrir einstökum athugasemdum. 1. Með námskrá fyrir framhalds- skóla, sem gildi tók árið 1999, var námsefni kjarna í stærðfræði skert verulega. Þannig fækkaði kjarna- einingum í stærðfræði úr 21 í 15 á námsbrautum í náttúrufræði, og úr 15 niður í sex á viðskipta- og fé- lagsfræðibrautum. Námskránni hefur verið fylgt með ýmsum hætti í fram- haldsskólum landsins frá gildistöku. Misjafnt er t.a.m. eftir skólum, hversu bundin kjörsvið eru í ýmsum grein- um. Sumir framhaldsskólar hafa skorðað námsframboð þannig, að nemendum á hag- og viðskiptabraut- um ber að ljúka 18–22 einingum í stærðfræði til stúdentsprófs. Í öðrum skólum geta nemendur á nátt- úrufræðibrautum útskrifast með að- eins 15 stærðfræðieiningar að baki. Af þessu má ráða, að fækkað hefur í þeim hópi nýstúdenta, sem gott vald hefur á stærðfræði. Viðbúið er að þess sjái stað í þeim greinum háskólastigs- ins, þar sem árangur í námi byggist á góðri stærðfræðikunnáttu. Frammi- staða nemenda í stærðfræði á ýmsum námsbrautum HÍ að undanförnu vís- ar því miður í þá átt. Af þessu má ljóst vera, að veikist undirstaða nýnema í stærðfræði að marki frá því sem þeg- ar er orðið, mun það torvelda enn frekar kennslu í hagfræði og fjár- málum. Örðugra verður að fullnægja alþjóðlegum kröfum um gæði náms. Ljóst er hins vegar, að ef mæta á kröfum tímans í téðum greinum þarf að auka kunnáttu nemenda í stærð- fræði, ekki minnka. 2. Hér verður ekki lagt mat á ein- staka þætti í tillögum um styttingu framhaldsskóla úr fjórum árum í þrjú. Svo virðist sem um tæknilegar töfratillögur sé að ræða. Til dæmis er lagt til að fyrsta stærðfræðiáfanga framhaldsskólanna verði skipt í tvennt: hluti þess færður niður á grunnskólastig, hluti sameinaður öðr- um áfanga í framhaldsskóla. Þetta hljómar eins og verið sé að skipu- leggja tæknilegt atriði eins og dreif- ingu á pósti. Ekki verður séð að breytingar sem þessar séu auðveldar í framkvæmd. Í þessu þarf að horfa til hæfni kennara til að miðla efni annars vegar og getu nemenda til að taka við því hins vegar. Almennt gildir, að til að nám beri nafn með rentu, þarf tvennt til: Hæfa kennara og undirbúna nemendur. 3. Ljóst er að margir nemendur geta lært það efni, sem nú er í nám- skrá til stúdentsprófs á 13 árum í stað 14. Sú aðgerð að stytta framhalds- skólanám úr fjórum árum í þrjú er þó tæplega skilvirkasta leiðin að því marki. Vænlegra væri að stefna að því, að nemendur gætu almennt lokið grunnskólanámi á níu árum. Ber þó að hafa í huga að þeir mynda mis- leitan hóp, þar sem geta og þarfir þróast mishratt. 4. Samkvæmt drögunum er náms- efni í stærðfræði á köflum þjappað saman frá því, sem er í núgildandi námskrá. Þykir þó nógu langt gengið þar að dómi margra, sem til þekkja. Sú skoðun að hraðkennsla í stærð- fræði henti fáum er byggð á áralangri reynslu. Við höfum áhyggjur af tæknigetu nemenda í greininni öðru fremur. En þeir þurfa vitaskuld að kunna skil á ýmsu öðru. Þarflaust er að taka fram, að mikilvægt er, að þegnar þessa lands hafi gott vald á ís- lensku, bæði í ræðu og riti. Sama gild- ir um sögu, erlend tungumál, menn- ingu, náttúrufræði og fleiri greinar. Er því hætt við, að kunnátta ung- menna rýrist í fleiri greinum en stærðfræði, komist fyrirliggjandi námskrárdrög óbreytt til fram- kvæmda. Athugasemdir háskólakennara við drög að nýrri námskrá í stærðfræði til stúdentsprófs Haukur C. Benediktsson, Helgi Tómasson og Tór Einarsson gera athugasemdir við drög að breyttri námskrá fyrir framhaldsskóla ’Niðurstaða okkar er sú, að veruleg hætta sé á, að umrædd drög feli í sér, að í deildina leiti nemendur með lakari fótfestu í stærðfræði en verið hefur.‘ Helgi Tómasson Höfundar eru kennarar við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Haukur C. Benediktsson er lektor í fjármálum, Helgi Tómasson er dósent í tölfræði og Tór Einarsson er pró- fessor í hagfræði. Haukur C. Benediktsson Tór Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.