Morgunblaðið - 09.03.2006, Síða 46
46 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ragna Lísa Ey-vindsdóttir
(Góa) fæddist á
Siglufirði 6. mars
1934. Hún lést á
sjúkrahúsi á Spáni
hinn 25. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Eyvindur
Nikódemus Júl-
íusson, f. á Gaul í
Staðarsveit á Snæ-
fellsnesi 3. ágúst
1898, d. 27. desem-
ber 1986, og Katr-
ín Sigríður Jósepsdóttir frá
Stóru-Reykjum í Fljótum í
Skagafirði, f. 27. mars 1891, d.
21. maí 1957. Systkini Góu eru
Guðbjörg, f. 30. september 1927,
Laufey, f. 23. september 1928,
d. 9. desember 1999, Svanfríður,
f. 19. apríl 1931, og Sigurgeir, f.
29. desember 1932, d. 25. febr-
úar 1933.
Hinn 31. október 1953 giftist
Góa Ólafi H. Oddgeirssyni frá
Vestmannaeyjum, f. 30. mars
1929, d. 12. ágúst 1998. For-
eldrar hans voru hjónin Oddgeir
Hjartarson, f. í Eystri-Kirkjubæ
í Rangárvallahreppi í Rangár-
vallasýslu 15. júní 1902, d. 11.
ágúst 1959, og Ásta Sigríður
Ólafsdóttir, f. á Sauðárkróki 8.
september 1904, d. 13. desem-
ber 1985. Börn þeirra Góu og
Ólafs eru: 1) Eyvindur, f. 25.
desember 1952, sonur hans og
Sólveigar Kristjánsdóttur er
Ólafur Ragnar, maki Arna
Ketilsdóttir og eiga þau dæt-
urnar Aniku Sól og Emblu Sif.
Dóttir Eyvindar og Aðalheiðar
Tryggvadóttur er Guðrún Lísa.
Maki Eyvindar er
Sigríður Ragnheið-
ur Jónsdóttir, börn
hennar eru Hildur,
Árni, Sigrún Inga
og Gunnar Ingi. 2)
Hjörtur, f. 18.
ágúst 1955, börn
hans og Gunnar
Ingu Einarsdóttur
eru Einar Már,
Oddgeir og Fríða
Sóley. Maki Hjart-
ar er Svandís Ingi-
mundardóttir, dótt-
ir hennar er Inga
Dís. 3) Hlynur, f. 12. ágúst 1956,
kvæntur Þórdísi Magnúsdóttur,
börn þeirra eru Hans Róbert og
Aníta Björk. 4) Ásta Katrín, f.
25. desember 1958, gift Jóhann-
esi Guðmundssyni, börn þeirra
eru Rósa Konný og Daníel Örn
sem á dæturnar Viktoríu Teu og
Emilíu Mist. 5) Lilja Björk, f. 19.
ágúst 1962, gift Óskari Óskars-
syni, börn þeirra eru Telma Ýr,
Karen Lena og Aron Birkir. 6)
Elva Ósk, f. 24. ágúst 1964, börn
hennar og Andra Arnar Clau-
sen, d. 3. desember 2002, eru
Agnes Björt og Benedikt.
Góa ólst upp á Siglufirði en
fluttist ung til Vestmannaeyja
og var fyrst og fremst heima-
vinnandi húsmóðir þar. Hún
starfaði einnig lengi á dagheim-
ilinu Rauðagerði. Í Reykjavík
starfaði hún í Hagkaupum
Skeifunni. Hún dvaldi undan-
farna vetur á La Marina á
Spáni, í góðum félagsskap Ís-
lendinga sem þar búa.
Útför Góu verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Elsku mamma mín, um leið og ég
kveð þig með tárum er ég ekki bara
að missa móður, heldur þann besta
vin sem ég hef átt. Gegnum súrt og
sætt.
Hamingjuríkar minningar eru
endalausar í því tómarúmi sem
myndast er þú kveður. Mikið traust
og trúnaður var á milli okkar og
höfðum við samband nánast daglega,
hvort sem þú varst í Hveragerði eða
á Spáni.
Mig langar að ljúka þessu með fal-
legu ljóði sem við Sigga settum á töfl-
una þína á Spáni og þér þótt afar
vænt um.
Vertu alltaf hress í huga
hvað sem kann að mæta þér.
Lát ei sorg né böl þig buga.
Baggi margra þungur er.
Treystu því, að þér á herðar
þyngri byrði’ ei varpað er
en þú hefir afl að bera.
Orka blundar næg í þér.
Þerraðu kinnar þess er grætur
þvoðu kaun hins særða manns
Sendu inn í sérhvert hjarta,
sólargeisla kærleikans.
Vertu sanngjarn, vertu mildur,
vægðu þeim sem mót þér braut.
Bið þinn Guð um hreinna hjarta
hjálp í lífsins vanda’ og þraut.
(Erla skáldkona.)
Nú verður þú hjá pabba sem þú
saknaðir mikið. Takk fyrir allt sem
þú gafst mér. Sjáumst síðar.
Þinn sonur,
Eyvindur.
Elsku mamma.
Við sjáum að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær,
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóst þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt,
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson.)
Takk fyrir að vera þú.
Þinn sonur,
Hjörtur.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym-
ist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Sannarlega var það mín gæfa að fá
að kynnast Góu, gæfa sem ég fæ
seint fullþakkað. Góa var sannkall-
aður lífskúnstner og kunni þá list að
njóta líðandi stundar en láta ekki
búksorgir eða óþarfa áhyggjur draga
úr sér andlegt fjör. Yndislegt var að
sjá Góu dansa, brosandi með börnum
og barnabörnum í fimmtugsafmæli
Hjartar sl. sumar, meira af vilja en
mætti enda nýstigin upp úr fótbroti.
Því lífið er til þess að njóta þess þá
stund sem okkur er hér gefin. Minn-
ingin um Góu og lífsviðhorf hennar
verður mér hjartfólgin og veganesti
á lífsins leið.
Þín tengdadóttir,
Svandís.
Það eru um 30 ár liðin frá því að ég
kom fyrst á Heiðarveginn í Vest-
mannaeyjum með Hlyni og hitti Góu
og Óla. Þau áttu sex börn og öll börn-
in áttu marga vini, síðan kærustur og
kærasta, svo bættust við barnabörn-
in og alltaf voru allir velkomnir.
Heimilið var því oft líkara félagsmið-
stöð en venjulegu heimili. Og ég tala
nú ekki um þegar kom að hinni ár-
legu þjóðhátíð í Eyjum. Þetta hélst
óbreytt, þó í aðeins breyttri mynd
eftir að börnin urðu eldri og Góa og
Óli fluttu til Reykjavíkur og síðan í
Hveragerði. Jafnvel húsið á Spáni
sem þau dvöldu í yfir vetrartímann
var alltaf opið öllum og allir alltaf vel-
komnir.
Eftir að tengdapabbi féll frá 1998
var tengdamamma mjög dugleg að
halda við samböndum og samskipt-
um, þótt þau væru mest í gegnum
síma.
Kæra tengdamamma ég kveð þig
með söknuði, en þakka um leið fyrir
öll yndislegu árin sem ég fékk að eiga
með þér.
Ég votta börnum, tengdabörnum,
barnabörnum, barnabarnabörnum
og systrum þínum, þeim Svönu og
Bubbu, mína innilegustu samúð.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð
hjartans þakkir fyrir liðna tíð
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Þórdís tengdadóttir.
Elsku besta amma. Það er svo
skrýtið að ég fái aldrei að sjá þig
framar, aldrei að heyra röddina þína
aftur og fái aldrei að faðma þig aftur.
Þú varst besta amma sem ég gat
hugsað mér. Alltaf brosandi og alltaf
hress. Þú gast alltaf komið mér í gott
skap og kímnigáfan þín var engri lík.
Ég man hvað mér fannst gaman að
sjá þig dansa og dilla þér eins og þú
gerðir mikið af. Ég er glöð að við eig-
um svo margar góðar minningar
saman og ég mun alltaf muna þær.
Ég man þegar ég kom til ykkar afa í
Fellsmúlann og áttum við þar góðar
stundir. Svo man ég líka eftir bókinni
um Gunnjónu á þakinu sem þú last
ábyggilega svona tvö hundruð sinn-
um fyrir mig og alltaf fannst mér hún
jafnskemmtileg. Og þegar við kom-
um til þín í Hveragerði og gistum
eina eða tvær nætur, lágum við
Benedikt alltaf á gólfinu og lituðum í
litabækurnar þínar með fullan
munninn af góðgæti. Svo kíktum við
alltaf í Eden og gerðum allt mögu-
legt saman. Það var líka fyndið hvað
orðin sem þú notaðir voru stundum
skondin og gamaldags. Eins og þeg-
ar þú kallaðir hjólabrettarampinn
hans Benedikts stökkgrind og ég og
Benedikt gátum ekki hætt að hlæja.
Svo sagðirðu alltaf túmatsósa í stað
tómatsósu og aur í stað penings.
Þetta fannst mér æðislegt, allt við
þig var æðislegt. Þegar fjölskyldan
öll hittist þá var svo mikið notalegra
ef þú varst þar líka, því þú gafst frá
þér svo mikla orku og hlýju. Ég man
svo vel hvað þú hrósaðir mér alltaf
svakalega mikið og hvattir mig
áfram í hverju sem ég gerði, mér
þótti ofsalega vænt um það. Þú varst
alltaf að segja hvað ég væri dugleg
og vel gefin stelpa og hvað ég væri
hæfileikarík. Það hjálpaði mér mikið.
Ég gæti haldið áfram endalaust að
rifja upp minningar um þig og ótal-
mörgu góðu stundirnar sem við átt-
um saman. Þú veist bara að ég mun
alltaf elska þig og mun alltaf muna
eftir þér.
Pabbi og afi og vinirnir þínir hafa
nú tekið vel á móti þér og ég veit að
þér líður rosalega vel núna. Við mun-
um sjást aftur en þangað til veit ég
að þú ert samt alltaf hjá mér.
Þín
Agnes Björt.
Það er svo sárt að þú ert farin. Að
fá aldrei að tala við þig aftur, faðma
þig og aldrei að hitta þig aftur. En
sem betur fer á ég svo margar góðar
minningar um þig sem mér þykir
mjög vænt um. Þegar við fórum til
Spánar 1995 og hittum þig og Óla
afa, það var yndislegur tími þótt ég
muni ekkert mikið eftir honum því ég
var svo lítil en ég man samt hvað það
var gaman að fá að vera með ykkur í
þessar þrjár vikur. Að fara með afa á
ströndina og ég man að þú vildir
aldrei fara á ströndina því þér fannst
svo óþægilegt að stíga í sandinn og
þú sagðir að ef þú færir á ströndina
myndir þú fara í stígvélum. Og þegar
við komum og vorum með þér í þrjá
mánuði út á Spáni, það var skemmti-
legast tími sem ég hef upplifa, fara á
sundlaugabarinn að hlusta á „hina
spænsku Helenu Eyjólfs“ syngja.
Sem betur fer hitti ég þig áður en þú
fórst til Spánar núna, ég kom til þín
og þú bjóst til yndislegar kjötbollur,
svo lagðist ég í sófann og sofnaði. Það
var alltaf svo gott að koma til þín því
það var svo mikil kyrrð hjá þér og
notalegt að tala við þig. Ég þakka
þennan yndislega tíma sem ég fékk
að vera með þér og ég veit að núna
líður þér mjög vel hjá afa.
Þitt barnabarn,
Fríða Sóley.
Elsku Góa amma, engin orð fá því
lýst hversu mikið við söknum þín.
Það er erfitt að þurfa að sætta sig við
að eiga ekki eftir að fá að sjá þig
aftur, knúsa þig né heyra þinn
yndislega smitandi hlátur. Hlutirnir
fara oft á annan veg en við gerum ráð
fyrir en þú skilur eftir þig óteljandi
yndislegar minningar. Við munum
svo vel eftir því þegar þú og afi
bjugguð á Heiðarveginum og við
fengum að fara með þér í garðinn
þinn og næla okkur í rabarbara, svo
sátum við með hann á pallinum og
fengum að dýfa honum í sykurkar.
Síðan eru það auðvitað allir sunnu-
dags ísrúntarnir meðan við bjuggum
enn í Eyjum. Þá var sko farið í Tóta
Turn, keyptur stór ís með dýfu og
farinn rúntur í kringum Helgafell
eða niður í Klauf.
Það var alltaf svo gaman að koma
til ykkar í heimsókn og ekki var
maður kominn inn um dyrnar fyrr en
búið var að poppa og setja í skál.
Ekki má svo gleyma sælureitunum
þínum tveimur, Hveragerði og hús-
inu á Spáni. Þar leið þér svo vel og
við vitum að þú munt sitja með okkur
á pallinum í sumar með rauðvín í
bolla.
Fjölskyldan var þér allt og þér
virtist alltaf líða best með sem flest
barna- og barnabörnin í kringum
þig. Hópurinn þinn er stór en samt
léstu hvert og eitt okkar alltaf finna
hversu einstök við vorum. Þú varst
manneskja með hjarta úr gulli. Svo
vinsæl og vinmörg.
Elsku amma, við vitum að Óli afi
hefur tekið vel á móti þér og þið mun-
uð í sameiningu vaka yfir okkur sem
eftir erum og er það okkur mikil
huggun harmi gegn. Um leið og við
þökkum þér fyrir allt þá langar okk-
ur að kveðja þig með bæninni sem þú
fórst alltaf með áður en við fórum að
sofa.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Takk fyrir allt, elsku amma, og
guð gefi þér góða nótt.
Þín
Rósa Konný og Daníel Örn.
Í dag kveðjum við kæra frænku,
Rögnu Lísu Eyvindsdóttur (Góu)
móðursystur okkar.
Margar skemmtilegar minningar
fljúga í gegnum hugann þegar við
hugsum til baka. Það var t.d. alltaf
sól á Selfossi, allavega í minningunni,
þegar Góa, Óli og börnin komu upp á
land á sumrin til að heimsækja
mömmu og pabba og okkur systk-
inin. Hlynur frændi í sumarfríum
sínum hjá okkur á Selfossi, við að
fara til Vestmannaeyja í heimsókn og
borða lunda sem Góa og Óli voru bú-
in að matreiða handa okkur, sum af
okkur systrabörnum mætt til að fara
á þjóðhátíð og að sjálfsögðu var búið
hjá Góu og Óla. Einar bróðir á vertíð
í eyjum og ekki annað tekið í mál en
að hann væri á heimilinu hjá þeim.
Þetta var skemmtilegur tími og við
áttum góðar stundir saman.
Í gegnum árin hafa systurnar
(mamma, Laufey sem lést 9. desem-
ber 1999, Góa og Svana) verið í sam-
bandi hver við aðra og á síðustu árum
hafa þær systurnar og við dæturnar
hist einu sinni á ári og gert okkur
glaðan dag. Það eru ógleymanlegar
stundir þar sem við höfum talað
saman, skoðað myndir af afkomend-
um, hlegið og dáðst að þeim systrum
fyrir glettnina, stríðnina og lífs-
gleðina. Síðastliðið sumar var ættar-
mót á Arnarstapa þar sem afkom-
endur Sólveigar og Júlíusar, þ.e.
föðurforeldrar systranna, hittust og
þar var sko gaman þrátt fyrir rign-
ingu og alíslenskt veður. Systurnar
og afkomendur þeirra voru í bleika
liðinu, þ.e. allir fengu lit eftir því úr
hvaða ætt þeir komu, og mamma,
Góa og Svana voru auðvitað allar
skreyttar bleiku og þótti það ekki
leiðinlegt.
Þegar við lítum til baka eru það
einmitt svona atriði sem standa upp
úr og eiga eftir að ylja okkur um
ókomin ár, minningin um Góu
frænku með bleiku siffonslaufuna í
hárinu að gera að gamni sínu og að-
eins að stríða systrum sínum.
Er sólin tekur að lengja
leið sína um hvolf himins
og réttir gullna arma sína
til þess að víkja brott
skuggum hins myrka vetrar
og leysa landið úr fjötrum –
Þá lítur þú upp
eitt augnablik,
horfist í augu við ljósið
en grípur svo þéttu taki
um einn geislann
og sleppir ekki.
Þú gefst aldrei upp.
Þú stendur bein
og lætur ljósið
lyfta þér hærra og hærra,
upp fyrir kvöl
og sorg heimsins,
fram fyrir auglit Guðs.
Við stöndum eftir í þögn
og þökkum hin góðu,
traustu verk þín –
þökkum fyrir blómin,
sem þú skildir eftir við veginn.
(Sigríður I. Þorgeirsdóttir.)
Elsku Eyvindur, Hjörtur, Hlynur,
Ásta Katrín, Lilja Björk, Elva Ósk,
og fjölskyldur, við systkinin sendum
ykkur öllum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur og biðjum góðan guð að
styrkja ykkur.
Kveðja,
Laufey, Freydís og fjölskyldur.
Ég hitti Góu fyrst árið 1973 þegar
ég var aðeins átján ára og þá nýbúin
að kynnast syni hennar, fyrrverandi
manninum mínum. Ég gleymi aldrei
hvað ég var feimin en Góa sá fyrir því
að það hyrfi af mér og ég man alltaf
eftir því hvernig hún sveif um gólfið
og reyndi að gera öllum til hæfis kát,
hress og afslöppuð eins og hún var
alltaf.
Góa var einstök manneskja og
hörkudugleg. Oft var lífið ekki auð-
velt hjá henni, erfið lífsbarátta og bú-
in að eiga sex börn aðeins þrítug að
aldri. Ég held að það sem bjargaði
Góu oft á erfiðum tímum hafi verið
hennar einstaka skaplyndi og mátu-
lega mikið af kæruleysi. Hún tók
ekki hlutina of alvarlega og lifði fyrir
einn dag í einu og alltaf alveg ein-
staklega jákvæð.
Hún var fædd og uppalin á Siglu-
firði en bjó svo lengst af sinni ævi í
Vestmannaeyjum, fylgdi Óla eigin-
manni sínum þangað, þar ólust börn
þeirra hjóna upp við gott atlæti. Síð-
ustu árin bjó hún í Hveragerði og á
Spáni á veturna. Fyrir um það bil 10
árum létu þau Góa og Óli gamlan
draum rætast og keyptu sér hús á
Spáni en það voru nú ekki nema tveir
vetur sem þau gátu notið þess að búa
þar saman því Óli kvaddi þennan
heim tiltölulega snöggt árið 1998. En
Góa fór eftir það á hverjum vetri ein
til Spánar og var hún búin að vera
þar síðan í október þegar hún lést
þar 25. febrúar síðastliðinn.
Við sem þekktum Góu eigum eftir
að sakna hennar mikið eða eins og
dóttir mín sagði: „Það er svo skrýtið
að amma skuli vera dáin, hún var
alltaf svo hress og glöð.“ En sem bet-
ur fer fékk hún að sofna svefninum
langa án þess að verða ósjálfbjarga
og upp á aðra komin.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð
hjartans þakkir fyrir liðna tíð
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Inga.
Þegar sólin dreifir geislum sínum
til jarðar, skína þeir misskært, en
hún Góa mín var einn af skærustu
geislum sem ég hefi kynnst. Svo ein-
læg en samt svo margbrotin. Einlæg
af því að hún sá aðeins það góða í
náunganum, en margbrotin vegna
þess að hún virtist alltaf hafa nóg að
gefa öllum sem á vegi hennar urðu.
Það var eins og hún ætti kærleiks-
brunn sem aldrei þvarr, sama hve
ausið var.
Ég kynntist Góu þegar ég var að-
eins tveggja–þriggja ára peyi heima í
Vestmannaeyjum þegar Óli móður-
bróðir minn kom með hana siglandi
frá Sigló. Við bjuggum í sama húsi í
u.þ.b. 15 ár svo að samgangur var
RAGNA LÍSA
EYVINDSDÓTTIR