Morgunblaðið - 09.03.2006, Síða 56

Morgunblaðið - 09.03.2006, Síða 56
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Í NÆSTA ÞÆTTI AF ÓTRÚLEGUM ELTINGARLEIKJUM LÖGREGLUNNAR... STOPP! ÞÁ ÞAÐ ÞETTA VAR ÓTRÚLEGT ÞÚ KLAGAÐIR SNOOPY? ÉG VARÐ AÐ GERA ÞAÐ. HANN NEITAÐI ALVEG AÐ ELTA KANÍNUR MEÐ MÉR HÚN KLAGAÐI MIG OG NÚ VERÐ ÉG AÐ MÆTA FYRIR ÆÐSTA HUNDINN. ÞETTA ER SKAMMARLEGT ENGINN AF MINNI ÆTT HEFUR NOKKURN TÍMA ÞURFT AÐ MÆTA FYRIR ÆÐSTA HUNDINN SAGT ER AÐ LÍKUR SÆKI LÍKAN HEIM LÁTTU STIGAN SÍGA HOBBES! HVERT ER LYKIL- ORÐIÐ! ER EKKI NÓG AÐ FARA MEÐ 5 KVÆÐI UM ÁGÆTI TÍGRA? NEI! HLEYPTU MÉR UPP HÁLFVITINN ÞINN! EF ÞÚ ÆTLAR AÐ VERA MEÐ KJAFT ÞÁ ÞARFTU AÐ BYRJA AFTUR! ÞÚ ÞARFT AÐ DANSA LÍKA ERINDI 6: „TÍGRAR ERU FIMIR OG FRÁIR, ÉG ELSKA ÞÁ OG VIRÐI...“ ÞETTA VAR HRÆÐILEG MARTRÖÐ. MIG DREYMDI AÐ KLÓSETTLOKIÐ VÆRI LÍMT FAST MIG DREYMDI AÐ ÉG YRÐI AÐ DREKKA ÚR VATNSDALLI! ÚR DALLI! EINS OG SKEPNA! NONNI MISSTI AF VAGNINUM OG ÉG ÞURFTI AÐ KEYRA HANN Í SKÓLANN! NÚ ÞARF ÉG AÐ ENDURRAÐA ÖLLUM VIÐTALSTÍMUNUM MÍNUM. ÉG VERÐ EKKI KOMIN HEIM FYRR EN KLUKKAN 10 Í KVÖLD MÉR ÞYKIR ÞAÐ LEITT, GET ÉG GERT EITTHVAÐ? Á MORGUN KEMUR ÞÚ HONUM FRAM ÚR HVAÐ SEGIRÐU UM AÐ VIÐ SLÁUMST AÐEINS MEIRA SVO FRÚ PARKER GETI TEKIÐ FLEIRI MYNDIR? EKKI VEIT ÉG AF HVERJU ÞÚ VILT AÐ VIÐ GERUM ÞETTA... ...EN ÞÚ ÁTT INNI HJÁ MÉR GREIÐA ÚFFF! Dagbók Í dag er fimmtudagur 9. mars, 68. dagur ársins 2006 Víkverji brá sér ábókamarkaðinn í Perlunni fyrir skemmstu og krækti sér í fínar bækur á góðum kjörum, eða níu bækur á sex þús- und kr. Þeirra á með- al var Afmörkuð stund eftir Ingólf Margeirsson, bók sem Víkverja langaði í um jólin en fékk eigi. Það var því kærkomið að sjá hana þarna á bókamarkaðnum, eignast hana og lesa. Í stuttu máli sagt er þetta frábær bók. Ingólfur lýsir með gagnorðum hætti lífi sínu eftir heila- blóðfall sem hann fékk síðsumars 2001 og setur mann af stakri snilld inn í líf sjúklings, eiginmanns og föð- ur. Þrátt fyrir mikla fötlun missir hann ekki móðinn, en leynir samt ekki andlegum niðursveiflum sem hann lendir í. Og dvölin á Grens- ásdeild er kafli út af fyrir sig. Ætli það sé búið að bæta við öðru vél- rúmi? Hvað um það, ef eitthvað er skyldulesning fyrir bókstaflega alla, þá er það þessi bráðnauðsynlega og vel skrifaða samtímasaga um fatl- aða. Víkverji ætlar sér ekki að setj- ast í sæti ritdómara en þetta er skoðun hans eigi að síður og hana nú. x x x Sjónvarp er yfirhöf-uð leiðinlegt að mati Víkverja. Þess vegna skreppur hann oft í bíó, e.t.v. líka til að geta keypt sér popp og ís en það er allt önnur saga. Síðast sá hann Munich eftir Spielberg og varð fyrir töluverð- um áhrifum. Loka- atriðið þar sem Tví- buraturnarnir blasa við sjónum er meira en lítið áhrifaríkt eftir allt sem á undan hefur gengið. Þetta er kvikmynd sem maður fer á ef bíóferðirnar eru ekki nema ein til tvær á ári, svona fyrir þá sem það gera. Að lokum vill Víkverja pirra sig yfir orðalagi sem blaðamenn eiga til að viðhafa þegar lögregla eltir öku- níðinga út um borg og bý. Auðvitað heita þessar aðgerðir eftirfarir en ekki eltingarleikir. Það er enginn að „leika“ sér, hvorki löggan, né sá elti. Þetta er dauðans alvara, hver sem er getur lent í stórslysi í svona elting- ar„leikjum“, ef ekki hlutaðeigandi sjálfir, þá fólk á förnum vegi, börn eða fullorðnir. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is       Perth, Ástralíu | Tony Jones heitir listamaðurinn sem skapaði þetta verk, sem hann kallar Sæhest. Verkið stendur ásamt mörgum fleiri á Cottesloe-ströndinni við Perth, en í dag verður opnuð þar sýningin Höggmyndir við hafið. Um þessar mundir haustar að hjá andfætlingum okkar syðra. Reuters Sóleygður Sæhestur MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Því hvar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera. (Lúk. 12, 34.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.