Morgunblaðið - 09.03.2006, Qupperneq 58
58 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hrúturinn getur ekki stillt sig um að
hugsa aftur til gleðilegri daga, þótt
vafi leiki á því hvort þeir hafi verið
mikið ánægjulegri. Allt virðist róm-
antískara eftir á að hyggja. Settu þér
það markmið að skapa ánægjulegar
minningar í kvöld.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þitt líf, fyndið? Nei. Líf annarra er
fyndið. Þitt líf er sprenghlægilegt. Til
allrar hamingju, það er hláturinn sem
hjálpar manni við að laga sig að breyt-
ingum og nýjum aðstæðum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Tvíburanum finnst lítið til spegil-
myndar sinnar koma. Aðrir líta hann
jákvæðari augum en hann gerir sjálf-
ur. Þó að hann átti sig ekki enn á því
er það rétt. Þú ert fallegur.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Ferðalög í geimnum verða daglegt
brauð í framtíðinni, en í millitíðinni
skaltu gefa þér nægan tíma til þess að
komast á leiðarenda. Umferð hefur
áhrif á alla og er í rauninni ekki góð
afsökun fyrir því að koma of seint.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Farðu varlega og láttu hálffulla glasið
njóta vafans. Fólk og aðstæður verða í
lagi ef þú ákveður að horfa ekki á
gallana. Bogmaður hefur augastað á
þér.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Bjánagangur bætir lífið. Viðfangsefni
sem kunna að virðast léttúðug eru
ekki endilega grunnhyggin. Stíll þinn
á að endurspegla visku þína og stöðu í
veröldinni.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Vogin er háttvís, þó að hana langi alls
ekki til þess að sýna háttvísi. Þess
vegna er hún oft í góðum málum.
Framfarir í ástum tengjast erfiðum
ákvörðunum. Þú hefur hugrekkið og
gerir það sem þarf.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Samningur gerður í flýti þarfnast yf-
irferðar. Trygglyndi sporðdrekans er
augljóst en hugsanlega vanhugsað. Þú
ert gefandi að eðlisfari, sem er aðlað-
andi. Ekki láta sjálfan þig sitja á hak-
anum.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Aðgerðaleysi er ekki alltaf ávísun á
hvíld, stundum er það bara merki um
að sitja fastur. Hreyfing er nýja
mantran þín. Snilldin lætur ekki á sér
standa um leið og þú byrjar að ganga.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Himintunglin brosa við samn-
ingaumleitunum steingeitarinnar. Hún
nær betri árangri með frekar litlum
tilkostnaði. Allt sem þú þarft að gera
er að skilja hvað mótleikarinn er að
fara. Viðskipti og fjármál eru ekki
laus við tilfinningalega þætti.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Vinátta færir vatnsberanum tækifæri í
peningamálum. Hann er stöðugur sem
vekur traust þeirra sem standa honum
næstir. Hulinn kostnaður kemur í ljós.
Taktu á því núna og sparaðu helling
áður en árið er á enda.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Ímyndaðu þér hversu miklu ríkari þú
verður af því að tjá ást þína með
sköpunarhæfileikunum í stað þess að
taka upp veskið. Þú kemur ein-
hverjum í kynni við nýja list eða mús-
ík.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Júpíter, einnig þekktur sem
herra Stór, hefur verið í
bakkgírnum frá því 4.
mars. Í augnablikinu er hann í svo hag-
stæðri afstöðu við sólina að svo virðist
sem næstum allt gott geti orðið betra ef
maður leggur sig fram. Leggðu tvöfalt
undir, vertu fram eftir í vinnunni og veðj-
aðu sem mest þú mátt. Þú færð það allt
til baka með nýjum og viðameiri hætti.
Myndlist
Artótek Grófarhúsi | Steinunn Helga-
dóttir myndlistarmaður sýnir ljósmyndir
og DVD í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Sjá
nánar á artotek.is.
Bananananas | K-298 HH-49 Myndir af
opnun í Bananananas. K-299 HH-50 Ein-
nota plastmál með skrítinni brúnni skán.
K-300 HH-51.
Einholt 6 | „Munúðarfull“ myndlistar- og
hönnunarsýning þeirra hjóna Bigga
Breiðdal og Ásu Heiðar Rúnarsdóttur
myndlistarkonu. Opið kl. 16–18.45.
Gallerí BOX | Ásdís Spanó – Orkulindir.
Til 11. mars. Opið fim. og laug. kl. 14–17.
Gallerí Fold | Sveinbjörg Hallgrímsdóttir
sýnir handþrykktar tréristur í baksalnum.
Sýninguna nefnir hún Dögun. Til 12.
mars.
Gallerí Humar eða frægð! | Sýning á
vegum Leikminjasafns Íslands um götu-
leikhópinn Svart og sykurlaust. Ljós-
myndir, leikmunir, kvikmyndasýningar.
Opið kl. 12–17 laugardaga, 12–19 föstu-
daga og 12–18 aðra virka daga. Lokað
sunnudaga.
Grafarvogskirkja | Sýning Svövu Sigríðar
í átthagahorni bókasafns Grafarvogs.
Sýningin stendur til 25. mars.
Hafnarborg | Pétur Gautur sýnir í að-
alsal og Sigrún Harðar í Sverrissal. Til
27. mars.
Hallgrímskirkja | Sýning á olíu-
málverkum Sigrúnar Eldjárn til 30. maí.
Handverk og hönnun | Sýningin „Auður
Austurlands“ er opin alla virka daga á
skrifstofutíma hjá Handverki og hönnun.
Á sýningunni eru munir frá 26 aðilum úr
hráefni tengdu Austurlandi, s.s. lerki, líp-
aríti, hreindýraskinni og beini.
Hrafnista Hafnarfirði | Sjö málarar frá
félagsmiðstöðinni Gerðubergi sýna í
menningarsal til 21. mars.
i8 | Tumi Magnússon sýnir til 29. apríl.
Karólína Restaurant | Óli G. sýnir til
loka apríl.
Kling og Bang gallerí | Huginn Þór Ara-
son og Jóhann Atli Hinriksson sýna. Opið
fimmtud. til sunnud. kl. 14–18. Aðgangur
er ókeypis.
Kunstraum Wohnraum | Jóna Hlíf Hall-
dórsdóttir sýnir til 23. mars.
Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýn-
ing.
Listasafnið á Akureyri | Spencer Tunick
– Bersvæði, Halla Gunnarsdóttir – Svefn-
farar. Safnið er opið alla daga nema
mánudaga frá 12–15. Nánari upplýsingar
www.listasafn.akureyri.is.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Jóhannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá
fæðingu málarans. Til 19. mars.
Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir
sýnir 20 „minningastólpa“ unna á um-
ferðarskilti víðsvegar í Reykjavík til 28.
ágúst.
Safn | Verk Roni Horn, á þremur hæðum.
Skúlatún 4 | Sýning á teikningum. Að-
standendur Skúla sýna ýmiss konar
teikningar ásamt fjölda gestalistamanna
og taka sjálfir á móti gestum og leið-
beina þeim um sýninguna. Opið kl. 15–18,
fimmtudag, föstudag, laugardag og
sunnudag.
studio 6 | Margeir „dire“ Sigurðarson
sýnir „semi sjálfsportrait“. Opnar 10.
mars kl. 17–20 og stendur út mars.
Söfn
Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýning
Guðfinnu Ragnarsdóttur um ættfræði.
Opin 10–16. Ókeypis aðgangur.
Duus-hús | Sýning Poppminjasafnsins á
tímabilinu 1969–1979 í máli og myndum.
Opið daglega kl. 13–18.30 til 1. apríl.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Friðrik Örn
sýnir ljósmyndir.
Veiðisafnið – Stokkseyri | Skotveiðisafn
með uppstoppuðum veiðidýrum ásamt
skotvopnum og veiðitengdum munum.
Opið alla daga kl. 11–18. Sjá nánar á hunt-
ing.is.
Skemmtanir
Kiwanishúsið | Félagsvist í Kiwanishús-
inu Mosfellsbæ í landi Leirvogstungu v/
Vesturlandsveg á fimmtudagskvöldum kl.
20.30. Kaffiveitingar og spilaverðlaun.
Fyrirlestrar og fundir
Hótel Saga | Vinafélag Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands heldur tónleika-
kynningu í Sunnusal Hótels Sögu kl. 18.
Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur
kynnir verk eftir Jón Nordal sem flutt
verða á tónleikum Sinfóníunnar kl. 19.30.
Aðgangseyrir er kr. 1.200 og er súpa,
brauð og kaffi innifalið.
Garðabæjardeild Rauða krossins | Aðal-
fundur Garðabæjardeildar Rauða kross-
ins verður haldinn 13. mars kl. 20–22 í
húsnæði deildarinnar.
Landakot | Fræðslufyrirlestur á vegum
Rannsóknastofu í öldrunarfræðum RHLÖ
verður haldinn kl. 15 í kennslusalnum á
6. hæð á Landakoti. Ásta Pétursdóttir
hjúkrunarfræðingur mun fjalla um „Um-
ræður um morfín“. Sent verður út með
fjarfundabúnaði.
Norræna húsið | Í tilefni af 20 ára af-
mæli Stofnunar Sigurðar Nordals síðar á
þessu ári efnir stofnunin til málþings um
menningu á Íslandi og íslensk fræði í nú-
tíð og framtíð í samvinnu við Ritið, tíma-
rit Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands.
Málþingið verður 10. mars kl. 14–17.
Frummælendur: Ása Richardsdóttir,
framkvæmdastjóri Íslenska dansflokks-
ins, Björn Ægir Norðfjörð, aðjunkt í kvik-
myndafræði við HÍ, Gauti Kristmannsson,
lektor í þýðingafræði við HÍ, Haraldur
Bernharðsson, málfræðingur og stunda-
kennari við HÍ, Haukur Ingvarsson, bók-
menntafræðingur og skáld, og Hilma
Gunnarsdóttir, sagnfræðingur og ritstjóri
Kistunnar. Fundarstjóri Úlfar Bragason,
forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nor-
dals.
Oddi – félagsvísindahús HÍ | Bandaríski
sagnfræðingurinn Susan Stryker flytur
fyrirlestur, í fyrirlestraröð Samtakanna
’78, um kynhneigð, menningu og sögu.
Fyrirlesturinn er 10. mars kl. 12–13.
Fréttir og tilkynningar
Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður á
Smáratorgi við ELKO kl. 13–17.
Frístundir og námskeið
Staðlaráð Íslands | Námskeið fyrir þá
sem vilja læra á ISO 9000-gæðastjórn-
unarstaðlana. Markmið námskeiðsins er
að þátttakendur geti gert grein fyrir
megináherslum og uppbyggingu kjarna-
staðlanna í ISO 9000:2000-röðinni og
þekki hvernig þeim er beitt við að koma
á og viðhalda gæðastjórnunarkerfi.
www.ljosmyndari.is | Grunnnámskeið í
photoshop verður haldið 18. og 19. mars
kl. 13–17. Alls átta klst. Verð 12.900 kr.
Leiðbeinandi Pálmi Guðmundsson. Skrán-
ing á www.ljosmyndari.is eða í síma
898 3911.
Öryrkjabandalag Íslands | Námskeið fyr-
ir konur á vegum kvennahreyfingar Ör-
yrkjabandalags Íslands í Hringsjá, starfs-
þjálfun fatlaðra, Hátúni 10d. Námskeiðið
verður kl. 16.30–18.30 á þriðjudögum og
fimmtudögum.
Börn
Sjálfsbjörg – félag fatlaðra á höf-
uðborgarsvæðinu | Skák í kvöld kl. 19 í
félagsheimilinu, Hátúni 12. Allir velkomn-
ir.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 fjötur, 4 renn-
ingurinn, 7 ilmur, 8
askja, 9 ílát, 11 labba, 13
valda, 14 stíf, 15 ró, 17 at-
laga, 20 snák, 22 hor-
aður, 23 laun, 24 dreg í
efa, 25 togi.
Lóðrétt | 1 klett, 2
ókyrrðin, 3 framkvæma,
4 kná, 5 fiskur, 6 systir,
10 glyrna, 12 væn, 13
starartjörn, 15 efa-
blendni, 16 goð, 18
spjalla, 19 benti á, 20
megni, 21 hönd.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 rótartaug, 8 unaðs, 9 næðið, 10 ann, 11 lútan,
13 aurar, 15 stagl, 18 álfur, 21 ugg, 22 ráðin, 23 Óðinn,
24 makalaust.
Lóðrétt: 2 óvart, 3 ausan, 4 tunna, 5 urðar, 6 bull, 7 æð-
ur, 12 agg, 14 ull, 15 særð, 16 auðna, 17 lunda, 18 ágóða,
19 fliss, 20 röng.
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is