Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 3
Línumaðurinn Haraldur Þorvarðarson hefur leik-ið vel með Fram á Íslandsmótinu í handknatt-
leik í vetur og hann sagði við Morgunblaðið eftir
öruggan sigur á KA í gær að hann væri bjartsýnn á
framhaldið: „Þetta var mjög gott, við getum ekki
verið ósáttir við tíu marka sigur gegn KA. Vörnin
var góð en ég var sérstaklega ánægður með sóknina
af því að Serenko var ekki með. Við vissum að við
yrðum að leggja meira á okkur út af því. Við erum
með Björgvin Björgvinsson sem er auðvitað þvílíkur
reynslubolti og harðjaxl. Hann jarðaði þá í dag.“
Fram gengur vel að leysa þau vandamál sem
skapast þegar liðið er einum færri: „Við erum búnir
að æfa það mjög vel og erum með snögga stráka eins
og Sigfús á miðjunni, sem geta stungið sér inn í eyð-
ur þótt þær séu litlar. Það er líka góð færsla í vörn-
inni hjá okkur. Þetta eru helstu ástæðurnar fyrir því
af hverju við spilum svona vel þegar við erum manni
færri.“
Spurður hvort ekki ríki bjartsýni í herbúðum
Fram fyrir lokasprettinn svaraði Haraldur því ját-
andi: „Andinn í hópnum er mjög góður og við
stefnum auðvitað bara á titilinn úr þessu. Við höfum
verið að taka einn leik fyrir í einu og gerum það bara
áfram. Takmarkið er að vinna dolluna, alveg klárt
mál. Þetta rúllar fínt hjá okkur þannig að ég sé enga
ástæðu til þess að stefna á eitthvað annað,“ sagði
Haraldur.
Morgunblaðið/Eggert
Sigfús Sigfússon, leikstjórnandi Fram, er hér í harðri
baráttu við KA-manninn Magnús Stefánsson.
Stefnum bara á
titilinn úr þessu
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 B 3
EINAR Hólmgeirsson fór á kostum með Gross-
wallstadt í þýsku 1. deildinni í handknattleik á
laugardaginn þegar lið hans vann Pfullingen,
30:24. Einar skoraði 11 mörk í leiknum, flest
með þrumufleygum, og ekkert þeirra úr víta-
kasti, og var lang atkvæðasti leikmaðurinn á
vellinum.
Vonir Gummersbach um þýska meistaratit-
ilinn dvínuðu verulega þegar liðið tapaði í
Lemgo á laugardaginn, 28:26. Íslendingarnir
skoruðu meira en helming marka Gummers-
bach því Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 9
mörk og Róbert Gunnarsson 5. Logi Geirsson
gerði eitt marka Lemgo en Ásgeir Örn Hall-
grímsson ekkert.
Einar Hólmgeirsson
átti stórleik með
Grosswallstadt
Ásgeir Örn í leik með Lemgo.
Morgunblaðið/Günter Schröder
ÓLAFUR Stefánsson var markahæstur hjá
Ciudad Real annan leikinn í röð þegar lið hans
vann Cangas, 30:25, í spænsku 1. deildinni í
handknattleik í fyrrakvöld. Ólafur skoraði 7
mörk í leiknum en Ciudad var með örugga for-
ystu allan tímann, átta mörk um tíma í síðari
hálfleiknum.
Einar Örn Jónsson er enn fjarri góðu gamni
vegna meiðsla en lið hans tapaði fyrir Portland
á útivelli, 28:24.
Barcelona vann Aragón, 28:24, og er efst
með 38 stig, Portland er með 37 og Ciudad Real
34 stig. Ademar Leon kemur síðan í fjórða sæti
með 26 stig en Torrevieja er í níunda sæti af 16
liðum með 17 stig.
Ólafur með sjö
gegn Cangas
MARKÚS Máni Michaelsson lék sinn fyrsta leik
síðan í nóvember þegar Düsseldorf sigraði
Minden, 35:27, í þýsku 1. deildinni í handknatt-
leik í gær. Markús Máni hefur verið frá vegna
meiðsla á hné en hann gerði vart við sig á ný í
gær með því að skora þrjú mörk í leiknum.
Snorri Steinn Guðjónsson, æskufélagi Mark-
úsar úr Val, skoraði sömuleiðis 3 mörk í leikn-
um, fyrir lið Minden. Mikilvæg stig í fallbarátt-
unni voru í húfi og Düsseldorf komst með
sigrinum í fimm stiga fjarlægð frá fallsæti. Þar
situr hinsvegar Minden áfram – er með 11 stig.
Kronau-Östringen vann óvæntan sigur á
Magdeburg, 33:32, með því að skora þrjú síð-
ustu mörk leiksins. Enginn Íslendingur skoraði,
Sigfús Sigurðsson og Arnór Atlason leika með
Magdeburg en Gunnar Berg Viktorsson með
Kronau-Östringen.
Göppingen vann öruggan sigur á Wetzlar,
37:27, á laugardaginn. Jaliesky Garcia skoraði
eitt mark fyrir Göppingen en Róbert Sig-
hvatsson eitt fyrir Wetzlar. Róbert fékk jafn-
framt rauða spjaldið í lokin fyrir sína þriðju
brottvísun.
Gylfi Gylfason skoraði eitt mark fyrir Wil-
helmshavener sem steinlá í Flensburg, 33:15.
Gylfi og félagar skoruðu aðeins 5 mörk gegn 19
í seinni hálfleiknum.
Þórir Ólafsson gerði eitt mark fyrir N-
Lübbecke sem sigraði Nordhorn, 38:34.
Markús Máni
í gang á ný
FÓLK
DÓRA Stefánsdóttir, landsliðs-
kona í knattspyrnu, þótti besti leik-
maður sænska liðsins Malmö FF í
gær þegar það sigraði Skjold frá
Danmörku, 4:1, í æfingaleik. Hún var
valinn maður leiksins á vef stuðnings-
manna félagsins og í umfjöllun á
heimasíðu liðsins er sagt að Dóra hafi
án efa verið besti leikmaður vallarins
en hún lék á miðjunni að þessu sinni.
SÆNSKUR snjóbrettamaður lést í
æfingaferð fyrir heimsbikarmót í
Bandaríkjunum í gær. Jonatan Jo-
hansson, sem var 26 ára, lenti illa í
einu stökkinu í stórsvigsbrautinni.
DANÍEL Ragnarsson skoraði 6
mörk fyrir Team Helsinge á laugar-
daginn þegar lið hans tapaði fyrir Vi-
borg á útivelli, 33:30, í dönsku úrvals-
deildinni í handknattleik. Team
Helsinge er í ellefta sæti af fjórtán
liðum deildarinnar með 13 stig.
VIGNIR Svavarsson skoraði 5
mörk fyrir Skjern en þeir Jón Jó-
hannsson og Vilhjálmur Halldórsson
voru ekki á meðal markaskorara liðs-
ins þegar það lagði Kolding að velli,
34:30, á laugardaginn. Skjern, undir
stjórn Arons Kristjánssonar, er í 4.
sæti deildarinnar með 26 stig.
STURLA Ásgeirsson skoraði 3
mörk fyrir Århus GF sem sigraði
Mors, 36:30. Árósaliðið er í áttunda
sætinu með 18 stig.
FANNAR Þorbjörnsson skoraði 3
mörk fyrir Fredericia sem vann
öruggan sigur á Ringsted á útivelli,
38:29. Fredericia er í tólfta sæti
deildarinnar með 11 stig.
GÍSLI Kristjánsson skoraði 4 mörk
fyrir Ajax og Hannes Jón Jónsson 3
þegar lið þeirra tapaði á heimavelli
fyrir Silkeborg, 26:35. Ajax situr á
botni deildarinnar með 9 stig.
DAGUR Sigurðsson, þjálfari
Bregenz, skoraði 3 mörk fyrir lið sitt
þegar það vann Linz, 30:28, í úrslita-
keppninni um austurríska meistara-
titilinn í handknattleik á laugardag-
inn. Bregenz hefur unnið þrjá fyrstu
leiki sína og er efst í úrslitakeppninni.
RAGNAR Óskarsson náði ekki að
skora fyrir Ivry sem vann Créteil á
útivelli, 27:26, í frönsku 1. deildinni í
handknattleik á laugardaginn. Bjarni
Fritzson lék ekki með Créteil að
þessu sinni.
TITE Kalandadze, stórskyttan í
liði bikarmeistara Stjörnunnar í
handknattleik, gat ekki leikið með
sínum mönnum gegn FH í Kapla-
krika í gær. Tite er staddur í heima-
landi sínu, Georgíu, en þangað hélt
hann á föstudaginn. Faðir hans ligg-
ur mikið veikur og er sagður við
dauðans dyr og ákvað leikmaðurinn í
samráði við forráðamenn Stjörnunn-
ar að halda heim á leið. Þeir vonast til
að Tite verði kominn til baka fyrir
laugardaginn en þá taka þeir á móti
Fram.
DAVID Kekelia var eins og Tite
fjarri góðu gamni í Kaplakrika í gær
en Kekelia lá heima með flensu.
ARNAR Sigurðsson, Íslands-
meistari í tennis, var kjörinn
besti leikmaðurinn í vest-
urdeild bandarísku háskól-
anna á dögunum, í fyrsta
skipti á þessu tímabili. Arnar
fékk þessa viðurkenningu sjö
sinnum síðasta vetur en hann
var frá keppni lengi vel á
þessu tímabili vegna meiðsla.
Hann er kominn á fulla ferð
á ný og hefur verið sigursæll
með liði sínu, Pacific Tigers,
í undanförnum leikjum. Arn-
ar tryggði liðinu m.a. sigur á
San Diego State, 4:3, með
ævintýralegum sigri. Lið
hans lenti 0:3 undir og í úr-
slitaviðureigninni var Arnar
sjálfur 0:3 undir áður en
hann sigraði Markus Dick-
hardt, 4:3.
Arnar best-
ur í Vest-
urdeildinni
RONALDO, brasilíski sóknarmað-
urinn hjá Real Madrid, sendi
tveimur af þekktustu knatt-
spyrnumönnum sögunnar kaldar
kveðjur í viðtali sem birtist við
hann í brasilíska dagblaðinu O
Globo í gær. Hann sagði að landi
sinn, Pelé, væri ekkert annað en
tækifærissinni og Frakkinn Michel
Platini væri öfundsjúkur, en báðir
hafa þeir gagnrýnt Ronaldo fyrir
slaka frammistöðu að undanförnu.
Lítið hefur gengið hjá Ronaldo á
knattspyrnuvellinum að und-
anförnu en hann þykir þungur á
sér og langt frá sínu besta. Ekki
bætti úr skák fyrir honum að hann
skyldi ekki ná að skora úr víta-
spyrnu á síðustu mínútu þegar
Real Madrid gerði markalaust
jafntefli við Valencia í fyrrakvöld.
„Þegar heimsmeistarakeppnin
hefst í sumar ætla ég að láta
marga éta ummæli sín ofan í sig.
Ég er sérstaklega vonsvikinn með
Pelé, sem er ekkert annað en
tækifærissinni, en mér er nákvæm-
lega sama um Platini. Það er
Frakki með mér í liði sem hefur
náð mikið lengra en hann og hann
hefur oft sagt mér að Platini sé
fullur öfundar. Það eina sem ég
bið um er að mér sé sýnd virðing,
en það vantar mikið upp á það,“
sagði Ronaldo, sem kvaðst ætla að
mæta fullur sjálfstrausts og í sínu
besta formi til leiks með Brasilíu á
HM í sumar.
Ronaldo sendir Pelé og
Platini kaldar kveðjur
Eftir Kristján Jónsson
STAÐAN í DHL-deild kvenna í handknattleik
breyttist lítið við leiki helgarinnar nema hvað
Víkingar fóru úr botnsætinu. FH fékk tæki-
færi til að komast nær Stjörnunni, sem tapaði
fyrir Haukum, þar sem Hanna G. Stefánsdóttir
fór mikinn og gerði 12 mörk fyrir Hauka en
fyrir Stjörnuna gerði Jóna Margrét Ragn-
arsdóttir sjö mörk.
Gróttustúlkur gerðu sér síðan lítið fyrir í
gærkvöldi og lögðu FH í Kaplakrika með einu
marki, 26:25 og FH því enn í fimmta sæti,
þremur stigum á eftir Stjörnunni. Grótta
skipti ekki um sæti með sigrinum, en fjarlægð-
ist HK og er þremur stigum á undan Kópa-
vogsliðinu.
Víkingur vann góðan sigur á Fram, 29:25 og
komst við það úr botnsæti deildarinnar, einu
stigi á undan KA/Þór og einu stigi á eftir
Fram. Þórhildur Björnsdóttir og Natasa Dam-
iljanovic voru atkvæðamestar í liði Víkings
með sjö mörk hvor en hjá Fram var það Ásta
Birna Gunnarsdóttir sem gerði sex mörk.
ÍBV átti ekki í vandræðum með KA/Þór og
vann 25:19 þar sem Pavla Plaminkova gerði 9
mörk fyrir ÍBV en Guðrún Helga Tryggva-
dóttir var með sex fyrir heimamenn.
Þrjár umferðir eru nú eftir hjá konunum og
ljóst að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn
verður hörð á milli Hauka, ÍBV og Vals. Meðal
þeirra leikja sem eftir er í deildinni er við-
ureign Vals og Hauka og síðan á Valur að
mæta Stjörnunni í síðustu umferðinni.
Víkingskonur lyftu sér úr
botnsætinu með sigri á Fram