Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 B 5    ÞAÐ gekk mikið á í spænsku knattspyrnunni um helgina þó ekki væri mikið skorað, að- eins 17 mörk. Barcelona tapaði 2:1 fyrir Osasuna en er engu að síð- ur með níu stiga forystu. Mikið gekk á í leiknum því tveir leikmenn Barcelona fengu að sjá rauða spjaldið en dómarar í efstu deild á Spáni urðu að draga rauða spjaldið tíu sinnum úr vasa sínum um helgina. Heimamenn í Osasuna komust í 2:0 eftir 59. mín- útur og var síðara markið úr vítaspyrnu þar sem Edmilson var rekinn af velli í kjöfarið. Motta fékk síðan rautt í lokin. En dómarinn gerði meira en að veifa því rauða því gula spjaldið fór níu sinnum á loft hjá honum. Dómarinn í leik Alaves og Sevilla, sem einnig endaði 2:1, hafði lítið minna að gera en kollegi hans í leik Osasuna. Hann lyfti gula spjaldinu átta sinnum og því rauða í þrígang. Hann byrjaði á að reka Pcio úr liði gestanna í Sevilia útaf eftir 18 mínútna leik en þá hafði Sevilia komist í 1:0. Heimamenn í Alves gerðu tvö mörk fyrir hlé og undir lok leiksins voru Bopido og Juanito reknir af velli. Það er fátt sem gengur Ronaldo í hag þessa dagana. Á laugardaginn gerði Real Madrid markalaust jafntefli í Valencia og seint í leiknum fengu gestirnir vítaspyrnu. Ronaldo, sem kom inn á sem varamaður á 62. mínútu, tók spyrnuna. Skotið var laust og átti markvörður Valenciu ekki í neinum vandræðum með að verja það. Ronaldo Sautján mörk og fullt af spjöldum JUVENTUS og AC Milan gerðu markalaust jafntefli í uppgjöri toppliða ítölsku knatt- spyrnunnar á heimavelli Juventus í Tórínó í gærkvöld. Þar með heldur Juventus tíu stiga forskoti sínu og úr þessu kemur fátt í veg fyrir að liðið hreppi ítalska meistaratitilinn. Leikmenn AC Milan voru manni færri síðustu 20 mín- úturnar eftir að Gennaro Gattuso, miðjumaðurinn eit- ilharði, var rekinn af velli. Adriano, hinn brasilíski leikmaður hjá Inter Mílanó, gerði eina mark liðsins þegar það lagði Sampdoria 1:0. Adriano kom beint í liðið eftir tveggja leikja bann og lét strax til sín taka. Hann skaut snemma leiks í stöngina og gerði það aftur á 40. mínútu, náði síðan sjálfur frákastinu og gerði sitt 13. mark á leiktíðinni. Inter er í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir grönnum sínum í Milan. Juventus er í góðum málum Gattuso EITTHVAÐ fóru úrslit Meistaradeildarinnar í síðustu viku illa í leikmenn Werder Bremen því liðið steinlá á heimavelli fyrir Herthu Berlín um helgina. Sömu sögu er að segja af Bayern München, en bæði þýsku liðin voru slegin út úr Meistaradeildinni í vikunni, því liðið náði að- eins markalausu jafntefli á móti Wolfsburg. Berlínarbúar mættu vel stemmdir til leiksins í Bremen en náðu þó ekki að skora fyrr en í síð- ari hálfleik. Enn og aftur voru það mistök markvarðarins Tims Wiese, en hann gerði af- drifarík mistök þegar liðið féll út úr Meist- aradeildinni fyrir Juventus. „Það sást á leik okkar að við erum ekki búnir að jafna okkur á leiknum við Juventus,“ sagði Ivan Klasnic sóknarmaður Bremen, eftir leik- inn. Þetta var þriðji leikur Bayern í röð þar sem liðinu tekst ekki að sigra. Liðið var mun sterk- ari aðilinn á móti Wolfsburg en náði ekki að nýta sér það. „Þetta eru erfiðir tímar hjá okkur, tapið í Meistaradeildinni situr enn í okkur,“ sagði Oli- ver Khan, markvörður Bæjara. Werder Bremen steinlá heima ENSKA knattspyrnusambandið hefur staðfest að við- ræður við þá sem koma til greina í starf landsliðsþjálf- ara séu hafnar og í þeim hópi sé Alan Curbishley, knattspyrnustjóri Charlton Athletic. Nýr maður tekur við enska landsliðinu að lokinni úrslitakeppni HM í Þýskalandi í sumar en Sven-Göran Eriksson hættir þá etir að hafa stýrt því í fimm ár. Í blöðum sem komu út í gærmorgun birtust myndir af Alan Curbishley og Brian Barwick, framkvæmda- stjóra knattspyrnusambandsins, þar sem þeir hittust. Talsmaður sambandsins, Adrian Bevington, sagði að rætt yrði við marga aðila. „Við höfum hitt Alan Cur- bishley eftir að hafa fengið leyfi til þess frá hans fé- lagi. Við gerðum það ljóst fyrir þremur vikum að eftir landsleikinn við Úrúgvæ myndi Brian Barwick hefja þetta ferli og það er nú komið af stað. Knattspyrnu- sambandið er ákveðið í því að vera búið að ráða lands- liðsþjálfara áður en heimsmeistarakeppnin hefst,“ sagði Bevington. Curbishley næsti þjálfari Englands? MARDAN Mamat frá Singapúr fagnaði sigri í heimalandi sínu á Meistaramóti Singapúr í golfi um helgina, en mótið er hluti af evrópsku mótaröðinni. Mamat er fyrsti heimamaðurinn til að sigra á mótinu sem var nú haldið í sjötta sinn. Hann lék vel og var í efsta sæti alla fjóra keppnisdagana og lék samtals á 12 höggum undir pari vallarins. Nick Dougherty frá Englandi kom næstur höggi á eftir, en hann hafði titil að verja. Mamat var að vonum ánægður með sigurinn. „Má ég gráta núna?“ spurði hann þegar hann tók við verðlaununum. „Langþráður draumur minn er að rætast og mér líður stórkostlega. Það er ótrú- legt að sigra á heimavelli á slíku móti,“ sagði sig- urvegarinn, sem er 38 ára gamall og fimm barna faðir. „Vonandi verður sigurinn til þess að hvetja unga landa mína til dáða enda sjá þeir núna að það er allt hægt ef menn leggja hart að sér,“ sagði Mamat. Loksins vann heimamaður FÓLK  HEATHER O’Reilly skoraði tví- vegis fyrir Bandaríkin þegar kvennalið þeirra í knattspyrnu lagði Danmörku 5:0 á Algarve-mótinu í Portúgal. Þetta var stærsti sigur nokkurs liðs í 13 ára sögu mótsins. Frakkland vann Kína 1:0 í sama riðli.  FINNAR og Norðmenn gerðu markalaust jafntefli í A-riðli Alg- arve-mótsins en Svíar steinlágu fyr- ir Þjóðverjum 3:0. Melanie Behring- er, Petra Wimbersky og Birgit Prinz gerðu mörk þýska liðsins. Ír- land og Mexíkó gerðu markalaust jafntefli í C-riðli.  FRAKKINN Paul Le Guen var um helgina ráðinn stjóri hjá Glas- gow Rangers í Skotlandi og tekur hann við á næsta tímabili af Alex McLeish. Le Guen var með Lyon en hætti eftir síðustu leiktíð af persónu- legum ástæðum eftir að hafa gert liðið þrívegis að frönskum meistur- um.  PEDRO Mendes tryggði Ports- mouth ævintýralegan sigur á Man- chester City, 2:1, í ensku úrvals- deildinni á laugardaginn. Mendes, sem hafði komið Portsmouth yfir fyrr í leiknum, skoraði sigurmarkið þegar komið var fram yfir venjuleg- an leiktíma með glæsilegu skoti frá vítateig. Þetta var fyrsti sigur Portsmouth á árinu og liðið eygir nú nýja von um að halda sér í deildinni.  HENRI Camara skoraði sigur- mark Wigan gegn Sunderland á úti- velli, 1:0, með glæsilegu skoti strax á 8. mínútu og Sunderland færðist því enn einu skrefinu nær 1. deildinni.  HEIÐAR Helguson lék með Ful- ham en fór af velli á 74. mínútu þeg- ar lið hans tapaði enn einum úti- leiknum, nú 3:1, fyrir Everton á Goodison Park. James Beattie skor- aði tvö fyrri mörk Everton og lagði það þriðja upp fyrir James McFad- den en Collins John minnkaði mun- inn fyrir Fulham úr vítaspyrnu und- ir lokin.  GUÐMUNDUR E. Stephensen, borðtennismaður hjá Malmö í Sví- þjóð, komst í fyrrakvöld í undanúr- slit með liði sínu í sænsku úrvals- deildinni. Liðið vann þá Söderham öðru sinni í 8 liða úrslitum, nú 5:3. Guðmundur lék tvo leiki og vann þá báða, annan 3:0 og hinn 3:1. Malmö mætir Halmstad í undanúrslitum.  DAVID Beckham, landsliðsfyrir- liði Englands og leikmaður Real Madrid, var orðaður við Arsenal í enskum fjölmiðlum í gær. The Ob- server fullyrti að Arsenal myndi gera spænska félaginu tilboð í hann í sumar. Arsene Wenger knatt- spyrnustjóri Arsenal, sagði að vissu- lega væri Beckham einn af mörgum leikmönnum sem Arsenal myndi vilja fá í sínar raðir, og hann hefði mikið álit á honum, en það kæmi ekki í ljós fyrr en í vor hvað félagið myndi gera í leikmannamálum. Arsenal var sterkari aðilinn í fyrrihálfleik og þá skoraði Thierry Henry fyrsta mark leiksins og var það dæmigert fyrir þennan snjalla framherja. Hann fékk boltann á vinstri kantinum frá Cesc Fabregas, lék inn í vítateiginn og sneri boltann í hornið fjær framhjá Reina mark- verði Liverpool. Luis Garcia jafnaði fyrir Liverpool stundarfjórðungi fyrir leikslok og dofnaði ekki yfir leiknum við það. Xabi Alonso var rekinn af velli á 82. mínútu og þótti flestum það mjög strangur dómur. Henry var síðan aftur á ferðinni mínútu síðar þegar Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, gleymdi sér eitt augnablik. Hann ætlaði að gefa boltann til baka á markvörð sinn af miðjum eigin vall- arhelmingi en Henry var á bak við varnarmenn liðsins, náði boltanum auðveldlega og skoraði. „Ég sá að Gerrard vissi greinilega ekki af því að ég lúrði þarna fyrir aft- an. Þetta tókst alveg og á fínum tíma. Ég fagnaði markinu ekki mik- ið, hélt um nefið til að sýna að ég hefði þefað þetta uppi. Það er sárt fyrir Gerrard að lenda í þessu og ég vildi ekki núa salti í sárið. Mér fannst við vera betra liðið í dag og sigurinn því sanngjarn,“ sagði Henry eftir leikinn. Liverpool lék mun betur í síðari hálfleik en þeim fyrri, mun meiri hraði var í leik liðsins og meiri ógn- un, en það dugði ekki að þessu sinni. Með mörkunum tveimur jafnaði Henry við Ruud van Nistelrooy en báðir hafa kapparnir gert 19 mörk í deildinni í vetur. Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði að Steve Bennett, dómari leiksins, hefði gert mistök. „Það voru mikil mistök hjá dómaran- um að reka Alonso af velli. Dómarinn var ekki að fylgjast með því sem gerðist og var of fljótur á sér að sýna gula spjaldið og það rauða í kjölfarið. Vonandi sér hann hversu mikil mis- tök hann gerði þegar hann skoðar leikinn af myndbandi,“ sagði Benít- ez. Dýrkeypt mistök Gerrards ARSENAL fór upp í fimmta sætið í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar liðið lagði Liverpool 2:1 í bráðskemmtilegum leik á Highbury. Ars- enal er stigi á undan Blackburn og tveimur á eftir Tottenham. AP Thierry Henry skorar hér síðara mark sitt í gær, eftir sendingu frá Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool. ÍÞRÓTTIR iður Smári Guðjohnsen var ekki eikmannahópi meistaranna að su sinni, en José Mourinho sagði r leikinn að hann væri í mjög njulegri stöðu því allir leikmenn r væru heilir og að það væri í ta sinn í langan tíma sem sú a kæmi upp. örð barátta um Evrópusæti lackburn heldur ótrautt áfram rgöngu sinni og ætlar greinilega landa sér í baráttuna um sæti í ópukeppninni. Liðið lagði Aston a 2:0 á laugardaginn og er nú að- þremur stigum á eftir Totten- sem er í 4. sæti. olton ætlar einnig að blanda sér í sa baráttu, vann góðan 4:1 sigur á t Ham og er í 6. sæti stigi á und- Arsenal og stigi á eftir Blackburn á tvo leiki á síðarnefnda liðið en á Arsenal. Fyrri hálfleikurinn var það besta við höfum sýnt á þessu tímabili,“ ði Sam Allardyce, stjóri Bolton. eygur allas litum ar liðið lagði Tottenham að li skoraði sigurmarkið á síð- hans sérlega glæsilegt. sdeildarinnar og er sem fyrr sem á leik til góða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.